Af reikningsskilum og gerendameðvirkni

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar um réttar og rangar leiðir gerenda til að axla ábyrgð.

Auglýsing

Ger­enda­með­virkni á sér marg­vís­legar birt­ing­ar­mynd­ir. Sú ger­enda­með­virkni sem kveikti yfir­stand­andi #metoo bylgju átti sér stað eftir að sjón­varps­maður tók við­tal við sjálfan sig þar sem hann öskur­grét yfir rang­læt­inu sem fólst í kjafta­sög­unum um að hann beiti konur marg­vís­legu ofbeldi. Hann lagði þar sér­staka áherslu á að hann væri, eins og allir vita, góður strák­ur. Þegar hann var svo kærður fyrir téð ofbeldi hvarf hann úr sviðs­ljós­inu.

En ger­enda­með­virkni birt­ist ekki bara með góðu strák­unum sem sverja ofbeldið af sér. Hún birt­ist ekki síður þegar góðu strák­arnir stíga fram og „axla ábyrgð“ á öllum mis­tök­unum sín­um. Gera „reikn­ings­skil“. Þeir eru nefni­lega svo góð­ir.

Þing­maður skrifar Face­book-sta­tus þar sem hann lýsir því að konur séu alltaf að falla kylli­flatar fyrir honum og vegna hrif­næmi sinnar falli hann líka fyrir þeim en svo sé hann svo illa hald­inn af skuld­bind­ing­ar­fælni og óupp­gerðum til­finn­ingum að hann neyð­ist til að hætta með þeim og hverfa inn í skel­ina sína. Hann muni af þessum ástæðum ekki gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu. Hann ætlar nú samt að klára kjör­tíma­bil­ið, enda fylgir því bið­launa­rétt­ur.

Annar þing­maður skrifar Face­book-sta­tus þar sem hann lýsir mis­heppn­aðri við­reynslu sinni við blaða­konu á skrif­stofu um hánótt. Hann spyr hana að eigin sögn í tvígang hvort þau eigi að kyss­ast. Þegar hún afþakkar lætur hann „sær­andi orð“ falla um hana. Hann muni af þessum ástæðum taka sér tveggja mán­aða leyfi frá þing­störf­um. Hann kemur svo aftur og þegar honum gengur ekki vel í næsta próf­kjöri heyr­ist hávært hvísl um að það megi nú ekk­ert leng­ur, menn séu bara grafnir lif­andi fyrir öll mis­tök og eigi sér aldrei við­reisnar von.

Ljóð­skáld og fyrrum borg­ar­full­trúar og fata­hönn­uðir og góðir strákar úr öllum lögum sam­fé­lags­ins fara í við­töl, skrifa hjart­næma Face­book-sta­tusa og tísta eins og vind­ur­inn um að þeir hafi „farið yfir mörk kvenna“ í gegnum tíð­ina, gjarnan í ein­hverju öðru lífi þegar þeir voru ungir og full­ir. 

Sam­fé­lagið toll­erar þessa menn. Þeim er hrósað fyrir djörf­ung og hetju­skap, sanna karl­mennsku, hreint hjarta, ein­lægni, heið­ar­leika, hrein­skilni, auð­mýkt og þroska. Með þessu fylgj­ast svo þolendur þess­ara manna. Brotnar konur sem voru ekki hafðar með í ráðum, fengu ekki tæki­færi til að und­ir­búa sig, fengu ekki að segja skoðun sína, fengu ekki að koma útgáfu sinni af atburðum á fram­færi. Hafa aldrei fengið fyr­ir­gefn­ing­ar­beiðni og kann­ast bara alls ekki við alla þessa ein­lægni og auð­mýkt.

Íþrótta­fé­lag rifti í síð­asta mán­uði samn­ingi við fót­bolta­mann sem varð upp­vís að því að taka nekt­ar­mynd af liðs­fé­laga sínum í klef­anum og dreifa henni. Fót­bolta­mað­ur­inn gaf frá sér langa yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að hann sé alls ekki sá eini sem hefur gert svona og hann sé svo góður að hann hafi margoft reynt að ná sam­bandi við þol­anda sinn bæði með sím­töl­um, skila­boðum og með því að mæta heim til hans. Honum fannst hann bara eiga rétt á að taka það pláss. Bæði í fjöl­miðlum og í lífi þol­anda síns.

Auglýsing
Á Twitter sagði kona frá því að hún hefði fengið skila­boð frá sínum ger­anda þar sem hann lýsti því í löngu máli hvað hann þjáð­ist mikið fyrir það sem hann hefði gert henni. Honum fynd­ist hann vera ógeð og skamm­að­ist sín á hverjum degi og liði hrika­legar kvalir fyrir sínar eigin gerð­ir. Þetta varð að sjálf­sögðu til þess að þol­and­inn fyllt­ist hugs­unum um að hún þurfi að bakka með „ásak­an­ir“ sín­ar, hún megi ekki verða þess vald­andi að mað­ur­inn sökkvi í neyslu og sjálfs­skaða. Hún heldur áfram að tapa.

Í lok­uðum hópum á víð­lendum inter­nets­ins deila þessir þolendur upp­lifun sinni hver með annarri. Ég er ein þeirra. Og eftir þessa #metoo bylgju sitja fjölda­margar konur í sárum vegna þess að ger­and­inn þeirra steig fram opin­ber­lega, sagði afskræmda og sjálfs­hyllandi útgáfu af ofbeld­inu sem hann beitti þær og var fagnað ótæpi­lega af almenn­ingi í kjöl­far­ið. Það sem að ofan er lýst heitir ekki að axla ábyrgð eða gera reikn­ings­skil. Það heitir að hampa sjálfum sér á kostnað þolenda. Það heitir gas­lýs­ing og áfram­hald­andi ofbeldi. Það heitir að fara yfir mörk. Það heitir að taka sér pláss sem þeir eiga ekki til­kall til, gefa sér að þeir hafi rétt á hverju sem er og þurfi ekki að taka til­lit til ann­ars fólks, ekki einu sinni fólks sem er í sárum eftir þeirra eigin fram­komu.

****************************TW*****************************

Ef þú, góði strák­ur, hefur nauðgað konu, þröngvað þér inn á yfir­ráða­svæði henn­ar, troðið tung­unni upp í hana, króað hana af, gert hana hrædda, látið hana finna að sjálfs­vígs­hugs­anir þínar séu á hennar ábyrgð, suðað um að fá að fara inn í hana þangað til hún örmagnast, tekið hana næstum áfeng­is­dauða með þér heim og klætt hana úr bux­unum af því að þú verðir að fá að sýna henni hvað þú ert góður í að full­nægja konum með tung­unni, almennt beitt konu eða konur ein­hvers­konar þving­un­um, gas­lýs­ingum og ofbeldi, og ert að íhuga að „stíga fram“ og segja hjart­næma sögu af því hvað þú ert góður strákur og ætlar að axla á þessu ábyrgð með því að auð­mýkja þig í fjöl­miðlum eða hætta tíma­bundið eða seinna í vinn­unni, þá bið ég þig að hugsa þig tvisvar um.

Þetta eru ekki reikn­ings­skilin sem við þurf­um. Þetta eru alls ekki reikn­ings­skil. Tal­aðu við sál­fræð­ing­inn þinn og strák­ana, leit­aðu til Heim­il­is­frið­ar, farðu á Banda­manna­nám­skeið Stíga­móta, segðu af þér þing­störfum strax, dragðu þig í hlé og gakktu inn á næstu lög­reglu­stöð og ját­aðu verkn­að­inn. Fyrir alla muni, ekki troða þér enn og aftur inn í huga þolenda þinna og neyða þá til að fylgj­ast með því þegar almenn­ingur toll­erar þig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar