Af reikningsskilum og gerendameðvirkni

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar um réttar og rangar leiðir gerenda til að axla ábyrgð.

Auglýsing

Ger­enda­með­virkni á sér marg­vís­legar birt­ing­ar­mynd­ir. Sú ger­enda­með­virkni sem kveikti yfir­stand­andi #metoo bylgju átti sér stað eftir að sjón­varps­maður tók við­tal við sjálfan sig þar sem hann öskur­grét yfir rang­læt­inu sem fólst í kjafta­sög­unum um að hann beiti konur marg­vís­legu ofbeldi. Hann lagði þar sér­staka áherslu á að hann væri, eins og allir vita, góður strák­ur. Þegar hann var svo kærður fyrir téð ofbeldi hvarf hann úr sviðs­ljós­inu.

En ger­enda­með­virkni birt­ist ekki bara með góðu strák­unum sem sverja ofbeldið af sér. Hún birt­ist ekki síður þegar góðu strák­arnir stíga fram og „axla ábyrgð“ á öllum mis­tök­unum sín­um. Gera „reikn­ings­skil“. Þeir eru nefni­lega svo góð­ir.

Þing­maður skrifar Face­book-sta­tus þar sem hann lýsir því að konur séu alltaf að falla kylli­flatar fyrir honum og vegna hrif­næmi sinnar falli hann líka fyrir þeim en svo sé hann svo illa hald­inn af skuld­bind­ing­ar­fælni og óupp­gerðum til­finn­ingum að hann neyð­ist til að hætta með þeim og hverfa inn í skel­ina sína. Hann muni af þessum ástæðum ekki gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu. Hann ætlar nú samt að klára kjör­tíma­bil­ið, enda fylgir því bið­launa­rétt­ur.

Annar þing­maður skrifar Face­book-sta­tus þar sem hann lýsir mis­heppn­aðri við­reynslu sinni við blaða­konu á skrif­stofu um hánótt. Hann spyr hana að eigin sögn í tvígang hvort þau eigi að kyss­ast. Þegar hún afþakkar lætur hann „sær­andi orð“ falla um hana. Hann muni af þessum ástæðum taka sér tveggja mán­aða leyfi frá þing­störf­um. Hann kemur svo aftur og þegar honum gengur ekki vel í næsta próf­kjöri heyr­ist hávært hvísl um að það megi nú ekk­ert leng­ur, menn séu bara grafnir lif­andi fyrir öll mis­tök og eigi sér aldrei við­reisnar von.

Ljóð­skáld og fyrrum borg­ar­full­trúar og fata­hönn­uðir og góðir strákar úr öllum lögum sam­fé­lags­ins fara í við­töl, skrifa hjart­næma Face­book-sta­tusa og tísta eins og vind­ur­inn um að þeir hafi „farið yfir mörk kvenna“ í gegnum tíð­ina, gjarnan í ein­hverju öðru lífi þegar þeir voru ungir og full­ir. 

Sam­fé­lagið toll­erar þessa menn. Þeim er hrósað fyrir djörf­ung og hetju­skap, sanna karl­mennsku, hreint hjarta, ein­lægni, heið­ar­leika, hrein­skilni, auð­mýkt og þroska. Með þessu fylgj­ast svo þolendur þess­ara manna. Brotnar konur sem voru ekki hafðar með í ráðum, fengu ekki tæki­færi til að und­ir­búa sig, fengu ekki að segja skoðun sína, fengu ekki að koma útgáfu sinni af atburðum á fram­færi. Hafa aldrei fengið fyr­ir­gefn­ing­ar­beiðni og kann­ast bara alls ekki við alla þessa ein­lægni og auð­mýkt.

Íþrótta­fé­lag rifti í síð­asta mán­uði samn­ingi við fót­bolta­mann sem varð upp­vís að því að taka nekt­ar­mynd af liðs­fé­laga sínum í klef­anum og dreifa henni. Fót­bolta­mað­ur­inn gaf frá sér langa yfir­lýs­ingu þar sem fram kemur að hann sé alls ekki sá eini sem hefur gert svona og hann sé svo góður að hann hafi margoft reynt að ná sam­bandi við þol­anda sinn bæði með sím­töl­um, skila­boðum og með því að mæta heim til hans. Honum fannst hann bara eiga rétt á að taka það pláss. Bæði í fjöl­miðlum og í lífi þol­anda síns.

Auglýsing
Á Twitter sagði kona frá því að hún hefði fengið skila­boð frá sínum ger­anda þar sem hann lýsti því í löngu máli hvað hann þjáð­ist mikið fyrir það sem hann hefði gert henni. Honum fynd­ist hann vera ógeð og skamm­að­ist sín á hverjum degi og liði hrika­legar kvalir fyrir sínar eigin gerð­ir. Þetta varð að sjálf­sögðu til þess að þol­and­inn fyllt­ist hugs­unum um að hún þurfi að bakka með „ásak­an­ir“ sín­ar, hún megi ekki verða þess vald­andi að mað­ur­inn sökkvi í neyslu og sjálfs­skaða. Hún heldur áfram að tapa.

Í lok­uðum hópum á víð­lendum inter­nets­ins deila þessir þolendur upp­lifun sinni hver með annarri. Ég er ein þeirra. Og eftir þessa #metoo bylgju sitja fjölda­margar konur í sárum vegna þess að ger­and­inn þeirra steig fram opin­ber­lega, sagði afskræmda og sjálfs­hyllandi útgáfu af ofbeld­inu sem hann beitti þær og var fagnað ótæpi­lega af almenn­ingi í kjöl­far­ið. Það sem að ofan er lýst heitir ekki að axla ábyrgð eða gera reikn­ings­skil. Það heitir að hampa sjálfum sér á kostnað þolenda. Það heitir gas­lýs­ing og áfram­hald­andi ofbeldi. Það heitir að fara yfir mörk. Það heitir að taka sér pláss sem þeir eiga ekki til­kall til, gefa sér að þeir hafi rétt á hverju sem er og þurfi ekki að taka til­lit til ann­ars fólks, ekki einu sinni fólks sem er í sárum eftir þeirra eigin fram­komu.

****************************TW*****************************

Ef þú, góði strák­ur, hefur nauðgað konu, þröngvað þér inn á yfir­ráða­svæði henn­ar, troðið tung­unni upp í hana, króað hana af, gert hana hrædda, látið hana finna að sjálfs­vígs­hugs­anir þínar séu á hennar ábyrgð, suðað um að fá að fara inn í hana þangað til hún örmagnast, tekið hana næstum áfeng­is­dauða með þér heim og klætt hana úr bux­unum af því að þú verðir að fá að sýna henni hvað þú ert góður í að full­nægja konum með tung­unni, almennt beitt konu eða konur ein­hvers­konar þving­un­um, gas­lýs­ingum og ofbeldi, og ert að íhuga að „stíga fram“ og segja hjart­næma sögu af því hvað þú ert góður strákur og ætlar að axla á þessu ábyrgð með því að auð­mýkja þig í fjöl­miðlum eða hætta tíma­bundið eða seinna í vinn­unni, þá bið ég þig að hugsa þig tvisvar um.

Þetta eru ekki reikn­ings­skilin sem við þurf­um. Þetta eru alls ekki reikn­ings­skil. Tal­aðu við sál­fræð­ing­inn þinn og strák­ana, leit­aðu til Heim­il­is­frið­ar, farðu á Banda­manna­nám­skeið Stíga­móta, segðu af þér þing­störfum strax, dragðu þig í hlé og gakktu inn á næstu lög­reglu­stöð og ját­aðu verkn­að­inn. Fyrir alla muni, ekki troða þér enn og aftur inn í huga þolenda þinna og neyða þá til að fylgj­ast með því þegar almenn­ingur toll­erar þig.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar