Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um Palestínu og Ísrael og segir að Gaza sé stærsta utandyrafangelsi í heiminum.

Auglýsing

Það vill gleym­ast í umfjöllun fjöl­miðla og áhorf­enda um fjöldamorðin á hernumdu svæð­unum í Palest­ínu, að Gaza, þar sem fórn­ar­lömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borg­ar­ar, konur og börn, er í raun flótta­manna­búð­ir. 

Gaza er stærsta utandyrafang­elsi í heim­in­um. Um það bil tveimur millj­ónum manna er haldið þar inni­lok­uðum í flótta­manna­búðum á örsmáu svæði, sem Ísra­els­her hefur víg­girt á hernumdu svæði. Þaðan kemst eng­inn út án leyfis her­náms­yf­ir­valda. Lífs­nauð­syn­legur út- og inn­flutn­ingur er stöðv­aður fyr­ir­vara­laust að geð­þótta her­náms­yf­ir­valda. Það á jafnt við um lyf sem mat­væli. Hafnir hafa verið fyrir löngu eyði­lagð­ar, og flug­sam­göngur óger­legar án leyfis her­náms­yf­ir­valda.

Auglýsing
Staða Palest­ínu­manna gagn­vart Ísra­els­her og her­náms­yf­ir­völdum er um margt lík stöðu Eystra­salts­þjóða, sem í lok Seinna stríðs voru hernumdar af Rauða hern­um. Mun­ur­inn er þó sá, Eystra­salts­þjóðum í vil, að þær voru inn­limaðar í Sov­ét­sam­veldið og nutu þar með, að nafn­inu til a.m.k., sömu rétt­inda og Rúss­ar. Þeir sem grun­aðir voru um andóf gegn her­nám­inu voru sendir í gulagið (fanga- og útrým­ing­ar­búð­ir), en það gilti jafnt um Rússa lík­a. 

Fyrir ára­tug (2011) spruttu upp miklar deilur um, hvort full­trúar Palest­ínu­manna mættu njóta við­ur­kenn­ingar og rétt­inda hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna, eins og um full­trúa full­valda ríkis væri að ræða. Þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing frá Banda­ríkj­unum um að hafna þessu, beitti þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra , Össur Skarp­héð­ins­son, sér fyrir því, að Ísland studdi umsóknir Palest­ínu­manna. Það var líka yfir­lýst stefna Íslands að styðja stofnun Palest­ínu­ríkis og við­ur­kenna til­vist þess á hinu hernumda land­i. 

Frels­is­bar­átta við Eystra­salt

Það vakti nokkra athygli, að hinar nýfrjálsu Eystra­salts­þjóðir studdu ekki sjálf­stæð­is­bar­áttu Palest­ínu­manna og kusu fremur að þókn­ast ísra­elska her­náms­veld­inu, að kröfu Banda­ríkja­stjórn­ar. Þetta var að vísu gríð­ar­lega umdeilt mál á þeim tíma. Þar sem utan­rík­is­ráð­herra Íslands hafði á sínum tíma (1988-91) stutt dyggi­lega við bakið á sjálf­stæð­is­hreyf­ingu Eystra­salts­þjóða og hafði tekið frum­kvæði að við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði þeirra, þótti það einnar messu virði að leita álits hans á þessu máli. Af því til­efni birti Ramunas Bogdanas, sem á sínum tíma var póli­tískur ráð­gjafi Lands­berg­is, sjálf­stæð­is­hetju Lit­háa, við­tal við mig í helsta net­miðli Lit­háen – Delfi. Við­talið gæti allt eins hafa verið tekið í dag. Það sem hér fer á eftir byggir á því, en í mjög styttu formi.

Spurn­ing: Á alþjóða­sam­fé­lagið að við­ur­kenna rétt Palest­ínu­manna til full­valda rík­is?

Svar: Hrotta­skapur ísra­el­skra her­náms­yf­ir­valda gagn­vart varn­ar­lausu fólki í flótta­manna­búðum á her­náms­svæð­inu í Gaza er sögu­legur harm­leik­ur. Þeir sem á sínum tíma urðu fórn­ar­lömb kyn­þátta­for­dóma og póli­tískrar sturlunar í Evr­ópu neyta nú sjálfir hern­að­ar­yf­ir­burða sinna við að kúga og nið­ur­lægja varn­ar­laust fólk, eins og þeir þurftu sjálfir að sæta af hálfu ofsækj­enda sinna í Evr­ópu. 

Þetta er ekki bara sið­laust. Það er heimsku­legt og gengur í ber­högg við lang­tíma hags­muni ísra­elsku þjóð­ar­inn­ar. Ísra­els­ríki getur ekki tryggt sér frið og öryggi til fram­tíðar með þess­ari fram­göngu. Banda­ríkin hafa ger­sam­lega brugð­ist í hlut­verki sínu sem milli­göngu­að­ili og sátta­semj­ari í þessum deil­um. Ísr­ael þarf á hjálp alþjóð­sam­fé­lags­ins að halda til þess að losna úr þessum ógöng­um.

Sp. Sérð þú – sem frum­kvöð­ull að við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði okkar á árunum 1990-91, meðan við vorum enn her­numin þjóð af Sov­ét­ríkj­unum – eitt­hvað líkt með stöðu mála milli Ísr­ael og Palest­ínu og stöðu okkar Eystra­salts­þjóða á þessum tíma?

Svar: Óneit­an­lega er margt líkt. Nefnum nokkur dæmi: Palest­ínu­menn hafa mátt þola her­nám af hálfu Ísra­els­ríkis í krafti algerra hern­að­ar­yf­ir­burða ára­tugum sam­an, rétt eins og þið. Her­náms­ríkið virðir í engu skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt alþjóða­lögum og milli­ríkja­samn­ing­um. Það gerðu Sov­ét­ríkin í ykkar til­viki ekki held­ur. Þið voruð undir járn­hæl rík­is, sem naut algerra hern­að­ar­yf­ir­burða. Það er sömu sögu að segja um Palest­ínu­menn. Sov­ét­stjórnin reyndi að kúga ykkur til hlýðni með efna­hags­legum refsi­að­gerð­um. Það gera Ísra­elar líka gagn­vart Palest­ínu­mönn­um. Rík­is­stjórnir Banda­ríkj­anna og Þýska­lands sögðu ykk­ur, að sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingin 11. mars, 1990 væri „ótíma­bær“. Þeir segja það sama nú við Palest­ínu­menn. Við eigum að hafna þeirri ráð­gjöf nú, alveg eins og þið gerðuð þá. 

En er annað ólíkt? Já. Sumir nefna til sög­unn­ar, að þið hafið bara beitt frið­sam­legum aðgerð­um, en að Palest­ínu­menn reyni öðru hverju vopnað við­nám. Hvað er til ráða, þegar her­náms­veld­ið, sem nýtur algerra hern­að­ar­yf­ir­burða, úti­lokar frið­sam­legar lausnir? Munið þið eftir „skóg­ar­bræðr­un­um“ ? Þeir reyndu af veikum mætti vopnað við­nám gegn sov­éska her­náms­veld­inu í tæpan ára­tug, en var að lokum útrýmt. Ég for­dæmi þá ekki. Ég veit ekki betur en þið hafið hug­rekki þeirra í háveg­um.

Sp. Palest­ína er klofin land­fræði­lega (milli Vest­ur­bakk­ans og Gaza) og póli­tískt (milli Fatah og Ham­a­s). Úti­lokar það ekki við­ur­kenn­ingu á full­valda ríki þeirra?

Sv. Land­fræði­legur klofn­ingur Palest­ínu er afleið­ing hins ólög­lega her­náms og rétt­lætir þ.a. l. engan veg­inn höfnun á rétti Palest­ínu­manna til að stofna ríki á sínu eigin landi.

Sp. Sumir segja, að Palest­ínu­menn verði að hafna beit­ingu vopna­valds til þess að verð­skulda við­ur­kenn­ingu. Ertu sam­mála því?

Sv. Með þess­ari spurn­ingu er stað­reynd­unum snúið á haus. Það eru Palest­ínu­menn, sem hafa mátt þola her­nám og inni­lokun í flótta­manna­búðum á eigin landi í bráðum hálfa öld. Það er ekki öfugt. Palest­ínu­menn hafa ekki rænt land­inu af Ísr­a­el. Og tveggja -ríkja lausnin er ekki end­an­leg . Ríkin eiga eftir að semja um svo ótal margt, eins og kunn­ugt er. Þar á meðal um stöðu Jer­úsal­em. En báðir aðilar eiga að setj­ast að samn­inga­borði sem jafn­rétt­háir aðil­ar, full­trúar tveggja sjálf­stæðra ríkja.Það verður að binda endi á óbreytt ástand: Ofbeldi nýlendu­herr­ans gagn­vart hinum kúg­uðu; apart­haid herra­þjóðar gagn­vart hinum óæðri kyn­þætti - eins og það hét á tungu­máli þýsku nas­ist­anna forð­u­m. 

Banda­ríkin hafa, sem fyrr seg­ir, fyr­ir­gert öllu trausti sem óhlut­drægur sátta­semj­ari. Ísr­ael er skjól­stæð­ings­ríki Banda­ríkj­anna, fjár­hags­lega jafnt sem hern­að­ar­lega. Ísr­ael er orðið kjarn­orku­veldi með þegj­andi sam­þykki Banda­ríkja­stjórn­ar. Þar með varðar fram­ferði ísra­elska her­náms­rík­is­ins heims­byggð­ina alla. Heims­frið­ur­inn er í húfi. 

Það færi best á því að finna ein­hvern fyrr­ver­andi stjórn­mála­leið­toga af Norð­ur­löndum til að gegna hlut­verki sátta­semj­ara á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Fyrr­ver­andi for­seti Finn­lands, Aht­isa­ari, mundi passa vel í hlut­verk­ið. (Nú – tíu árum síðar – mætti spyrja: hefur fyrr­ver­andi for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, yfir­lýstur vinur Put­ins og Mod­is, nokkuð betra við tím­ann að ger­a?)

Sp. Hamas hefur þann yfir­lýsta til­gang að útrýma Ísr­a­el. Ber ekki að krefj­ast þess, að Hamas dragi þá stefnu­yf­ir­lýs­ingu til baka, áður en við­ur­kenn­ing á ríki Palest­ínu­manna kemur til álita?

Sv. Hið rétta er, að Hamas hefur lýst því yfir, að Ísra­els­ríki eigi ekki til­veru­rétt á hernumdu landi. Það er ein­fald­lega stað­reynd sam­kvæmt alþjóða­lög­um. Það getur eng­inn með lög­legum hætti stofnað ríki á hernumdu landi, sem til­heyrir öðr­um. Alþjóða­sam­fé­lagið getur ekki við­ur­kennt vald­beit­ingu af því tagi. Þetta er eitt þeirra mála, sem þarf að leysa við samn­inga­borðið milli hinna tveggja sjálf­stæðu ríkja.

Sp. Eystra­salts­þjóð­irnar end­ur­reistu sjálf­stæði sitt með frið­sam­legum hætti. Geta Palest­ínu­menn ætl­ast til að öðl­ast við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á sjálf­stæðu ríki, svo lengi sem þeir stunda hryðju­verka­árásir á óbreytta borg­ara í Ísra­el?

Svar: Í jan­úar árið 1991 ákváðu þáver­andi vald­hafar í Kreml, að leið Eystra­salts­þjóða til að end­ur­heimta sjálf­stæði sitt skyldi ekki lengur vera frið­sam­leg. Her­náms­veldið ákvað að beita valdi til að koma í veg fyrir útgöngu Eystra­salts­þjóða úr Sov­ét­ríkj­unum og end­ur­reisn sjálf­stæð­is. Þetta var rétt­lætt með því, að nauð­syn bæri til að vernda líf og limi þjóð­ern­is­minni­hluta (Rússa og fl.) og jafn­vel mann­rétt­indi þeirra, sem að vísu var engin hætta búin.

Á sein­ustu stundu bjarg­aði þáver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, Mich­ael Gor­bachev, æru sinni og sess í sög­unni með því að stöðva ofbeld­ið, áður en það færi ger­sam­lega úr bönd­un­um. Það er þess vegna sem leið Eystra­salts­þjóða til sjálf­stæðis gat verið frið­sam­leg. Ef frið­ar­verð­launa­hafi Nóbels, Gor­bachev, hefði haldið til streitu ákvörðun sinni um að beita her­valdi gegn vopn­lausum og frið­sömum borg­ur­um, hefði hann nú á sam­visk­unni ægi­leg­asta blóð­bað í Evr­ópu eftir stríð. 

Sagan sýnir okk­ur, því mið­ur, að Benja­min Net­anyahu er eng­inn Gor­bachev. Hann er eng­inn frið­ar­ins mað­ur. Þess vegna ber að stöðva hann í óhæfu­verkum sín­um.

Mér kemur í hug, að sú var tíð, þegar leið­togar vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja (t.d. bæði Regan og Thatcher) upp­nefndu Nel­son Mand­ela sem „komm­ún­ískan hryðju­verka­mann“. Mand­ela er nú , sem kunn­ugt er, veg­samaður vítt og breytt um ver­öld­ina sem óum­deilt tákn sátta og fyr­ir­gefn­ing­ar. Hann er hið eft­ir­breytni­verða for­dæmi um, hvernig eigi að leysa djúp­rætt ágrein­ings­mál með frið­sam­legum hætti. Hann batt endi á apartheid kyn­þótta­for­dómanna. For­dæmi hans vísar seinni tíma mönnum veg­inn.

Sp. Eiga smá­þjóðir ekki bara að sætta sig við að lúta for­sjár stór­veld­anna, þegar að því kemur að leysa umdeild alþjóða­vanda­mál?

Svar: Ekki gerðum við það, þegar við ákváðum að styðja óskir ykkar um end­ur­reist sjálf­stæði í blóra við föð­ur­leg ráð leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja – er það? Hvers vegna ættuð þið að gera það?

Höf­undur var utan­rík­is­ráð­herra Íslands 1988-95.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar