Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um Palestínu og Ísrael og segir að Gaza sé stærsta utandyrafangelsi í heiminum.

Auglýsing

Það vill gleym­ast í umfjöllun fjöl­miðla og áhorf­enda um fjöldamorðin á hernumdu svæð­unum í Palest­ínu, að Gaza, þar sem fórn­ar­lömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borg­ar­ar, konur og börn, er í raun flótta­manna­búð­ir. 

Gaza er stærsta utandyrafang­elsi í heim­in­um. Um það bil tveimur millj­ónum manna er haldið þar inni­lok­uðum í flótta­manna­búðum á örsmáu svæði, sem Ísra­els­her hefur víg­girt á hernumdu svæði. Þaðan kemst eng­inn út án leyfis her­náms­yf­ir­valda. Lífs­nauð­syn­legur út- og inn­flutn­ingur er stöðv­aður fyr­ir­vara­laust að geð­þótta her­náms­yf­ir­valda. Það á jafnt við um lyf sem mat­væli. Hafnir hafa verið fyrir löngu eyði­lagð­ar, og flug­sam­göngur óger­legar án leyfis her­náms­yf­ir­valda.

Auglýsing
Staða Palest­ínu­manna gagn­vart Ísra­els­her og her­náms­yf­ir­völdum er um margt lík stöðu Eystra­salts­þjóða, sem í lok Seinna stríðs voru hernumdar af Rauða hern­um. Mun­ur­inn er þó sá, Eystra­salts­þjóðum í vil, að þær voru inn­limaðar í Sov­ét­sam­veldið og nutu þar með, að nafn­inu til a.m.k., sömu rétt­inda og Rúss­ar. Þeir sem grun­aðir voru um andóf gegn her­nám­inu voru sendir í gulagið (fanga- og útrým­ing­ar­búð­ir), en það gilti jafnt um Rússa lík­a. 

Fyrir ára­tug (2011) spruttu upp miklar deilur um, hvort full­trúar Palest­ínu­manna mættu njóta við­ur­kenn­ingar og rétt­inda hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna, eins og um full­trúa full­valda ríkis væri að ræða. Þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing frá Banda­ríkj­unum um að hafna þessu, beitti þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra , Össur Skarp­héð­ins­son, sér fyrir því, að Ísland studdi umsóknir Palest­ínu­manna. Það var líka yfir­lýst stefna Íslands að styðja stofnun Palest­ínu­ríkis og við­ur­kenna til­vist þess á hinu hernumda land­i. 

Frels­is­bar­átta við Eystra­salt

Það vakti nokkra athygli, að hinar nýfrjálsu Eystra­salts­þjóðir studdu ekki sjálf­stæð­is­bar­áttu Palest­ínu­manna og kusu fremur að þókn­ast ísra­elska her­náms­veld­inu, að kröfu Banda­ríkja­stjórn­ar. Þetta var að vísu gríð­ar­lega umdeilt mál á þeim tíma. Þar sem utan­rík­is­ráð­herra Íslands hafði á sínum tíma (1988-91) stutt dyggi­lega við bakið á sjálf­stæð­is­hreyf­ingu Eystra­salts­þjóða og hafði tekið frum­kvæði að við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði þeirra, þótti það einnar messu virði að leita álits hans á þessu máli. Af því til­efni birti Ramunas Bogdanas, sem á sínum tíma var póli­tískur ráð­gjafi Lands­berg­is, sjálf­stæð­is­hetju Lit­háa, við­tal við mig í helsta net­miðli Lit­háen – Delfi. Við­talið gæti allt eins hafa verið tekið í dag. Það sem hér fer á eftir byggir á því, en í mjög styttu formi.

Spurn­ing: Á alþjóða­sam­fé­lagið að við­ur­kenna rétt Palest­ínu­manna til full­valda rík­is?

Svar: Hrotta­skapur ísra­el­skra her­náms­yf­ir­valda gagn­vart varn­ar­lausu fólki í flótta­manna­búðum á her­náms­svæð­inu í Gaza er sögu­legur harm­leik­ur. Þeir sem á sínum tíma urðu fórn­ar­lömb kyn­þátta­for­dóma og póli­tískrar sturlunar í Evr­ópu neyta nú sjálfir hern­að­ar­yf­ir­burða sinna við að kúga og nið­ur­lægja varn­ar­laust fólk, eins og þeir þurftu sjálfir að sæta af hálfu ofsækj­enda sinna í Evr­ópu. 

Þetta er ekki bara sið­laust. Það er heimsku­legt og gengur í ber­högg við lang­tíma hags­muni ísra­elsku þjóð­ar­inn­ar. Ísra­els­ríki getur ekki tryggt sér frið og öryggi til fram­tíðar með þess­ari fram­göngu. Banda­ríkin hafa ger­sam­lega brugð­ist í hlut­verki sínu sem milli­göngu­að­ili og sátta­semj­ari í þessum deil­um. Ísr­ael þarf á hjálp alþjóð­sam­fé­lags­ins að halda til þess að losna úr þessum ógöng­um.

Sp. Sérð þú – sem frum­kvöð­ull að við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði okkar á árunum 1990-91, meðan við vorum enn her­numin þjóð af Sov­ét­ríkj­unum – eitt­hvað líkt með stöðu mála milli Ísr­ael og Palest­ínu og stöðu okkar Eystra­salts­þjóða á þessum tíma?

Svar: Óneit­an­lega er margt líkt. Nefnum nokkur dæmi: Palest­ínu­menn hafa mátt þola her­nám af hálfu Ísra­els­ríkis í krafti algerra hern­að­ar­yf­ir­burða ára­tugum sam­an, rétt eins og þið. Her­náms­ríkið virðir í engu skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt alþjóða­lögum og milli­ríkja­samn­ing­um. Það gerðu Sov­ét­ríkin í ykkar til­viki ekki held­ur. Þið voruð undir járn­hæl rík­is, sem naut algerra hern­að­ar­yf­ir­burða. Það er sömu sögu að segja um Palest­ínu­menn. Sov­ét­stjórnin reyndi að kúga ykkur til hlýðni með efna­hags­legum refsi­að­gerð­um. Það gera Ísra­elar líka gagn­vart Palest­ínu­mönn­um. Rík­is­stjórnir Banda­ríkj­anna og Þýska­lands sögðu ykk­ur, að sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingin 11. mars, 1990 væri „ótíma­bær“. Þeir segja það sama nú við Palest­ínu­menn. Við eigum að hafna þeirri ráð­gjöf nú, alveg eins og þið gerðuð þá. 

En er annað ólíkt? Já. Sumir nefna til sög­unn­ar, að þið hafið bara beitt frið­sam­legum aðgerð­um, en að Palest­ínu­menn reyni öðru hverju vopnað við­nám. Hvað er til ráða, þegar her­náms­veld­ið, sem nýtur algerra hern­að­ar­yf­ir­burða, úti­lokar frið­sam­legar lausnir? Munið þið eftir „skóg­ar­bræðr­un­um“ ? Þeir reyndu af veikum mætti vopnað við­nám gegn sov­éska her­náms­veld­inu í tæpan ára­tug, en var að lokum útrýmt. Ég for­dæmi þá ekki. Ég veit ekki betur en þið hafið hug­rekki þeirra í háveg­um.

Sp. Palest­ína er klofin land­fræði­lega (milli Vest­ur­bakk­ans og Gaza) og póli­tískt (milli Fatah og Ham­a­s). Úti­lokar það ekki við­ur­kenn­ingu á full­valda ríki þeirra?

Sv. Land­fræði­legur klofn­ingur Palest­ínu er afleið­ing hins ólög­lega her­náms og rétt­lætir þ.a. l. engan veg­inn höfnun á rétti Palest­ínu­manna til að stofna ríki á sínu eigin landi.

Sp. Sumir segja, að Palest­ínu­menn verði að hafna beit­ingu vopna­valds til þess að verð­skulda við­ur­kenn­ingu. Ertu sam­mála því?

Sv. Með þess­ari spurn­ingu er stað­reynd­unum snúið á haus. Það eru Palest­ínu­menn, sem hafa mátt þola her­nám og inni­lokun í flótta­manna­búðum á eigin landi í bráðum hálfa öld. Það er ekki öfugt. Palest­ínu­menn hafa ekki rænt land­inu af Ísr­a­el. Og tveggja -ríkja lausnin er ekki end­an­leg . Ríkin eiga eftir að semja um svo ótal margt, eins og kunn­ugt er. Þar á meðal um stöðu Jer­úsal­em. En báðir aðilar eiga að setj­ast að samn­inga­borði sem jafn­rétt­háir aðil­ar, full­trúar tveggja sjálf­stæðra ríkja.Það verður að binda endi á óbreytt ástand: Ofbeldi nýlendu­herr­ans gagn­vart hinum kúg­uðu; apart­haid herra­þjóðar gagn­vart hinum óæðri kyn­þætti - eins og það hét á tungu­máli þýsku nas­ist­anna forð­u­m. 

Banda­ríkin hafa, sem fyrr seg­ir, fyr­ir­gert öllu trausti sem óhlut­drægur sátta­semj­ari. Ísr­ael er skjól­stæð­ings­ríki Banda­ríkj­anna, fjár­hags­lega jafnt sem hern­að­ar­lega. Ísr­ael er orðið kjarn­orku­veldi með þegj­andi sam­þykki Banda­ríkja­stjórn­ar. Þar með varðar fram­ferði ísra­elska her­náms­rík­is­ins heims­byggð­ina alla. Heims­frið­ur­inn er í húfi. 

Það færi best á því að finna ein­hvern fyrr­ver­andi stjórn­mála­leið­toga af Norð­ur­löndum til að gegna hlut­verki sátta­semj­ara á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Fyrr­ver­andi for­seti Finn­lands, Aht­isa­ari, mundi passa vel í hlut­verk­ið. (Nú – tíu árum síðar – mætti spyrja: hefur fyrr­ver­andi for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, yfir­lýstur vinur Put­ins og Mod­is, nokkuð betra við tím­ann að ger­a?)

Sp. Hamas hefur þann yfir­lýsta til­gang að útrýma Ísr­a­el. Ber ekki að krefj­ast þess, að Hamas dragi þá stefnu­yf­ir­lýs­ingu til baka, áður en við­ur­kenn­ing á ríki Palest­ínu­manna kemur til álita?

Sv. Hið rétta er, að Hamas hefur lýst því yfir, að Ísra­els­ríki eigi ekki til­veru­rétt á hernumdu landi. Það er ein­fald­lega stað­reynd sam­kvæmt alþjóða­lög­um. Það getur eng­inn með lög­legum hætti stofnað ríki á hernumdu landi, sem til­heyrir öðr­um. Alþjóða­sam­fé­lagið getur ekki við­ur­kennt vald­beit­ingu af því tagi. Þetta er eitt þeirra mála, sem þarf að leysa við samn­inga­borðið milli hinna tveggja sjálf­stæðu ríkja.

Sp. Eystra­salts­þjóð­irnar end­ur­reistu sjálf­stæði sitt með frið­sam­legum hætti. Geta Palest­ínu­menn ætl­ast til að öðl­ast við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á sjálf­stæðu ríki, svo lengi sem þeir stunda hryðju­verka­árásir á óbreytta borg­ara í Ísra­el?

Svar: Í jan­úar árið 1991 ákváðu þáver­andi vald­hafar í Kreml, að leið Eystra­salts­þjóða til að end­ur­heimta sjálf­stæði sitt skyldi ekki lengur vera frið­sam­leg. Her­náms­veldið ákvað að beita valdi til að koma í veg fyrir útgöngu Eystra­salts­þjóða úr Sov­ét­ríkj­unum og end­ur­reisn sjálf­stæð­is. Þetta var rétt­lætt með því, að nauð­syn bæri til að vernda líf og limi þjóð­ern­is­minni­hluta (Rússa og fl.) og jafn­vel mann­rétt­indi þeirra, sem að vísu var engin hætta búin.

Á sein­ustu stundu bjarg­aði þáver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, Mich­ael Gor­bachev, æru sinni og sess í sög­unni með því að stöðva ofbeld­ið, áður en það færi ger­sam­lega úr bönd­un­um. Það er þess vegna sem leið Eystra­salts­þjóða til sjálf­stæðis gat verið frið­sam­leg. Ef frið­ar­verð­launa­hafi Nóbels, Gor­bachev, hefði haldið til streitu ákvörðun sinni um að beita her­valdi gegn vopn­lausum og frið­sömum borg­ur­um, hefði hann nú á sam­visk­unni ægi­leg­asta blóð­bað í Evr­ópu eftir stríð. 

Sagan sýnir okk­ur, því mið­ur, að Benja­min Net­anyahu er eng­inn Gor­bachev. Hann er eng­inn frið­ar­ins mað­ur. Þess vegna ber að stöðva hann í óhæfu­verkum sín­um.

Mér kemur í hug, að sú var tíð, þegar leið­togar vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja (t.d. bæði Regan og Thatcher) upp­nefndu Nel­son Mand­ela sem „komm­ún­ískan hryðju­verka­mann“. Mand­ela er nú , sem kunn­ugt er, veg­samaður vítt og breytt um ver­öld­ina sem óum­deilt tákn sátta og fyr­ir­gefn­ing­ar. Hann er hið eft­ir­breytni­verða for­dæmi um, hvernig eigi að leysa djúp­rætt ágrein­ings­mál með frið­sam­legum hætti. Hann batt endi á apartheid kyn­þótta­for­dómanna. For­dæmi hans vísar seinni tíma mönnum veg­inn.

Sp. Eiga smá­þjóðir ekki bara að sætta sig við að lúta for­sjár stór­veld­anna, þegar að því kemur að leysa umdeild alþjóða­vanda­mál?

Svar: Ekki gerðum við það, þegar við ákváðum að styðja óskir ykkar um end­ur­reist sjálf­stæði í blóra við föð­ur­leg ráð leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja – er það? Hvers vegna ættuð þið að gera það?

Höf­undur var utan­rík­is­ráð­herra Íslands 1988-95.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar