Um náttúruöfl og hönnun

Fyrrum stjórnandi HönnunarMars og fyrrum stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar skrifa um innviðauppbyggingu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Auglýsing

Það gýs við Fagra­dals­fjall – með bein­teng­ingu við kjarna jarð­ar, mött­ul­inn. For­dæma­lausir tímar á Íslandi öðl­ast dýpri og enn stærri merk­ingu en áður, og var nóg fyr­ir.

Hvernig bregð­umst við við? Þjóð sem er alin upp við óvæg nátt­úröfl, við mikla svipti­vinda nátt­úr­unnar eða mann­gerðra ham­fara.

Við hreyf­umst með og verðum að finna leiðir og lausn­ir.

Auglýsing

Hvort sem að jarð­ýt­unni tekst ætl­un­ar­verk sitt með háum veggjum þá er hér á ferð­inni ein­stakt tæki­færi fyrir ríki, sveit­ar­fé­lag, stofn­anir og land­eig­endur til að taka höndum saman og hanna sig eftir atburða­rás og aðstæð­um. Hvort sem að verið sé að horfa til fram­tíðar með ferða­mönnum utan úr heimi eða heima­menn í sunnu­dags­bíltúr þá þarf inn­viði fyrir allt. Þessir inn­viðir þurfa að vera sveigj­an­leg­ir, rýna í og fylgja móður nátt­úru og á sama tíma tala við land og aðstæð­ur. Efn­is­val og efni­viður – aðgengi og sal­ern­is­að­staða – allt þarf að leysa af auð­mýkt fyrir nátt­úru­öfl­um.

Aðgerð­ar­stjórn inn­viða­upp­bygg­ingar skipuð þver­fag­legu teymi sér­fræð­inga ætti að vera jafn­sjálf­sagt mál og aðgerða­stjórn­irnar sem á undan koma til að tryggja öryggi fólks.

Uppbygging við Brimketil, sem hönnuð var af Landmótun.

Í kringum okkur eru nýleg dæmi þar sem sést hvernig nátt­úran fær að njóta sín og við fáum að vera með á öruggan og góðan hátt. Við Brim­ketil í nágrenni eld­stöðv­ar­innar má sjá frá­bært dæmi um hönnun í erf­iðum aðstæðum – í sátt við umhverfið en bætir einnig við upp­lifun­ina. Stíg­ur­inn upp á Sax­hól á Snæ­fells­nesi er annað gott dæmi, var ekki hugs­aður sem beinn áfanga­staður en hefur nú hlotið verð­laun um allan heim fyrir að verða góð hönnun sem les í land­ið. Þar stefndi í óefni vegna auk­innar umferðar gang­andi nátt­úru­skoð­enda.

Nýlega tók umhverf­is­ráð­herra í notkun nýtt sam­ræmt skilta­kerfi; Veg­rúnu– sem er ætlað öllum þeim sem setja upp merk­ingar á ferða­manna­stöðum eða frið­lýstum svæð­um. Veg­rún var hönnuð til að sam­ræma merk­ingar hér á landi, til ein­föld­unar fyrir land­eig­endur og stað­ar­hald­ara og til að bæta upp­lifun ferða­manna, auka gæði, sam­ræma upp­lýs­inga­gjöf og auka öryggi.

Við Suð­ur­stranda­veg væri til­valið að setja upp með hraði merk­ingar í þessu nýja kerfi. Hönn­unin klár, fram­leiðslu­línan einnig. Frá­bær staður til að sýna hvað í kerf­inu býr.

Það væri hægt að nefna fjölda ann­ara dæma. Nú er ein­stakt tæki­færi til að taka höndum saman og sýna að við­bragðs­hæfi­leikar okkar inni­halda skiln­ing á móður nátt­úru. Þar spilar hlut­verk hönn­unar stóra rullu.

Hönn­un­ar­Mars stendur nú sem hæst í höf­uð­borg­inni, settur á mið­viku­dag af ráð­herra hönn­un­ar, nýsköp­unar og ferða­manna. Þessi hátíð sem fyrst leit dags­ins ljós á þá for­dæma­lausum tímum mitt í fjár­málakreppu. Erlendur fyr­ir­les­ari á fyrsta Hönn­un­ar­Mars (heims­þekktur hönn­uður sem síðar sett­ist hér að) sagði þá að krísan væri ein­stakt tæki­færi til að hanna ferla upp á nýtt; hanna sam­fé­lag upp á nýtt. Hvernig okkur hefur tek­ist með það skal látið liggja milli hluta að sinni en við Geld­inga­dali og Suð­ur­stranda­veg er nýtt tæki­færi til að gera vel.

Úti um alla borg eru hönn­uðir sem hafa gert það að starfi sínu að leysa vanda­mál, bæta líf okkar og jafn­vel fegra umhverfi. Felum þeim að gera rann­sóknir og prófa sig áfram í að hanna glæ­nýjan ferða­manna­stað, ein­stakan á heims­vísu, í stað þess að ryðj­ast af stað með jarð­ýt­ur, setja ung­linga í úlpur og láta þá ganga milli bíla með posa. Skoðum það sem þegar hefur gengið vel, eins og gjald­taka við ferða­manna­staði án þess að hlaða niður til­búnum skúr­um. Leitum að lausnum sem hafa sýnt að þær virka. Notum tæki­færið, vinnum sam­an, vöndum okkur og hugsum dæmið til enda (eins langt og hann nær).

Hér má sjá fram­takið Góðar leiðir hjá Hönn­un­ar­mið­stöð­inni, felur í sér kort­lagn­ingu, stefnu­mótun og þróun hönn­un­ar­ferla við upp­bygg­ingu, inn­leið­ingu og við­hald inn­viða.

Greipur Gísla­son er fyrrum stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars og Borg­hildur Sturlu­dóttir er fyrrum stjórn­ar­for­maður Hönn­un­ar­mið­stöðv­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar