Um náttúruöfl og hönnun

Fyrrum stjórnandi HönnunarMars og fyrrum stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar skrifa um innviðauppbyggingu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Auglýsing

Það gýs við Fagra­dals­fjall – með bein­teng­ingu við kjarna jarð­ar, mött­ul­inn. For­dæma­lausir tímar á Íslandi öðl­ast dýpri og enn stærri merk­ingu en áður, og var nóg fyr­ir.

Hvernig bregð­umst við við? Þjóð sem er alin upp við óvæg nátt­úröfl, við mikla svipti­vinda nátt­úr­unnar eða mann­gerðra ham­fara.

Við hreyf­umst með og verðum að finna leiðir og lausn­ir.

Auglýsing

Hvort sem að jarð­ýt­unni tekst ætl­un­ar­verk sitt með háum veggjum þá er hér á ferð­inni ein­stakt tæki­færi fyrir ríki, sveit­ar­fé­lag, stofn­anir og land­eig­endur til að taka höndum saman og hanna sig eftir atburða­rás og aðstæð­um. Hvort sem að verið sé að horfa til fram­tíðar með ferða­mönnum utan úr heimi eða heima­menn í sunnu­dags­bíltúr þá þarf inn­viði fyrir allt. Þessir inn­viðir þurfa að vera sveigj­an­leg­ir, rýna í og fylgja móður nátt­úru og á sama tíma tala við land og aðstæð­ur. Efn­is­val og efni­viður – aðgengi og sal­ern­is­að­staða – allt þarf að leysa af auð­mýkt fyrir nátt­úru­öfl­um.

Aðgerð­ar­stjórn inn­viða­upp­bygg­ingar skipuð þver­fag­legu teymi sér­fræð­inga ætti að vera jafn­sjálf­sagt mál og aðgerða­stjórn­irnar sem á undan koma til að tryggja öryggi fólks.

Uppbygging við Brimketil, sem hönnuð var af Landmótun.

Í kringum okkur eru nýleg dæmi þar sem sést hvernig nátt­úran fær að njóta sín og við fáum að vera með á öruggan og góðan hátt. Við Brim­ketil í nágrenni eld­stöðv­ar­innar má sjá frá­bært dæmi um hönnun í erf­iðum aðstæðum – í sátt við umhverfið en bætir einnig við upp­lifun­ina. Stíg­ur­inn upp á Sax­hól á Snæ­fells­nesi er annað gott dæmi, var ekki hugs­aður sem beinn áfanga­staður en hefur nú hlotið verð­laun um allan heim fyrir að verða góð hönnun sem les í land­ið. Þar stefndi í óefni vegna auk­innar umferðar gang­andi nátt­úru­skoð­enda.

Nýlega tók umhverf­is­ráð­herra í notkun nýtt sam­ræmt skilta­kerfi; Veg­rúnu– sem er ætlað öllum þeim sem setja upp merk­ingar á ferða­manna­stöðum eða frið­lýstum svæð­um. Veg­rún var hönnuð til að sam­ræma merk­ingar hér á landi, til ein­föld­unar fyrir land­eig­endur og stað­ar­hald­ara og til að bæta upp­lifun ferða­manna, auka gæði, sam­ræma upp­lýs­inga­gjöf og auka öryggi.

Við Suð­ur­stranda­veg væri til­valið að setja upp með hraði merk­ingar í þessu nýja kerfi. Hönn­unin klár, fram­leiðslu­línan einnig. Frá­bær staður til að sýna hvað í kerf­inu býr.

Það væri hægt að nefna fjölda ann­ara dæma. Nú er ein­stakt tæki­færi til að taka höndum saman og sýna að við­bragðs­hæfi­leikar okkar inni­halda skiln­ing á móður nátt­úru. Þar spilar hlut­verk hönn­unar stóra rullu.

Hönn­un­ar­Mars stendur nú sem hæst í höf­uð­borg­inni, settur á mið­viku­dag af ráð­herra hönn­un­ar, nýsköp­unar og ferða­manna. Þessi hátíð sem fyrst leit dags­ins ljós á þá for­dæma­lausum tímum mitt í fjár­málakreppu. Erlendur fyr­ir­les­ari á fyrsta Hönn­un­ar­Mars (heims­þekktur hönn­uður sem síðar sett­ist hér að) sagði þá að krísan væri ein­stakt tæki­færi til að hanna ferla upp á nýtt; hanna sam­fé­lag upp á nýtt. Hvernig okkur hefur tek­ist með það skal látið liggja milli hluta að sinni en við Geld­inga­dali og Suð­ur­stranda­veg er nýtt tæki­færi til að gera vel.

Úti um alla borg eru hönn­uðir sem hafa gert það að starfi sínu að leysa vanda­mál, bæta líf okkar og jafn­vel fegra umhverfi. Felum þeim að gera rann­sóknir og prófa sig áfram í að hanna glæ­nýjan ferða­manna­stað, ein­stakan á heims­vísu, í stað þess að ryðj­ast af stað með jarð­ýt­ur, setja ung­linga í úlpur og láta þá ganga milli bíla með posa. Skoðum það sem þegar hefur gengið vel, eins og gjald­taka við ferða­manna­staði án þess að hlaða niður til­búnum skúr­um. Leitum að lausnum sem hafa sýnt að þær virka. Notum tæki­færið, vinnum sam­an, vöndum okkur og hugsum dæmið til enda (eins langt og hann nær).

Hér má sjá fram­takið Góðar leiðir hjá Hönn­un­ar­mið­stöð­inni, felur í sér kort­lagn­ingu, stefnu­mótun og þróun hönn­un­ar­ferla við upp­bygg­ingu, inn­leið­ingu og við­hald inn­viða.

Greipur Gísla­son er fyrrum stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars og Borg­hildur Sturlu­dóttir er fyrrum stjórn­ar­for­maður Hönn­un­ar­mið­stöðv­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar