Um náttúruöfl og hönnun

Fyrrum stjórnandi HönnunarMars og fyrrum stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar skrifa um innviðauppbyggingu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum.

Auglýsing

Það gýs við Fagra­dals­fjall – með bein­teng­ingu við kjarna jarð­ar, mött­ul­inn. For­dæma­lausir tímar á Íslandi öðl­ast dýpri og enn stærri merk­ingu en áður, og var nóg fyr­ir.

Hvernig bregð­umst við við? Þjóð sem er alin upp við óvæg nátt­úröfl, við mikla svipti­vinda nátt­úr­unnar eða mann­gerðra ham­fara.

Við hreyf­umst með og verðum að finna leiðir og lausn­ir.

Auglýsing

Hvort sem að jarð­ýt­unni tekst ætl­un­ar­verk sitt með háum veggjum þá er hér á ferð­inni ein­stakt tæki­færi fyrir ríki, sveit­ar­fé­lag, stofn­anir og land­eig­endur til að taka höndum saman og hanna sig eftir atburða­rás og aðstæð­um. Hvort sem að verið sé að horfa til fram­tíðar með ferða­mönnum utan úr heimi eða heima­menn í sunnu­dags­bíltúr þá þarf inn­viði fyrir allt. Þessir inn­viðir þurfa að vera sveigj­an­leg­ir, rýna í og fylgja móður nátt­úru og á sama tíma tala við land og aðstæð­ur. Efn­is­val og efni­viður – aðgengi og sal­ern­is­að­staða – allt þarf að leysa af auð­mýkt fyrir nátt­úru­öfl­um.

Aðgerð­ar­stjórn inn­viða­upp­bygg­ingar skipuð þver­fag­legu teymi sér­fræð­inga ætti að vera jafn­sjálf­sagt mál og aðgerða­stjórn­irnar sem á undan koma til að tryggja öryggi fólks.

Uppbygging við Brimketil, sem hönnuð var af Landmótun.

Í kringum okkur eru nýleg dæmi þar sem sést hvernig nátt­úran fær að njóta sín og við fáum að vera með á öruggan og góðan hátt. Við Brim­ketil í nágrenni eld­stöðv­ar­innar má sjá frá­bært dæmi um hönnun í erf­iðum aðstæðum – í sátt við umhverfið en bætir einnig við upp­lifun­ina. Stíg­ur­inn upp á Sax­hól á Snæ­fells­nesi er annað gott dæmi, var ekki hugs­aður sem beinn áfanga­staður en hefur nú hlotið verð­laun um allan heim fyrir að verða góð hönnun sem les í land­ið. Þar stefndi í óefni vegna auk­innar umferðar gang­andi nátt­úru­skoð­enda.

Nýlega tók umhverf­is­ráð­herra í notkun nýtt sam­ræmt skilta­kerfi; Veg­rúnu– sem er ætlað öllum þeim sem setja upp merk­ingar á ferða­manna­stöðum eða frið­lýstum svæð­um. Veg­rún var hönnuð til að sam­ræma merk­ingar hér á landi, til ein­föld­unar fyrir land­eig­endur og stað­ar­hald­ara og til að bæta upp­lifun ferða­manna, auka gæði, sam­ræma upp­lýs­inga­gjöf og auka öryggi.

Við Suð­ur­stranda­veg væri til­valið að setja upp með hraði merk­ingar í þessu nýja kerfi. Hönn­unin klár, fram­leiðslu­línan einnig. Frá­bær staður til að sýna hvað í kerf­inu býr.

Það væri hægt að nefna fjölda ann­ara dæma. Nú er ein­stakt tæki­færi til að taka höndum saman og sýna að við­bragðs­hæfi­leikar okkar inni­halda skiln­ing á móður nátt­úru. Þar spilar hlut­verk hönn­unar stóra rullu.

Hönn­un­ar­Mars stendur nú sem hæst í höf­uð­borg­inni, settur á mið­viku­dag af ráð­herra hönn­un­ar, nýsköp­unar og ferða­manna. Þessi hátíð sem fyrst leit dags­ins ljós á þá for­dæma­lausum tímum mitt í fjár­málakreppu. Erlendur fyr­ir­les­ari á fyrsta Hönn­un­ar­Mars (heims­þekktur hönn­uður sem síðar sett­ist hér að) sagði þá að krísan væri ein­stakt tæki­færi til að hanna ferla upp á nýtt; hanna sam­fé­lag upp á nýtt. Hvernig okkur hefur tek­ist með það skal látið liggja milli hluta að sinni en við Geld­inga­dali og Suð­ur­stranda­veg er nýtt tæki­færi til að gera vel.

Úti um alla borg eru hönn­uðir sem hafa gert það að starfi sínu að leysa vanda­mál, bæta líf okkar og jafn­vel fegra umhverfi. Felum þeim að gera rann­sóknir og prófa sig áfram í að hanna glæ­nýjan ferða­manna­stað, ein­stakan á heims­vísu, í stað þess að ryðj­ast af stað með jarð­ýt­ur, setja ung­linga í úlpur og láta þá ganga milli bíla með posa. Skoðum það sem þegar hefur gengið vel, eins og gjald­taka við ferða­manna­staði án þess að hlaða niður til­búnum skúr­um. Leitum að lausnum sem hafa sýnt að þær virka. Notum tæki­færið, vinnum sam­an, vöndum okkur og hugsum dæmið til enda (eins langt og hann nær).

Hér má sjá fram­takið Góðar leiðir hjá Hönn­un­ar­mið­stöð­inni, felur í sér kort­lagn­ingu, stefnu­mótun og þróun hönn­un­ar­ferla við upp­bygg­ingu, inn­leið­ingu og við­hald inn­viða.

Greipur Gísla­son er fyrrum stjórn­andi Hönn­un­ar­Mars og Borg­hildur Sturlu­dóttir er fyrrum stjórn­ar­for­maður Hönn­un­ar­mið­stöðv­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar