Þau sem drífa áfram hagkerfi morgundagsins

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um kynslóðagliðnun í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

Á síð­ustu 30 árum hefur kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna Íslend­inga auk­ist um 70% að með­al­tali. Aukn­ingin hefur þó verið helm­ingi minni hjá ein­stak­lingum undir fer­tugu. Á sama tíma hefur hlut­fall háskóla­mennt­aðra af starf­andi ein­stak­lingum á íslenskum vinnu­mark­aði auk­ist úr 10% í 40%. Hlut­fallið er því gríð­ar­lega hátt meðal ungs fólks þar sem mesta end­ur­nýj­unin á sér stað.

Þessi stefna, að mennta fólk leng­ur, á að auka fram­leiðni og skila auknum verð­mætum til sam­fé­lags­ins. Fjölga störfum sem borga meira, auka fjár­hags­legt öryggi fólks. Verð­mæta­sköp­unin af þess­ari stefnu fyrir sam­fé­lagið í heild fer ekki fram hjá nein­um. En tekju­aukn­ingin hefur ekki runnið í jafn­miklum mæli til yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að aukin áhersla á menntun hafi hingað til verið helsta svarið við ákall­inu um jöfn tæki­færi.

Kyn­slóða­gliðnun í kreppu

Krísur eiga það til að hraða und­ir­liggj­andi þró­un. COVID kreppan hefur þannig ýtt undir gliðnun milli kyn­slóða. Kreppan er fyrst og fremst atvinnu­kreppa sem bitnar á atvinnu­tekjum og tæki­fær­um. Virkni ungs fólks á vinnu­mark­aði hefur dreg­ist mikið saman en á sama tíma hafa orðið miklar hækk­anir á eigna­mörk­uðum þar sem eldri kyn­slóðir eru umsvifa­mest­ar.

Auglýsing

Atvinnu­leysi ung­menna, fólks á aldr­inum 16 til 24, var á síð­asta árs­fjórð­ungi 14%. Hlut­fallið hefur tvö­fald­ast á skömmum tíma. Á 15 ára tíma­bili hafa hópar ungs fólks upp­lifað gríð­ar­legar sveiflur í atvinnu­tæki­færum hér­lend­is. Í svona ástandi enda mörg ung­menni í starfi þar sem menntun þeirra nýt­ist ekki sem best. Sum fara ein­fald­lega af vinnu­mark­aði. Í dag er hlut­fall ung­menna sem eru starf­andi og ekki vinnu­lítil sögu­lega lágt, eða 52%.

Þó atvinnu­á­standið batni er óvíst hvernig sá bati dreif­ist. Fjöldi rann­sókna hefur sýnt fram á nei­kvæð áhrif þess á ævi­tekjur að taka sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði eftir kreppu. Fyrstu skrefin ráða jafnan miklu um fram­tíð­ar­tæki­færi fólks.

Við verðum að koma í veg fyrir að yfir­stand­andi krísa hraði þess­ari kyn­slóða­gliðnun frek­ar. Við í Sam­fylk­ing­unni viljum hjálpa ungu fólki að fóta sig í núver­andi aðstæðum og höfum lagt til sér­tækar aðgerðir sem geta komið til fram­kvæmda strax. Ein til­lagan felst í því að ráðn­ing­ar­styrkur fylgi nýút­skrif­uðum ein­stak­lingi úr háskóla- og iðn­námi í hálft ár, til að styðja við ungt fólk á við­kvæmum tímum og koma í veg fyrir hik í ráðn­ingum ungs fólks.

Þá höfum við lagt fram til­lögu um að tvö­falda per­sónu­af­slátt ein­stak­linga sem snúa aftur til starfa eftir atvinnu­leysi. Ein­stak­lingur getur þannig unnið hraðar upp tekju­tap vegna atvinnu­leys­is. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir atvinnu­laust ungt fólk sem er eigna­m­inna og á lægri tekjum en þeir sem eldri eru. Við verðum að tryggja jöfn tæki­færi í upp­sveifl­unni sem fram undan er.

Hverra manna ertu?

En hæg­ari vöxtur ráð­stöf­un­ar­tekna ungs fólks er umhugs­un­ar­verð þróun fyrir okkur öll til lengri tíma, óháð ald­urs­hópi. Ef ráð­stöf­un­ar­tekjur eldri kyn­slóða vaxa hraðar en þeirra sem yngri eru fer það að skipta meira og meira máli hverjir for­eldrar þínir eru. Upp­hafs­eigna­staðan fer að skil­greina okk­ur. For­eldrar ung­menna ganga á eigin sparnað til að styðja lengur við börnin sín til að tryggja að þau kom­ist almenni­lega af stað. Í því fel­ast líka auknar fjár­hags­á­hyggjur þeirra sem eldri eru.

Það er hættu­leg þróun ef hagur ein­stak­lings verður í auknum mæli háður hag for­eldra. Eðli­lega hugsum við hvert og eitt um eigin afkom­end­ur, ætt­ingja og vini. En við verðum að geta treyst á stjórn­völd til að sjá stóru mynd­ina. Þess vegna leggjum við í Sam­fylk­ing­unni til aðgerðir sem styrkja tekju­grunn allra, koma í veg fyrir að við fljótum sof­andi að feigðar­ósi í átt að stefnu sem eykur mis­skipt­ingu. Því ein mestu og mik­il­væg­ustu lífs­gæðin hér á landi er náið, sam­heldið sam­fé­lag.

Gamlar kreddur leysa ekki ný vanda­mál

Þetta snýst ekki bara um jöfn tæki­færi. Við þurfum breiðan grunn til að byggja á til fram­tíðar og ábyrg hag­stjórn felst í því að hlúa að þeim sem drífa áfram hag­kerfi morg­un­dags­ins. Umræðan um fram­tíð­ina snýst oft um yfir­vof­andi öldrun, minnk­andi fram­leiðni og skort á störfum við hæfi. Svörin hafa falist í skamm­tíma­lausn­um. Fólki er sagt að spara meira, ein­stak­lingum að hlaupa hraðar og ein­stökum atvinnu­greinum íviln­að.

En það er ekki sjálf­bær stefna að safna bara pen­ingum og auka hrað­ann í sam­fé­lag­inu til að standa undir tekju­vexti. Pen­ingar í sjóði fuðra upp í verð­bólgu fram­tíð­ar­innar ef eldri ein­stak­lingar spara fyrir auk­inni neyslu í fram­tíð en við sem sam­fé­lag fjár­festum ekki á sama tíma nægi­lega í yngri kyn­slóð­un­um. Fólk­inu sem þarf að veita þá nauð­syn­legu þjón­ustu og fram­leiða vör­urnar sem sparað var fyr­ir, leyst vanda­málin sem við gátum ekki.

Við verðum að fara að líta á úrræði til að hjálpa ungu fólki á sína hillu í líf­inu sem fjár­fest­ingu í stað kostn­aðar á rekstr­ar­reikn­ingi sam­fé­lags­ins. Fjár­fest­ing í unga fólk­inu okkar er fjár­fest­ing í far­sæld ein­stak­ling­anna og í fram­tíð­inni. Þetta er grunnur sem eykur fram­leiðni, frjó­semi og tryggir virkni út allt líf­ið. Þannig höldum við aftur af kostn­aði ann­ars staðar í opin­beru kerf­unum okkar og búum í hag­inn fyrir ævi­kvöld þeirra sem eldri eru.

Nú þarf kjark til að ræða nýja sýn sem kemur í veg fyrir áfram­hald­andi kyn­slóða­gliðn­un. Við þurfum m.a. að ræða hvernig við getum skapað aukna sann­girni í skatt­lagn­ingu tekna og auðs. Við þurfum virkt ríki sem hefur þor til að bregð­ast við áskor­unum 21. ald­ar­inn­ar. Það er ekki það sama og opin­ber afskipti alls stað­ar. En við verðum að losa okkur við gamlar kreddur um hver gerir hvað og beita heil­brigðri skyn­semi í hag­stjórn. Við verðum að fjölga þeim sem geta tekið áhættu í líf­inu, stofnað fyr­ir­tæki og skipt um starfs­grein eftir því sem þekk­ing þeirra og þarfir sam­fé­lags­ins þró­ast. Raun­veru­lega jöfn tæki­færi ungs fólks er grund­vall­ar­for­senda nýrra hug­mynda og fram­þró­un­ar.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og leiðir lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar