Þau sem drífa áfram hagkerfi morgundagsins

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um kynslóðagliðnun í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

Á síð­ustu 30 árum hefur kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna Íslend­inga auk­ist um 70% að með­al­tali. Aukn­ingin hefur þó verið helm­ingi minni hjá ein­stak­lingum undir fer­tugu. Á sama tíma hefur hlut­fall háskóla­mennt­aðra af starf­andi ein­stak­lingum á íslenskum vinnu­mark­aði auk­ist úr 10% í 40%. Hlut­fallið er því gríð­ar­lega hátt meðal ungs fólks þar sem mesta end­ur­nýj­unin á sér stað.

Þessi stefna, að mennta fólk leng­ur, á að auka fram­leiðni og skila auknum verð­mætum til sam­fé­lags­ins. Fjölga störfum sem borga meira, auka fjár­hags­legt öryggi fólks. Verð­mæta­sköp­unin af þess­ari stefnu fyrir sam­fé­lagið í heild fer ekki fram hjá nein­um. En tekju­aukn­ingin hefur ekki runnið í jafn­miklum mæli til yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að aukin áhersla á menntun hafi hingað til verið helsta svarið við ákall­inu um jöfn tæki­færi.

Kyn­slóða­gliðnun í kreppu

Krísur eiga það til að hraða und­ir­liggj­andi þró­un. COVID kreppan hefur þannig ýtt undir gliðnun milli kyn­slóða. Kreppan er fyrst og fremst atvinnu­kreppa sem bitnar á atvinnu­tekjum og tæki­fær­um. Virkni ungs fólks á vinnu­mark­aði hefur dreg­ist mikið saman en á sama tíma hafa orðið miklar hækk­anir á eigna­mörk­uðum þar sem eldri kyn­slóðir eru umsvifa­mest­ar.

Auglýsing

Atvinnu­leysi ung­menna, fólks á aldr­inum 16 til 24, var á síð­asta árs­fjórð­ungi 14%. Hlut­fallið hefur tvö­fald­ast á skömmum tíma. Á 15 ára tíma­bili hafa hópar ungs fólks upp­lifað gríð­ar­legar sveiflur í atvinnu­tæki­færum hér­lend­is. Í svona ástandi enda mörg ung­menni í starfi þar sem menntun þeirra nýt­ist ekki sem best. Sum fara ein­fald­lega af vinnu­mark­aði. Í dag er hlut­fall ung­menna sem eru starf­andi og ekki vinnu­lítil sögu­lega lágt, eða 52%.

Þó atvinnu­á­standið batni er óvíst hvernig sá bati dreif­ist. Fjöldi rann­sókna hefur sýnt fram á nei­kvæð áhrif þess á ævi­tekjur að taka sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði eftir kreppu. Fyrstu skrefin ráða jafnan miklu um fram­tíð­ar­tæki­færi fólks.

Við verðum að koma í veg fyrir að yfir­stand­andi krísa hraði þess­ari kyn­slóða­gliðnun frek­ar. Við í Sam­fylk­ing­unni viljum hjálpa ungu fólki að fóta sig í núver­andi aðstæðum og höfum lagt til sér­tækar aðgerðir sem geta komið til fram­kvæmda strax. Ein til­lagan felst í því að ráðn­ing­ar­styrkur fylgi nýút­skrif­uðum ein­stak­lingi úr háskóla- og iðn­námi í hálft ár, til að styðja við ungt fólk á við­kvæmum tímum og koma í veg fyrir hik í ráðn­ingum ungs fólks.

Þá höfum við lagt fram til­lögu um að tvö­falda per­sónu­af­slátt ein­stak­linga sem snúa aftur til starfa eftir atvinnu­leysi. Ein­stak­lingur getur þannig unnið hraðar upp tekju­tap vegna atvinnu­leys­is. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir atvinnu­laust ungt fólk sem er eigna­m­inna og á lægri tekjum en þeir sem eldri eru. Við verðum að tryggja jöfn tæki­færi í upp­sveifl­unni sem fram undan er.

Hverra manna ertu?

En hæg­ari vöxtur ráð­stöf­un­ar­tekna ungs fólks er umhugs­un­ar­verð þróun fyrir okkur öll til lengri tíma, óháð ald­urs­hópi. Ef ráð­stöf­un­ar­tekjur eldri kyn­slóða vaxa hraðar en þeirra sem yngri eru fer það að skipta meira og meira máli hverjir for­eldrar þínir eru. Upp­hafs­eigna­staðan fer að skil­greina okk­ur. For­eldrar ung­menna ganga á eigin sparnað til að styðja lengur við börnin sín til að tryggja að þau kom­ist almenni­lega af stað. Í því fel­ast líka auknar fjár­hags­á­hyggjur þeirra sem eldri eru.

Það er hættu­leg þróun ef hagur ein­stak­lings verður í auknum mæli háður hag for­eldra. Eðli­lega hugsum við hvert og eitt um eigin afkom­end­ur, ætt­ingja og vini. En við verðum að geta treyst á stjórn­völd til að sjá stóru mynd­ina. Þess vegna leggjum við í Sam­fylk­ing­unni til aðgerðir sem styrkja tekju­grunn allra, koma í veg fyrir að við fljótum sof­andi að feigðar­ósi í átt að stefnu sem eykur mis­skipt­ingu. Því ein mestu og mik­il­væg­ustu lífs­gæðin hér á landi er náið, sam­heldið sam­fé­lag.

Gamlar kreddur leysa ekki ný vanda­mál

Þetta snýst ekki bara um jöfn tæki­færi. Við þurfum breiðan grunn til að byggja á til fram­tíðar og ábyrg hag­stjórn felst í því að hlúa að þeim sem drífa áfram hag­kerfi morg­un­dags­ins. Umræðan um fram­tíð­ina snýst oft um yfir­vof­andi öldrun, minnk­andi fram­leiðni og skort á störfum við hæfi. Svörin hafa falist í skamm­tíma­lausn­um. Fólki er sagt að spara meira, ein­stak­lingum að hlaupa hraðar og ein­stökum atvinnu­greinum íviln­að.

En það er ekki sjálf­bær stefna að safna bara pen­ingum og auka hrað­ann í sam­fé­lag­inu til að standa undir tekju­vexti. Pen­ingar í sjóði fuðra upp í verð­bólgu fram­tíð­ar­innar ef eldri ein­stak­lingar spara fyrir auk­inni neyslu í fram­tíð en við sem sam­fé­lag fjár­festum ekki á sama tíma nægi­lega í yngri kyn­slóð­un­um. Fólk­inu sem þarf að veita þá nauð­syn­legu þjón­ustu og fram­leiða vör­urnar sem sparað var fyr­ir, leyst vanda­málin sem við gátum ekki.

Við verðum að fara að líta á úrræði til að hjálpa ungu fólki á sína hillu í líf­inu sem fjár­fest­ingu í stað kostn­aðar á rekstr­ar­reikn­ingi sam­fé­lags­ins. Fjár­fest­ing í unga fólk­inu okkar er fjár­fest­ing í far­sæld ein­stak­ling­anna og í fram­tíð­inni. Þetta er grunnur sem eykur fram­leiðni, frjó­semi og tryggir virkni út allt líf­ið. Þannig höldum við aftur af kostn­aði ann­ars staðar í opin­beru kerf­unum okkar og búum í hag­inn fyrir ævi­kvöld þeirra sem eldri eru.

Nú þarf kjark til að ræða nýja sýn sem kemur í veg fyrir áfram­hald­andi kyn­slóða­gliðn­un. Við þurfum m.a. að ræða hvernig við getum skapað aukna sann­girni í skatt­lagn­ingu tekna og auðs. Við þurfum virkt ríki sem hefur þor til að bregð­ast við áskor­unum 21. ald­ar­inn­ar. Það er ekki það sama og opin­ber afskipti alls stað­ar. En við verðum að losa okkur við gamlar kreddur um hver gerir hvað og beita heil­brigðri skyn­semi í hag­stjórn. Við verðum að fjölga þeim sem geta tekið áhættu í líf­inu, stofnað fyr­ir­tæki og skipt um starfs­grein eftir því sem þekk­ing þeirra og þarfir sam­fé­lags­ins þró­ast. Raun­veru­lega jöfn tæki­færi ungs fólks er grund­vall­ar­for­senda nýrra hug­mynda og fram­þró­un­ar.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og leiðir lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar