Þau sem drífa áfram hagkerfi morgundagsins

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um kynslóðagliðnun í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

Á síðustu 30 árum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna Íslendinga aukist um 70% að meðaltali. Aukningin hefur þó verið helmingi minni hjá einstaklingum undir fertugu. Á sama tíma hefur hlutfall háskólamenntaðra af starfandi einstaklingum á íslenskum vinnumarkaði aukist úr 10% í 40%. Hlutfallið er því gríðarlega hátt meðal ungs fólks þar sem mesta endurnýjunin á sér stað.

Þessi stefna, að mennta fólk lengur, á að auka framleiðni og skila auknum verðmætum til samfélagsins. Fjölga störfum sem borga meira, auka fjárhagslegt öryggi fólks. Verðmætasköpunin af þessari stefnu fyrir samfélagið í heild fer ekki fram hjá neinum. En tekjuaukningin hefur ekki runnið í jafnmiklum mæli til yngri kynslóðarinnar. Þrátt fyrir að aukin áhersla á menntun hafi hingað til verið helsta svarið við ákallinu um jöfn tækifæri.

Kynslóðagliðnun í kreppu

Krísur eiga það til að hraða undirliggjandi þróun. COVID kreppan hefur þannig ýtt undir gliðnun milli kynslóða. Kreppan er fyrst og fremst atvinnukreppa sem bitnar á atvinnutekjum og tækifærum. Virkni ungs fólks á vinnumarkaði hefur dregist mikið saman en á sama tíma hafa orðið miklar hækkanir á eignamörkuðum þar sem eldri kynslóðir eru umsvifamestar.

Auglýsing

Atvinnuleysi ungmenna, fólks á aldrinum 16 til 24, var á síðasta ársfjórðungi 14%. Hlutfallið hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Á 15 ára tímabili hafa hópar ungs fólks upplifað gríðarlegar sveiflur í atvinnutækifærum hérlendis. Í svona ástandi enda mörg ungmenni í starfi þar sem menntun þeirra nýtist ekki sem best. Sum fara einfaldlega af vinnumarkaði. Í dag er hlutfall ungmenna sem eru starfandi og ekki vinnulítil sögulega lágt, eða 52%.

Þó atvinnuástandið batni er óvíst hvernig sá bati dreifist. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á neikvæð áhrif þess á ævitekjur að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði eftir kreppu. Fyrstu skrefin ráða jafnan miklu um framtíðartækifæri fólks.

Við verðum að koma í veg fyrir að yfirstandandi krísa hraði þessari kynslóðagliðnun frekar. Við í Samfylkingunni viljum hjálpa ungu fólki að fóta sig í núverandi aðstæðum og höfum lagt til sértækar aðgerðir sem geta komið til framkvæmda strax. Ein tillagan felst í því að ráðningarstyrkur fylgi nýútskrifuðum einstaklingi úr háskóla- og iðnnámi í hálft ár, til að styðja við ungt fólk á viðkvæmum tímum og koma í veg fyrir hik í ráðningum ungs fólks.

Þá höfum við lagt fram tillögu um að tvöfalda persónuafslátt einstaklinga sem snúa aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einstaklingur getur þannig unnið hraðar upp tekjutap vegna atvinnuleysis. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir atvinnulaust ungt fólk sem er eignaminna og á lægri tekjum en þeir sem eldri eru. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri í uppsveiflunni sem fram undan er.

Hverra manna ertu?

En hægari vöxtur ráðstöfunartekna ungs fólks er umhugsunarverð þróun fyrir okkur öll til lengri tíma, óháð aldurshópi. Ef ráðstöfunartekjur eldri kynslóða vaxa hraðar en þeirra sem yngri eru fer það að skipta meira og meira máli hverjir foreldrar þínir eru. Upphafseignastaðan fer að skilgreina okkur. Foreldrar ungmenna ganga á eigin sparnað til að styðja lengur við börnin sín til að tryggja að þau komist almennilega af stað. Í því felast líka auknar fjárhagsáhyggjur þeirra sem eldri eru.

Það er hættuleg þróun ef hagur einstaklings verður í auknum mæli háður hag foreldra. Eðlilega hugsum við hvert og eitt um eigin afkomendur, ættingja og vini. En við verðum að geta treyst á stjórnvöld til að sjá stóru myndina. Þess vegna leggjum við í Samfylkingunni til aðgerðir sem styrkja tekjugrunn allra, koma í veg fyrir að við fljótum sofandi að feigðarósi í átt að stefnu sem eykur misskiptingu. Því ein mestu og mikilvægustu lífsgæðin hér á landi er náið, samheldið samfélag.

Gamlar kreddur leysa ekki ný vandamál

Þetta snýst ekki bara um jöfn tækifæri. Við þurfum breiðan grunn til að byggja á til framtíðar og ábyrg hagstjórn felst í því að hlúa að þeim sem drífa áfram hagkerfi morgundagsins. Umræðan um framtíðina snýst oft um yfirvofandi öldrun, minnkandi framleiðni og skort á störfum við hæfi. Svörin hafa falist í skammtímalausnum. Fólki er sagt að spara meira, einstaklingum að hlaupa hraðar og einstökum atvinnugreinum ívilnað.

En það er ekki sjálfbær stefna að safna bara peningum og auka hraðann í samfélaginu til að standa undir tekjuvexti. Peningar í sjóði fuðra upp í verðbólgu framtíðarinnar ef eldri einstaklingar spara fyrir aukinni neyslu í framtíð en við sem samfélag fjárfestum ekki á sama tíma nægilega í yngri kynslóðunum. Fólkinu sem þarf að veita þá nauðsynlegu þjónustu og framleiða vörurnar sem sparað var fyrir, leyst vandamálin sem við gátum ekki.

Við verðum að fara að líta á úrræði til að hjálpa ungu fólki á sína hillu í lífinu sem fjárfestingu í stað kostnaðar á rekstrarreikningi samfélagsins. Fjárfesting í unga fólkinu okkar er fjárfesting í farsæld einstaklinganna og í framtíðinni. Þetta er grunnur sem eykur framleiðni, frjósemi og tryggir virkni út allt lífið. Þannig höldum við aftur af kostnaði annars staðar í opinberu kerfunum okkar og búum í haginn fyrir ævikvöld þeirra sem eldri eru.

Nú þarf kjark til að ræða nýja sýn sem kemur í veg fyrir áframhaldandi kynslóðagliðnun. Við þurfum m.a. að ræða hvernig við getum skapað aukna sanngirni í skattlagningu tekna og auðs. Við þurfum virkt ríki sem hefur þor til að bregðast við áskorunum 21. aldarinnar. Það er ekki það sama og opinber afskipti alls staðar. En við verðum að losa okkur við gamlar kreddur um hver gerir hvað og beita heilbrigðri skynsemi í hagstjórn. Við verðum að fjölga þeim sem geta tekið áhættu í lífinu, stofnað fyrirtæki og skipt um starfsgrein eftir því sem þekking þeirra og þarfir samfélagsins þróast. Raunverulega jöfn tækifæri ungs fólks er grundvallarforsenda nýrra hugmynda og framþróunar.

Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar