Þau sem drífa áfram hagkerfi morgundagsins

Hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um kynslóðagliðnun í yfirstandandi kreppu.

Auglýsing

Á síð­ustu 30 árum hefur kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna Íslend­inga auk­ist um 70% að með­al­tali. Aukn­ingin hefur þó verið helm­ingi minni hjá ein­stak­lingum undir fer­tugu. Á sama tíma hefur hlut­fall háskóla­mennt­aðra af starf­andi ein­stak­lingum á íslenskum vinnu­mark­aði auk­ist úr 10% í 40%. Hlut­fallið er því gríð­ar­lega hátt meðal ungs fólks þar sem mesta end­ur­nýj­unin á sér stað.

Þessi stefna, að mennta fólk leng­ur, á að auka fram­leiðni og skila auknum verð­mætum til sam­fé­lags­ins. Fjölga störfum sem borga meira, auka fjár­hags­legt öryggi fólks. Verð­mæta­sköp­unin af þess­ari stefnu fyrir sam­fé­lagið í heild fer ekki fram hjá nein­um. En tekju­aukn­ingin hefur ekki runnið í jafn­miklum mæli til yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að aukin áhersla á menntun hafi hingað til verið helsta svarið við ákall­inu um jöfn tæki­færi.

Kyn­slóða­gliðnun í kreppu

Krísur eiga það til að hraða und­ir­liggj­andi þró­un. COVID kreppan hefur þannig ýtt undir gliðnun milli kyn­slóða. Kreppan er fyrst og fremst atvinnu­kreppa sem bitnar á atvinnu­tekjum og tæki­fær­um. Virkni ungs fólks á vinnu­mark­aði hefur dreg­ist mikið saman en á sama tíma hafa orðið miklar hækk­anir á eigna­mörk­uðum þar sem eldri kyn­slóðir eru umsvifa­mest­ar.

Auglýsing

Atvinnu­leysi ung­menna, fólks á aldr­inum 16 til 24, var á síð­asta árs­fjórð­ungi 14%. Hlut­fallið hefur tvö­fald­ast á skömmum tíma. Á 15 ára tíma­bili hafa hópar ungs fólks upp­lifað gríð­ar­legar sveiflur í atvinnu­tæki­færum hér­lend­is. Í svona ástandi enda mörg ung­menni í starfi þar sem menntun þeirra nýt­ist ekki sem best. Sum fara ein­fald­lega af vinnu­mark­aði. Í dag er hlut­fall ung­menna sem eru starf­andi og ekki vinnu­lítil sögu­lega lágt, eða 52%.

Þó atvinnu­á­standið batni er óvíst hvernig sá bati dreif­ist. Fjöldi rann­sókna hefur sýnt fram á nei­kvæð áhrif þess á ævi­tekjur að taka sín fyrstu skref á vinnu­mark­aði eftir kreppu. Fyrstu skrefin ráða jafnan miklu um fram­tíð­ar­tæki­færi fólks.

Við verðum að koma í veg fyrir að yfir­stand­andi krísa hraði þess­ari kyn­slóða­gliðnun frek­ar. Við í Sam­fylk­ing­unni viljum hjálpa ungu fólki að fóta sig í núver­andi aðstæðum og höfum lagt til sér­tækar aðgerðir sem geta komið til fram­kvæmda strax. Ein til­lagan felst í því að ráðn­ing­ar­styrkur fylgi nýút­skrif­uðum ein­stak­lingi úr háskóla- og iðn­námi í hálft ár, til að styðja við ungt fólk á við­kvæmum tímum og koma í veg fyrir hik í ráðn­ingum ungs fólks.

Þá höfum við lagt fram til­lögu um að tvö­falda per­sónu­af­slátt ein­stak­linga sem snúa aftur til starfa eftir atvinnu­leysi. Ein­stak­lingur getur þannig unnið hraðar upp tekju­tap vegna atvinnu­leys­is. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir atvinnu­laust ungt fólk sem er eigna­m­inna og á lægri tekjum en þeir sem eldri eru. Við verðum að tryggja jöfn tæki­færi í upp­sveifl­unni sem fram undan er.

Hverra manna ertu?

En hæg­ari vöxtur ráð­stöf­un­ar­tekna ungs fólks er umhugs­un­ar­verð þróun fyrir okkur öll til lengri tíma, óháð ald­urs­hópi. Ef ráð­stöf­un­ar­tekjur eldri kyn­slóða vaxa hraðar en þeirra sem yngri eru fer það að skipta meira og meira máli hverjir for­eldrar þínir eru. Upp­hafs­eigna­staðan fer að skil­greina okk­ur. For­eldrar ung­menna ganga á eigin sparnað til að styðja lengur við börnin sín til að tryggja að þau kom­ist almenni­lega af stað. Í því fel­ast líka auknar fjár­hags­á­hyggjur þeirra sem eldri eru.

Það er hættu­leg þróun ef hagur ein­stak­lings verður í auknum mæli háður hag for­eldra. Eðli­lega hugsum við hvert og eitt um eigin afkom­end­ur, ætt­ingja og vini. En við verðum að geta treyst á stjórn­völd til að sjá stóru mynd­ina. Þess vegna leggjum við í Sam­fylk­ing­unni til aðgerðir sem styrkja tekju­grunn allra, koma í veg fyrir að við fljótum sof­andi að feigðar­ósi í átt að stefnu sem eykur mis­skipt­ingu. Því ein mestu og mik­il­væg­ustu lífs­gæðin hér á landi er náið, sam­heldið sam­fé­lag.

Gamlar kreddur leysa ekki ný vanda­mál

Þetta snýst ekki bara um jöfn tæki­færi. Við þurfum breiðan grunn til að byggja á til fram­tíðar og ábyrg hag­stjórn felst í því að hlúa að þeim sem drífa áfram hag­kerfi morg­un­dags­ins. Umræðan um fram­tíð­ina snýst oft um yfir­vof­andi öldrun, minnk­andi fram­leiðni og skort á störfum við hæfi. Svörin hafa falist í skamm­tíma­lausn­um. Fólki er sagt að spara meira, ein­stak­lingum að hlaupa hraðar og ein­stökum atvinnu­greinum íviln­að.

En það er ekki sjálf­bær stefna að safna bara pen­ingum og auka hrað­ann í sam­fé­lag­inu til að standa undir tekju­vexti. Pen­ingar í sjóði fuðra upp í verð­bólgu fram­tíð­ar­innar ef eldri ein­stak­lingar spara fyrir auk­inni neyslu í fram­tíð en við sem sam­fé­lag fjár­festum ekki á sama tíma nægi­lega í yngri kyn­slóð­un­um. Fólk­inu sem þarf að veita þá nauð­syn­legu þjón­ustu og fram­leiða vör­urnar sem sparað var fyr­ir, leyst vanda­málin sem við gátum ekki.

Við verðum að fara að líta á úrræði til að hjálpa ungu fólki á sína hillu í líf­inu sem fjár­fest­ingu í stað kostn­aðar á rekstr­ar­reikn­ingi sam­fé­lags­ins. Fjár­fest­ing í unga fólk­inu okkar er fjár­fest­ing í far­sæld ein­stak­ling­anna og í fram­tíð­inni. Þetta er grunnur sem eykur fram­leiðni, frjó­semi og tryggir virkni út allt líf­ið. Þannig höldum við aftur af kostn­aði ann­ars staðar í opin­beru kerf­unum okkar og búum í hag­inn fyrir ævi­kvöld þeirra sem eldri eru.

Nú þarf kjark til að ræða nýja sýn sem kemur í veg fyrir áfram­hald­andi kyn­slóða­gliðn­un. Við þurfum m.a. að ræða hvernig við getum skapað aukna sann­girni í skatt­lagn­ingu tekna og auðs. Við þurfum virkt ríki sem hefur þor til að bregð­ast við áskor­unum 21. ald­ar­inn­ar. Það er ekki það sama og opin­ber afskipti alls stað­ar. En við verðum að losa okkur við gamlar kreddur um hver gerir hvað og beita heil­brigðri skyn­semi í hag­stjórn. Við verðum að fjölga þeim sem geta tekið áhættu í líf­inu, stofnað fyr­ir­tæki og skipt um starfs­grein eftir því sem þekk­ing þeirra og þarfir sam­fé­lags­ins þró­ast. Raun­veru­lega jöfn tæki­færi ungs fólks er grund­vall­ar­for­senda nýrra hug­mynda og fram­þró­un­ar.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og leiðir lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar