Að einblína á viðkvæma hópa í mestri neyð

Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp í málefnum fatlaðs fólks af erlendum uppruna og framkvæmdastjóri samtakanna spyrja hvort það geti undir einhverjum kringumstæðum talist í anda mannúðarsjónarmiða að senda fatlað fólk út í fullkomna óvissu.

Anna Lára Steindal og Árni Múli Jónasson
Auglýsing

Í ljósi ummæla Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, um „við­kvæma hópa“ og „að ein­blína þá sem eru í mestu neyð­inni“ í umræðum á Alþingi í gær um fólk sem leitar hér vernd­ar, telja Lands­sam­tökin Þroska­hjálp rétt og skylt að koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Á und­an­förnum vikum hafa fatl­aðir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd leitað til Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar. Hér er um að ræða fólk sem kemur frá löndum þar sem ófriður og ringul­reið ríkir eftir ára­tugi átaka. Þessir ein­stak­lingar hafa lagt fram gögn íslenskra sér­fræð­inga sem stað­festa fötl­un; t.a.m. hreyfi­höml­un, alvar­lega sjón­skerð­ingu, þroska­hömlun og/eða ein­hverfu, auk and­legra áskor­ana eftir þá miklu erfði­leika sem fólkið hefur upp­lif­að. Þar af er eitt fatlað barn, undir fimm ára aldri.

Flestir þess­ara ein­stak­linga hafa þegar hlotið vernd í Grikk­landi, þar sem vitað er að aðstæður eru algjör­lega óvið­und­andi fyrir fatl­aða flótta­fólk. Úti­lokað er að það njóti þeirra rétt­inda sem fötl­uðu fólki eru tryggð í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Það mat byggjum við á upp­lýs­ingum frá hags­muna­sam­tökum fatl­aðs fólks í Grikk­landi, sem tölur um aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna styðja. Aðgengi að hús­næði, atvinnu, félags­þjón­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu og fram­færslu í Grikk­landi er almennt erfitt fyrir flótta­fólk og enn erf­ið­ara fyrir fatlað flótta­fólk með sér­þarf­ir. Þá eru einnig til­vik þar sem synjun um vernd þýðir að við­kom­andi, ungt barn, yrði vísað til stríðs­hrjáðs heima­rík­is. Þá hafa Rauði kross­inn og UNICEF á Íslandi gagn­rýnt stjórn­völd fyrir að vísa hæl­is­leit­endum til Grikk­landsd, þar sem aðstæður eru slæmar.

Auglýsing

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar segir „Mann­úð­ar­sjón­ar­mið og alþjóð­legar skuld­bind­ingar verða lögð til grund­vallar og áhersla á góða og skil­virka með­höndlun umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Af þess­ari yfir­lýs­ingu og orðum dóms­mála­ráð­herra má ráða að ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sé að hafa mannúð að leið­ar­ljósi og veita þeim skjól sem við mesta neyð búa. Þó erfitt sé að leggja mæli­kvarða á neyð fólks er ljóst að í fatlað flótta­fólk sem ekki nýtur nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðbún­aðar standa aug­ljós­lega gríð­ar­lega illa að vígi. Að hafa ekki aðgengi að hús­næði, fram­færslu og heilsu­gæslu, geta ekki séð fyrir fjöl­skyldu vegna fötl­un­ar, sinnt athöfnum dag­legs lífs vegna fötl­unar og njóta ekki tæki­færa til að við­halda færni hlýtur að telj­ast alvar­leg neyð. Þegar teknar eru „mann­úð­leg­ar“ ákvarð­anir um hvort veita skuli fötl­uðu fólki vernd eða ekki hlýtur því að þurfa að taka mið af þessum aðstæð­um.

Í þeim úrskurðum Útlend­inga­stofn­unar í umsóknum fatl­aðra umsækj­enda sem Lands­sam­tökin Þroska­hjálp hafa undir höndum er það ekki gert. Ekki er heldur horft til skyldna sem íslenska rík­is­ins sem fylgdu full­gild­ingu sam­an­ings SÞ um rétt­indi fatl­aðs fólks.

Getur það undir ein­hverjum kring­um­stæðum talist í anda mann­úð­ar­sjón­ar­miða að senda fatlað fólk út í full­komna óvissu þar sem lang­lík­leg­ast er að það muni hvorki fá hús­næði né fram­færslu og þess bíði því líf í heim­ils­leysi, örbirgð og örvænt­ingu? Er það ekki aug­ljós­lega í full­kominni mót­sögn við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, mann­rétt­inda­samn­inga sem Ísland hefur und­ir­geng­ist og síð­ast en ekki síst — í full­kominni and­stöðu við það sem flestir Íslend­ingar telja og hafa ævin­lega talið sér rétt og skylt að gera þegar til þess leitar örvænt­ing­ar­fullt fólk í neyð?

Árni Múli Jón­as­son er fram­kvæmda­stjóri Þroska­hjálpar og Anna Lára Stein­dal er verk­efna­stjóri hjá Þroska­hjálp í mál­efnum fatl­aðs fólks af erlendum upp­runa.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp vinna að hags­muna- og rétt­inda­málum fatl­aðs fólks. Sam­tökin byggja stefnu sína og starf á alþjóð­legum mann­rétt­indum sem eru áréttuð í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Íslenska ríkið full­gilti samn­ing­inn árið 2016 og skuld­batt sig þar með til að virða ákvæði hans og fram­fylgja þeim á öllum svið­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar