Að einblína á viðkvæma hópa í mestri neyð

Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp í málefnum fatlaðs fólks af erlendum uppruna og framkvæmdastjóri samtakanna spyrja hvort það geti undir einhverjum kringumstæðum talist í anda mannúðarsjónarmiða að senda fatlað fólk út í fullkomna óvissu.

Anna Lára Steindal og Árni Múli Jónasson
Auglýsing

Í ljósi ummæla Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, um „við­kvæma hópa“ og „að ein­blína þá sem eru í mestu neyð­inni“ í umræðum á Alþingi í gær um fólk sem leitar hér vernd­ar, telja Lands­sam­tökin Þroska­hjálp rétt og skylt að koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Á und­an­förnum vikum hafa fatl­aðir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd leitað til Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar. Hér er um að ræða fólk sem kemur frá löndum þar sem ófriður og ringul­reið ríkir eftir ára­tugi átaka. Þessir ein­stak­lingar hafa lagt fram gögn íslenskra sér­fræð­inga sem stað­festa fötl­un; t.a.m. hreyfi­höml­un, alvar­lega sjón­skerð­ingu, þroska­hömlun og/eða ein­hverfu, auk and­legra áskor­ana eftir þá miklu erfði­leika sem fólkið hefur upp­lif­að. Þar af er eitt fatlað barn, undir fimm ára aldri.

Flestir þess­ara ein­stak­linga hafa þegar hlotið vernd í Grikk­landi, þar sem vitað er að aðstæður eru algjör­lega óvið­und­andi fyrir fatl­aða flótta­fólk. Úti­lokað er að það njóti þeirra rétt­inda sem fötl­uðu fólki eru tryggð í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Það mat byggjum við á upp­lýs­ingum frá hags­muna­sam­tökum fatl­aðs fólks í Grikk­landi, sem tölur um aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi frá Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna styðja. Aðgengi að hús­næði, atvinnu, félags­þjón­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu og fram­færslu í Grikk­landi er almennt erfitt fyrir flótta­fólk og enn erf­ið­ara fyrir fatlað flótta­fólk með sér­þarf­ir. Þá eru einnig til­vik þar sem synjun um vernd þýðir að við­kom­andi, ungt barn, yrði vísað til stríðs­hrjáðs heima­rík­is. Þá hafa Rauði kross­inn og UNICEF á Íslandi gagn­rýnt stjórn­völd fyrir að vísa hæl­is­leit­endum til Grikk­landsd, þar sem aðstæður eru slæmar.

Auglýsing

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar segir „Mann­úð­ar­sjón­ar­mið og alþjóð­legar skuld­bind­ingar verða lögð til grund­vallar og áhersla á góða og skil­virka með­höndlun umsókna um alþjóð­lega vernd.“

Af þess­ari yfir­lýs­ingu og orðum dóms­mála­ráð­herra má ráða að ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sé að hafa mannúð að leið­ar­ljósi og veita þeim skjól sem við mesta neyð búa. Þó erfitt sé að leggja mæli­kvarða á neyð fólks er ljóst að í fatlað flótta­fólk sem ekki nýtur nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðbún­aðar standa aug­ljós­lega gríð­ar­lega illa að vígi. Að hafa ekki aðgengi að hús­næði, fram­færslu og heilsu­gæslu, geta ekki séð fyrir fjöl­skyldu vegna fötl­un­ar, sinnt athöfnum dag­legs lífs vegna fötl­unar og njóta ekki tæki­færa til að við­halda færni hlýtur að telj­ast alvar­leg neyð. Þegar teknar eru „mann­úð­leg­ar“ ákvarð­anir um hvort veita skuli fötl­uðu fólki vernd eða ekki hlýtur því að þurfa að taka mið af þessum aðstæð­um.

Í þeim úrskurðum Útlend­inga­stofn­unar í umsóknum fatl­aðra umsækj­enda sem Lands­sam­tökin Þroska­hjálp hafa undir höndum er það ekki gert. Ekki er heldur horft til skyldna sem íslenska rík­is­ins sem fylgdu full­gild­ingu sam­an­ings SÞ um rétt­indi fatl­aðs fólks.

Getur það undir ein­hverjum kring­um­stæðum talist í anda mann­úð­ar­sjón­ar­miða að senda fatlað fólk út í full­komna óvissu þar sem lang­lík­leg­ast er að það muni hvorki fá hús­næði né fram­færslu og þess bíði því líf í heim­ils­leysi, örbirgð og örvænt­ingu? Er það ekki aug­ljós­lega í full­kominni mót­sögn við stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, mann­rétt­inda­samn­inga sem Ísland hefur und­ir­geng­ist og síð­ast en ekki síst — í full­kominni and­stöðu við það sem flestir Íslend­ingar telja og hafa ævin­lega talið sér rétt og skylt að gera þegar til þess leitar örvænt­ing­ar­fullt fólk í neyð?

Árni Múli Jón­as­son er fram­kvæmda­stjóri Þroska­hjálpar og Anna Lára Stein­dal er verk­efna­stjóri hjá Þroska­hjálp í mál­efnum fatl­aðs fólks af erlendum upp­runa.

Lands­sam­tökin Þroska­hjálp vinna að hags­muna- og rétt­inda­málum fatl­aðs fólks. Sam­tökin byggja stefnu sína og starf á alþjóð­legum mann­rétt­indum sem eru áréttuð í samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Íslenska ríkið full­gilti samn­ing­inn árið 2016 og skuld­batt sig þar með til að virða ákvæði hans og fram­fylgja þeim á öllum svið­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar