Hrun lýðræðis út frá Kanye West-styttu Vesturbæjarlaugar

Kjartan Sveinn Guðmundsson spyr hvort á Íslandi ríki raunverulegt lýðræði í ljósi ákvörðunar Reykjavíkurborgar að reisa ekki styttu af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West við Vesturbæjarlaug þrátt fyrir kosningu í hugmyndasamkeppni um málið.

Auglýsing

Eitt það versta við eft­ir­lits­sam­fé­lög lög­reglu­ríkja og auð­valds­meist­ara er hrun lýð­ræð­is. Við sjáum bæði aust­an- og vest­an­hafs að þegar lýð­ræð­is­leg gildi eru brotin niður kemur í stað­inn pláss fyrir egóista sem svífast einskis í nafni gróða og valda. Dæmi um þetta eru hertar reglur gegn mót­mælum í Bret­landi, and­lát rann­sókn­ar­blaða­mennsku í Banda­ríkj­unum og ákvörðun emb­ætt­is­manna Reykja­vík­ur­borgar um að koma í veg fyrir að Kanye West-­stytta yrði reist við Vest­ur­bæj­ar­laug.

Kanye West hefur gert meira fyrir mig en Jónas Hall­gríms­son, Káinn, Gunnar Gunn­ars­son og Snorri Sturlu­son sam­an­lagt. Efa­laust geta ein­hverjir þeirra 772 aðila sem greiddu atkvæði með stytt­unni á vef­kosn­ingu Reykja­vík­ur­borgar sam­mælst mér, en þá vaknar spurn­ing­in: Hefði styttan verið reist ef við hefðum beðið um eitt­hvert af fyrr­nefndum skáldum í stað­inn fyrir hæst­virtan West?

Svarið er hik­laust já, því að þær styttur hafa verið reistar af íhalds­sömum borg­ar­skipu­lags­stjórum áður og ég að mann­skapur hjá styttu­stjórn Rvk. hafi ekki verið upp­færður und­an­farin 50 ár. Ef við förum út í það þá held ég að ekki aðeins styttu­stjórn sund­lauga heldur Ísland sjálft hafi alltaf verið í höndum leið­in­legrar íhalds­/auð­valdsklíku. Allt frá land­námi til dags­ins í dag. Lygin um frjálst val í vef­kosn­ingu Reykja­vík­ur­borgar gæti þannig séð verið sett í sam­hengi við orð Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, þegar hann segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um.

Auglýsing

Er lýð­ræði á Íslandi? Getur lýð­ræði þrif­ist í landi þar sem stærstu frétta­veitur Íslands eru reknar af hags­muna­hóp­um? Getur jafn­að­ar­stefna þrif­ist á eyju þar sem fisk­veiði­kvóti gengur í ætt­ir? Getur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sagst styðja full­veldi Íslands ef hann vill áfram­hald danskrar stjórn­ar­skrá­ar? Hvers eiga fílar að gjalda? Er þetta sker verð­ugt styttu af lár­við­ar­skáld­inu Ye?

Við höfum nýlega fengið að sjá hversu lítið almenn­ings­á­lit skiptir máli, ekki í Kanye West-­mál­inu, heldur varð­andi stjórn­ar­skrána. 43.423 und­ir­skriftir ættu að vera tölu­vert veiga­meiri en 772 und­ir­skrift­ir, þó er verið að sópa báðum málum jafn snyrti­lega undir teppi. Stjórn­ar­skráin er ekki mik­il­væg fyrir núver­andi rík­is­stjórn, sem er frekar til í að ræða sölu bank­anna en efl­ingu lýð­ræðis og nútíma­væð­ingu stjórn­mála fyrir 21. öld­ina.

Allt sem þú lest er lygi, söng Maus. Nú fer að stytt­ast í óöld kosn­inga­lof­orða og Face­book-­mynd­banda­fals­frétta með til­heyr­andi umræðum um stjórn­ar­skrá og borg­ara­lýð­ræði, pott­þétt gagn­sæi í rík­is­rekstri líka. Ég vil bara segja að ef ein­hver flokkur vill vera tek­inn alvar­lega af mér þarf hann að lofa nið­ur­rifi styttu Jóns Sig­urðs­sonar á Aust­ur­velli og í stað hans kæmi gull­húð­aður Kanye fyrir framan Alþingi. Íhaldið sem er á móti því má leggja til Dra­ke-­styttu í stað­inn.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­skól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar