Hrun lýðræðis út frá Kanye West-styttu Vesturbæjarlaugar

Kjartan Sveinn Guðmundsson spyr hvort á Íslandi ríki raunverulegt lýðræði í ljósi ákvörðunar Reykjavíkurborgar að reisa ekki styttu af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West við Vesturbæjarlaug þrátt fyrir kosningu í hugmyndasamkeppni um málið.

Auglýsing

Eitt það versta við eft­ir­lits­sam­fé­lög lög­reglu­ríkja og auð­valds­meist­ara er hrun lýð­ræð­is. Við sjáum bæði aust­an- og vest­an­hafs að þegar lýð­ræð­is­leg gildi eru brotin niður kemur í stað­inn pláss fyrir egóista sem svífast einskis í nafni gróða og valda. Dæmi um þetta eru hertar reglur gegn mót­mælum í Bret­landi, and­lát rann­sókn­ar­blaða­mennsku í Banda­ríkj­unum og ákvörðun emb­ætt­is­manna Reykja­vík­ur­borgar um að koma í veg fyrir að Kanye West-­stytta yrði reist við Vest­ur­bæj­ar­laug.

Kanye West hefur gert meira fyrir mig en Jónas Hall­gríms­son, Káinn, Gunnar Gunn­ars­son og Snorri Sturlu­son sam­an­lagt. Efa­laust geta ein­hverjir þeirra 772 aðila sem greiddu atkvæði með stytt­unni á vef­kosn­ingu Reykja­vík­ur­borgar sam­mælst mér, en þá vaknar spurn­ing­in: Hefði styttan verið reist ef við hefðum beðið um eitt­hvert af fyrr­nefndum skáldum í stað­inn fyrir hæst­virtan West?

Svarið er hik­laust já, því að þær styttur hafa verið reistar af íhalds­sömum borg­ar­skipu­lags­stjórum áður og ég að mann­skapur hjá styttu­stjórn Rvk. hafi ekki verið upp­færður und­an­farin 50 ár. Ef við förum út í það þá held ég að ekki aðeins styttu­stjórn sund­lauga heldur Ísland sjálft hafi alltaf verið í höndum leið­in­legrar íhalds­/auð­valdsklíku. Allt frá land­námi til dags­ins í dag. Lygin um frjálst val í vef­kosn­ingu Reykja­vík­ur­borgar gæti þannig séð verið sett í sam­hengi við orð Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, þegar hann segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hóp­um.

Auglýsing

Er lýð­ræði á Íslandi? Getur lýð­ræði þrif­ist í landi þar sem stærstu frétta­veitur Íslands eru reknar af hags­muna­hóp­um? Getur jafn­að­ar­stefna þrif­ist á eyju þar sem fisk­veiði­kvóti gengur í ætt­ir? Getur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sagst styðja full­veldi Íslands ef hann vill áfram­hald danskrar stjórn­ar­skrá­ar? Hvers eiga fílar að gjalda? Er þetta sker verð­ugt styttu af lár­við­ar­skáld­inu Ye?

Við höfum nýlega fengið að sjá hversu lítið almenn­ings­á­lit skiptir máli, ekki í Kanye West-­mál­inu, heldur varð­andi stjórn­ar­skrána. 43.423 und­ir­skriftir ættu að vera tölu­vert veiga­meiri en 772 und­ir­skrift­ir, þó er verið að sópa báðum málum jafn snyrti­lega undir teppi. Stjórn­ar­skráin er ekki mik­il­væg fyrir núver­andi rík­is­stjórn, sem er frekar til í að ræða sölu bank­anna en efl­ingu lýð­ræðis og nútíma­væð­ingu stjórn­mála fyrir 21. öld­ina.

Allt sem þú lest er lygi, söng Maus. Nú fer að stytt­ast í óöld kosn­inga­lof­orða og Face­book-­mynd­banda­fals­frétta með til­heyr­andi umræðum um stjórn­ar­skrá og borg­ara­lýð­ræði, pott­þétt gagn­sæi í rík­is­rekstri líka. Ég vil bara segja að ef ein­hver flokkur vill vera tek­inn alvar­lega af mér þarf hann að lofa nið­ur­rifi styttu Jóns Sig­urðs­sonar á Aust­ur­velli og í stað hans kæmi gull­húð­aður Kanye fyrir framan Alþingi. Íhaldið sem er á móti því má leggja til Dra­ke-­styttu í stað­inn.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Vésteinn Ólason
Að láta allt dankast
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar