Hryðjuverkin í Palestínu

Anna Jonna Ármannsdóttir fjallar um Palestínu og Ísrael í aðsendri grein. Hún segir að um allan heim setji öfga hægrimenn fram einfaldaða mynd af átökum ríkjanna tveggja og íslensk stjórnvöld hafi étið hugsunarlaust upp frasann um „báðar hliðar“.

Auglýsing

Kaflaskil urðu hjá fjölmiðlum heimsins þegar ísraelski herinn sendi 6 öflugar eldflaugar til að jafna við jörðu, 13 hæða hús sem hýsti meðal annars AP fréttastofuna og Al-Jazeera. Svæðið sem húsið stóð á er álíka þéttbýlt og Manhattan í New York. Þar eru 2 milljónir manns, fangar í eigin landi á stærð við þriðjung höfuðborgarsvæðis Reykjavíkur, umsetið af ísraelsher frá landi, sjó og úr lofti.

Öfga hægrið gegn sjálfstæðum röddum gyðinga

Um allan heim setja öfga hægrimenn fram einfaldaða mynd af Ísrael gegn Palestínu og íslensk stjórnvöld hafa étið hugsunarlaust upp frasann um „báðar hliðar“. Innan Ísraels eru hörð pólítísk átök til að vinna bug á öfga hægrinu og innan þeirra er hinsegin fólk í mannréttindabaráttu. Öfga hægrið vill auðvitað þagga niður þeirra raddir með hinni einföldu tvíhliða frásögn. Hér er því leitast við að láta raddir gyðinga heyrast.

Viðbrögð mannréttindasamtaka hafa verið hlutfallslega lítil miðað við önnur mannréttindabrot. Ísraelsk mannréttindasamtök og fræðimenn hafa aftur minnt á fyrri niðurstöður sínar.

Auglýsing

Ísraelsku mannréttindasamtökin

Nei við aðskilnaðarstefnu ísraels er niðurstaða Btselem sem eru ísraelsk mannréttindasamtök sem tala um að lifa undir járnhæli.

Það er sárt að horfst í augu við veruleikann, en sárara að lifa undir járnhæli. Þess vegna er óbugandi barátta fyrir framtíð byggð á mannréttindum, frelsi og réttlæti mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Veruleikinn sem hér er lýst er harður, en samt verðum við að muna að: fólk bjó til þessi yfirvöld og fólk getur afnumið þau.

Það eru ýmsar pólitískar leiðir til réttlátrar framtíðar hér, milli Jórdanfljóts og Miðjarðarhafsins, en öll verðum við fyrst að segja: Nei við aðskilnaðarstefnu.

Ennfremur kemur fram á vefsíðu Btselem, að fjármögnun samtaka er almennt háð „loyalty“ samtakanna við stjórnvöld. Þannig draga stjórnvöld úr fjármögnun mannréttindasamtaka ef niðurstaða þeirra er ekki stjórnvöldum í vil. Í þýskalandi nazismans var þetta kallað Berufsferbot, eða atvinnubann. Nýlega kom út á íslandi bókin Skuggabaldur sem fjallar einmitt um atvinnubann á Íslandi og hversu víðtækt það er.

Apartheid

Samkvæmt könnun Btselem meðal íbúa á svæðinu milli Jórdanár og Miðjarðarhafs, telja 45% þeirra rétt að lýsa stjórnvöldum með orðinu Apartheid.

Andrew Feinstein sem er fyrrverandi þingmaður Suður-Afríku, undirmaður Nelson Mandela heitins, telur að viðburðir síðustu daga hafi sýnt: „kynþáttahatur, grimmd og ómennsku á stigi sem ég tel fara fram úr því sem suður-afríska aðskilnaðarstefnan gerði við langflesta borgara okkar. Það er átakanlegt fyrir mig sem gyðing, son eftirlifenda helfararinnar sem missti 39 sinna ættingja í Auschwitz og Therezienstadt“.

Max Blumenthal er vel þekktur fréttamaður og rithöfundur, ritstjóri fréttaveitunnar The Greyzone og er gyðingur. Eitt þekktasta verk hans er „The Management of Savagery“ eða Rekstur Villimennskunnar, sem fjallar um utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann kom nýlega fram í heimildamynd um atburðina á Gaza en þar er orðið apartheid hvergi nefnt. Myndin sýnir hinsvegar kynþáttahatur, grimmd og ómennsku á því stigi sem Andrew Feinstein lýsir.

Aron Maté er samstarfsmaður Max Blumenthals og hefur fjallað mikið um meðferðina á Palestínumönnum. Hann tók viðtal við föður sinn sem lifði naumlega helförina af, um gyðingahatur og hvernig það er sett fram sem vandamál á vinstri kanti stjórnmálanna og er samhljóða því sem Noam Chomsky segir um málefnið, en hann er tekinn fyrir í sér kafla í þessari grein.

Aron Maté tók einnig viðtal við fræðimanninn og rithöfundinn Norman Finkelstein, sem gengur aðeins lengra en Btselem í sinni niðurstöðu: hann telur að ísraelar hafi algerlega í hendi sér að binda enda á þann hrylling sem hefur viðgengist alltof lengi fyrir botni miðjarðarhafs. Lausnin hans er að hætta alfarið þeirri pólítísk að mismuna öllum öðrum en gyðingum. Semsagt að binda enda á aðskilnaðarstefnuna.

Endir aðskilnaðarstefnunnar

Norman Finkelstein er fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, hann er einnig gyðingur og hefur rannsakað málefni Ísraels og Palestínu og hefur skrifað fjölda bóka um málefnið. Fyrirlestrar hans á bókasafninu í Brooklyn eru aðgengilegir á Youtube. Hann setur afstöðu sína fram á einfaldan hátt:

„Viljiði gyðinglegt ríki? Fínt! Fáið ykkur gyðinglegt ríki! En þið getið ekki fengið gyðinglegt yfirdrottnunríki. Nú verðið þið sjálf að finna út hvernig á að samræma það, en yfirdrottnunin verður að víkja.

Friðarverðlaun Nóbels

Finkelstein telur að Palestínumenn hafi tapað miklu við Oslóar samkomulagið sem gert var árið 1994 milli Yasseir Arafat leiðtoga Palestínu og Ytzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels ásamt utanríkisráðherranum, fyrir tilstilli Bill Clinton. Fyrir Oslóar samkomulagið var þeim veitt Friðarverðlaun Nóbels. Um ári eftir gerð samkomulagsins var Ytzhak Rabin myrtur.

Morðið á Ytzhak Rabin

Nokkrum vikum fyrir morðið, hafði 19 ára þybbinn karlmaður stært sig fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og haldið á lofti skrautmerki af Kádilják sem reiður múgur hafði rifið af forsætisráðherra bílnum og öskrað: „Rétt eins og við náðum þessu skrautmerki af bílnum hans, getum við náð honum.“

Jewish Power

Samkvæmt ísraelska blaðinu Haaretz var þessi 19 ára maður sá hinn sami Itamar Ben Gvir sem nú er leiðtogi Otzma Yehudit, náði nýlega sæti á ísraelska þinginu Knesseth og er lögfræðingur að mennt. Otzma Yehudit eða „Jewish Power“ eru ísraelsk öfga hægri stjórnmálasamtök svipuð og KKK með „White Power“ kynþáttahyggju og yfirdrottnunarhyggju að leiðarljósi og hafa sömu stefnu og Kach flokkurinn sem var bannaður sem hryðjuverkasamtök.

Jewish Power, Kahanismi og aðskilnaðarstefna

Hugmyndafræði Otzma Yehudit er í mjög stuttu máli rasískar kenningar rabbíans Meir Kahane um að gera Ísrael að klerkaveldi og reka alla palestínumenn af því sem hann kallaði „Land Ísraels“, og sagði Arabana vera krabbamein.

Meir Kahane sagði í stefnuskrá sinni sem hann nefndi „They Must Go“ árið 1981: „Það er aðeins ein leið fyrir okkur að fara: að flytja alla Araba af Landi Ísraels.“ Hann var kosinn á ísraelska þingið 1984 og sat þar til 1988. Allir ísraelskir þingmenn sýndu andúð sína á boðskap hans, með því að yfirgefa þingið þegar Kahane talaði. Kahane var myrtur í New York árið 1990.

Sem unglingur var Itamar Ben Gvir leiðtogi ungliðahreyfingar Kach hreyfingar Kahane. Hann sat oft á sakamanna bekk vegna aktívisma og tók próf í lögfræði, og varð einn eftirsóttasti lögfræðingur til að verja öfga þjóðernissinnaða unglinga sem sakaðir voru um hatursglæpi gegn palestínumönnum, ásamt því að verja hermenn sem sakaðir voru um að hafa beitt palestínumenn gegndarlausu ofbeldi.

Fjöldamorðinginn

Itamar Ben Gvir hefur opinberlega sýnt að á heimili sínu er hann með innrammaða mynd af fjöldamorðingjanum Baruch Goldstein. Hann hefur neitað að fjarlægja myndina þegar hann var opinberlega beðinn um það, með vísun í að það væri réttur hans að ráða hvað hann hefði á sínu heimili. Baruch þessi var bandarískur innflytjandi og var meðlimur í "Jewish Defense League" sem var undir stjórn Kahane, framdi hryðjuverk árið 1994 í Hebron og drap 29 drengi og karlmenn og varð seinna ein af fyrirmyndum norska fjöldamorðingjans sem drap 77 ungmenni í Útey í Noregi þann 22. júlí 2011.

Eftir fjöldamorðið 1994 í Hebron, var flokkurinn hans Kach ásamt Kahane Chai bannaður og lýstur sem hryðjuverkasamtök, þar sem ísraelskum yfirvöldum þótti ljóst að þau bæru pólítíska ábyrgð á fjöldamorðinu. Annar meðlimur „Jewish Defense League“ var Robert Manning, bar ábyrgð á mannskæðri sprengju í Kaliforníu árið 1985. Blaðamaðurinn Chris Hedges fann hann í Ísrael þó þarlend yfirvöld segðust ekkert vita til hans. Hann situr nú í bandarísku fangelsi.

Aftökur án dóms og laga

Eitt kosningaloforða hægrimannsins Benny Gantz árið 2019 var að ef hann næði kosningu sem forsætisráðherra, myndi hann taka upp aftökur án dóms og laga, ef hann teldi það nauðsynlegt. Nánar tiltekið talaði hann fyrir því að skjóta palestínumenn á færi. Á stofnanamáli þeirra kallast það „policy of targeted assassinations“. Lagaframkvæmd ísraelsmanna leyfir í reynd algjört refsileysi fyrir ísraelsmenn ef þeir myrða palestínumann segir Norman Finkelstein.

Benny Gantz tapaði kosningunni fyrir Benjamin Netanyahu sem er enn lengra til hægri og lofaði enn harðari aðgerðum gegn Palestínumönnum.

Itamar Ben Gvir lýsti yfir fyrir um tveimur árum að jafna ætti Gaza svæðið við jörðu og hertaka aftur „ Gush Katif“ landtöku svæðið sem ísraelsmenn höfðu áður hertekið ólöglega en yfirgáfu það árið 2005.

Spilling, mútur, fjársvik og umboðssvik

Netanyahu fór fyrir dóm í febrúar s.l. ákærður fyrir spillingu, mútur, fjársvik og umboðssvik í þremur mismunandi málum. Honum var því mikið í mun að halda í forsætisráðherrastólinn, og koma á kosningabandalagi að nafni Heittrúaður Zíonismi „Religious Zionism“. Fyrir utan réttarhöldin voru hundruðir mótmælenda sem kröfðust afsagnar Netanyahu. Í kosningunum barðist hann fyrir sínu eigin pólítíska lífi. Hann var örvæntingarfullur að ná meirihluta í þinginu og veðjaði á að Itamar Ben Gvir myndi hjálpa honum til þess.

Denis Charbit, prófessor í stjórnmálafræði við Opna Háskólann í Ísrael í Ra’anana, telur að Netanyahu hafi þrýst mjög mikið á til að nokkrir smáir öfga hægri hópar gangi til liðs við Ben Gvir og myndi kosningabandalagið sem síðan virðist hafa verið breytt í sjálfstæðan stjórnmálaflokk.

Einn hópanna nefnist Lehava og vill banna gyðingum að giftast öðrum en gyðingum.

Noam er flokkur sem vill að lög um kynja jafnrétti verði aflögð í þeirra núverandi mynd. Leiðtogi þeirra er Avi Maoz, sem verður þingmaður í næstu viku og þarf líklega stuðning við mögulega stjórn Netanyahu. Hann barðist fyrir því að „styrkja gyðingakennd Ísraelsríkis“ með því að hafa strangara eftirlit með Shabbat á landsvísu, herða einokun rétttrúnaðar Rabbína á trúarlífi, koma á trúarlögum í öllu samfélaginu og stuðla að „fjölskyldugildum“. Flokkurinn heldur því fram, að LGBT samfélagið hafi neytt sín gildi upp á ísraelskt samfélag, sem þó trúi á „eðlilegt“ (gagnkynhneigt) fjölskyldumynstur.

Flokkurinn Heittrúaður Zíonismi rétt náði kosningu inn á Knesseth þann 23. mars s.l. og náði 7 þingsætum. Ben Gvir er í 3. sæti og Avi Maoz er í 6. sæti, sem er töluverð áskorun fyrir Ísrael sem hefur gefið sig út fyrir að vera LGBT væn vin í miðausturlöndum.

Talið er að Ben Gvir sem leiðtogi kosninga bandalagsins hafi hvatt til ofbeldis meðal hópa sem aðhyllast gyðinglegt yfirdrottnunarvald, og talið þeim trú um refsileysi fyrir ofbeldið.

Kobi Shabtai, lögreglustjóri Ísraels var ómyrkur í máli, Þann 15. maí s.l. , þegar hann lýsti því yfir að „Maðurinn sem er ábyrgur fyrir þessari «intifada» er Itamar Ben Gvir.“ Svar hans var að það ætti að reka lögreglustjórann.

Gyðinglegt yfirdrottnunarvald

Btselem segja Ísraelsk yfirvöld beita mismunun á marga vegu til að koma á gyðinglegu yfirdrottnunarvaldi:

Mismunun í eignarrétti sérstaklega á landeignum;

Mismunun á ríkisborgararétti og innflytjendastefnu;

Mismunun í ferðafrelsi;

Mismunun við þáttöku í stjórnmálum.

Btselem segir einnig:

Yfirvöld sem beitia lögum, starfsháttum og skipulögðu ofbeldi til að koma á og viðhalda yfirdrottnun eins hóps umfram annan eru yfirvöld með aðskilnaðarstefnu.

Noam Chomsky

Noam Chomsky, er sonur gyðinga sem fluttust til Bandaríkjanna. Hann hefur gefið út rúmlega hundrað bækur, og af núlifandi mönnum er hann sá sem mest hefur verið vitnað í. Chomsky vitnar í ísraelsmanninn Abba Eban: „Eitt aðalverkefni allra viðræðna við heiðingjaheiminn er að sanna að ekki sé hægt að aðgreina gyðingahatur og and-Zíonisma. And-Zíonismi er ný-gyðingahatur. “

Með „and-zíonisma“ meinar hann gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar Ísraels og nokkra samúð með Palestínumönnum segir Chomsky. Sérhver gagnrýnandi, sérhver talsmaður réttinda Palestínumanna, gæti orðið tjargaður sem gyðingahatari.

Þessu vopni var beitt á áhrifamikinn hátt gegn Jeremy Corbyn í herferð svívirðilegra blekkinga og rógs sem er hneykslanlegt út fyrir mörk vansæmdar. Þetta skrifar Chomsky í viðvörun til DiEM25 hreyfingarinnar og segir þeim að vera viðbúin að verða fyrir sömu meðferð.

Zíonisminn

Auk hamfarahlýnunar er er Zíonismi og rasismi alvarlegasta ógn okkar tíma. Hann felur í sér ekki bara kynþáttahyggju heldur líka yfirdrottnunarhyggju. Sérhverja gagnrýni telur zíonisminn vera gyðingahatur, og vísar í gasklefana í Buchenwald, krystalnóttina og gettóin. Zíonisminn sér ekki gettóin sem hann hefur sjálfur búið til, m.a. á Gaza, hann sér ekki sína eigin krystalnótt, þar sem Zíonistar fara í palestínsk hús og brjóta rúður og merkja hurðir húsa og íbúða sem palestínumenn eiga til þess síðan að brjótast inn og gera fjölskylduna heimilislausa og breyta þeim í flóttamenn. Krystalnótt palestínumanna er vel skjalfest í myndskeiðum á samfélagsmiðlum. Zíonistar loka augunum fyrir fjöldamorðum eins og því sem lýst er hér að ofan. Ef Zíonistar halda áfram að neita að læra af eigin sögu, þá mun sagan grípa í taumana, því eins og sagt er, þeir sem læra ekki af sögunni eru dæmdir til að endurtaka hana.

Flóttamannastraumur

Ófriðurinn fyrir botni miðjarðarhafs er til kominn vegna þessa Zíonisma, þessa rasisma og yfirdrottnunarhyggju og hefur breitt úr sér til nálægra ríkja. Ísrael hefur innlimað hluta af Egyptalandi, Sýrlandi og hefur kjarnavopn í vopnabúri sínu. Öfga-hægri öflum víða um heim hefur tekist að hagnýta sér flóttamannastraumurinn frá þessum löndum út um allan heim, sem hefur haft þær afleiðingar að styrkja öfga-hægri flokka í sessi og breyta þannig stjórnmálum í Evrópu og víðar.

Þannig er tangarsókn Zíonista gegn Evrópu komin vel á veg, og hefur verið að festa sig í sessi eftir morðið á Ytzhan Rabin. Það fór vel milli Netanyahu og Trömp því þeir eru sammála um annarsvegar „White Power“ og hinsvegar „Jewish Power“. AFD í Þýskalandi hefur sömu stefnu, Marin Le Pen einnig og Íslenska þjóðfylkingin og íslenskir nazistar.

Þriðja heimsstyrjöldin

Þó langt sé síðan heimsstyrjöldin var og flestir Evrópubúar hafi búið við frið, hafa engu að síður verið átök í Evrópu. Það var öfga hægri maðurinn Milosevic í Serbíu 1990 og öfga hægri flokkar nátengdir þýska nazistaflokknum sem tóku völdin í Úkrainu 2014 undir yfirskini lýðræðis.

Sagan segir okkur, að heimsstyrjaldir brjótist út eftir heimskreppur og nú hefur heimurinn gengið í gegnum tvær sem jafnast á við kreppuna miklu í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar. Uppgangur þessa öfga hægri hópa og undirróðursstarfsemi þeirra í Evrópu, gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Viðskiptabann á hryðjuverkamenn?

Zíonistar njóta stuðnings öfga hægri hópa eins og þess sem réðist inn í bandaríska þinghúsið. Hóparnir safna fé, vopnum og eru þrýstihópar fyrir stjórnmálastuðningi og hernaðaríhlutunum.

Bandarísk yfirvöld fylgjast með og skrá hvaða hópar flokkast sem hryðjuverkahópar en nefndirnar tvær „American Israel Public Affairs Committee“ og „American Jewish Committee“ virðast einnig mjög vel upplýstar um þau mál. Þessar nefndir hafa hingaðtil forðast eins og heitan eldinn, alla þá sem tengjast Kahanisma. Það gæti nú verið að breytast.

Komið hefur til tals að beita Ísrael viðskiptabanni. Zíonistar benda einmitt á alla gagnrýni á rasismann þeirra og segja það vera gyðingahatur. Innan Ísraels er gott fólk í klemmu annarsvegar frá þjóðernissinnuðum rasistum sem eru Zíonistar og hinsvegar frá alþjóða samfélaginu.

Alþjóðasamfélagið á að sýna þessu góða fólki stuðning gegn rasistunum.

Viðskiptabönn eru sljó verkfæri og hafa sýnt sig að koma verst niður á þeim lægst settu, verst niður á þeim jaðarsettu og þeim fátæku á meðan valdhafarnir geta gert það sem þeim sýnist. Viðskiptabönn ætti að leggja af og banna notkun þeirra með vísun í gjöreyðingarvopn og glæpi gegn mannkyni.

Stuðningsmenn Zíonista, yfirdrottnunarhyggju og þessa rasimsa almennt á að skilgreina sem hryðjuverkamenn og hópa þeirra á að skilgreina sem hryðjuverkahópa. Eignir þeirra á að frysta og gera upptækar. Hópa hér á landi og annarsstaðar sem styðja hryðjuverk á einnig að stoppa og þá sérstaklega peningasendingar til þeirra og fjáraflanir þeirra til stuðnings þessum rasisma. Íslensk stjórnvöld myndu gera rétt í því að byrja á að skilgreina Itamar Ben Gvir sem hryðjuverkamann.

Eftirmáli

Fréttamaðurinn og Pulitzer verðlaunahafinn Chris Hedges skrifaði haustið 2001 langa grein um barnamorð ísraelska hersins. Hann lýsti því hvernig hermennirnir notuðu hátalarakerfi herbílanna til að storka unglingum í fótboltaleik með háðsglósum: „Hundar! Hórusynir! Tíkarsynir! Komið! Komið.“ Og unglingarnir komu og köstuðu grjóti að bílunum. Ísraelsku hermennirnir svöruðu með hljóðdeyfðum M-16 hríðskotabyssum.

„Börn hafa verið skotin í öðrum átökum sem ég hef fjallað um – dauðasveitir skutu þau niður í El Salvador og Gvatemala, mæðrum með ungbörn var stillt upp og þær strádrepnar í Alsír og serbneskar leyniskyttur miðuðu riffilsjónaukanum á börn og horfðu á þau lyppast niður á gangstéttina í Sarajevo – en ég hef aldrei áður horft á hermenn tæla börn eins og mýs í gildru og gamna sér við að myrða þau.“

Höfundur er verkfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar