Hryðjuverkin í Palestínu

Anna Jonna Ármannsdóttir fjallar um Palestínu og Ísrael í aðsendri grein. Hún segir að um allan heim setji öfga hægrimenn fram einfaldaða mynd af átökum ríkjanna tveggja og íslensk stjórnvöld hafi étið hugsunarlaust upp frasann um „báðar hliðar“.

Auglýsing

Kafla­skil urðu hjá fjöl­miðlum heims­ins þegar ísra­elski her­inn sendi 6 öfl­ugar eld­flaugar til að jafna við jörðu, 13 hæða hús sem hýsti meðal ann­ars AP frétta­stof­una og Al-Jazeera. Svæðið sem húsið stóð á er álíka þétt­býlt og Man­hattan í New York. Þar eru 2 millj­ónir manns, fangar í eigin landi á stærð við þriðj­ung höf­uð­borg­ar­svæðis Reykja­vík­ur, umsetið af ísra­els­her frá landi, sjó og úr lofti.

Öfga hægrið gegn sjálf­stæðum röddum gyð­inga

Um allan heim setja öfga hægri­menn fram ein­fald­aða mynd af Ísr­ael gegn Palest­ínu og íslensk stjórn­völd hafa étið hugs­un­ar­laust upp fra­s­ann um „báðar hlið­ar“. Innan Ísra­els eru hörð pólítísk átök til að vinna bug á öfga hægr­inu og innan þeirra er hinsegin fólk í mann­rétt­inda­bar­áttu. Öfga hægrið vill auð­vitað þagga niður þeirra raddir með hinni ein­földu tví­hliða frá­sögn. Hér er því leit­ast við að láta raddir gyð­inga heyr­ast.

Við­brögð mann­rétt­inda­sam­taka hafa verið hlut­falls­lega lítil miðað við önnur mann­rétt­inda­brot. Ísra­elsk mann­rétt­inda­sam­tök og fræði­menn hafa aftur minnt á fyrri nið­ur­stöður sín­ar.

Auglýsing

Ísra­elsku mann­rétt­inda­sam­tökin

Nei við aðskiln­að­ar­stefnu ísra­els er nið­ur­staða Btselem sem eru ísra­elsk mann­rétt­inda­sam­tök sem tala um að lifa undir járn­hæli.

Það er sárt að horfst í augu við veru­leik­ann, en sár­ara að lifa undir járn­hæli. Þess vegna er óbug­andi bar­átta fyrir fram­tíð byggð á mann­rétt­ind­um, frelsi og rétt­læti mik­il­væg­ari nú en nokkru sinni fyrr. Veru­leik­inn sem hér er lýst er harð­ur, en samt verðum við að muna að: fólk bjó til þessi yfir­völd og fólk getur afnumið þau.

Það eru ýmsar póli­tískar leiðir til rétt­látrar fram­tíðar hér, milli Jórdan­fljóts og Mið­jarð­ar­hafs­ins, en öll verðum við fyrst að segja: Nei við aðskiln­að­ar­stefnu.

Enn­fremur kemur fram á vef­síðu Btsel­em, að fjár­mögnun sam­taka er almennt háð „loyal­ty“ sam­tak­anna við stjórn­völd. Þannig draga stjórn­völd úr fjár­mögnun mann­rétt­inda­sam­taka ef nið­ur­staða þeirra er ekki stjórn­völdum í vil. Í þýska­landi nazism­ans var þetta kallað Berufs­fer­bot, eða atvinnu­bann. Nýlega kom út á íslandi bókin Skugga­baldur sem fjallar einmitt um atvinnu­bann á Íslandi og hversu víð­tækt það er.

Apartheid

Sam­kvæmt könnun Btselem meðal íbúa á svæð­inu milli Jórdanár og Mið­jarð­ar­hafs, telja 45% þeirra rétt að lýsa stjórn­völdum með orð­inu Apartheid.

Andrew Fein­stein sem er fyrr­ver­andi þing­maður Suð­ur­-Afr­íku, und­ir­maður Nel­son Mand­ela heit­ins, telur að við­burðir síð­ustu daga hafi sýnt: „kyn­þátta­hat­ur, grimmd og ómennsku á stigi sem ég tel fara fram úr því sem suð­ur­-a­fríska aðskiln­að­ar­stefnan gerði við lang­flesta borg­ara okk­ar. Það er átak­an­legt fyrir mig sem gyð­ing, son eft­ir­lif­enda helfar­ar­innar sem missti 39 sinna ætt­ingja í Auschwitz og Ther­ezi­enstadt“.

Max Blu­ment­hal er vel þekktur frétta­maður og rit­höf­und­ur, rit­stjóri frétta­veit­unnar The Greyzone og er gyð­ing­ur. Eitt þekktasta verk hans er „The Mana­gement of Savagery“ eða Rekstur Villi­mennskunn­ar, sem fjallar um utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna. Hann kom nýlega fram í heim­ilda­mynd um atburð­ina á Gaza en þar er orðið apartheid hvergi nefnt. Myndin sýnir hins­vegar kyn­þátta­hat­ur, grimmd og ómennsku á því stigi sem Andrew Fein­stein lýsir.

Aron Maté er sam­starfs­maður Max Blu­ment­hals og hefur fjallað mikið um með­ferð­ina á Palest­ínu­mönn­um. Hann tók við­tal við föður sinn sem lifði naum­lega hel­för­ina af, um gyð­inga­hatur og hvernig það er sett fram sem vanda­mál á vinstri kanti stjórn­mál­anna og er sam­hljóða því sem Noam Chom­sky segir um mál­efn­ið, en hann er tek­inn fyrir í sér kafla í þess­ari grein.

Aron Maté tók einnig við­tal við fræði­mann­inn og rit­höf­und­inn Norman Fin­kel­stein, sem gengur aðeins lengra en Btselem í sinni nið­ur­stöðu: hann telur að ísra­elar hafi alger­lega í hendi sér að binda enda á þann hryll­ing sem hefur við­geng­ist alltof lengi fyrir botni mið­jarð­ar­hafs. Lausnin hans er að hætta alfarið þeirri pólítísk að mis­muna öllum öðrum en gyð­ing­um. Sem­sagt að binda enda á aðskiln­að­ar­stefn­una.

Endir aðskiln­að­ar­stefn­unnar

Norman Fin­kel­stein er fyrr­ver­andi pró­fessor í stjórn­mála­fræði, hann er einnig gyð­ingur og hefur rann­sakað mál­efni Ísra­els og Palest­ínu og hefur skrifað fjölda bóka um mál­efn­ið. Fyr­ir­lestrar hans á bóka­safn­inu í Brook­lyn eru aðgengi­legir á Youtu­be. Hann setur afstöðu sína fram á ein­faldan hátt:

„Vilj­iði gyð­ing­legt ríki? Fínt! Fáið ykkur gyð­ing­legt ríki! En þið getið ekki fengið gyð­ing­legt yfir­drottn­un­ríki. Nú verðið þið sjálf að finna út hvernig á að sam­ræma það, en yfir­drottn­unin verður að víkja.

Frið­ar­verð­laun Nóbels

Fin­kel­stein telur að Palest­ínu­menn hafi tapað miklu við Oslóar sam­komu­lagið sem gert var árið 1994 milli Yasseir Ara­fat leið­toga Palest­ínu og Ytzhak Rabin for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els ásamt utan­rík­is­ráð­herr­an­um, fyrir til­stilli Bill Clint­on. Fyrir Oslóar sam­komu­lagið var þeim veitt Frið­ar­verð­laun Nóbels. Um ári eftir gerð sam­komu­lags­ins var Ytzhak Rabin myrt­ur.

Morðið á Ytzhak Rabin

Nokkrum vikum fyrir morð­ið, hafði 19 ára þybb­inn karl­maður stært sig fyrir framan sjón­varps­mynda­vélar og haldið á lofti skraut­merki af Kádilják sem reiður múgur hafði rifið af for­sæt­is­ráð­herra bílnum og öskr­að: „Rétt eins og við náðum þessu skraut­merki af bílnum hans, getum við náð honum.“

Jewish Power

Sam­kvæmt ísra­elska blað­inu Haar­etz var þessi 19 ára maður sá hinn sami Ita­mar Ben Gvir sem nú er leið­togi Otzma Yehudit, náði nýlega sæti á ísra­elska þing­inu Knes­seth og er lög­fræð­ingur að mennt. Otzma Yehudit eða „Jewish Power“ eru ísra­elsk öfga hægri stjórn­mála­sam­tök svipuð og KKK með „White Power“ kyn­þátta­hyggju og yfir­drottn­un­ar­hyggju að leið­ar­ljósi og hafa sömu stefnu og Kach flokk­ur­inn sem var bann­aður sem hryðju­verka­sam­tök.

Jewish Power, Kahan­ismi og aðskiln­að­ar­stefna

Hug­mynda­fræði Otzma Yehudit er í mjög stuttu máli rasískar kenn­ingar rabbí­ans Meir Kahane um að gera Ísr­ael að klerka­veldi og reka alla palest­ínu­menn af því sem hann kall­aði „Land Ísra­els“, og sagði Arabana vera krabba­mein.

Meir Kahane sagði í stefnu­skrá sinni sem hann nefndi „They Must Go“ árið 1981: „Það er aðeins ein leið fyrir okkur að fara: að flytja alla Araba af Landi Ísra­els.“ Hann var kos­inn á ísra­elska þingið 1984 og sat þar til 1988. Allir ísra­elskir þing­menn sýndu andúð sína á boð­skap hans, með því að yfir­gefa þingið þegar Kahane tal­aði. Kahane var myrtur í New York árið 1990.

Sem ung­lingur var Ita­mar Ben Gvir leið­togi ung­liða­hreyf­ingar Kach hreyf­ingar Kahane. Hann sat oft á saka­manna bekk vegna aktí­visma og tók próf í lög­fræði, og varð einn eft­ir­sótt­asti lög­fræð­ingur til að verja öfga þjóð­ern­is­sinn­aða ung­linga sem sak­aðir voru um hat­urs­glæpi gegn palest­ínu­mönn­um, ásamt því að verja her­menn sem sak­aðir voru um að hafa beitt palest­ínu­menn gegnd­ar­lausu ofbeldi.

Fjöldamorð­ing­inn

Ita­mar Ben Gvir hefur opin­ber­lega sýnt að á heim­ili sínu er hann með inn­ram­maða mynd af fjöldamorð­ingj­anum Bar­uch Gold­stein. Hann hefur neitað að fjar­lægja mynd­ina þegar hann var opin­ber­lega beð­inn um það, með vísun í að það væri réttur hans að ráða hvað hann hefði á sínu heim­ili. Bar­uch þessi var banda­rískur inn­flytj­andi og var með­limur í "Jewish Defense League" sem var undir stjórn Kahane, framdi hryðju­verk árið 1994 í Hebron og drap 29 drengi og karl­menn og varð seinna ein af fyr­ir­myndum norska fjöldamorð­ingj­ans sem drap 77 ung­menni í Útey í Nor­egi þann 22. júlí 2011.

Eftir fjöldamorðið 1994 í Hebr­on, var flokk­ur­inn hans Kach ásamt Kahane Chai bann­aður og lýstur sem hryðju­verka­sam­tök, þar sem ísra­elskum yfir­völdum þótti ljóst að þau bæru pólítíska ábyrgð á fjöldamorð­inu. Annar með­limur „Jewish Defense League“ var Robert Mann­ing, bar ábyrgð á mann­skæðri sprengju í Kali­forníu árið 1985. Blaða­mað­ur­inn Chris Hed­ges fann hann í Ísr­ael þó þar­lend yfir­völd segð­ust ekk­ert vita til hans. Hann situr nú í banda­rísku fang­elsi.

Aftökur án dóms og laga

Eitt kosn­inga­lof­orða hægri­manns­ins Benny Gantz árið 2019 var að ef hann næði kosn­ingu sem for­sæt­is­ráð­herra, myndi hann taka upp aftökur án dóms og laga, ef hann teldi það nauð­syn­legt. Nánar til­tekið tal­aði hann fyrir því að skjóta palest­ínu­menn á færi. Á stofn­ana­máli þeirra kall­ast það „policy of tar­geted assass­inations“. Laga­fram­kvæmd ísra­els­manna leyfir í reynd algjört refsi­leysi fyrir ísra­els­menn ef þeir myrða palest­ínu­mann segir Norman Fin­kel­stein.

Benny Gantz tap­aði kosn­ing­unni fyrir Benja­min Net­anyahu sem er enn lengra til hægri og lof­aði enn harð­ari aðgerðum gegn Palest­ínu­mönn­um.

Ita­mar Ben Gvir lýsti yfir fyrir um tveimur árum að jafna ætti Gaza svæðið við jörðu og her­taka aftur „ Gush Katif“ land­töku svæðið sem ísra­els­menn höfðu áður her­tekið ólög­lega en yfir­gáfu það árið 2005.

Spill­ing, mút­ur, fjár­svik og umboðs­svik

Net­anyahu fór fyrir dóm í febr­úar s.l. ákærður fyrir spill­ingu, mút­ur, fjár­svik og umboðs­svik í þremur mis­mun­andi mál­um. Honum var því mikið í mun að halda í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn, og koma á kosn­inga­banda­lagi að nafni Heit­trú­aður Zíon­ismi „Religi­ous Zion­is­m“. Fyrir utan rétt­ar­höldin voru hund­ruðir mót­mæl­enda sem kröfð­ust afsagnar Net­anya­hu. Í kosn­ing­unum barð­ist hann fyrir sínu eigin pólítíska lífi. Hann var örvænt­ing­ar­fullur að ná meiri­hluta í þing­inu og veðj­aði á að Ita­mar Ben Gvir myndi hjálpa honum til þess.

Denis Charbit, pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Opna Háskól­ann í Ísr­ael í Ra’an­ana, telur að Net­anyahu hafi þrýst mjög mikið á til að nokkrir smáir öfga hægri hópar gangi til liðs við Ben Gvir og myndi kosn­inga­banda­lagið sem síðan virð­ist hafa verið breytt í sjálf­stæðan stjórn­mála­flokk.

Einn hópanna nefn­ist Lehava og vill banna gyð­ingum að gift­ast öðrum en gyð­ing­um.

Noam er flokkur sem vill að lög um kynja jafn­rétti verði aflögð í þeirra núver­andi mynd. Leið­togi þeirra er Avi Maoz, sem verður þing­maður í næstu viku og þarf lík­lega stuðn­ing við mögu­lega stjórn Net­anya­hu. Hann barð­ist fyrir því að „styrkja gyð­inga­kennd Ísra­els­rík­is“ með því að hafa strang­ara eft­ir­lit með Shabbat á lands­vísu, herða ein­okun rétt­trún­aðar Rabbína á trú­ar­lífi, koma á trú­ar­lögum í öllu sam­fé­lag­inu og stuðla að „fjöl­skyldu­gild­um“. Flokk­ur­inn heldur því fram, að LGBT sam­fé­lagið hafi neytt sín gildi upp á ísra­elskt sam­fé­lag, sem þó trúi á „eðli­legt“ (gagn­kyn­hneigt) fjöl­skyldu­mynstur.

Flokk­ur­inn Heit­trú­aður Zíon­ismi rétt náði kosn­ingu inn á Knes­seth þann 23. mars s.l. og náði 7 þing­sætum. Ben Gvir er í 3. sæti og Avi Maoz er í 6. sæti, sem er tölu­verð áskorun fyrir Ísr­ael sem hefur gefið sig út fyrir að vera LGBT væn vin í mið­aust­ur­löndum.

Talið er að Ben Gvir sem leið­togi kosn­inga banda­lags­ins hafi hvatt til ofbeldis meðal hópa sem aðhyll­ast gyð­ing­legt yfir­drottn­un­ar­vald, og talið þeim trú um refsi­leysi fyrir ofbeld­ið.

Kobi Shabtai, lög­reglu­stjóri Ísra­els var ómyrkur í máli, Þann 15. maí s.l. , þegar hann lýsti því yfir að „Mað­ur­inn sem er ábyrgur fyrir þess­ari «intifa­da» er Ita­mar Ben Gvir.“ Svar hans var að það ætti að reka lög­reglu­stjór­ann.

Gyð­ing­legt yfir­drottn­un­ar­vald

Btselem segja Ísra­elsk yfir­völd beita mis­munun á marga vegu til að koma á gyð­ing­legu yfir­drottn­un­ar­valdi:

Mis­munun í eign­ar­rétti sér­stak­lega á land­eign­um;

Mis­munun á rík­is­borg­ara­rétti og inn­flytj­enda­stefnu;

Mis­munun í ferða­frelsi;

Mis­munun við þát­töku í stjórn­málum.

Btselem segir einnig:

Yfir­völd sem beitia lög­um, starfs­háttum og skipu­lögðu ofbeldi til að koma á og við­halda yfir­drottnun eins hóps umfram annan eru yfir­völd með aðskiln­að­ar­stefnu.

Noam Chom­sky

Noam Chom­sky, er sonur gyð­inga sem flutt­ust til Banda­ríkj­anna. Hann hefur gefið út rúm­lega hund­rað bæk­ur, og af núlif­andi mönnum er hann sá sem mest hefur verið vitnað í. Chom­sky vitnar í ísra­els­mann­inn Abba Eban: „Eitt aðal­verk­efni allra við­ræðna við heið­ingja­heim­inn er að sanna að ekki sé hægt að aðgreina gyð­inga­hatur og and-Z­í­on­isma. And-Z­í­on­ismi er ný-­gyð­inga­hat­ur. “

Með „and-z­í­on­is­ma“ meinar hann gagn­rýni á stefnu rík­is­stjórnar Ísra­els og nokkra samúð með Palest­ínu­mönnum segir Chom­sky. Sér­hver gagn­rýn­andi, sér­hver tals­maður rétt­inda Palest­ínu­manna, gæti orðið tjarg­aður sem gyð­inga­hat­ari.

Þessu vopni var beitt á áhrifa­mik­inn hátt gegn Jer­emy Cor­byn í her­ferð sví­virði­legra blekk­inga og rógs sem er hneyksl­an­legt út fyrir mörk van­sæmd­ar. Þetta skrifar Chom­sky í við­vörun til DiEM25 hreyf­ing­ar­innar og segir þeim að vera við­búin að verða fyrir sömu með­ferð.

Zíon­ism­inn

Auk ham­fara­hlýn­unar er er Zíon­ismi og ras­ismi alvar­leg­asta ógn okkar tíma. Hann felur í sér ekki bara kyn­þátta­hyggju heldur líka yfir­drottn­un­ar­hyggju. Sér­hverja gagn­rýni telur zíon­ism­inn vera gyð­inga­hat­ur, og vísar í gasklef­ana í Buchenwald, krystal­nótt­ina og gettó­in. Zíon­ism­inn sér ekki gettóin sem hann hefur sjálfur búið til, m.a. á Gaza, hann sér ekki sína eigin krystal­nótt, þar sem Zíon­istar fara í palest­ínsk hús og brjóta rúður og merkja hurðir húsa og íbúða sem palest­ínu­menn eiga til þess síðan að brjót­ast inn og gera fjöl­skyld­una heim­il­is­lausa og breyta þeim í flótta­menn. Krystal­nótt palest­ínu­manna er vel skjal­fest í mynd­skeiðum á sam­fé­lags­miðl­um. Zíon­istar loka aug­unum fyrir fjöldamorðum eins og því sem lýst er hér að ofan. Ef Zíon­istar halda áfram að neita að læra af eigin sögu, þá mun sagan grípa í taumana, því eins og sagt er, þeir sem læra ekki af sög­unni eru dæmdir til að end­ur­taka hana.

Flótta­manna­straumur

Ófrið­ur­inn fyrir botni mið­jarð­ar­hafs er til kom­inn vegna þessa Zíon­is­ma, þessa ras­isma og yfir­drottn­un­ar­hyggju og hefur breitt úr sér til nálægra ríkja. Ísr­ael hefur inn­limað hluta af Egypta­landi, Sýr­landi og hefur kjarna­vopn í vopna­búri sínu. Öfga-hægri öflum víða um heim hefur tek­ist að hag­nýta sér flótta­manna­straum­ur­inn frá þessum löndum út um allan heim, sem hefur haft þær afleið­ingar að styrkja öfga-hægri flokka í sessi og breyta þannig stjórn­málum í Evr­ópu og víð­ar.

Þannig er tang­ar­sókn Zíon­ista gegn Evr­ópu komin vel á veg, og hefur verið að festa sig í sessi eftir morðið á Ytzhan Rabin. Það fór vel milli Net­anyahu og Trömp því þeir eru sam­mála um ann­ars­vegar „White Power“ og hins­vegar „Jewish Power“. AFD í Þýska­landi hefur sömu stefnu, Marin Le Pen einnig og Íslenska þjóð­fylk­ingin og íslenskir nazist­ar.

Þriðja heims­styrj­öldin

Þó langt sé síðan heims­styrj­öldin var og flestir Evr­ópu­búar hafi búið við frið, hafa engu að síður verið átök í Evr­ópu. Það var öfga hægri mað­ur­inn Milos­evic í Serbíu 1990 og öfga hægri flokkar nátengdir þýska nazista­flokknum sem tóku völdin í Úkra­inu 2014 undir yfir­skini lýð­ræð­is.

Sagan segir okk­ur, að heims­styrj­aldir brjót­ist út eftir heimskreppur og nú hefur heim­ur­inn gengið í gegnum tvær sem jafn­ast á við krepp­una miklu í aðdrag­anda seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Upp­gangur þessa öfga hægri hópa og und­ir­róð­urs­starf­semi þeirra í Evr­ópu, gæti leitt til þriðju heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Við­skipta­bann á hryðju­verka­menn?

Zíon­istar njóta stuðn­ings öfga hægri hópa eins og þess sem réð­ist inn í banda­ríska þing­hús­ið. Hóp­arnir safna fé, vopnum og eru þrýsti­hópar fyrir stjórn­mála­stuðn­ingi og hern­að­ar­í­hlut­un­um.

Banda­rísk yfir­völd fylgj­ast með og skrá hvaða hópar flokk­ast sem hryðju­verka­hópar en nefnd­irnar tvær „Amer­ican Isr­ael Public Affairs Committee“ og „Amer­ican Jewish Committee“ virð­ast einnig mjög vel upp­lýstar um þau mál. Þessar nefndir hafa hing­að­til forð­ast eins og heitan eld­inn, alla þá sem tengj­ast Kahan­isma. Það gæti nú verið að breyt­ast.

Komið hefur til tals að beita Ísr­ael við­skipta­banni. Zíon­istar benda einmitt á alla gagn­rýni á ras­is­mann þeirra og segja það vera gyð­inga­hat­ur. Innan Ísra­els er gott fólk í klemmu ann­ars­vegar frá þjóð­ern­issinn­uðum ras­istum sem eru Zíon­istar og hins­vegar frá alþjóða sam­fé­lag­inu.

Alþjóða­sam­fé­lagið á að sýna þessu góða fólki stuðn­ing gegn ras­ist­un­um.

Við­skipta­bönn eru sljó verk­færi og hafa sýnt sig að koma verst niður á þeim lægst settu, verst niður á þeim jað­ar­settu og þeim fátæku á meðan vald­haf­arnir geta gert það sem þeim sýn­ist. Við­skipta­bönn ætti að leggja af og banna notkun þeirra með vísun í gjör­eyð­ing­ar­vopn og glæpi gegn mann­kyni.

Stuðn­ings­menn Zíon­ista, yfir­drottn­un­ar­hyggju og þessa rasimsa almennt á að skil­greina sem hryðju­verka­menn og hópa þeirra á að skil­greina sem hryðju­verka­hópa. Eignir þeirra á að frysta og gera upp­tæk­ar. Hópa hér á landi og ann­ars­staðar sem styðja hryðju­verk á einnig að stoppa og þá sér­stak­lega pen­inga­send­ingar til þeirra og fjár­afl­anir þeirra til stuðn­ings þessum ras­isma. Íslensk stjórn­völd myndu gera rétt í því að byrja á að skil­greina Ita­mar Ben Gvir sem hryðju­verka­mann.

Eft­ir­máli

Frétta­mað­ur­inn og Pulitzer verð­launa­haf­inn Chris Hed­ges skrif­aði haustið 2001 langa grein um barna­morð ísra­elska hers­ins. Hann lýsti því hvernig her­menn­irnir not­uðu hátal­ara­kerfi her­bíl­anna til að storka ung­lingum í fót­bolta­leik með háðs­glósum: „Hund­ar! Hóru­syn­ir! Tík­ar­syn­ir! Kom­ið! Kom­ið.“ Og ung­ling­arnir komu og köst­uðu grjóti að bíl­un­um. Ísra­elsku her­menn­irnir svör­uðu með hljóð­deyfðum M-16 hríð­skota­byss­um.

„Börn hafa verið skotin í öðrum átökum sem ég hef fjallað um – dauða­sveitir skutu þau niður í El Salvador og Gvatemala, mæðrum með ung­börn var stillt upp og þær strá­drepnar í Alsír og serbneskar leyniskyttur mið­uðu riff­il­sjónauk­anum á börn og horfðu á þau lypp­ast niður á gang­stétt­ina í Sara­jevo – en ég hef aldrei áður horft á her­menn tæla börn eins og mýs í gildru og gamna sér við að myrða þau.“

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar