Partíið búið

Daði Már Kristófersson segir að umræða um valkosti varðandi peningastefnu hér á landi þurfi að fara fram. Gríðarlegir hagsmunir almennings séu undir.

Auglýsing

Jæja, þar kom að því. Seðlabanki Íslands, fyrstur vestrænna seðlabanka, er farinn að hækka vexti. Með þessu staðfestir Seðlabankinn áherslu sína á stöðugleika, sem mjög hefur einkennt hegðun hans á undanförnum misserum. Á sama tíma varar Seðlabankastjóri við hættu á óraunhæfum væntingum varðandi þróun fasteignaverðs – það sem í daglegu tali er kallað bóla.

Ekki dettur mér til hugar að hallmæla bankanum fyrir þetta. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir framtíð íslensks efnahagslífs. Ekki get ég þó leynt vonbrigðum mínum með að ekki skildi reynast mögulegt að halda út faraldurinn og styðja betur nauðsynlegan viðsnúning í hagkerfinu. Enn eru margir atvinnulausir. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þann hóp.

Hvers vegna erum við í þessari stöðu? Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Aðgerðir Seðlabankans til stuðnings peningaprentun á síðasta ári leituðu í meira mæli inn á fasteignamarkaðinn en gert hafði verið ráð fyrir og fasteignaverð hækkaði umtalsvert í kjölfar þeirra. Flótti fjármagnseigenda frá krónunni, vegna efasemda um stöðugleika hennar, sem og aukning í almennri eftirspurn leiddu síðan til falls krónunnar. Hækkun húsnæðisverðs, lækkun krónunnar og hækkun verðs á flutningum og ýmissi hrávöru leiða síðan til verðbólgu.

Auglýsing

Allt bendir til þess að stefna Seðlabankans sé að halda gengi krónunnar stöðugu. Seðlabankinn hefur beytt inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatt ríkið til erlendrar lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands til að styðja við krónuna. Stjórnendur hans gera sér hins vegar grein fyrir að þetta mun duga skammt. Af þeim sökum liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Seðlabankinn virðist því hafna rökum um mikilvægi sveigjanleika krónunnar.

Ég er einarður stuðningsmaður þess að halda gengi krónunnar stöðugu. Ég er hins vegar djúpt efins um að leiðin sé að beita höftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Við sem eigum lífeyrissjóðina og viljum sjá blómlega nýsköpun á Íslandi ættum því að taka til máls.

Er til önnur leið? Já vissulega. Hún felst í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu, með svipuðum hætti og Danir hafa gert um áratuga skeið. Með því fæst sá stöðugleiki, sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á, sem og bætt skilyrði til rekstar og fjárfestinga fyrir einstaklinga og heimili.

Sú leið er ekki gallalaus. Hún krefst m.a. ríkrar ábyrgðar í ríkisfjármálum. Nú er ég líka einarður stuðningsmaður ábyrgs reksturs hins opinbera, svo það er ekki fórn í mínum huga.

Umræða um þessa valkosti þarf að fara fram. Gríðarlegir hagsmunir almennings eru undir.

Höfundur er varaformaður Viðreisnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar