Partíið búið

Daði Már Kristófersson segir að umræða um valkosti varðandi peningastefnu hér á landi þurfi að fara fram. Gríðarlegir hagsmunir almennings séu undir.

Auglýsing

Jæja, þar kom að því. Seðla­banki Íslands, fyrstur vest­rænna seðla­banka, er far­inn að hækka vexti. Með þessu stað­festir Seðla­bank­inn áherslu sína á stöð­ug­leika, sem mjög hefur ein­kennt hegðun hans á und­an­förnum miss­er­um. Á sama tíma varar Seðla­banka­stjóri við hættu á óraun­hæfum vænt­ingum varð­andi þróun fast­eigna­verðs – það sem í dag­legu tali er kallað bóla.

Ekki dettur mér til hugar að hall­mæla bank­anum fyrir þetta. Stöð­ug­leiki er mik­il­vægur fyrir fram­tíð íslensks efna­hags­lífs. Ekki get ég þó leynt von­brigðum mínum með að ekki skildi reyn­ast mögu­legt að halda út far­ald­ur­inn og styðja betur nauð­syn­legan við­snún­ing í hag­kerf­inu. Enn eru margir atvinnu­laus­ir. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þann hóp.

Hvers vegna erum við í þess­ari stöðu? Fyrir því eru marg­vís­legar ástæð­ur. Aðgerðir Seðla­bank­ans til stuðn­ings pen­inga­prentun á síð­asta ári leit­uðu í meira mæli inn á fast­eigna­mark­að­inn en gert hafði verið ráð fyrir og fast­eigna­verð hækk­aði umtals­vert í kjöl­far þeirra. Flótti fjár­magns­eig­enda frá krón­unni, vegna efa­semda um stöð­ug­leika henn­ar, sem og aukn­ing í almennri eft­ir­spurn leiddu síðan til falls krón­unn­ar. Hækkun hús­næð­is­verðs, lækkun krón­unnar og hækkun verðs á flutn­ingum og ýmissi hrá­vöru leiða síðan til verð­bólgu.

Auglýsing

Allt bendir til þess að stefna Seðla­bank­ans sé að halda gengi krón­unnar stöð­ugu. Seðla­bank­inn hefur beytt inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði, til­mælum til líf­eyr­is­sjóð­anna um að halda að sér höndum í erlendri fjár­fest­ingu og hvatt ríkið til erlendrar lán­töku fremur en að fjár­magna halla rík­is­sjóðs inn­an­lands til að styðja við krón­una. Stjórn­endur hans gera sér hins vegar grein fyrir að þetta mun duga skammt. Af þeim sökum liggur fyrir Alþingi frum­varp til laga sem heim­ilar bank­anum að beyta gjald­eyr­is­höft­um. Seðla­bank­inn virð­ist því hafna rökum um mik­il­vægi sveigj­an­leika krón­unn­ar.

Ég er ein­arður stuðn­ings­maður þess að halda gengi krón­unnar stöð­ugu. Ég er hins vegar djúpt efins um að leiðin sé að beita höft­um. Höft hafa marg­vís­leg nei­kvæð áhrif. Þau mis­muna borg­ur­un­um. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta kom­ist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutn­ings­fyr­ir­tækja en veikja stöðu líf­eyr­is­sjóða og draga úr erlendri fjár­fest­ingu. Við sem eigum líf­eyr­is­sjóð­ina og viljum sjá blóm­lega nýsköpun á Íslandi ættum því að taka til máls.

Er til önnur leið? Já vissu­lega. Hún felst í sam­starfi við nágranna­þjóðir um pen­inga­stefnu, með svip­uðum hætti og Danir hafa gert um ára­tuga skeið. Með því fæst sá stöð­ug­leiki, sem Seðla­bank­inn leggur svo mikla áherslu á, sem og bætt skil­yrði til rekstar og fjár­fest­inga fyrir ein­stak­linga og heim­ili.

Sú leið er ekki galla­laus. Hún krefst m.a. ríkrar ábyrgðar í rík­is­fjár­mál­um. Nú er ég líka ein­arður stuðn­ings­maður ábyrgs rekst­urs hins opin­bera, svo það er ekki fórn í mínum huga.

Umræða um þessa val­kosti þarf að fara fram. Gríð­ar­legir hags­munir almenn­ings eru und­ir.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar