Hundadagar

Dagur Hjartarson segir að hundadagar séu víða – hann hafi ekki vitað það við síðustu stjórnarmyndun en viti það núna.

Auglýsing

Um helg­ina rak ég augun í frétt á mbl.is um Hunda­dag Graf­ar­vogs sem fram fór síð­asta laug­ar­dag. Með frétt­inni fylgdu myndir af fólki og hundum á bíla­stæði í Hverafold. Ég er sjálfur úr Graf­ar­vog­in­um, ég þekki þetta bíla­stæði, kannski var það þess vegna sem ég staldr­aði við frétt­ina.

Við nán­ari eft­ir­grennslan komst ég að því að það var Félag sjálf­stæð­is­manna í Graf­ar­vogi sem hélt hunda­dag­inn svona hátíð­leg­an. Í við­burði á Face­book voru þátt­tak­endur minntir á að vera með hunda sína í taumi og mæta í góðum skóm því halda átti í fjög­urra kíló­metra göngu, en henni stýrði eng­inn annar en utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son.

Og allt í einu fannst mér erfitt að lesa ekki eitt­hvað meira í hunda­dag­inn í Graf­ar­vogi, þessa góðu skó, þessa tauma.

*

Því hunda­dagar eru víða. Það eru hunda­dagar í Hörpu þessa vik­una. Það sást glögg­lega á blaða­manna­fundi Guð­laugs Þórs með utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Ant­ony Blin­ken. Fyrir utan tón­leika­húsið kom fólk saman til að mót­mæla hinu lang­dregna þjóð­ar­morði Ísra­els­manna á Palest­ínu­mönn­um. En Blin­ken var að mér sýnd­ist á góðum skóm og hund­ur­inn í góðum taumi á meðan hann tal­aði sig lip­ur­lega frá óþægi­legum spurn­ingum blaða­manna og leyfði loks Guð­laugi Þór að lýsa því yfir að Banda­ríkin væru leið­togi hins frjálsa heims.

Auglýsing

Og það eru allir á góðum skóm í utan­rík­is­nefnd þar sem Vinstri græn treysta sér ekki til að taka undir hvatn­ingu til utan­rík­is­ráð­herra Norð­ur­landa um að beita sér fyrir taf­ar­lausu vopna­hléi á svæðum Ísra­els og Palest­ínu­manna. Munum að hafa hundana í taumi og höldum fast í þann taum. Kannski er afstöðu­leysi Vinstri grænna hluti af flók­inni póli­tískri mála­miðlun við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, skref númer þrjá­tíuog­þrjú í leið­inni að algjöru plast­poka­banni. En eru það góð skipti? Í hvaða akur viljum við sá?

Í það minnsta eru allir á góðum skóm og utan­rík­is­ráð­herra hefur áhyggjur af ástandi mála í Ísr­ael og Gaza og hvetur báða aðila deil­unnar til að sýna hóf­semi. Þetta eru skila­boðin sem Ísland sendir umheim­in­um. Afstaða sem er svo volg að hún er bein­línis köld. Þegar þetta er skrifað hafa Ísra­els­menn drepið meira en 220 Palest­ínu­menn. Á meðan hafa tólf fallið í Ísr­a­el.

*

Þótt ég hafi fyr­ir­fram ekki verið spenntur fyrir stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks skal ég játa að mig grun­aði ekki hvað var í vænd­um; svo oft hefur stefna rík­is­stjórn­ar­innar í mann­úð­ar- og mann­rétt­inda­málum verið í stjarn­fræði­legri fjar­lægð frá hljóm­fag­urri flokks­stefnu Vinstri grænna. En þegar for­maður flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar getur ekki einu sinni tekið skýra og afdrátt­ar­lausa afstöðu með palest­ínsku þjóð­inni þegar fimm­tíu skólar hafa verið sprengdir í loft upp, þegar 60 börn hafa verið myrt, þegar maður les fréttir um að íslensk stjórn­völd hafi valið sér þessa viku til að vísa níu palest­ínskum flótta­mönnum á göt­una, þá fall­ast manni hend­ur. Þá verður maður dap­ur.

*

Það eru hunda­dag­ar, ég vissi það ekki þá en ég veit það núna: Það eru og verða eflaust áfram hunda­dag­ar. Sjálf­stæð­is­menn hafa enda alltaf verið miklir hunda­menn og hér í lokin liggur bein­ast við að nefna til sög­unnar sjálf­stæð­asta mann­inn í land­inu, nefni­lega Bjart í Sum­ar­hús­um. Þótt hann hafi sáð í akur óvinar síns allt sitt líf þá átti hann marga ágæta hunda og hann unni sínum hundum og í þess­ari ágætu bók Nóbels­skálds­ins erum við einmitt minnt á að hvernig „sem alt velt­ist eiga menn þó að minsta kosti minnín­g­arnar um hunda sína, þær getur ein­ginn tekið frá okk­ur“.

Ég skrifa þetta á fal­legu mið­viku­dags­kvöldi. Það hefur rignt. Allt grænk­ar. Birtan er mjúk og dul­ar­full. Börnin mín eru sof­andi. Svart­þrasta­söngur en svo algjör kyrrð. Kvöld sem kennir manni að lífið er ótrú­leg gjöf.

Samt er ekki annað hægt en að vera dap­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar