Hundadagar

Dagur Hjartarson segir að hundadagar séu víða – hann hafi ekki vitað það við síðustu stjórnarmyndun en viti það núna.

Auglýsing

Um helg­ina rak ég augun í frétt á mbl.is um Hunda­dag Graf­ar­vogs sem fram fór síð­asta laug­ar­dag. Með frétt­inni fylgdu myndir af fólki og hundum á bíla­stæði í Hverafold. Ég er sjálfur úr Graf­ar­vog­in­um, ég þekki þetta bíla­stæði, kannski var það þess vegna sem ég staldr­aði við frétt­ina.

Við nán­ari eft­ir­grennslan komst ég að því að það var Félag sjálf­stæð­is­manna í Graf­ar­vogi sem hélt hunda­dag­inn svona hátíð­leg­an. Í við­burði á Face­book voru þátt­tak­endur minntir á að vera með hunda sína í taumi og mæta í góðum skóm því halda átti í fjög­urra kíló­metra göngu, en henni stýrði eng­inn annar en utan­rík­is­ráð­herra Íslands, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son.

Og allt í einu fannst mér erfitt að lesa ekki eitt­hvað meira í hunda­dag­inn í Graf­ar­vogi, þessa góðu skó, þessa tauma.

*

Því hunda­dagar eru víða. Það eru hunda­dagar í Hörpu þessa vik­una. Það sást glögg­lega á blaða­manna­fundi Guð­laugs Þórs með utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Ant­ony Blin­ken. Fyrir utan tón­leika­húsið kom fólk saman til að mót­mæla hinu lang­dregna þjóð­ar­morði Ísra­els­manna á Palest­ínu­mönn­um. En Blin­ken var að mér sýnd­ist á góðum skóm og hund­ur­inn í góðum taumi á meðan hann tal­aði sig lip­ur­lega frá óþægi­legum spurn­ingum blaða­manna og leyfði loks Guð­laugi Þór að lýsa því yfir að Banda­ríkin væru leið­togi hins frjálsa heims.

Auglýsing

Og það eru allir á góðum skóm í utan­rík­is­nefnd þar sem Vinstri græn treysta sér ekki til að taka undir hvatn­ingu til utan­rík­is­ráð­herra Norð­ur­landa um að beita sér fyrir taf­ar­lausu vopna­hléi á svæðum Ísra­els og Palest­ínu­manna. Munum að hafa hundana í taumi og höldum fast í þann taum. Kannski er afstöðu­leysi Vinstri grænna hluti af flók­inni póli­tískri mála­miðlun við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, skref númer þrjá­tíuog­þrjú í leið­inni að algjöru plast­poka­banni. En eru það góð skipti? Í hvaða akur viljum við sá?

Í það minnsta eru allir á góðum skóm og utan­rík­is­ráð­herra hefur áhyggjur af ástandi mála í Ísr­ael og Gaza og hvetur báða aðila deil­unnar til að sýna hóf­semi. Þetta eru skila­boðin sem Ísland sendir umheim­in­um. Afstaða sem er svo volg að hún er bein­línis köld. Þegar þetta er skrifað hafa Ísra­els­menn drepið meira en 220 Palest­ínu­menn. Á meðan hafa tólf fallið í Ísr­a­el.

*

Þótt ég hafi fyr­ir­fram ekki verið spenntur fyrir stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks skal ég játa að mig grun­aði ekki hvað var í vænd­um; svo oft hefur stefna rík­is­stjórn­ar­innar í mann­úð­ar- og mann­rétt­inda­málum verið í stjarn­fræði­legri fjar­lægð frá hljóm­fag­urri flokks­stefnu Vinstri grænna. En þegar for­maður flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar getur ekki einu sinni tekið skýra og afdrátt­ar­lausa afstöðu með palest­ínsku þjóð­inni þegar fimm­tíu skólar hafa verið sprengdir í loft upp, þegar 60 börn hafa verið myrt, þegar maður les fréttir um að íslensk stjórn­völd hafi valið sér þessa viku til að vísa níu palest­ínskum flótta­mönnum á göt­una, þá fall­ast manni hend­ur. Þá verður maður dap­ur.

*

Það eru hunda­dag­ar, ég vissi það ekki þá en ég veit það núna: Það eru og verða eflaust áfram hunda­dag­ar. Sjálf­stæð­is­menn hafa enda alltaf verið miklir hunda­menn og hér í lokin liggur bein­ast við að nefna til sög­unnar sjálf­stæð­asta mann­inn í land­inu, nefni­lega Bjart í Sum­ar­hús­um. Þótt hann hafi sáð í akur óvinar síns allt sitt líf þá átti hann marga ágæta hunda og hann unni sínum hundum og í þess­ari ágætu bók Nóbels­skálds­ins erum við einmitt minnt á að hvernig „sem alt velt­ist eiga menn þó að minsta kosti minnín­g­arnar um hunda sína, þær getur ein­ginn tekið frá okk­ur“.

Ég skrifa þetta á fal­legu mið­viku­dags­kvöldi. Það hefur rignt. Allt grænk­ar. Birtan er mjúk og dul­ar­full. Börnin mín eru sof­andi. Svart­þrasta­söngur en svo algjör kyrrð. Kvöld sem kennir manni að lífið er ótrú­leg gjöf.

Samt er ekki annað hægt en að vera dap­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar