Helför – Þjóðarmorð

Hallgrímur Hróðmarsson spyr hvort ekki sé kominn tími til að þjóðir heimsins leysi rembihnútinn sem þær áttu stærstan þátt í að hnýta.

Auglýsing

Ég hef áður skrifað um ástandið fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Þar viðr­aði ég þann kjána­lega draum minn að Ísr­ael og Palest­ína yrðu eitt ríki. Menn hafa skipt sér í tvær fylk­ingar – þeir sem telja að Ísr­ael eigi rétt til að vera sjálf­stætt ríki á grund­velli löngu lið­innar sögu og svo þeir sem horfa til þess hvernig Ísra­els­menn með bola­brögðum ráku Palest­ínu­menn af landi sínu, brenndu híbýli þeirra og drápu þá sem reyndu að sporna í móti.

Í dag er mikið talað um hryðju­verka­menn. En fáir muna fram­ferði Ísra­els­manna eftir stofnun Ísra­els­rík­is. Hryðju­verka­mönnum þeirra var hampað um heim allan og for­sprakk­arnir voru nán­ast teknir í guða­tölu – og þeim var síðan falin stjórn þessa „nýja“ rík­is.

Reynum að setja okkur í spor Palest­ínu­manna

Það er ekki auð­velt. Við höfum ekki sam­bæri­legt, nálægt dæmi um stofnun ríkis sem byggir á fornri sögu. En nú vil ég búa til dæmi sem mætti tengja við Ísland. Mörgum finnst örugg­lega að þetta dæmi sé út í hött en það er hollt að sem flestir ígrundi hvað hefði gerst ef menn hefðu fyrir nokkrum ára­tugum grafið upp gamlar sagnir og reynt að færa ástandið á Íslandi í fyrra horf. Við eigum að reyna að setja okkur í spor Palest­ínu­þjóð­ar­innar

Auglýsing

Pap­ar voru sam­kvæmt íslenskum sagna­rit­ur­um, írskir ein­setu­menn eða munkar sem sett­ust að í eyjum og útskerjum Atl­ants­hafs­ins og á Ís­land­i áður en landið byggð­ist af nor­rænum mönn­um. Fræg­asta heim­ild um veru þeirra á Íslandi er Ís­lend­inga­bók Ara Fróða Þor­gils­son­ar. En þar seg­ir:

Í þann tíð var Ísland viði vaxit á milli fjalls ok fjöru. Þá váru hér menn kristn­ir, þeir er Norð­menn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, ok létu eftir bækr írskar ok bjöllur ok bagla. Af því mátti skilja, at þeir váru menn írsk­ir.

Það er fátt við að styðj­ast nema sann­leiks­gildi Íslend­inga­bókar um veru Papa á Íslandi. Nokkur örnefni, einkum suð­aust­an­lands, tengj­ast Pöp­um, til dæm­is­ Pa­pey, Papós og Pap­býli. Stein­ristur í hellum á Suð­ur­landi og í Vest­manna­eyjum eru taldar vera frá Pöp­um, en fyrir því eru engar sann­anir (Heim­ild Wikipedi­a).

Írar her­nema Ísland

Hvað er mað­ur­inn að rugla? Ekki væri Írum trú­andi til að reyna að eigna sér Ísland á grund­velli gam­alla sagna. En Papar voru jú fyrstu land­náms­menn­irn­ir. Eiga Írar þá ekki kröfu sam­kvæmt sögn­unum á því að eigna sér land­ið? Eru þessar sagnir kannski ekki eins helgar og göf­ugar líkt og sög­urnar um gyð­ing­ana fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs?

Margir hugsa sem svo: Írar myndu aldrei láta sér detta í hug að herja á Íslend­inga með hryðju­verk­um; brjóta niður og brenna hús okkar og drepa þá sem reyndu að sporna í móti. Að sjálf­sögðu myndu þeir ekki gera þetta – við þekkjum þá af góðu einu. En við ættum í fullri alvöru að hug­leiða þennan mögu­leika í því skyni að reyna að skilja hvernig farið hefur verið með Palest­ínu­búa.

Tíma­vélin sem bræddi úr sér

Í vís­inda­skáld­sögum er oft gripið til tíma­véla svo ein­hverjir aðilar geti skroppið til for­tíð­ar­innar og komið í veg fyrir hræði­lega hluti í nútíð og fram­tíð. Stofnun Ísra­els­ríkis er skýrt dæmi um tíma­vél sem bræddi úr sér. Í stað þess að skapa rétt­læti upp­skáru menn algjöran glund­roða og hörm­ung­ar.

Hvað rétt­lætir það að ein þjóð í heim­inum á allt í einu að fá yfir­ráð yfir landi sem hún réði fyr­ir, mörg hund­ruð árum fyrr? Hvað með allar hinar þjóð­irnar sem hnepptar hafa verið í ánauð eða reknar burt af landi sínu; að öðrum kosti drepnar - útrýmt. Allir sjá að við getum engan vegin flúið aftur í tím­anum til að rétta hlut ein­stak­linga og þjóða í dag. Úr því verður ekk­ert annað en algjör hryll­ing­ur.

Gyð­ing­arnir máttu þola hryll­ing í Hel­för­inni en margir hafa bent á að Evr­ópu­þjóð­irnar voru hallar undir stofnun Ísra­els­ríkis vegna sam­visku­bits, þar sem þær komu gyð­ingum ekki til hjálpar þegar mest á reyndi.

Í dag eru margir farnir að kalla hlut­ina réttum nöfn­um. Þjóðir heims­ins hafa horft upp á þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönnum allt frá stofnun Ísra­els­rík­is. Þjóðir heims­ins hafa horft upp á Hel­för þeirra.

Flótta­menn og land­töku­byggðir

Meiri­hluti Palest­ínu­manna – millj­ónir – hafa þurft að flýja burt af landi sínu til nágranna­land­anna. Við horfum van­máttug á stærstu flótta­manna­búðir heims­ins í nágranna­ríkjum Ísra­els. Þar ríkir eymd og vol­æði. Börnin og ungt fólk hafa ekki kynnst öðru lífi en líf­inu innan búð­anna – ef líf skyldi kalla. Þeir gyð­ingar sem sem gátu flúið hörm­ungar Helfar­ar­innar þurftu ekki að setj­ast að í flótta­manna­búðum – þeir fengu skjól­góð híbýli með sal­erni og sturtu.

Ísra­els­menn hafa nú um ára­tuga­skeið byggt hús – stór og smá – ólög­lega – á hernumdum svæðum og enn drepa þeir karla, konur og börn sem í mátt­leysi sínu reyna að sýna heim­inum hve líf þeirra er lít­ils virði í augum herra­þjóð­ar­inn­ar.

Lær­dómur af hel­för­inni?

„Lærðu gyð­ingar ekk­ert af Hel­för­inn­i,“ spyrja marg­ir. Ég vil fyrst spyrja: „Lærðu þjóðir heims­ins ekk­ert af Hel­för­inn­i?“ Hvernig er það mögu­legt að fjöl­margar þjóðir leggja blessun sína yfir þjóð­ar­morð fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og mik­inn fjölda flótta­manna frá Palest­ínu í kjöl­far­ið?

Það er sorg­legt að gyð­ingar virð­ast ekki hafa lært annað af Hel­för­inni en það að þeim sé leyfi­legt að koma fram við Palest­ínu­menn eins og komið var fram við gyð­inga í seinni heims­styrj­öld­inni.

Er til raun­hæf lausn?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að stoppa þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönn­um?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að skila hernumdu svæð­unum frá sex daga stríð­inu?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að afhenda Palest­ínu­mönnum húsin sem byggð hafa verið á land­töku­svæð­unum – þeim svæðum sem sam­kvæmt alþjóða­lögum var ólög­legt að byggja?

Maður gæti jafn­vel látið sig dreyma um að þar gætu land­flótta Palest­ínu­menn og ein­hver hluti Ísra­els­manna skapað mann­úð­legt sam­fé­lag. En að sjálf­sögðu eru það hreinir draum­órar af því að það eru einmitt ofstopa­fyllstu og hat­urs­fyllstu gyð­ing­arnir sem sest hafa að í þessum byggð­um. Og hat­rið er líka til staðar hjá Palest­ínu­mönn­um.

Stöðvum þjóð­ar­morðið og hel­för­ina

Í dag stöndum við ráð­þrota gagn­vart því að Net­hanja­hu, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, rís keikur upp úr leðju­beði sínu. Eng­inn talar lengur um spill­ing­una sem grass­erað hefur í kringum hann. Nú er hann hylltur af löndum sínum og fjöl­mörgum ráða­mönnum heims­ins sem hers­höfð­ing­inn er enn einu sinni drepur sak­laust fátækt fólk – karla, konur og börn.

Í dag stöndum við ráð­þrota gagn­vart því að hann getur þakkað ráða­mönnum Banda­ríkj­anna og margra fjöl­margra ann­arra landa fyrir það að sitja aðgerð­ar­lausir hjá og horfa á eldana.

Og íslenski for­sæt­is­ráð­herr­ann og íslenski utan­rík­is­ráð­herr­ann „hafa áhyggj­ur“ af ástand­inu og hvetja til vopna­hlés. Þeir leggja að jöfnu athafnir Hamas og athafnir nauð­gar­anna – þegar þeir fyrr­nefndu veita nauðgur­unum léttan löðr­ung. Jú, að sjálf­sögðu eiga báðir sömu sök á á þessum hryll­ingi – ekki satt?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins leysi rembihnút­inn sem þær áttu stærstan þátt í að hnýta?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins stöðvi þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönn­um?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins opni augun fyrir Hel­för Palest­ínu­manna?

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar