Helför – Þjóðarmorð

Hallgrímur Hróðmarsson spyr hvort ekki sé kominn tími til að þjóðir heimsins leysi rembihnútinn sem þær áttu stærstan þátt í að hnýta.

Auglýsing

Ég hef áður skrifað um ástandið fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Þar viðr­aði ég þann kjána­lega draum minn að Ísr­ael og Palest­ína yrðu eitt ríki. Menn hafa skipt sér í tvær fylk­ingar – þeir sem telja að Ísr­ael eigi rétt til að vera sjálf­stætt ríki á grund­velli löngu lið­innar sögu og svo þeir sem horfa til þess hvernig Ísra­els­menn með bola­brögðum ráku Palest­ínu­menn af landi sínu, brenndu híbýli þeirra og drápu þá sem reyndu að sporna í móti.

Í dag er mikið talað um hryðju­verka­menn. En fáir muna fram­ferði Ísra­els­manna eftir stofnun Ísra­els­rík­is. Hryðju­verka­mönnum þeirra var hampað um heim allan og for­sprakk­arnir voru nán­ast teknir í guða­tölu – og þeim var síðan falin stjórn þessa „nýja“ rík­is.

Reynum að setja okkur í spor Palest­ínu­manna

Það er ekki auð­velt. Við höfum ekki sam­bæri­legt, nálægt dæmi um stofnun ríkis sem byggir á fornri sögu. En nú vil ég búa til dæmi sem mætti tengja við Ísland. Mörgum finnst örugg­lega að þetta dæmi sé út í hött en það er hollt að sem flestir ígrundi hvað hefði gerst ef menn hefðu fyrir nokkrum ára­tugum grafið upp gamlar sagnir og reynt að færa ástandið á Íslandi í fyrra horf. Við eigum að reyna að setja okkur í spor Palest­ínu­þjóð­ar­innar

Auglýsing

Pap­ar voru sam­kvæmt íslenskum sagna­rit­ur­um, írskir ein­setu­menn eða munkar sem sett­ust að í eyjum og útskerjum Atl­ants­hafs­ins og á Ís­land­i áður en landið byggð­ist af nor­rænum mönn­um. Fræg­asta heim­ild um veru þeirra á Íslandi er Ís­lend­inga­bók Ara Fróða Þor­gils­son­ar. En þar seg­ir:

Í þann tíð var Ísland viði vaxit á milli fjalls ok fjöru. Þá váru hér menn kristn­ir, þeir er Norð­menn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, ok létu eftir bækr írskar ok bjöllur ok bagla. Af því mátti skilja, at þeir váru menn írsk­ir.

Það er fátt við að styðj­ast nema sann­leiks­gildi Íslend­inga­bókar um veru Papa á Íslandi. Nokkur örnefni, einkum suð­aust­an­lands, tengj­ast Pöp­um, til dæm­is­ Pa­pey, Papós og Pap­býli. Stein­ristur í hellum á Suð­ur­landi og í Vest­manna­eyjum eru taldar vera frá Pöp­um, en fyrir því eru engar sann­anir (Heim­ild Wikipedi­a).

Írar her­nema Ísland

Hvað er mað­ur­inn að rugla? Ekki væri Írum trú­andi til að reyna að eigna sér Ísland á grund­velli gam­alla sagna. En Papar voru jú fyrstu land­náms­menn­irn­ir. Eiga Írar þá ekki kröfu sam­kvæmt sögn­unum á því að eigna sér land­ið? Eru þessar sagnir kannski ekki eins helgar og göf­ugar líkt og sög­urnar um gyð­ing­ana fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs?

Margir hugsa sem svo: Írar myndu aldrei láta sér detta í hug að herja á Íslend­inga með hryðju­verk­um; brjóta niður og brenna hús okkar og drepa þá sem reyndu að sporna í móti. Að sjálf­sögðu myndu þeir ekki gera þetta – við þekkjum þá af góðu einu. En við ættum í fullri alvöru að hug­leiða þennan mögu­leika í því skyni að reyna að skilja hvernig farið hefur verið með Palest­ínu­búa.

Tíma­vélin sem bræddi úr sér

Í vís­inda­skáld­sögum er oft gripið til tíma­véla svo ein­hverjir aðilar geti skroppið til for­tíð­ar­innar og komið í veg fyrir hræði­lega hluti í nútíð og fram­tíð. Stofnun Ísra­els­ríkis er skýrt dæmi um tíma­vél sem bræddi úr sér. Í stað þess að skapa rétt­læti upp­skáru menn algjöran glund­roða og hörm­ung­ar.

Hvað rétt­lætir það að ein þjóð í heim­inum á allt í einu að fá yfir­ráð yfir landi sem hún réði fyr­ir, mörg hund­ruð árum fyrr? Hvað með allar hinar þjóð­irnar sem hnepptar hafa verið í ánauð eða reknar burt af landi sínu; að öðrum kosti drepnar - útrýmt. Allir sjá að við getum engan vegin flúið aftur í tím­anum til að rétta hlut ein­stak­linga og þjóða í dag. Úr því verður ekk­ert annað en algjör hryll­ing­ur.

Gyð­ing­arnir máttu þola hryll­ing í Hel­för­inni en margir hafa bent á að Evr­ópu­þjóð­irnar voru hallar undir stofnun Ísra­els­ríkis vegna sam­visku­bits, þar sem þær komu gyð­ingum ekki til hjálpar þegar mest á reyndi.

Í dag eru margir farnir að kalla hlut­ina réttum nöfn­um. Þjóðir heims­ins hafa horft upp á þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönnum allt frá stofnun Ísra­els­rík­is. Þjóðir heims­ins hafa horft upp á Hel­för þeirra.

Flótta­menn og land­töku­byggðir

Meiri­hluti Palest­ínu­manna – millj­ónir – hafa þurft að flýja burt af landi sínu til nágranna­land­anna. Við horfum van­máttug á stærstu flótta­manna­búðir heims­ins í nágranna­ríkjum Ísra­els. Þar ríkir eymd og vol­æði. Börnin og ungt fólk hafa ekki kynnst öðru lífi en líf­inu innan búð­anna – ef líf skyldi kalla. Þeir gyð­ingar sem sem gátu flúið hörm­ungar Helfar­ar­innar þurftu ekki að setj­ast að í flótta­manna­búðum – þeir fengu skjól­góð híbýli með sal­erni og sturtu.

Ísra­els­menn hafa nú um ára­tuga­skeið byggt hús – stór og smá – ólög­lega – á hernumdum svæðum og enn drepa þeir karla, konur og börn sem í mátt­leysi sínu reyna að sýna heim­inum hve líf þeirra er lít­ils virði í augum herra­þjóð­ar­inn­ar.

Lær­dómur af hel­för­inni?

„Lærðu gyð­ingar ekk­ert af Hel­för­inn­i,“ spyrja marg­ir. Ég vil fyrst spyrja: „Lærðu þjóðir heims­ins ekk­ert af Hel­för­inn­i?“ Hvernig er það mögu­legt að fjöl­margar þjóðir leggja blessun sína yfir þjóð­ar­morð fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og mik­inn fjölda flótta­manna frá Palest­ínu í kjöl­far­ið?

Það er sorg­legt að gyð­ingar virð­ast ekki hafa lært annað af Hel­för­inni en það að þeim sé leyfi­legt að koma fram við Palest­ínu­menn eins og komið var fram við gyð­inga í seinni heims­styrj­öld­inni.

Er til raun­hæf lausn?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að stoppa þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönn­um?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að skila hernumdu svæð­unum frá sex daga stríð­inu?

Af hverju eru Ísra­els­menn ekki þving­aðir til að afhenda Palest­ínu­mönnum húsin sem byggð hafa verið á land­töku­svæð­unum – þeim svæðum sem sam­kvæmt alþjóða­lögum var ólög­legt að byggja?

Maður gæti jafn­vel látið sig dreyma um að þar gætu land­flótta Palest­ínu­menn og ein­hver hluti Ísra­els­manna skapað mann­úð­legt sam­fé­lag. En að sjálf­sögðu eru það hreinir draum­órar af því að það eru einmitt ofstopa­fyllstu og hat­urs­fyllstu gyð­ing­arnir sem sest hafa að í þessum byggð­um. Og hat­rið er líka til staðar hjá Palest­ínu­mönn­um.

Stöðvum þjóð­ar­morðið og hel­för­ina

Í dag stöndum við ráð­þrota gagn­vart því að Net­hanja­hu, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, rís keikur upp úr leðju­beði sínu. Eng­inn talar lengur um spill­ing­una sem grass­erað hefur í kringum hann. Nú er hann hylltur af löndum sínum og fjöl­mörgum ráða­mönnum heims­ins sem hers­höfð­ing­inn er enn einu sinni drepur sak­laust fátækt fólk – karla, konur og börn.

Í dag stöndum við ráð­þrota gagn­vart því að hann getur þakkað ráða­mönnum Banda­ríkj­anna og margra fjöl­margra ann­arra landa fyrir það að sitja aðgerð­ar­lausir hjá og horfa á eldana.

Og íslenski for­sæt­is­ráð­herr­ann og íslenski utan­rík­is­ráð­herr­ann „hafa áhyggj­ur“ af ástand­inu og hvetja til vopna­hlés. Þeir leggja að jöfnu athafnir Hamas og athafnir nauð­gar­anna – þegar þeir fyrr­nefndu veita nauðgur­unum léttan löðr­ung. Jú, að sjálf­sögðu eiga báðir sömu sök á á þessum hryll­ingi – ekki satt?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins leysi rembihnút­inn sem þær áttu stærstan þátt í að hnýta?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins stöðvi þjóð­ar­morð á Palest­ínu­mönn­um?

Er ekki kom­inn tími til að þjóðir heims­ins opni augun fyrir Hel­för Palest­ínu­manna?

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar