Klámiðnaðurinn, frelsi og feðraveldi

Margrét Pétursdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir segja sig knúnar til að bregðast við þeim hugmyndum og tillögum sem Helgi Hrafn Pírata hefur sett fram um „On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar“.

hjarta hendur klám.jpg
Auglýsing

Til­efni skrifa und­ir­rit­aðra er grein þing­manns Pírata, Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, sem birt­ist á Vísi.is 11. maí síð­ast­lið­inn og á vef­síðu Pírata þann 12. maí, „OnlyFans, klám og óskyn­sam­legar refs­ingar”. Sem áhuga­konur um kven­frelsi og kven­frelsun finnum við okkur knúnar til að bregð­ast við þeim hug­myndum og til­lögum sem Helgi Hrafn setur fram í fyrr­nefndri grein.

Í grein­inni segir þing­mað­ur­inn: „Klám­bannið í almennum hegn­ing­ar­lögum er vont ákvæði, og við eigum að fjar­lægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kyn­lífs­iðn­að­inn eða áhrif kláms á sam­fé­lag­ið.“ Einnig heldur hann því fram að aðstæður í klám­fram­leiðslu og kyn­lífs­iðn­aði séu „mis­jafn­ar“ og „fjöl­breytt­ar,“ rétt „eins og kyn­ferð­is­leg sam­bönd almennt“. Jafn­framt segir hann að klám og kyn­lífs­vinna séu „kyn­hegð­un“ og þess vegna „fjöl­breytt og per­sónu­leg“. Hann heldur því að lokum fram að bann við fram­leiðslu kláms á Íslandi sé „skil­getið afkvæmi feðra­veld­is­ins“.Fá kerfi eru jafn gegn­sýrð af kven­hatri og klám- og kyn­lífs­iðn­að­ur­inn. Fyrir okkur eru þetta aug­ljós sann­indi. Öll með inter­net-teng­ingu og færni til að gúgla geta sann­reynt þetta á innan við mín­útu. En þrátt fyrir það þurfa konur að þola stöðugan áróður um að klám sé sjálf­sagt og að and­staða við það sé aðeins til marks um tepru­skap eða jafn­vel þjónkun við feðra­veld­ið. Klám­fram­leið­endur not­ast við vel fjár­magn­aðar áróð­ursmask­ínur til að troða þessum sjón­ar­miðum upp á kon­ur; „Ef þú ert á móti klámi áttu við vanda­mál að stríða“. Ömur­legri gas­lýs­ingu er varla hægt að hugsa sér.

Auglýsing

Konur eru ekki virtar álits

Ástæða þess að klám er orðið hvers­dag­legur hluti til­veru okkar er ekki sú að konur vilji, eða hafi sam­þykkt að búa í klám­væddu sam­fé­lagi, eða að konur sjái ekk­ert athuga­vert við það grófa, kyn­bundna ofbeldi sem birt­ist í klámi. Nei, ástæðan er sú að gagn­vart ægi­valdi kap­ít­al­ísks feðra­veldis sem hefur vöru­vætt pík­ur, rassa, munna og brjóst kvenna hafa konur sem hópur und­ir­setta stöðu; „rétt­ur“ karla til að hafa óheftan aðgang að klámi og „rétt­ur“ karla á því að það sé fram­leitt er ein­fald­lega mik­il­væg­ari en réttur kvenna til að lifa í sam­fé­lagi sem sam­þykkir ekki klám­iðn­að­inn og kyn­ferð­is­legt ofbeldi.

Sú með­ferð sem konur í klámi verða fyrir til að karlar upp­lifi kyn­ferð­is­lega full­nægju eru til marks um hversu alvar­leg og raun­veru­leg þessi und­ir­setta staða er. Í dag er meg­in­straum­s-klám fullt af ofbeldi. Það fólk sem hefur unnið með afleið­ingar kláms hjá þolendum nauð­gana og heim­il­is­of­beld­is, veit að klám er ekki aðeins eyði­legg­ing­ar­afl í lífi þeirra kvenna sem starfa í klám­iðn­að­in­um, heldur sam­fé­lags­legt eitur sem hefur gríð­ar­leg áhrif á líf fjöl­margra kvenna sem „völdu“ aldrei að hleypa klámi inn í líf sitt, en þurftu engu að síður að þola afleið­ingar klám­væð­ing­ar­inn­ar.

Margrét Pétursdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir

Klám­væð­ingin er and-­bylt­ing gegn kven­rétt­indum

Klám­væð­ingin er and-­bylt­ing, við­bragð við sífellt háværi kröfum kvenna um jafn­rétti og sjálf­ræði.

Til að ná aftur stjórn hefur feðra­veldið fram­kvæmt sam­fé­lags­lega end­urstill­ingu með því að búa til kerfi þar sem konur sem hópur eru und­ir­settar með aug­ljósum og ofbeld­is­fullum hætti. Þetta kerfi er klám­iðn­aður nútím­ans. Þau gildi sem þar eru til grund­vallar hafa gríð­ar­leg áhrif á líf kvenna. Að afneita því er að gaslýsa konur og upp­lif­anir þeirra; þeirra sýn á eigið líf, eigin lík­ama, eigin mann­rétt­indi.

Klám sam­tím­ans með sínu gengd­ar­lausa ofbeldi og kven­hatri gerir stöðu kvenna sem þolenda kerf­is­bund­ins kyn­bund­ins ofbeldis sýni­lega og skýra; þeim er riðið hvernig sem mönnum dettur í hug, þær eru svo lít­ils virði að það þarf ekki einu sinni að láta sem þær hafi til­finn­ing­ar, upp­lifi sárs­auka. Í klám­iðn­að­inum hefur hefð­bundið stig­veldi karla­veld­is­ins verið stofn­ana­vætt með við­bjóðs­legum hætti með því að blanda saman kyn­bundnu ofbeldi og kap­ít­al­isma, því tvennu sem inni­heldur algjört virð­ing­ar­leysi fyrir rétti fólks til sjálfs­virð­ingar og sjálfsum­hyggju.

Innan klám­iðn­að­ar­-­kerf­is­ins ríkir við­var­andi ástand kvenna­kúg­un­ar. Ógn um kyn­bundið ofbeldi er end­ur­fram­leidd við­stöðu­laust; karlar sem hópur telja sig hafa upp­skorið frelsi til að upp­lifa kyn­ferð­is­lega útrás á kostnað kvenna sem hóps. En þeir eru líka fórn­ar­lömb kerfis ofbeldis og kúg­unn­ar; klám­iðn­að­ur­inn dregur úr færni þeirra til að upp­lifa sam­hygð með konum og með því að neita að við­ur­kenna mis­notk­un­ina sem konur í klámi verða fyrir lít­il­lækka þeir sjálfa sig sem mann­eskj­ur.

Lík­am­legt ofbeldi sem konur eru beittar í „hvers­dags­legu“ meg­in­straums inter­net-klámi er meðal ann­ars eft­ir­far­andi: Konu er ýtt eða henni hrint, hún er klip­in, rifið er í hár henn­ar, hún er flengd, hún er slegin utan­und­ir, hún verður fyrir „gagg­ing“ (typpi er stungið upp í munn hennar svo að hún á erfitt með að anda) og tekið er um háls hennar og þrengt að. Mörg typpi í öll göt er nýja teng­ing karl­mennsk­unnar í klám­inu. „Við strák­arnir saman að nauðga.“

Í klámi birt­ist sú mynd að „kyn­ferð­is­leg sam­skipti“ við konur gangi bók­staf­lega út á yfir­gengi­lega nið­ur­læg­ingu. „Kyn­hegð­un­in“ og með­ferðin sem konur verða fyrir í klámi er ekki sjá­an­leg nokk­urs­staðar ann­ars­staðar í fjölda­fram­leiddu efni. Það er stað­reynd sem ekki er hægt að neita.

Hvað er femín­is­mi?

Femínísk bar­átta snýst ekki um sam­tal á for­sendum karla um ein­stak­lings­val. Femínísk bar­átta snýst um kven­frels­un; undan ofríki og kúg­un, undan ofbeldi og ógn, og fyrir afnámi stig­velda, fyrir sam­fé­lagi þar sem „rétt­ur“ karla til að fá kyn­ferð­is­lega útrás er ekki mik­il­væg­ari en réttur kvenna til lífs án nið­ur­læg­ing­ar.

Sú mynd sem klám­iðn­að­ur­inn dregur upp af kon­um, að þær annað hvort sýni engin við­brögð við þeirri með­ferð sem þær verða fyrir eða njóti þess að verða fyrir grófum lík­am­legum árásum hefur raun­veru­legar afleið­ing­ar. Hún kennir að karlar mega sýna hömlu­lausa árás­ar­girni án þess að það hafi afleið­ingar aðrar en kyn­ferði­lega umbun, og að konur séu hinn full­komni þol­andi sem þegir eða þakkar fyrir ofbeld­ið.

Að ætla sér að láta sam­tal um klám­iðn­að­inn snú­ast fyrst og fremst um „per­sónu­legt frelsi ein­stak­linga“ eða fjöl­breyti­leika kyn­ferð­is­lang­ana og kyntján­ingar er skað­legt og breiðir yfir og afneitar kerf­is­lægu kven­hatri iðn­að­ar­ins. Mann­eskja sem vill láta taka sig alvar­lega getur ekki látið eins og normalís­er­ing á þessu ógeði hafi ekki alvar­legar sam­fé­lags­legar afleið­ingar fyrir konur sem hóp.

Klám­iðn­að­ur­inn er ger­andi kyn­bund­ins ofbeldis á heims­vísu

Klám­iðn­að­ur­inn í sínum óhefta og grimmi­lega kap­ít­al­isma hefur engan áhuga á eða áhyggjur af vel­ferð kvenna sem hóps. Ekki frekar en olíu­-­iðn­að­ur­inn hefur áhyggjur af bráðnun jökla. Klám­fram­leið­endur hafa aðeins áhuga á einu; að græða.

Með­virknin með klám­iðn­að­inum er æðis­gengn­asta birt­ing­ar­mynd himpathy (samúð með körlum, frekar en sam­staða með þolendum karla) sem hægt er að hugsa sér; réttur karla til kláms er svo mik­ill að við eigum að loka augum og eyrum fyrir öllum stað­reynd­um, öllum þeim frá­sögnum af við­bjóði og öllum þeim sönn­un­ar­gögn­unum um nið­ur­læg­ingu, ofbeldi og níð­ings­skap gagn­vart konum (og börn­um) sem hægt er að finna í millj­ón­a­tali með því einu að leita á inter­net­inu í skamma stund.

Með yfir­borðs­kenndum mál­flutn­ingi sínum ger­ist Helgi Hrafn sekur um að breiða yfir hinn óend­an­lega mikla skaða sem klám­iðn­að­ur­inn skapar í lífi kvenna á öllum aldri. Það má vera að með yfir­lýs­ingu sinnin vilji hann sýna sam­stöðu með fólki sem til­heyrir jað­ar­settum hópum en það glanna­lega orða­lag sem hann not­ast við er ekki boð­legt þegar við skoðum hvaða áhrif algjört frelsi til að fram­leiða klám á Íslandi myndi hafa. Klám­iðn­að­ur­inn er sadískt skrímsli og að valda­karl skuli leyfa sér að bjóða það skrímsli vel­komið í líf kvenna á Íslandi undir flaggi femín­ism­ans er óásætt­an­legt að öllu leiti.

Mikil umræða á sér stað í íslensku sam­fé­lagi um „marka­leysi“ karla gagn­vart kon­um. Við kon­ur, sem nú erum staddar í ann­ari bylgju #metoo, lesum og heyrum á hverjum degi frá­sagnir kyn­systra okkar um allt frá ömur­legum yfir­gangi til skelfi­legs ofbeld­is. Við upp­lifum þau áföll sem við höfum sjálfar orðið fyrir á ný. Suma daga eins og við séum að drukkna í sorg og reiði, okkar eigin og ann­ara, að drukkna í for­arpytti feðra­veld­is­ins. Dettur ein­hverjum manni í hug að hægt sé að krefja okk­ur, staddar í miðju sárs­auka­fullu upp­gjöri okkar við kerf­is­læga kvenna­kúg­un, um að líta fram hjá því að á fáum stöðum birt­ist algjört hömlu­leysi í mann­legum sam­skiptum með eins við­bjóðs­legum hætti og í klámi?

Klám­iðn­að­ur­inn er byggður á nið­ur­læg­ingu og ofbeldi á kon­um. Hann er ger­andi kyn­bund­ins ofbeldis á heims­vísu. Það, ásamt gróða­sjón­ar­mið­inu, er grund­völlur til­vistar hans. Fyrir okkur er ekk­ert er aug­ljós­ara.

Frjáls fram­leiðsla kláms gerir Ísland að verri og hættu­legri stað fyrir konur

Við fögnum þeim árangri sem femínistar hafa náð í sinni miklu og erf­iðu bar­áttu fyrir því að lifa frjálsar undan lög­málum feðra­veld­is­ins. Við erum þakk­látar þeim konum sem hafa hug­rekki til að stíga fram og segja körlum að kúg­un­ar-­staða þeirra í stig­veld­inu sé ekki nátt­úru­lög­mál. Við styðj­umst við bar­áttu þess­ara kvenna og segj­um: Klám er ekki „kyn­ferð­is­leg tján­ing“ heldur ein af und­ir­stöðum kvenna­kúg­un­ar. Við sam­þykkjum ekki að afnám banns við fram­leiðslu á klámi sé femín­ismi. Stað­reyndin er sú að fyrir margar konur er klám stór þáttur í því ofbeldi sem þær hafa þolað og þeirri nið­ur­læg­ingu sem þær hafa orðið fyr­ir, til dæmis þær konur sem karlar hafa neitt til að horfa á klám eða fram­kvæma klám­-­at­hafnir sem þeir hafa talið sig eiga heimt­ingu á að fá að upp­lifa.

Draumur Helga Hrafns um frelsi til að fram­leiða klám gerir Ísland að verri og hættu­legri stað fyrir kon­ur. Það munum við aldrei sam­þykkja.

Við trúum á rétt kvenna til að lifa frjálsar undan ofbeldi. Við við­ur­kennum ekki að kven­lík­am­inn sé aðeins varn­ingur sem gangi kaupum og söl­um, til að nota og mis­nota.

Bar­átta kvenna gegn algjörum yfir­ráðum klám­iðn­að­ar­ins er mann­rétt­inda­bar­átta. Hún er bar­átta gegn and­legu og lík­am­legu ofbeldi. Hún er bar­átta gegn kyn­bundnu ofbeldi. Við erum femínískar konur og við ætlum að taka þátt í henni.

Höf­undar eru bar­áttu­konur fyrir kven­frelsun og kven­frelsi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar