Alls 45 vilja verða tíundi starfsmaðurinn í samskiptateymi Reykjavíkurborgar

Á meðal þeirra sem vilja stýra samskiptateymi á vegum Reykjavíkurborgar eru fyrrverandi stjórnendur ýmissa fjölmiðla. Launakostnaður við þá upplýsingafulltrúa sem þegar starfa hjá borginni er yfir 100 milljónir á ári.

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla, er á meðal umsækjenda um starfið.
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla, er á meðal umsækjenda um starfið.
Auglýsing

Alls sóttu 45 um að stýra sam­skiptateymi á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar. Á meðal umsækj­enda eru Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðal­rit­stjóri 365 miðla og Frétta­blaðs­ins, Hrund Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2, Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri DV, Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­maður á RÚV og Sig­ríður Björk Tóm­as­dótt­ir, almanna­teng­ill Kópa­vogs­bæj­ar. 

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber að fyrir séu upp­­lýs­inga­­full­­trúar í níu stöð­u­­gildum hjá Reykja­vík­­­ur­­borg en þar af er einn í 80 pró­­sent starfs­hlut­­fall­i. 

Í svar­i borg­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði að sex hafi verið í upp­­lýs­inga­­deild/­­sam­­skiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og  tveir hjá umhverf­is- og skipu­lags­sviði, þar af annar í 80 pró­­sent starfi. Þá hafi einn nýlega ráð­inn í 100 pró­­sent starf hjá vel­­ferð­­ar­sviði.

Árlegur launa­­kostn­aður við þessi níu stöð­u­­gildi er um 102 millj­­ón­ir, að því er fram kom í svar­inu.

Fag­leg for­ysta varð­andi fram­sækni og fram­þróun

Aug­lýst var eftir ein­stak­lingi í stöðu þess sem á að stýra sam­skipteymi sem yrði stað­sett á skrif­­stofu borg­­ar­­stjóra og borg­­ar­­rit­­ara í síð­asta mán­uð­i. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­unni sagði að við­kom­andi muni fara „með fag­­lega for­ystu varð­andi fram­­sækni og fram­­þróun í upp­­lýs­inga­­gjöf, vökt­un, miðlun og sam­­skiptum borg­­ar­innar við starfs­­fólk, íbúa, fjöl­miðla og gesti borg­­ar­innar og vinnur að því að Reykja­vík­­­ur­­borg sé í far­­ar­broddi á þessu sviði. Í sam­­skiptateymi starfa sér­­fræð­ingar á sviði upp­­lýs­inga­­mála.“

Helstu verk­efni og ábyrgð sem felst í starf­inu er inn­­­leið­ing og eft­ir­­fylgni sam­­skipta- og upp­lýs­inga­stefnu borg­­ar­inn­­ar, stjórnun og dag­­leg ábyrgð á starf­­semi og rekstri sam­­skiptateym­is, fag­­leg upp­­­bygg­ing og þróun sam­­skiptateym­­is. Jafn­­framt á þessi aðili að leiða sam­ráðs­vett­vang upp­­lýs­inga­­full­­trúa innan Reykja­vík­­­ur­­borgar og leiða Reykja­vík­­­ur­­borg inn í „áskor­­anir í síbreyt­i­­legu og fjöl­breyttu fjöl­miðlaum­hverf­i“. Enn fremur mun þessi ein­stak­l­ingur sinna ráð­­gjöf á sviði sam­­skipta- og upp­­lýs­inga­­mála borg­­ar­innar og hafa yfir­­um­­sjón með skipu­lagi og ráð­­gjöf hvað varðar sam­­skipti við fjöl­miðla og almenn­ing.

Þeir sem sóttu um starfið eru í staf­rófs­röð:

 • C. Wagner, ferða­ráð­gjafi.
 • Anna Katrín Valdi­mars­dótt­ir,­senior verk­efna­stjóri.
 • Anna Þóra Ísfold Rebekku­dótt­ir,við­skipta­fræð­ing­ur.
 • Árdís Rut Hlífar Ein­ars­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur.
 • Ásgrímur Sig­urðs­son,­star­fræn sam­skipti / nýmiðla­sér­fræð­ing­ur.
 • Ásta Gísla­dótt­ir, þýð­andi.
 • Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur.
 • Berg­þóra Guð­bergs­dótt­ir, deild­ar­stjóri.
 • Borg­þór Ásgeirs­son, verk­efna­stjóri.
 • Car­los Pri­eto Casquero, sagn- og bók­mennta­fræð­ing­ur.
 • Dan­íel Frið­riks­son, hót­el­stjóri.
 • Davíð Eldur Bald­urs­son, rit­stjóri.
 • Davíð Freyr Þór­unn­ar­son, menn­ing­ar­stjórn­andi 
 • Eygló Hall­gríms­dótt­ir, mannauðs­stjóri.
 • Fanný S Cloé Goupil Thi­ercel­in, umsjón­ar­mað­ur.
 • Fjalar Sig­urð­ar­son, mark­aðs­stjóri.
 • Guð­björg Ómars­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur.
 • Guð­mundur Bjarni Bene­dikts­son, ferða­ráð­gjafi.
 • Gunnar Krist­inn Sig­urðs­son, við­skipta­fræð­ing­ur.
 • Gunnar Þorri Þor­leifs­son, grunn­skóla­kenn­ari.
 • Har­aldur Lín­dal Har­alds­son, sam­skipta­ráð­gjafi.
 • Heið­dís Ein­ars­dótt­ir, menn­ing­ar­miðl­ari.
 • Hel­ena Ólafs­dótt­ir, íþrótta­kenn­ari og þátta­stjórn­andi.
 • Hildur Krist­ins­dótt­ir, verk­efna­stjóri .
 • Hrund Þórs­dótt­ir, frétta­stjóri.
 • Hulda B. Kjærne­sted Bald­urs­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur.
 • Jón Gunnar Borg­þórs­son, alþjóð­lega vott­aður stjórn­enda­ráð­gjafi.
 • Jón Hall­dór Jón­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi.
 • Krist­inn Árna­son, mark­aðs­ráð­gjafi.
 • Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365 miðla og Frétta­blaðs­ins
 • Krist­ján Ó Dav­íðs­son, íþrótta­stjóri KLÍ.
 • Lilja Björk Hauks­dótt­ir, verk­efna­stjóri. 
 • Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, blaða­mað­ur.
 • Lúna Grétu­dótt­ir, yoga­kenn­ari og þjálf­ari.
 • Magnús Sig­urðs­son, lög­fræð­ing­ur.
 • Marcin Zembrowski, sér­fræð­ingur í leyf­is­mál­um.
 • Pálmi Jón­as­son, MBA/frétta­mað­ur.
 • Ragna Ingi­björg Hall­dórs­dótt­ir, deild­ar­stjóri.
 • Ragn­heiður S Kjart­ans­dótt­ir, verk­efna­stjóri.
 • Sig­ríður Björg Tóm­as­dótt­ir, almanna­teng­ill. 
 • Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­mað­ur. 
 • Sig­ríður Sólan Guð­laugs­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri.
 • Stefán Árni Páls­son, fjöl­miðla­mað­ur.
 • Stein­grímur Sig­ur­geirs­son, stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.
 • Þór Elí­as­son Bach­mann, verk­efn­is­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent