Alls 45 vilja verða tíundi starfsmaðurinn í samskiptateymi Reykjavíkurborgar

Á meðal þeirra sem vilja stýra samskiptateymi á vegum Reykjavíkurborgar eru fyrrverandi stjórnendur ýmissa fjölmiðla. Launakostnaður við þá upplýsingafulltrúa sem þegar starfa hjá borginni er yfir 100 milljónir á ári.

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla, er á meðal umsækjenda um starfið.
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla, er á meðal umsækjenda um starfið.
Auglýsing

Alls sóttu 45 um að stýra sam­skiptateymi á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar. Á meðal umsækj­enda eru Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðal­rit­stjóri 365 miðla og Frétta­blaðs­ins, Hrund Þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2, Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi rit­stjóri DV, Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­maður á RÚV og Sig­ríður Björk Tóm­as­dótt­ir, almanna­teng­ill Kópa­vogs­bæj­ar. 

Frá þessu er greint á vef RÚV.

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber að fyrir séu upp­­lýs­inga­­full­­trúar í níu stöð­u­­gildum hjá Reykja­vík­­­ur­­borg en þar af er einn í 80 pró­­sent starfs­hlut­­fall­i. 

Í svar­i borg­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið sagði að sex hafi verið í upp­­lýs­inga­­deild/­­sam­­skiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og  tveir hjá umhverf­is- og skipu­lags­sviði, þar af annar í 80 pró­­sent starfi. Þá hafi einn nýlega ráð­inn í 100 pró­­sent starf hjá vel­­ferð­­ar­sviði.

Árlegur launa­­kostn­aður við þessi níu stöð­u­­gildi er um 102 millj­­ón­ir, að því er fram kom í svar­inu.

Fag­leg for­ysta varð­andi fram­sækni og fram­þróun

Aug­lýst var eftir ein­stak­lingi í stöðu þess sem á að stýra sam­skipteymi sem yrði stað­sett á skrif­­stofu borg­­ar­­stjóra og borg­­ar­­rit­­ara í síð­asta mán­uð­i. 

Auglýsing
Í aug­lýs­ing­unni sagði að við­kom­andi muni fara „með fag­­lega for­ystu varð­andi fram­­sækni og fram­­þróun í upp­­lýs­inga­­gjöf, vökt­un, miðlun og sam­­skiptum borg­­ar­innar við starfs­­fólk, íbúa, fjöl­miðla og gesti borg­­ar­innar og vinnur að því að Reykja­vík­­­ur­­borg sé í far­­ar­broddi á þessu sviði. Í sam­­skiptateymi starfa sér­­fræð­ingar á sviði upp­­lýs­inga­­mála.“

Helstu verk­efni og ábyrgð sem felst í starf­inu er inn­­­leið­ing og eft­ir­­fylgni sam­­skipta- og upp­lýs­inga­stefnu borg­­ar­inn­­ar, stjórnun og dag­­leg ábyrgð á starf­­semi og rekstri sam­­skiptateym­is, fag­­leg upp­­­bygg­ing og þróun sam­­skiptateym­­is. Jafn­­framt á þessi aðili að leiða sam­ráðs­vett­vang upp­­lýs­inga­­full­­trúa innan Reykja­vík­­­ur­­borgar og leiða Reykja­vík­­­ur­­borg inn í „áskor­­anir í síbreyt­i­­legu og fjöl­breyttu fjöl­miðlaum­hverf­i“. Enn fremur mun þessi ein­stak­l­ingur sinna ráð­­gjöf á sviði sam­­skipta- og upp­­lýs­inga­­mála borg­­ar­innar og hafa yfir­­um­­sjón með skipu­lagi og ráð­­gjöf hvað varðar sam­­skipti við fjöl­miðla og almenn­ing.

Þeir sem sóttu um starfið eru í staf­rófs­röð:

 • C. Wagner, ferða­ráð­gjafi.
 • Anna Katrín Valdi­mars­dótt­ir,­senior verk­efna­stjóri.
 • Anna Þóra Ísfold Rebekku­dótt­ir,við­skipta­fræð­ing­ur.
 • Árdís Rut Hlífar Ein­ars­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur.
 • Ásgrímur Sig­urðs­son,­star­fræn sam­skipti / nýmiðla­sér­fræð­ing­ur.
 • Ásta Gísla­dótt­ir, þýð­andi.
 • Berg­lind Hall­gríms­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur.
 • Berg­þóra Guð­bergs­dótt­ir, deild­ar­stjóri.
 • Borg­þór Ásgeirs­son, verk­efna­stjóri.
 • Car­los Pri­eto Casquero, sagn- og bók­mennta­fræð­ing­ur.
 • Dan­íel Frið­riks­son, hót­el­stjóri.
 • Davíð Eldur Bald­urs­son, rit­stjóri.
 • Davíð Freyr Þór­unn­ar­son, menn­ing­ar­stjórn­andi 
 • Eygló Hall­gríms­dótt­ir, mannauðs­stjóri.
 • Fanný S Cloé Goupil Thi­ercel­in, umsjón­ar­mað­ur.
 • Fjalar Sig­urð­ar­son, mark­aðs­stjóri.
 • Guð­björg Ómars­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur.
 • Guð­mundur Bjarni Bene­dikts­son, ferða­ráð­gjafi.
 • Gunnar Krist­inn Sig­urðs­son, við­skipta­fræð­ing­ur.
 • Gunnar Þorri Þor­leifs­son, grunn­skóla­kenn­ari.
 • Har­aldur Lín­dal Har­alds­son, sam­skipta­ráð­gjafi.
 • Heið­dís Ein­ars­dótt­ir, menn­ing­ar­miðl­ari.
 • Hel­ena Ólafs­dótt­ir, íþrótta­kenn­ari og þátta­stjórn­andi.
 • Hildur Krist­ins­dótt­ir, verk­efna­stjóri .
 • Hrund Þórs­dótt­ir, frétta­stjóri.
 • Hulda B. Kjærne­sted Bald­urs­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur.
 • Jón Gunnar Borg­þórs­son, alþjóð­lega vott­aður stjórn­enda­ráð­gjafi.
 • Jón Hall­dór Jón­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi.
 • Krist­inn Árna­son, mark­aðs­ráð­gjafi.
 • Kristín Þor­steins­dótt­ir, fyrr­ver­andi útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365 miðla og Frétta­blaðs­ins
 • Krist­ján Ó Dav­íðs­son, íþrótta­stjóri KLÍ.
 • Lilja Björk Hauks­dótt­ir, verk­efna­stjóri. 
 • Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, blaða­mað­ur.
 • Lúna Grétu­dótt­ir, yoga­kenn­ari og þjálf­ari.
 • Magnús Sig­urðs­son, lög­fræð­ing­ur.
 • Marcin Zembrowski, sér­fræð­ingur í leyf­is­mál­um.
 • Pálmi Jón­as­son, MBA/frétta­mað­ur.
 • Ragna Ingi­björg Hall­dórs­dótt­ir, deild­ar­stjóri.
 • Ragn­heiður S Kjart­ans­dótt­ir, verk­efna­stjóri.
 • Sig­ríður Björg Tóm­as­dótt­ir, almanna­teng­ill. 
 • Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­mað­ur. 
 • Sig­ríður Sólan Guð­laugs­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri.
 • Stefán Árni Páls­son, fjöl­miðla­mað­ur.
 • Stein­grímur Sig­ur­geirs­son, stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.
 • Þór Elí­as­son Bach­mann, verk­efn­is­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Ýmsir veitingastaðir, líkt og Grandi mathöll, hafa þurft að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaraðgerða.
Fyrirtæki hafa sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Hundruðir fyrirtækja hafa sótt um tekjufallsstyrki á fyrstu þremur dögunum sem opið hefur verið fyrir umsóknir. Alls er búist við að hið opinbera verji 43,3 milljörðum króna í styrki til rekstraraðila sem misst hafa tekjur tímabundið vegna faraldursins.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent