Demókratar hóta því að ákæra Trump til embættismissis strax á miðvikudag

Demókratar hafa boðað að Donald Trump verði ákærður til embættismissis á miðvikudaginn ef honum verði ekki velt úr embætti í krafti 25. greinar stjórnarskrá Bandaríkjanna eða láti sjálfur af embætti næsta sólarhringinn.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni.
Auglýsing

Demókratar í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings hafa kynnt ákæru­efnin á hendur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og boða að gengið verði til atkvæða í full­trúa­deild­inni um hvort for­set­inn verði ákærður til emb­ætt­is­missis eður ei í þess­ari viku, jafn­vel strax á mið­viku­dag.

Banda­rískir miðlar segja frá þessu í dag og New York Times birtir ákæru­skjalið, sem demókratar hóta nú að bera undir atkvæði í full­trúa­deild­inni. Það gera þeir í kjöl­far þess að til­lögu þeirra um að skorað yrði á Mike Pence vara­for­seta um að beita 25. grein stjórn­ar­skrár­innar til að svipta Trump völdum var hafnað af repúblikön­um.

Sam­kvæmt frétt New York Times verður ákæru­skjal demókratanna lagt fyrir full­trúa­deild­ina á mið­viku­dag, ef svo fer sem horfir að Pence beiti sér ekki gegn Trump næsta sól­ar­hring­inn eða for­set­inn segi sjálfur af sér emb­ætti.

Auglýsing

Sam­kvæmt sömu frétt hafa 210 þing­menn Demókra­ta­flokks­ins þegar sam­þykkt að ákæra for­set­ann á mið­viku­dag, ef ákæru­skjalið verður borið undir full­trúa­deild­ina. Það er því þegar næstum því kom­inn meiri­hluti fyrir mál­inu í full­trúa­deild­inni og búist er við að ein­hverjir repúblikanar slá­ist í hóp­inn, sam­kvæmt frétt Times.

Á meðal þess sem demókratar hyggj­ast ákæra Trump fyrir er að ógna öryggi Banda­ríkj­anna, með því að hvetja með lygum til þess að æstur múgur lét til skar­ar  skríða síð­asta mið­viku­dag.

 Í ákæru­skjal­inu segir að for­set­inn hafi ógnað heil­indum lýð­ræð­is­kerf­is­ins, haft afskipti af frið­sam­legum valda­skiptum og stefnt þing­inu í hættu með því að hvetja æstan múg til ofbeld­is­verka gegn rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna, með ræðu sinni á mót­mæla­fundi í Was­hington síð­asta mið­viku­dag.

Verði ákæra á hendur Trump sam­þykkt fær­ist málið til öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings þar sem þing­menn kjósa um hvort for­set­anum skuli vikið úr emb­ætti eða ekki, en ein­ungis 9 dagar eru nú þar til Joe Biden tekur við sem næsti for­seti Banda­ríkj­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent