Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um herbergi hjá Félagsstofnun stúdenta

Vegna áhrifa COVID-faraldursins á háskólakennslu eru biðlistar eftir herbergjum með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og dvalarrýmum styttri en venjulega hjá Félagsstofnun stúdenta. Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um slík herbergi í fyrsta sinn.

Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Auglýsing

Félags­stofnun stúd­enta (FS) býður nú í fyrsta sinn fólki sem er ekki í námi að sækja um her­bergi til leigu. Vegna áhrifa COVID-19 eru biðlistar eftir her­bergjum með sam­eig­in­legum eld­hús­um og dval­ar­rýmum sem FS býður til leigu í nokkrum af sínum stúd­enta­görðum styttri en venju­lega, segir Rebekka Sig­urð­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi FS, í sam­tali við Kjarn­ann.

Það skýrist af því að erlendir nemar eru ekki að skila sér til lands­ins í þeim mæli sem reiknað var með og nem­endur með lög­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru sumir hverjir að segja upp leigu­samn­ingum sínum og sjá, kannski eðli­lega, ekki til­gang í því að dvelja í Reykja­vík á meðan háskóla­námið fer fram á net­inu.

Það er nýlunda hjá FS að ein­stak­lingar sem ekki eru í námi geti sótt um her­bergi, en þeir fara aft­ast í for­gangs­röð­ina þegar kemur að úthlut­un. Eng­inn sem er ekki í námi er kom­inn með her­bergi, en nokkrir hafa þegar haft sam­band við FS og sýnt áhuga, segir Rebekka. Um er að ræða her­bergi með sam­eig­in­legum eld­hús- og dval­ar­rým­um, á Gamla Garði, Mýr­ar­garði og Odda­görð­um.

Auglýsing

Einnig er fram­halds­skóla- og iðn­nemum gef­inn kostur á því að sækja um her­bergi núna og gæti það nýst þeim sem eru á loka­ári sínu og hyggja á háskóla­nám og búsetu í hús­næði á vegum FS í haust, til þess að kom­ast fyrr að.

Fólk bíður með að þiggja íbúðir og sér til hvernig far­ald­ur­inn þró­ast

„Þetta COVID-á­stand hefur auð­vitað haft áhrif á okkur eins og alla aðra, þannig að í augna­blik­inu eru færri á biðlistum hjá okkur en alla jafna, í eðli­legu árferð­i,“ segir Rebekka. Ennþá eru þó tölu­verðir biðlist­ar, en þeir segja ekki nema hálfa sög­una. Rebekka segir að þrátt fyrir að hund­ruð séu á biðlistum séu fleiri en venju­lega sem ekki þiggi úthlut­anir sínar og vilji sjá til hvernig málin þró­ast varð­andi far­ald­ur­inn og stað­kennsl­una.

Í upp­hafi árs 2020 tók FS stærsta stúd­enta­garð á land­inu í notk­un, „kortér í COVID“, eins og Rebekka lýs­ir. Þá opn­aði Mýr­ar­garð­ur, nýr stúd­enta­garður á háskóla­svæð­inu sem hýsir tæp­lega 300 manns og létti það nokkuð á biðlistum FS. 

Nú er staðan sú að tölu­vert minni eft­ir­spurn er eftir her­bergjum á vegum FS en venju­legt er og ákveðið var að rýmka úthlut­un­ar­regl­urnar í því ljósi. For­gangur við úthlutun her­bergja er nú eft­ir­far­andi:

  • A. Núver­andi íbúar sem upp­fylla almenn skil­yrði um úthlutun
  • B. Erlendir stúd­entar sem njóta for­gangs (Til­tek­inn fjöldi styrk­þega á vegum mennta­mála­ráðu­neyt­is, Háskóla Íslands eða Ful­bright­stofn­un­ar. Njóta for­gangs við úthlutun tví­býla og her­bergja á Gamla Garð­i.)
  • C. Nemar í HÍ – lög­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæðis
  • D. Nemar í HÍ – lög­heim­ili innan höf­uð­borg­ar­svæðis
  • E. Nemar í öðrum háskóla
  • EE. Nemar í fram­halds- eða iðn­skóla
  • E3. Ekki í námi

Eins og sjá má ganga núver­andi íbúar sem upp­fylla almenn skil­yrði um úthlutun fyrir þegar kemur að úthlutun her­bergja á stúd­enta­görðum FS, þá erlendir nemar sem njóta for­gangs og svo aðrir háskóla­nem­ar. 

Aft­ast í röð­inni eru nemar í fram­halds- eða iðn­skólum og þeir sem ekki eru í námi. Þannig verður röðin einnig þegar kemur að úthlutun fyrir kom­andi haust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent