Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um herbergi hjá Félagsstofnun stúdenta

Vegna áhrifa COVID-faraldursins á háskólakennslu eru biðlistar eftir herbergjum með sameiginlegri eldhúsaðstöðu og dvalarrýmum styttri en venjulega hjá Félagsstofnun stúdenta. Fólk sem er ekki í námi getur nú sótt um slík herbergi í fyrsta sinn.

Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Oddagarðar við Sæmundargötu eru nú á meðal þeirra stúdentagarða þar sem fólk sem ekki er í námi getur sótt um herbergi til leigu.
Auglýsing

Félags­stofnun stúd­enta (FS) býður nú í fyrsta sinn fólki sem er ekki í námi að sækja um her­bergi til leigu. Vegna áhrifa COVID-19 eru biðlistar eftir her­bergjum með sam­eig­in­legum eld­hús­um og dval­ar­rýmum sem FS býður til leigu í nokkrum af sínum stúd­enta­görðum styttri en venju­lega, segir Rebekka Sig­urð­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi FS, í sam­tali við Kjarn­ann.

Það skýrist af því að erlendir nemar eru ekki að skila sér til lands­ins í þeim mæli sem reiknað var með og nem­endur með lög­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru sumir hverjir að segja upp leigu­samn­ingum sínum og sjá, kannski eðli­lega, ekki til­gang í því að dvelja í Reykja­vík á meðan háskóla­námið fer fram á net­inu.

Það er nýlunda hjá FS að ein­stak­lingar sem ekki eru í námi geti sótt um her­bergi, en þeir fara aft­ast í for­gangs­röð­ina þegar kemur að úthlut­un. Eng­inn sem er ekki í námi er kom­inn með her­bergi, en nokkrir hafa þegar haft sam­band við FS og sýnt áhuga, segir Rebekka. Um er að ræða her­bergi með sam­eig­in­legum eld­hús- og dval­ar­rým­um, á Gamla Garði, Mýr­ar­garði og Odda­görð­um.

Auglýsing

Einnig er fram­halds­skóla- og iðn­nemum gef­inn kostur á því að sækja um her­bergi núna og gæti það nýst þeim sem eru á loka­ári sínu og hyggja á háskóla­nám og búsetu í hús­næði á vegum FS í haust, til þess að kom­ast fyrr að.

Fólk bíður með að þiggja íbúðir og sér til hvernig far­ald­ur­inn þró­ast

„Þetta COVID-á­stand hefur auð­vitað haft áhrif á okkur eins og alla aðra, þannig að í augna­blik­inu eru færri á biðlistum hjá okkur en alla jafna, í eðli­legu árferð­i,“ segir Rebekka. Ennþá eru þó tölu­verðir biðlist­ar, en þeir segja ekki nema hálfa sög­una. Rebekka segir að þrátt fyrir að hund­ruð séu á biðlistum séu fleiri en venju­lega sem ekki þiggi úthlut­anir sínar og vilji sjá til hvernig málin þró­ast varð­andi far­ald­ur­inn og stað­kennsl­una.

Í upp­hafi árs 2020 tók FS stærsta stúd­enta­garð á land­inu í notk­un, „kortér í COVID“, eins og Rebekka lýs­ir. Þá opn­aði Mýr­ar­garð­ur, nýr stúd­enta­garður á háskóla­svæð­inu sem hýsir tæp­lega 300 manns og létti það nokkuð á biðlistum FS. 

Nú er staðan sú að tölu­vert minni eft­ir­spurn er eftir her­bergjum á vegum FS en venju­legt er og ákveðið var að rýmka úthlut­un­ar­regl­urnar í því ljósi. For­gangur við úthlutun her­bergja er nú eft­ir­far­andi:

  • A. Núver­andi íbúar sem upp­fylla almenn skil­yrði um úthlutun
  • B. Erlendir stúd­entar sem njóta for­gangs (Til­tek­inn fjöldi styrk­þega á vegum mennta­mála­ráðu­neyt­is, Háskóla Íslands eða Ful­bright­stofn­un­ar. Njóta for­gangs við úthlutun tví­býla og her­bergja á Gamla Garð­i.)
  • C. Nemar í HÍ – lög­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæðis
  • D. Nemar í HÍ – lög­heim­ili innan höf­uð­borg­ar­svæðis
  • E. Nemar í öðrum háskóla
  • EE. Nemar í fram­halds- eða iðn­skóla
  • E3. Ekki í námi

Eins og sjá má ganga núver­andi íbúar sem upp­fylla almenn skil­yrði um úthlutun fyrir þegar kemur að úthlutun her­bergja á stúd­enta­görðum FS, þá erlendir nemar sem njóta for­gangs og svo aðrir háskóla­nem­ar. 

Aft­ast í röð­inni eru nemar í fram­halds- eða iðn­skólum og þeir sem ekki eru í námi. Þannig verður röðin einnig þegar kemur að úthlutun fyrir kom­andi haust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent