Segja mögulegt frumvarp vera atvinnuletjandi á tímum atvinnuleysis

Hagsmunasamtök framleiðslufyrirtækja leggjast gegn ýmsum þáttum fyrirhugaðs frumvarps atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem snýr að reglum um ríkisstyrki til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er ein af höfundum umsagnarinnar.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er ein af höfundum umsagnarinnar.
AuglýsingSam­tök iðn­að­ar­ins (SI) og Sam­band íslenskra kvik­mynda­fram­leið­enda (SÍK) telja drög að nýju frum­varpi atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um kvik­mynda­styrki til þess fallið að skerða sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og ógna atvinnu­ör­yggi innan hans. 

Einnig segja sam­tökin að frum­varpið gangi gegn mark­miðum opin­berrar kvik­mynda­stefnu Íslands og hvetji til upp­sagna á fast­ráðnu starfs­fólki innan geirans. Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna um frum­varp­ið, sem birt­ist á sam­ráðs­gátt stjórn­valda síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um áður­nefnt frum­varp, en mark­mið þess er að end­ur­greiðslur til sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækja lúti skýr­ari reglum og séu bundnar strang­ari skil­yrðum en áður. Verði frum­varps­drögin að lögum mætti búast við þrengri skil­grein­ingu á þeim fram­leiðslu­kostn­aði sem fyr­ir­tækin gætu fengið end­ur­greiðslu fyr­ir, auk þess sem lög­giltir end­ur­skoð­endur verði fengnir til að fara yfir upp­gjör þeirra.

Gangi gegn mark­miðum kvik­mynda­stefnu

Í umsögn sinni benda SI og SÍK á að full­trúar stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins hafi gefið út sam­eig­in­lega kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 nýlega, en henni var ætlað að móta heild­stæða stefnu fyrir kvik­mynda­gerð og kvik­mynda­menn­ingu á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­tök­unum kemur fram í stefn­unni að end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda­gerðar á Íslandi þyki ein­falt nú þegar og að stefnt skuli að því að varð­veita kosti kerf­is­ins og þróa það á þann veg að það stand­ist alþjóð­lega sam­keppni á hverjum tíma. „Telja sam­tökin að drög að frum­varpi til breyt­inga á lögum um end­ur­greiðslur gangi að hluta gegn þessum mark­mið­u­m,“ segir í umsögn­inni.

Fast­ráðnum starfs­mönnum sagt upp

Sam­tökin telja líka að fyr­ir­hugað frum­varp myndi hvetja til upp­sagna fast­ráð­inna starfs­manna yrði það að lög­um, þar sem ekki yrði lengur hægt að fá end­ur­greiðslu vegna launa­kostnað þeirra. Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Sagafilm minnt­ist einnig á þennan hluta frum­varps­drag­anna í annarri umsögn sem birt er á sam­ráðs­gátt stjórn­valda, en Kjarn­inn fjall­aði um þá umsögn í gær

Atvinnu­letj­andi og veikir grein­ina

Með þrengri skil­yrðum fyrir end­ur­greiðslu telja sam­tökin að verið sé að skerða sam­keppn­is­hæfni Íslands á sviði kvik­mynda- og sjón­varps­þátta­gerðar á meðan atvinnu­leysi sé sögu­lega hátt. „Hvat­arnir sem ofan­greindar breyt­ingar hefðu í för með sér yrðu atvinnu­letj­andi á tímum þar sem brýnt er að fjölga störf­um,“ sögðu sam­tök­in. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent