Segja mögulegt frumvarp vera atvinnuletjandi á tímum atvinnuleysis

Hagsmunasamtök framleiðslufyrirtækja leggjast gegn ýmsum þáttum fyrirhugaðs frumvarps atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem snýr að reglum um ríkisstyrki til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er ein af höfundum umsagnarinnar.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er ein af höfundum umsagnarinnar.
AuglýsingSam­tök iðn­að­ar­ins (SI) og Sam­band íslenskra kvik­mynda­fram­leið­enda (SÍK) telja drög að nýju frum­varpi atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um kvik­mynda­styrki til þess fallið að skerða sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­iðn­að­ar­ins og ógna atvinnu­ör­yggi innan hans. 

Einnig segja sam­tökin að frum­varpið gangi gegn mark­miðum opin­berrar kvik­mynda­stefnu Íslands og hvetji til upp­sagna á fast­ráðnu starfs­fólki innan geirans. Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna um frum­varp­ið, sem birt­ist á sam­ráðs­gátt stjórn­valda síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um áður­nefnt frum­varp, en mark­mið þess er að end­ur­greiðslur til sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu­fyr­ir­tækja lúti skýr­ari reglum og séu bundnar strang­ari skil­yrðum en áður. Verði frum­varps­drögin að lögum mætti búast við þrengri skil­grein­ingu á þeim fram­leiðslu­kostn­aði sem fyr­ir­tækin gætu fengið end­ur­greiðslu fyr­ir, auk þess sem lög­giltir end­ur­skoð­endur verði fengnir til að fara yfir upp­gjör þeirra.

Gangi gegn mark­miðum kvik­mynda­stefnu

Í umsögn sinni benda SI og SÍK á að full­trúar stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins hafi gefið út sam­eig­in­lega kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 nýlega, en henni var ætlað að móta heild­stæða stefnu fyrir kvik­mynda­gerð og kvik­mynda­menn­ingu á Íslandi.

Auglýsing

Sam­kvæmt sam­tök­unum kemur fram í stefn­unni að end­ur­greiðslu­kerfi kvik­mynda­gerðar á Íslandi þyki ein­falt nú þegar og að stefnt skuli að því að varð­veita kosti kerf­is­ins og þróa það á þann veg að það stand­ist alþjóð­lega sam­keppni á hverjum tíma. „Telja sam­tökin að drög að frum­varpi til breyt­inga á lögum um end­ur­greiðslur gangi að hluta gegn þessum mark­mið­u­m,“ segir í umsögn­inni.

Fast­ráðnum starfs­mönnum sagt upp

Sam­tökin telja líka að fyr­ir­hugað frum­varp myndi hvetja til upp­sagna fast­ráð­inna starfs­manna yrði það að lög­um, þar sem ekki yrði lengur hægt að fá end­ur­greiðslu vegna launa­kostnað þeirra. Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Sagafilm minnt­ist einnig á þennan hluta frum­varps­drag­anna í annarri umsögn sem birt er á sam­ráðs­gátt stjórn­valda, en Kjarn­inn fjall­aði um þá umsögn í gær

Atvinnu­letj­andi og veikir grein­ina

Með þrengri skil­yrðum fyrir end­ur­greiðslu telja sam­tökin að verið sé að skerða sam­keppn­is­hæfni Íslands á sviði kvik­mynda- og sjón­varps­þátta­gerðar á meðan atvinnu­leysi sé sögu­lega hátt. „Hvat­arnir sem ofan­greindar breyt­ingar hefðu í för með sér yrðu atvinnu­letj­andi á tímum þar sem brýnt er að fjölga störf­um,“ sögðu sam­tök­in. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent