Þorgerður Katrín telur skynsamlegt að selja hlut í Íslandsbanka fáist rétt verð fyrir

Formaður Viðreisnar segir að sporin hræði þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. að þurfi hins vegar að greiða niður skuldir ríkissjóðs og það verði meðal annars gert með sölu eigna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, seg­ist telja það skyn­sam­legt skref að kanna virði fjórð­ungs­hlutar í Íslands­banka og selja hann ef rétt verð fáist. Það rök­styður hún meðal ann­ars með því að rík­is­sjóður verði afar skuld­settur eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og að þær skuldir verði að greiða nið­ur, til dæmis með sölu eigna.

Þor­gerður Katrín seg­ist þó skilja að sporin hræði þegar kemur að sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í banka­kerf­inu, segir að sölu­ferlið verði að vera gegn­sætt og leik­reglur skýr­ar. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Þor­gerður Katrín birti í dag. Hún er fyrsti leið­togi stjórn­ar­and­stöðu­flokks sem lýsir yfir jákvæðni gagn­vart þeim áformum rík­is­stjórn­ar­innar að hefja á ný sölu­ferli á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Í stöðu­upp­færsl­unni segir Þor­gerður Katrín að mik­il­vægt sé að leita allra leiða til að fjár­magna halla rík­is­sjóðs með öðrum leiðum en lán­töku. „Í því liggja almanna­hags­mun­ir, fram­tíð­ar­hags­mun­ir. Því ef að líkum lætur munu alþjóð­legir vextir hækka fyrr en síðar með auknum byrðum á rík­is­sjóð og skatt­greið­end­ur.

Áhættan sem fylgir íslensku krón­unni er mikil sem ekki er hægt að líta fram­hjá. Vert er að hafa í huga að  á árinu 2020 juk­ust skuldir rík­is­sjóðs um 45 millj­arða bara vegna geng­is­breyt­inga. Svipuð fjár­hæð og við ræddum miss­erum saman vegna Ices­a­ve. Þessi skulda­aukn­ing rík­is­sjóðs á síð­asta ári vegna krón­unnar einnar og áhætt­unni sem henni fylgir var hins vegar neð­an­máls í litlu letri í fjár­auka.“

Ekki nýtt að vilja gefa banka

Þor­gerður Katrín fjallar líka um hug­myndir sem fram hafa verið settar af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, sér­stak­lega Sig­ríði Á. And­er­sen og Óla Birni Kára­syni, um að gefa almenn­ingi hlut í rík­is­bönk­um. Gjöf á hluta­bréfum í banka var líka hluti af kosn­inga­lof­orðum Mið­flokks­ins í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga.

Auglýsing
Hún segir þær hug­myndir ekki vera nýjar af nál­inni heldur muni hún vel eftir sam­tölum við Pétur Blön­dal, fyrr­ver­andi þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, um slík mál. „Þá var rík­is­sjóður ekki eins skuld­settur og hug­myndin drifin áfram af dreifðu eign­ar­haldi og því að virkja betur þátt­töku almenn­ings í hluta­fé­lög­um. Það allt er áhuga­vert og mik­il­vægt að ræða. Í þessu sam­hengi er þó einnig rétt að spyrja sig að því hvort nú sé rétt að dreifa með almennum hætti opin­berum fjár­munum þegar eigna­myndun á hluta­bréfa- og fast­eign­mark­aði á síð­asta ári hefur verið nokkuð mikil hjá almenn­ingi. Þegar það eru á sama tíma ákveðnir hópar og atvinnu­greinar sem glíma við erf­iðar efna­hags­legar afleið­ingar veirunnar og þurfa á stuðn­ingi að halda.“

Banka­sala end­ur­vakin skömmu fyrir jól

Rík­is­stjórn Íslands, sem á bæði Íslands­banka og Lands­bank­ann, hefur haft sölu á hlut sínum í Íslands­banka á dag­skrá allt þetta kjör­tíma­bil. Ferlið var komið á rek­spöl í byrjun síð­asta árs og stefnt var að sölu innan þess. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­legar afleið­ingar hans settu strik í reikn­ing­inn og í mars voru áformin lögð á hill­una. 

Þann 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn, egi áður en þingi var slit­ið, birti svo Banka­sýsla rík­is­ins minn­is­blað sem inni­hélt til­lögu til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um sölu á hluta rík­is­ins í Íslands­banka.

Lagt var til að sölu­­ferli bank­ans hefj­ist í jan­úar og gert er ráð fyrir því að því gæti lokið í maí.

Bjarni, og Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­inu, sendu bréf til baka á Banka­sýsl­una 21. des­em­ber þar sem til­laga hennar um að hefja sölu­með­ferð á Íslands­banka var sam­þykkt. 

Bjarni sagði við Morg­un­blaðið í síð­asta mánuð að gera mætti ráð fyrir að virði eign­ar­hlutar rík­is­ins í Íslands­banka væri 130 til 140 millj­arðar króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent