Mynd: Bára Huld Beck Bjarni Benediktsson
Mynd: Bára Huld Beck

Bankasöluævintýri endurræst í miðjum heimsfaraldri

Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut í öðrum ríkisbankanum, Íslandsbanka, fyrir lok maí 2021. Tillaga þess efnis var send frá Bankasýslu ríkisins til Bjarna Benediktssonar degi áður en Alþingi fór í jólafrí, og samþykkt af ráðherranum þremur dögum fyrir jól. Eigið fé Íslandsbanka er 182,5 milljarðar króna.

Í byrjun febr­úar 2020 fór Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í við­tal við Morg­un­blað­ið. Þar sagði hann að bráð­lega ætti að hefja sölu­ferli á fjórð­ungs­hlut í Íslands­banka og að það ætti að kom­ast í almenni­legan far­veg á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Hlut­ur­inn væri tug millj­arða króna virði og um þá eign ætti að losa. 

Hann bætti um betur í auka­­blaði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem bar nafnið „Á réttri leið“ og var dreift í aldreif­ingu með Morg­un­­blað­inu nokkrum dögum síð­ar. Þar sagði Bjarni að sala á 25 til 50 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­­færi til fjár­­­fest­inga.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann skömmu síðar að það væri skyn­­sam­­legt að ráð­­ast í sölu á hlut í Íslands­­­banka ef það er tengt við það að nota ávinn­ing­inn í inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­ar. Þannig væri hægt að losa um eignir rík­­is­ins og nýta það í þörf verk­efn­i. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, var svo síð­astur á vagn­inn af for­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þegar hann sagð­ist í sam­tali við Frétta­blaðið að hann teldi skyn­sam­legt að setja Íslands­banka í sölu­ferli. Hann setti söl­una í sama sam­hengi og hinir for­menn­irn­ir, að það væri hægt að nota fjár­mun­ina sem bundnir væru í eign­inni í inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

Mála­miðlun náð­ist milli stjórn­ar­flokka

Í lok febr­úar 2020 var málið greini­lega komið á rek­spöl. Mála­miðlun hafði náðst milli stjórn­ar­flokk­anna sem gerði það kleift að hefja sölu­ferlið á Íslands­banka í nán­ustu fram­tíð. Í henni fólst að gerð var grund­vall­ar­breyti á eig­enda­stefnu varð­andi Lands­bank­ann.

Auglýsing

Í eldri eig­enda­stefn­unni, sem var frá árinu 2017, sagði að stefnt yrði að því að ríkið ætti veru­legan eign­ar­hlut, 34 til 40 pró­sent, í bank­anum til lang­frama. Að öðru leyti yrðu eign­ar­hlutir rík­is­ins seldir „á næstu árum þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hendi“ sam­hliða því að hann yrði skráður á hluta­bréfa­mark­að.

Í nýju eig­enda­stefn­unni var búið að taka út það stærð­ar­mark sem æski­legt sé að ríkið ætti í Lands­bank­an­um. Þess í stað segir að ríkið eigi að eiga „veru­legan hlut“ í bank­anum til lang­frama. 

Búið var að taka út áform um að selja eign­ar­hlut­inn strax og hag­felld og æski­leg skil­yrði yrðu fyrir hendi og áform um að skrá hann á hluta­bréfa­mark­að. Þess í stað var búið að bæta því inn í eig­enda­stefn­una að ákvörðun um sölu Lands­bank­ans yrði ekki tekin fyrr en að sölu­ferli Íslands­banka sé lok­ið.

Mark­miðið með eign­ar­haldi rík­is­ins á þessum stærsta banka lands­ins hafði líka breyst. Í gömlu eig­enda­stefn­unni sagði að ástæða þessa væri „til að stuðla að stöð­ug­leika í fjár­mála­kerf­inu og tryggja nauð­syn­lega inn­viði þess.“ 

Engin breyt­ing var hins vegar gerð á mark­miðum rík­is­ins hvað varðar eign­ar­hald á hinum bank­anum sem ríkið á, Íslands­banka. Enn er stefnt að því að selja bank­ann „þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hend­i.“

Banki ekki seldur í far­aldri...eða hvað?

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn virt­ist ætla að leiða til þess að þessi áform yrðu fyrir bí. Það efna­hags­á­stand sem skap­að­ist vegna hans gerði það að verkum að bankar áttu að verða gerðir að lyk­il­breytu í áformum stjórn­valda hér­lendis til að takast á við aðstæð­urnar og koma fjár­munum til heim­ila og fyr­ir­tækja. 

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Mynd: Íslandsbanki

Á skömmum tíma var bindi­skylda lækkuð niður í núll og sveiflu­jöfn­un­ar­auki sem lagð­ist á eigið fé bank­anna afnum­in. Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka átti að auð­velda banka­­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­­örðum króna.

Þá voru sam­þykkt lög sem áttu að gera Seðla­banka Íslands kleift að veita ábyrgðir fyrir lánum til fyr­ir­tækja upp á tugi millj­arða króna.

Þá var, að minnsta kosti um tíma, fyr­ir­liggj­andi að stjórn­völd og Seðla­banki Íslands höfðu sent skýr skila­boð til við­skipta­banka sem hafa nú veru­lega aukið svig­rúm til að ráð­stafa eigin fé sínu að það svig­rúm ætti ekki undir neinum kring­um­stæðum að not­ast til að greiða út arð eða kaupa upp eigin bréf banka. 

Þvert á móti átti nýta eig­in­fjár­stuðn­ing­inn sem stafar af aðgerðum stjórn­valda til að fjár­­­magna fyr­ir­tæki og heim­ili, ekki í þágu hlut­hafa bank­anna. 

Þegar allt þetta var sam­an­dreg­ið, og að fyr­ir­liggj­andi er versta kreppa sem Ísland og lík­ast til heim­ur­inn hefur staðið frammi fyrir blasti við átti að vera ljóst að banki yrði ekki seldur úr rík­i­s­eigu á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i. 

Bank­arnir lána ekki atvinnu­líf­inu heldur fyll­ast af pen­ingum

Svo fóru hlut­irnir öðru­vísi en til stóð. Bank­arnir lán­uðu vissu­lega út tölu­vert af fé, en aðal­lega í hús­næð­is­lán til þeirra sem voru þegar vel settir og áttu eign­ir. Lán til atvinnu­fyr­ir­tækja námu nettó alls 809 millj­ónum króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins. Til sam­an­burðar lán­uðu bank­arnir tæp­lega 209 millj­arða króna til atvinnu­fyr­ir­tækja, eða 258falt það sem þeir hafa lánað það sem af er ári. 

Auglýsing

Fyrir vikið eru við­skipta­bank­arnir allir troð­fullir af pen­ingum sem þeir segj­ast vera í erf­ið­leikum með að ávaxta. Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, sagði til að mynda í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs þriðja árs­fjórð­ungs beint út að bank­inn væri með of mikið eigið fé. 

Þann 17. des­em­ber birti svo Banka­sýsla rík­is­ins minn­is­blað sem inni­hélt til­lögu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um sölu á hluta rík­is­ins í Íslands­banka.

Skyndi­lega, degi áður en að þingi var slit­ið, var einka­væð­ing rík­is­banka á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili komin aftur á dag­skrá.

Til­laga um sölu­ferli sam­þykkt á meðan að Alþingi er í fríi

Í minn­is­blað­inu segir að ekki sé talið rétt að ákveða á þessum tíma­­punkti hversu stóran hlut í bank­­anum eigi að bjóða til sölu í útboð­inu, „þar sem áætluð eft­ir­­spurn fjár­­­festa eftir hlutum í Íslands­­­banka, bæði varð­andi fjölda hluta og verð á hlut, muni ein­ungis liggja fyrir eftir fjár­­­festa­kynn­ingar undir lok sölu­­ferl­­is.“ Nú fól til­­lagan ekki lengur í sér að hluti eign­­ar­hluta rík­­is­ins verði seldur hæst­­bjóð­anda í beinni sölu, heldur er ein­ungis lagt til af hálfu banka­­sýsl­unar að stefna að skrán­ingu eign­­ar­hluta á verð­bréfa­­markað hér­­­lendis í kjöl­far almenns útboðs.

Auglýsing

Lagt var til að sölu­­ferli bank­ans hefj­ist í jan­úar og gert er ráð fyrir því að því gæti lokið í maí.

Bjarni, og Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neyt­inu, sendu bréf til baka á Banka­sýsl­una 21. des­em­ber þar sem til­laga hennar um að hefja sölu­með­ferð á Íslands­banka var sam­þykkt. 

Bjarni sagði við Morg­un­blaðið fyrr í þessum mán­uði að gera mætti ráð fyrir að virði eign­ar­hlutar rík­is­ins í Íslands­banka væri 130 til 140 millj­arðar króna. 

Það þýðir að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra reiknar með því að fá minna en eina krónu fyrir hverja krónu sem Íslands­banki á í eigið fé. 

Eigið fé rík­is­bank­ans 182,5 millj­arðar

Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 var hagn­aður Íslands­banka af áfram­hald­andi starf­semi 3,5 millj­arðar króna. Hagn­aður bank­ans hefur auk­ist þegar liðið hefur á árið, eftir að nauð­syn­leg­ar ­nið­ur­færsl­ur ­vegna COVID-19 höfðu verið teknar inn í reikn­ing hans, og var hagn­aður Íslands­banka á þriðja árs­fjórð­ungi til að mynda 3,1 millj­arður króna, eða einum millj­arði króna meiri en hann var á sama tíma í fyrra. 

Íslands­banki á mikið eigið fé. Í lok sept­em­ber var það 182,5 millj­arðar króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið þá var 22,2 pró­sent, sem er vel yfir kröfum Seðla­banka Íslands um 17 pró­sent eigið fé. Umfram eigið féð hleypur því á tugum millj­arða króna. Hluta þess væri hægt að greiða út til nýrra hlut­hafa þegar þeir taka við bank­an­um, og aðstæður til arð­greiðslna skap­ast að nýju. Það gæti orðið strax á árinu 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar