Bankarnir lána fyrirtækjum landsins nánast ekkert í miðjum heimsfaraldri

Íslenskir bankar eru fullir af peningum. Þeir peningar eru ekki lánaðir út til fyrirtækja. Bankarnir segja að það sé einfaldlega ekki eftirspurn eftir lánunum.

Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Auglýsing

Íslenska banka­kerfið lán­aði atvinnu­fyr­ir­tækjum lands­ins alls 809 millj­ónir króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins í nýjum útlán­um, að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðsl­u­m. 

Til sam­an­burðar lán­uðu bank­arnir tæp­lega 209 millj­arða króna til atvinnu­fyr­ir­tækja árið 2018, eða 258falt það sem þeir hafa lánað það sem af er ári. 

Í októ­ber­mán­uði voru upp­greiðslur og umfram­greiðslur atvinnu­fyr­ir­tækja 16 millj­örðum krónum umfram þá upp­hæð sem bank­arnir lán­uðu út í ný útlán og í síð­asta mán­uði voru ný útlán 19 millj­ónum krónum umfram það sem var greitt upp. 

Á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins lán­uðu bank­arnir sem ein­hverju nemur til atvinnu­fyr­ir­tækja í þremur þeirra. Í mars voru 16,2 millj­arðar króna lán­aðir út nettó, í ágúst 12,5 millj­arðar króna og í sept­em­ber átta millj­arðar króna. Hina mán­uði árs­ins hafa ný útlán annað hvort verið nei­kvæð eða hverf­and­i. 

Bankar með of mikið eigið fé

Skortur á nýjum útlánum er ekki til­kom­inn vegna þess að bank­arnir séu ekki með fé til­tækt til að lána. Í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins og kom til að mynda fram, í til­kynn­ingu frá banka­stjóra sem fylgdi með, að bank­inn væri með of mikið eigið fé. Ómögu­legt væri að ávaxta það í takt við mark­mið Arion banka. 

Auglýsing
Á upp­gjörs­fundi með blaða­mönnum sagði banka­stjór­inn, Bene­dikt Gísla­son, að lítil eft­ir­spurn væri eftir útlánum til fyr­ir­tækja þar sem mik­ill sam­­dráttur hafi orðið í fjár­­­fest­ingu einka­­geirans. Jafn­­framt sagði Bene­dikt bank­ann vinna með öðrum aðil­um, einkum stofn­ana­fjár­­­fest­um, þegar kæmi að fjár­­­mögnun fyr­ir­tækja enda væru þeir oft betur til þess fallnir að fjár­­­magna stærri fyr­ir­tæki. 

Hratt upp en enn hraðar niður

Mik­ill vöxtur var í útlánum inn­­láns­­stofn­ana lands­ins á upp­gangs­tímum síð­­­ustu ára. Um er að ræða, að upp­i­­­stöðu, útlán sem Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki, Arion banki og Kvika banki veita. 

Árið 2013 voru ný veitt útlán til atvinn­u­­fyr­ir­tækja 79,2 millj­­arðar króna. Ári síðar voru þeir 30 pró­­sent meiri og á árinu 2015 juk­ust þau um 52 pró­­sent. Ári síðar var heild­­ar­um­­fang nýrra útlána komið í 196,5 millj­­arða króna og hélst á því róli út árið 2018, þegar það topp­aði í 208,7 millj­­örðum króna.

Síðan þá hefur verið umtals­verður sam­­dráttur í nýjum útlán­­um. Í fyrra voru þau 107,8 millj­­arðar króna og nán­­ast helm­ing­uð­ust á milli ára. 

Í ár hefur síðan orðið eðl­is­breyt­ing og bank­­arnir grein­i­­lega haldið að sér höndum í útlánum í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir.

Aðgerðir Seðla­bank­ans skila litlu til fyr­ir­tækja

Seðla­­banki Íslands hefur gripið til ýmissa aðgerða vegna yfir­­stand­andi ástands sem ætti að nýt­­ast bönkum og við­­skipta­vinum þeirra. Sveiflu­­jöfn­un­­ar­­auki, við­bót­ar­kröfur á eigið fé fjár­mála­fyr­ir­tækja umfram lög­bundnar eig­in­fjár­kröf­ur, var afnumin sem losar veru­­lega um það eigið fé sem bank­­arnir þurfa að halda á og stýri­vextir voru lækk­­aðir úr 4,5 pró­­sentum niður í 0,75 pró­­sent, sem átti að skila miklu betri kjörum fyrir við­­skipta­vini banka. 

Seðla­­bank­inn sagði í Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti sínu sem kom út í júní að vaxta­­lækk­­un­­ar­­ferlið hafi hins vegar „ekki skilað sér alveg eins vel á inn­­láns- og útláns­vexti KMB [kerf­is­lega mik­il­vægir bankar] og sér­­stak­­lega hafa vextir nýrra útlána til fyr­ir­tækja lítið lækk­­að.“

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans ákvað að halda sveiflu­jöfn­un­ar­auk­anum á fjár­mála­fyr­ir­tæki í núll næstu þrjá mán­uði með ákvörðun sem var birt um miðjan des­em­ber. Ef mikil hætta er á þenslu getur Seðla­­bank­inn hækkað auk­ann til að koma í veg fyrir of mik­inn útlána­vöxt, en ef hætta er á sam­drætti getur bank­inn lækkað auk­ann til að efla útlána­­getu fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­anna.

Hættan á virð­is­rýrnun og gjald­­þrotum fer vax­andi

Fjallað var áfram um þessa þróun í nýjasta Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti Seðla­­banka Íslands, sem kom út í lok sept­em­ber­mán­að­­ar. Þar segir að sam­­dráttur í inn­­­lendum skuldum fyr­ir­tækja bendi til þess að aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­­­magni sé hugs­an­­lega tor­veld­­ara en áður, fyrst og fremst vegna auk­innar áhættu sem end­­ur­­spegl­­ast í hækk­­andi vaxta­á­lagi fyr­ir­tækja­út­­lána bank­anna. „Efna­hags­­sam­­drátt­­ur­inn og aukin óvissa vegna far­­sótt­­ar­innar hefur einnig dregið veru­­lega úr eft­ir­­spurn eftir lánum þar sem sam­hliða dregur bæði úr áhætt­u­­sækni fyr­ir­tækja og fram­­boði á arð­­bærum fjár­­­fest­ing­­ar­tæki­­fær­­um.“

­Seðla­­bank­inn sagði þar að hann teldi að skuldir fyr­ir­tækja sem nýta sér lána­úr­ræði stjórn­­­valda og fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja muni vaxa næstu mán­uði. „Mörg fyr­ir­tæki hafa orðið fyrir miklum tekju­­sam­drætti og munu fara skuld­­sett­­ari inn í þann efna­hags­bata sem vænta má þegar far­­sóttin verður um garð geng­in. Áhætta fyr­ir­tækja vegna vaxta­breyt­inga og/eða tekju­­falls eykst með auk­inni skuld­­setn­ingu. Lágt vaxta­stig styður þó við skuld­­sett fyr­ir­tæki að öðru óbreyttu og eykur sjálf­­bærni skuld­­setn­ing­­ar.“

Versn­andi útlána­­gæði lána­­stofn­ana end­­ur­­spegl­ist hins vegar í breyttu áhætt­u­mati og vax­andi virð­is­rýrnun á öðrum árs­fjórð­ungi. Enn sem komið er hafi aðeins lít­ill hluti útlána kerf­is­lega mik­il­vægra banka til fyr­ir­tækja verið færður á stig 3 sam­­kvæmt IFR­S-9-­­reikn­ings­skila­­stað­l­in­um, en við­­búið sé að það breyt­ist næstu mis­s­eri enda hafi orðið tvö­­­földun á kröf­u­virði útlána á stigi 2 og virð­is­rýrnun þeirra fimm­fald­­ast. „Hættan á enn frek­­ari virð­is­rýrnun og fjölgun gjald­­þrota fer vax­and­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar