Betri tíð

Nánast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða tekna. Engu máli virðist skipta hvar borið er niður, skrifar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Auglýsing

Horfur í þjóð­ar­bú­skapnum voru bjartar eftir mörg gjöful ár þegar bann­sett veiran kom og sneri öllu á haus í lok febr­ú­ar. Þessi óboðni gestur hefur varpað dökkum skugga á þjóð­lífið og leikið mörg grátt. Bless­un­ar­lega hafa inn­viðir sam­fé­lags­ins reynst nægi­lega sterkir til að halda far­aldr­inum í skefj­um, en það hefur kostað miklar fórn­ir.  

Slæmu frétt­irnar

Grund­völlur ferða­þjón­ustu, sem öðrum atvinnu­greinum fremur lyfti þjóð­inni úr öldu­dal banka­hruns­ins á undra­skömmum tíma, hvarf á einni nóttu án þess að nokkur fengi rönd við reist. Stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd fyrir aðgerðir eða aðgerða­leysi með réttu eða röngu. Þeirra hlut­verk er ekki öfunds­vert því flest sem gert er orkar tví­mælis og for­dæmi til að styðj­ast við eru eng­in. Eins og hendi sé veifað horfum við á blóm­leg fyr­ir­tæki án tekna og tugi þús­unda vinnu­fúsra handa án verk­efna. Höggið bitnar beint og óbeint á öllum rekstri, þó að enn séu í land­inu sterk fyr­ir­tæki, sem betur fer.

Auglýsing

Lands­fram­leiðsla dróst saman um meira en 10 pró­sent á þriðja fjórð­ungi árs­ins miðað við sama tíma­bil í fyrra. Ferða­þjón­ust­an, helsta upp­spretta gjald­eyr­is­tekna, var ekki svipur hjá sjón. Sam­drátt­ur­inn þar nam 77 af hundraði. Um er að ræða mesta sam­drátt í einu hag­kerfi í Evr­ópu. Dökkar tölur eru enn í spil­un­um.

Mót­vægið

Við­brögð við þreng­ing­unum hafa að mörgu leyti heppn­ast vel. En mót­væg­is­að­gerð­irnar hafa í för með sér að rík­is­sjóður þenst út, miklu meira en gengur upp til lengd­ar. Ríkið hefur þurft að taka lán fyrir þessum útgjöld­um. Áætlað er að sam­an­lagður halli rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta verði meira en 500 millj­arðar króna.

Gripið var til nauð­syn­legra úrræða á borð við greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti, hluta­bóta­leið, lok­un­ar­styrki og brú­ar­lán til fyr­ir­tækja. Tekju­falls­styrkjum verður útdeilt til ein­yrkja og smærri rekstr­ar­að­ila.

Starf­semi stærsta fyr­ir­tækis lands­ins, Icelanda­ir, hefur meira og minna verið í skötu­líki síðan ósköpin dundu yfir. Engum duld­ist á miðju ári að fyr­ir­tækið reri líf­róð­ur. Rík­is­á­byrgð á lána­línum var afar mik­il­væg fyrir hluta­fjár­út­boð­ið, sem ráð­ist var í. Und­ir­tektir fjár­festa voru þegar upp var staðið vonum fram­ar. Umfram­eft­ir­spurn var eftir hluta­bréfum og félagið komst fyrir vind.

Um miðjan nóv­em­ber kynnti rík­is­stjórnin svo aðgerðir sem hún kallar við­spyrnu fyrir Ísland. Þar má finna almennar og sér­tækar félags­legar aðgerðir og við­spyrnu­að­gerðir fyrir fyr­ir­tæki. Í þessum aðgerðum felst til dæmis að rekstr­ar­að­ilar sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 60 pró­sent tekju­falli geta fengið styrk úr rík­is­sjóði til að mæta rekstr­ar­kostn­aði.

Góðu frétt­irnar

Góðu frétt­irnar eru þær að bólu­setn­ing er þegar haf­in. Þar njótum við smæð­ar­inn­ar. Með sam­hentu átaki allra, sem við höfum svo oft náð í mót­byr, getum við bólu­sett stóran hluta þjóð­ar­innar á met­tíma.

Heil­brigð­is­kerfið hefur sannað sig, svo ekki verður um vill­st, í þessu risa­verk­efni og fram­lag einka­að­ila til þeirrar bar­áttu hefur skipt sköp­um. List­ir, menn­ing og íþróttir blómstra svo eftir er tekið um lönd og álf­ur. Ísland er í fremstu röð í jafn­rétt­is­mál­um, þótt auð­vitað þurfi að halda jafn­rétt­is­bar­áttu áfram. Hér ríkir bæði mál­frelsi og tján­ing­ar­frelsi og öfl­ugir fjöl­miðlar eru starf­rækt­ir.

Auglýsing

Ekki má gleyma inn­flytj­end­un­um, útlent fólk sem sest hefur að á Íslandi um lengri eða skemmri tíma setur mark sitt á þjóð­líf­ið. Það er ekki síst aðfluttu fólki að þakka að hjól sam­fé­lags­ins snú­ast á þessum erf­iðu tím­um. Lyk­il­stofn­anir eins og sjúkra­hús og hjúkr­un­ar­heim­ili eru mönnuð vinnu­fúsu fólki frá öllum heims­horn­um. 

Nán­ast hvergi á byggðu bóli ríkir meiri jöfn­uður en á Íslandi, hvort sem litið er til eigna eða tekna. Engu máli virð­ist skipta hvar borið er nið­ur. Ísland er öruggt land - hér er gott  að vera barn og full­orðin og allar for­sendur eru til að finna öllum vinnu­fúsum höndum verðug verk­efni. Þannig komumst við í gegnum þetta, reynsl­unni rík­ari.

Fram­tíðin

Verk­efni dags­ins er að þreyja þorrann, klára nauð­syn­legar bólu­setn­ingar og þannig tryggja að við getum umgeng­ist hvert annað eðli­lega. Getum hitt vini og fjöl­skyldu á manna­mót­um, farið á tón­leika, í bíó og leik­hús. Mætt í vinn­una, ferð­ast og stundað lík­ams­rækt. 

Þá tekur allt við sér og við komumst fljótt og örugg­lega upp úr þess­ari óvæntu kreppu, öfl­ugri en nokkru sinn­i. 

Bráðum kemur nefni­lega betri tíð.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­insStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit