Kannt þú að beygja kýr?

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem var að líða en hún segir að ef íslenskan eigi að halda velli þá verði hún að vera tungumál okkar allra hér á landi – og að hleypa þurfi öllum að og leyfa þeim að tala með sínu nefi.

Auglýsing

Þegar litið er yfir árið 2020 virð­ist ekk­ert annað kom­ast að nema COVID. Skilj­an­lega. Tím­inn milli jóla og nýárs, „milli áranna“ eins og það heitir á móð­ur­máli mínu, er þessi tími til að skoða og end­ur­skoða, velta fyrir sér hvort eitt­hvað nýtt, kannski eitt­hvað betra gæti komið með nýja árinu. Hvort við höfum ekki lært eitt­hvað og nú sé kom­inn tími til að láta reyna á.

Þegar COVID skall á sat þjóðin límd við skjá­inn klukkan 14 á hverjum degi. Þrí­eykið naut (for)­dæma­lauss trausts, það var ekk­ert sem við treystum þeim ekki fyrir og við vorum ekki svo hrædd, við vorum í öruggum höndum hjá þessum sér­fræð­ingum sem leiddu okkur í gegnum þetta. Þjóð­in? Nei, kannski ekki alveg. Ekki ef við skil­greinum þjóð­ina með þeim sem hér búa. Því þau sem töl­uðu ekki íslensku eða ekki nægi­lega mikið til að geta fylgst með sótt­varna­ráð­stöf­un­um, þau voru ekki með. Ótrú­legt en satt, þá var fyrst reynt að nota Google translate sem var ónot­hæft. Þegar alvöru þýð­ingar fóru af stað í mörgum tungu­málum var það vel gert en kannski aðeins of seint. Inn­flytj­endur höfðu misst af þessum glugga þar sem við hin vorum að byggja upp þetta traust með dag­legu áhorf­inu á blaða­manna­fund­inn. Aðal­á­herslan á að vernda gamla fólkið var kannski ekki í for­grunni hjá fólki sem á ekki eldri ætt­ingja hér. Inn­flytj­endur hér eru flestir ungir og eiga börn í grunn­skól­um. Og þar fengu þeir upp­lýs­ingar um að skól­unum hefði verið lokað heima en ekki hér. Ætti sem sagt ekki  að vernda börnin þeirra? Hvað var í gangi? For­eldrar af erlendum upp­runa kusu þá í miklu meiri mæli að senda börnin sín ekki í skóla í vor. Áhyggjur voru þá kannski mest vegna þessa hóps þar sem ekk­ert for­eldri talar íslensku og var þar af leið­andi í erf­ið­ara stöðu við að styðja barnið sitt heima í nám­inu.

Hvernig stendur á þessu, hvað greinir að?

Vendi­punkt­ur­inn minn í ár er þessi: Hver er fram­tíð íslensks sam­fé­lags ef það skipt­ist í tvennt milli fólks sem talar íslensku og fólks sem talar ekki íslensku, hvaða áhrif hefur það á sam­fé­lags­þró­un, lífs­gæði, tæki­færin í líf­inu?

Mikið og oft er rætt um ógn við íslenska tungu, fólk hefur áhyggjur af því að íslenskan hrapi í mik­il­vægi eða tap­ist jafn­vel. Á tveimur víg­stöðum er bar­áttan brött – á níunda ára­tugnum var frjálsu mark­aðs­öfl­unum leyft að spara með því að sleppa að íslenska tölvu­tækn­ina og tölvu­leik­ina. Þessi ógn hefur ekk­ert með inn­flytj­endur að gera – enda hef ég ekki heyrt ung­linga á mínu heim­ili sletta mikið á pólsku. Þetta olli því hins vegar að börn á Íslandi eru í dag, á mál­töku­skeiði og fram á ung­lings­ald­ur, ekki nægi­lega mikið í íslensku­mæl­andi umhverfi, því þau eru að leika sér á ensku. 

En svo er annar víg­völlur þar sem við erum við það að tapa, við stöndum frammi fyrir þeirri ógn að hafa hér ekki lengur eitt sam­fé­lag sem getur talað saman á sama tungu­máli. Og þessi ógn stafar af því að inn­flytj­endum er í raun haldið frá íslensku­mæl­andi sam­fé­lagi.

Auglýsing

Og hvar er vand­inn? Ein­fald­ast er kannski að byrja á því hvar vand­inn er ekki. Það vantar ekki endi­lega áhuga hjá inn­flytj­end­um, en ég þori að full­yrða að fáir flytji hingað stað­ráðnir frá byrjun að læra aldrei íslensku. Eins og fram kom i Frétta­blað­inu þann 28. októ­ber sl. hefur verið slegið nýtt met í aðsókn inn­flytj­enda í íslensku­kennslu hjá Retor fræðslu. Því miður end­ur­spegl­ast það ekki í auknum fram­lögum frá rík­inu, hækkun milli ára í úthlutun til íslensku­kennslu var nákvæm­lega 0 krónur og hafði þar áður nokkurn veg­inn staðið í stað í 10 ár, hefur hvorki fylgt fjölgun inn­flytj­enda né vísi­tölu neyslu­verðs. 

Önnur ein­föld skýr­ing er að benda á náms­fram­boð. Sam­kvæmt rann­sókn Háskól­ans á Akur­eyri frá 2019 er meiri­hluti inn­flytj­enda ósáttur við fram­boð á íslensku­námi, en Markus Meckl, pró­fessor við félags­vís­inda­deild HA, bendir þar sér­stak­lega á að hér vanti gæða­við­mið og menntun kenn­ara í íslensku sem annað mál.

Góð­sögnin um íslensku

Fyrir sumt fólk er vissu­lega mjög erfitt að læra íslensku, kannski vegna móð­ur­máls­ins sem er mjög frá­brugð­ið, vinnu­á­lags eða mennt­un­ar­stigs. En þetta skýrir samt ekki allt. Nú fer ég kannski yfir strikið ef ég þori að and­mæla goð­sögn­inni að íslenska sé erf­ið­asta tungu­mál í heimi. Margir halda því fram með ákveðnu stolti eins og það sé ákveðin upp­hefð fólgin í því að þeim tókst að læra það og eng­inn annar gæti það. Þegar maður seg­ir: Nei, eig­in­lega ekki, mér fannst miklu erf­ið­ara að læra t.d. rúss­nesku virð­ist fólkið stundum næstum því móðg­að. Íslenskan er að vissu leyti erfið fyrir fólk með ensku sem móð­ur­mál vegna flækju­stigs í beyg­ing­ar­kerf­inu, en það er á svip­uðu flækju­stigi og t.d. mörg slav­nesk mál. Íslenskan er ekki endi­lega erf­iðust, en hún er kannski ekki eins aðgengi­leg og mörg önnur tungu­mál. Hún birt­ist manni hvergi nema  hér á landi, það talar hana nán­ast eng­inn utan landstein­anna. Ekki allt efni, ekki síst í staf­ræna heim­inum er til á íslensku, sama gildir um náms­efni í fram­halds- og háskól­u­m. 

Mörg fyr­ir­tæki leggja sig mikið fram að kenna starfs­fólki sínu íslensku sem er frá­bær fjar­fest­ing í þágu allra, við­skipta­vina, starfs­fólks­ins og fyr­ir­tæk­is­ins. En við sjáum líka mik­inn launa­þjófn­að. Gæti verið að ein­hverjir sjái kannski ekki hags­muni sína í því að starfs­fólk þeirra læri íslensku og gæti þar með haft betri aðgang að upp­lýs­ingum um rétt­indi sín eða myndað tengsl við Íslend­inga sem gætu sýnt þeim stuðn­ing? Verðum við ekki að spyrja okkur hverjir græða á því að halda inn­flytj­endum utan sam­fé­lags­ins, utan þeirra lífs­gæða sem Ísland hefur að bjóða? Viljum við kannski hafa þetta svona, þarna er fólk á lágum laun­um, sem er ein­angrað frá hin­um, gerir engar kröf­ur, hefur hingað til verið að stærstum hluta á vinnu­mark­aðn­um, á besta aldri og bara að vinna og kostar sam­fé­lagið ekki mik­ið, hvorki heil­brigð­is­kerfið né almanna­trygg­ingar og kvartar ekki einu sinni?

Ég veit um mörg sem hafa búið hér árum saman án þess að tala íslensku, en hafa á þeim tíma sem þau hafa búið hér lært bjag­aða ensku. Sum þeirra telja jafn­vel að það sem mundi bæta lífs­gæði sín væri að bæta ensku­kunn­átt­una. Og það er kannski rétt! Þegar maður lærir aðeins betri ensku getur maður strax fengið aðeins betra starf. En þegar fólk leggur á sig jafn­vel þriggja ára háskóla­nám í íslensku en fær samt ekki virki­lega gott starf, til hvers þá?

Raun­veru­leik­inn fyrir suma inn­flytj­endur er ein­fald­lega sá að þau þurfa ekki á íslensku að halda. Og ef hvat­inn er eng­inn þá lærir fólk ekki. 

Tví­skipt­ing sam­fé­lags­ins

Þannig að sam­fé­lagið er orðið tví­skipt. Ekki samt ein­fald­lega Íslend­ingar og útlend­ing­ar. Í þeim hópi sem nýtur þeirra gæða sem íslenskt sam­fé­lag hefur fram að færa eru nefni­lega margir inn­flytj­endur sem hafa lært tungu­mál­ið, fengið góð störf og við­ur­kenn­ingu á menntun sinni.

Svo er hinn hóp­ur­inn ekki heldur eins­leit­ur, þarna er til að mynda vel menntað fólk sem mætti kalla heims­horn­arflakk­ara eða expats, fólk sem dvelur hér og talar góða ensku í sam­ræmi við lífsmáta sinn, þau eiga vini sem tala ensku við þau og eru í störfum þar sem enskan dug­ar. Þau njóta lífs­ins og kom­ast af án þess að læra tungu­málið og lái þeim hver sem vill. Það getur verið skemmti­legt og gef­andi að eyða nokkrum árum í útlönd­um, njóta lífs­ins og gefa af sér í gegnum skap­andi störf og sam­töl. Getum kannski hugsað til Íslend­inga sem vinna í nokkur ár í Dúbaí í slíku umhverfi, þeir læra að vísu aldrei arab­ísku, en ann­ars getur þetta verið gef­andi tíma­bíl í lífi þeirra. 

Ég hef velt þessu fyrir mér lengi. Hver er ég til að dæma þetta fólk í ein­hvers konar íslensku-­for­ræð­is­hyggju? En nið­ur­staðan var samt, jú, það má hafa áhyggjur af þess­ari þró­un. Til að mynda ef þeir sem hafa alla burði til þess að læra íslensku, mennt­un, tíma, tæki­færi og getu, gera það ekki, nota sína for­rétt­inda­stöðu ekki til þess að byggja brýr og hjálpa sam­fé­lag­inu að sjá inn­flytj­endur sem „líf­ræn­an“ hluta af sam­fé­lag­inu, hvernig getum við þá kraf­ist þess af þeim sem hafa ekki slíkar mögu­leika? Því eitt er víst: Ef útlenskur sér­fræð­ingur með ensku að móð­ur­máli býr hér í 20 ár án þess að tala íslensku þá truflar það svo sem eng­an. En þegar ég vann í túlka­þjón­ustu hafði ég varla tölu á því hversu oft var spurt hvort ein­hver sjúk­lingur sem hafði búið hér í 10 ár, kannski eldri, ólæs kona af asískum upp­runa, hefði ennþá rétt að fá túlk í lækn­is­heim­sókn. Hún fær nefni­lega ekki sama umburð­ar­lyndi.

Ég efast um að margir taki þessa ákvörðun að læra ekki íslensku. Langoft­ast ger­ist það bara. Það er í lagi í byrjun og ef allt virkar sæmi­lega, þá venst það. Íslend­ingar eru yfir­leitt umburð­ar­lyndir og vilja vera svo miklir heims­borg­ar­ar. Nánir vinir eða makar reyna að hlífa þessu fólki frá því að þurfa að gang­ast í gegnum þetta erf­iða, stundum nið­ur­læg­andi tíma­bil, þegar maður stígur sín fyrstu skref í nýju tungu­máli. Það getur nefni­lega verið óþægi­legt fyrir full­orðna mann­eskju þegar hún upp­lifir að fólk talar niður til henn­ar, að geta ekki tjáð þær flóknu hugs­anir sem hún hef­ur. En til langs tíma þá gerum við þessu fólki ekki greiða! Þvert á móti: Við höldum því fast á hlið­ar­lín­unni, sem skapar úti­lokun til langs tíma. Því það kemur alltaf að því að ein­hver talar ekki ensku við þau. Þegar liður á kvöldið og fólk byrjar að gleyma sér í boð­inu. Eða þegar börnin koma heim með vini úr skól­an­um, getur útlenska for­eldrið þá gert kröfu að þau tali ensku sam­an? Og ef ekki, hvernig liður öllum með þetta? Jafn­vel þótt við viljum sjá börn af erlendum upp­runa ná betri árangri í íslensk­unni en raunin er, þá eru þau samt yfir­leitt fljót­ari að ná tökum á nýju tungu­máli. Og eins og ég þekki vel frá tyrk­neskum vinum mínum í Þýska­landi þá getur það verið yfir­þyrm­andi ábyrgð á herðum barna að þurfa að vera þetta milli­stykki milli for­eldra sinna og sam­fé­lags­ins. Alltaf í vörn, alltaf að reyna að miðla, að sætta aðila sem tala ekki sam­an.

En ábyrgðin er líka hjá okkur öll­um. Við gerum illt verra með því að skipta alltaf yfir á ensku þrátt fyrir að ein­hver reyni að tala íslensku. Með þessu erum við að fæla fólk frá því að læra íslensku því það það fær ekki tæki­færi að æfa sig. En alvar­legra er kannski hvaða skila­boð við sendum með þessu: Þú verður hvort sem er aldrei nógu góð­ur, þú átt ekki heima hér, þú til­heyrir ekki mínum hópi. Ekki einu sinni að reyna það. 

Svo mætum við eig­in­lega alltaf bara fólki sem virð­ist að tala íslensku full­kom­lega, kannski höldum við að annað megi ekki. En ef íslenskan á að halda velli, þá verður hún að vera tungu­mál okkar allra hér, þá þarf að hleypa öllum að og leyfa þeim að tala með sínu nefi. Það þarf að styðja miklu betur við frek­ari íslensku­kennslu inn­flytj­enda, ekki senda þá bara á byrj­enda­nám­skeið og segja svo „good for you“.

Og hvernig var aftur með að kunna að beygja kýr? 

Minnsta mál segi ég: „Belja, um belju, frá belju, til belju“.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit