Mynd: Northstack

Það skiptir því ekki máli í fjarvinnu hvort þú sért í fjögurra eða 4.000 kílómetra fjarlægð

Kevin Laws, framkvæmdastjóri AngelList, flutti ásamt fjölskyldu sinni til Íslands liðið sumar til að dvelja hér um þriggja mánaða skeið. Kjarninn, í samstarfi við Northstack, ræðir við fólk á sviði tækni og hugvitsdrifinna atvinnugreina.

Kevin Laws, fram­kvæmda­stjóri Ang­elList, var Covid-19 flótta­maður á Íslandi. Hann flutti hingað ásamt konu sinni og tveimur börnum þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Ang­elList er fyr­ir­tæki sem á rætur að rekja til Kís­ildals­ins og heldur utan um og ein­faldar fjár­fest­ingar í sprota­fyr­ir­tækjum fyrir engla­fjár­festa og sjóði. Vinnu­dagur Kevin, sem vinnur á Vest­ur­strand­ar­tíma, hefst um það leyti þegar við hin byrjum að leiða hug­ann að því að hvað eigi að vera í kvöld­mat­inn. Þau komu til Íslands um miðjan júlí og ætl­uðu að dvelja hér í sex mán­uði en fóru af landi brott í októ­ber, bæði því þau gátu ekki fengið vega­bréfs­á­rit­un­ina sína fram­lengda og vegna þess að börnin þurftu að fara aftur í skól­ann. Nokkrum vikum eftir spjallið okk­ar, til­kynnti rík­is­stjórnin um aðgerðir til að gera erlendum sér­fræð­ingum kleift að koma til Íslands og vinna héðan fjar­vinnu í allt að sex mán­uði.

Það að flytj­ast tíma­bundið búferlum til Íslands var að sögn Kevin nokkuð rysj­ótt ferli. „Við rákum okkur sér­stak­lega á þrennt. Það fyrsta var bara að kom­ast hingað vegna ferða­tak­mark­ana. Bala Kam­allakharan bauð mér að koma. Ég spurði hvort ég mætti taka fjöl­skyld­una mína með. Hann tal­aði við stjórn­völd og þau sögðu já. Það tók nokkrar vikur en á end­anum fengum við öll vega­bréfs­á­rit­un. Það var fyrsta hindr­unin sem við rák­umst á. Við gátum ekki bara ákveðið að koma. Næsta var ferða­lag­ið. Planið var að keyra til Seattle og fljúga þaðan en flugið var fellt niður vegna ferða­tak­mark­ana. Ég þurfti að fara um Boston til að kom­ast til Íslands. Og þú þarft að fara mjög var­lega í ferða­lögum á tímum Covid.” Það þriðja var að fá kenni­tölu. „Þú þarft ekki kenni­tölu ef þú kemur hingað til þess eins að skoða ein­hverja fossa. En þegar ég ætl­aði að skrá strák­inn í fót­bolta var kennitala það fyrsta sem ég var beð­inn um. Það er ekki ólög­legt að gera þetta án kenni­tölu, en það flækir hlut­ina að vera án henn­ar. Allir eru með kenni­tölu því hún er auð­veld leið til auð­kenn­ing­ar. Ég get ekki opnað banka­reikn­ing, ég gat ekki tekið bíl á rekstr­ar­leigu – það að leigja bíl er stór­kost­lega dýrt en rekstr­ar­leiga er ótrú­lega ódýr. Ég þurfti að finna út úr þessu öllu, sem gerði allt miklu flókn­ara,“ segir Kevin.

Úr 195 löndum niður í eitt

En þú ákvaðst samt að koma.

„Já! Hin hliðin er að Íslend­ingar hafa upp til hópa verið mjög gest­risnir og hjálp­samir við að finna lausnir á kenni­tölu­vanda mín­um. Íþrótta­fé­lagið sagði stráknum mínum bara að byrja að mæta á æfingar og að minnsta kosti fjórir hafa boð­ist til að leigja mér bíl­inn sinn ef ég lofa að klessu­keyra hann ekki. Það hefur þannig verið virki­lega auð­velt að aðlag­ast og finna lausnir á áskor­un­un­um. Það hefur verið gott að vera hérna.

Hvers vegna varð Ísland fyrir val­inu?

Auglýsing

„Það fyrsta sem ég gerði þegar far­ald­ur­inn skall á var að leggja mitt af mörkum í nær­sam­fé­lag­inu, en það var eng­inn opin­ber aðili að sam­ræma það sem við vorum að gera. Ang­elList er ekki að fram­kvæma Covid próf eða búa til öpp til smitrakn­ing­ar. Svo eftir að hafa verið leiður í viku byrj­aði ég að skoða hvaða staðir myndu koma vel út ef maður tekur fjar­lægðir út úr jöfn­unni því allir eru hvort sem er á Zoom. Áður skipti máli hvar fólk var. Við erum á þessu kaffi­húsi og hér gætir þú rek­ist á ein­hvern og eitt­hvað gæti komið úr því. Ef við erum hvort eð er að tengj­ast á Zoom þá skiptir fjar­lægðin ekki máli. Ég fór þess vegna að skoða staði sem eru fjar­lægir, en samt með hátt mennt­un­ar­stig og nýsköp­un­ar­sinn­að­ir. Svo skoð­aði ég hvernig þeir staðir voru að takast á við Covid, því ef far­ald­ur­inn geis­aði þar líka væru þeir í reynd lok­að­ir. Það leiddi til þess að ég skoð­aði Nýja Sjáland, Taí­van og Ísland. Af þessum þremur voru tvö þeirra búin að loka land­inu, svo Ísland var í raun eina landið sem var að leysa vanda­málið á þann hátt að það hent­aði mér, því deCode var að prófa fólk, hér er gott heil­brigð­is­kerfi og það voru próf­anir við landa­mær­in. Það fækk­aði mögu­leik­unum um hvert við færum úr 195 í einn. Það var málið með Ísland. Þá fór ég að tala við fólk um hvað ég gæti gert hérna, og þar sem Ang­elList vinnur með sprotum vildi ég vinna með sprota­fyr­ir­tækj­um. Þannig komst ég í sam­band við Bala.“

Held­urðu að þetta gæti orðið og yrði raun­hæfur kostur fyrir fólk - að ein­fald­lega standa upp og fara?

„Já. Ekki spurn­ing. Þetta er eitt­hvað sem fólk, sér­stak­lega fólk í San Francisco, skilur ekki. Það er frekar alvar­legt Covid-á­stand þar, um það bil tífalt verra en hér. Fólk í tækni­geir­anum er því hvort eð er að vinna að heim­an. Þú færð allt sent heim. Það eina er að þú mátt ekki fara út úr húsi. Þannig skiptir því ekki máli ef þú ætlar að vinna í fjar­vinnu hvort þú sért í fjög­urra eða 4.000 kíló­metra fjar­lægð. Svo spilar inn í að ég elska að fara til nýrra landa og dvelja þar svo mán­uðum eða árum skipt­ir. Ég get það eig­in­lega ekki eins mikið núna því börnin mín eru á ung­linga­stigi í skóla. Þau myndu finna mig í fjöru ef ég kippti þeim úr skóla í heilt ár. En núna eru þau í fjar­námi hvort eð er - þau eru í skól­anum akkúrat núna - þannig að það skiptir ekki máli fyrir þau að vera í 4.000 kíló­metra fjar­lægð frá skól­an­um. Ég geri ráð fyrir að margt fólk geri þetta. Ég hef meira að segja hitt fólk hérna sem hefur farið í gegnum Y-Comb­inator og fullt af fólki sem vinnur fyrir Google og Apple. Þetta er fólk sem er að finna út úr þessu upp á eigin spýt­ur, að finna út hvernig þau geta kom­ist hing­að.“

Ekki hægt að fjar­stýra fyr­ir­tæki frá Íslandi

Þannig að það er hálf­gert huldu­sam­fé­lag erlendra sér­fræð­inga hérna?

„Ég myndi ekki segja að það væri neitt sér­stak­lega hul­ið. Það birt­ist bara nýlega. Þegar ég kom hingað fór fólk í Banda­ríkj­unum að benda mér á fullt af sam­löndum mínum sem fluttu hingað og kynna mig fyrir þeim, sem kynntu mig svo fyrir enn fleira fólki, bæði Íslend­ingum og fólki ann­ars staðar að úr heim­in­um. Þannig hitti ég fullt af fólki.“

„Þú þarft ekki kennitölu ef þú kemur hingað til þess eins að skoða einhverja fossa. En þegar ég ætlaði að skrá strákinn í fótbolta var kennitala það fyrsta sem ég var beðinn um.“
Mynd: Aðsend

Held­urðu að þetta hald­ist svona þegar við náum tökum á far­aldr­in­um, eða allt fari aftur í fyrra form?

„Það veltur á ýmsu. Það er hluti sem mun breyt­ast til baka. Ég gæti ekki gert þetta og flutt hingað ef það væri aftur líf á skrif­stof­unni. Ég get ekki stýrt fyr­ir­tæk­inu í fjar­vinnu ef allir aðrir eru á skrif­stof­unni og börnin þurfa að fara aftur í skóla. Þannig ég mun fara til baka eftir far­ald­ur­inn. En það sem mun hald­ast er það að ég er búinn að kynn­ast 40 manns í nýsköp­un­ar­um­hverf­inu á Íslandi á einum mán­uði, sem eru núna teng­ing­ar. Ég hef áhuga á því sem þau eru að gera, ég mun tengja þau á svæð­inu í kringum San Francisco. Það tengsla­net mun klár­lega hald­ast og styrkj­ast. Ég geri ekki ráð fyrir að missa sam­bandið þó þau séu langt í burtu. Þá verður fjar­lægðin bara í hina átt­ina.”

Teiknum upp sviðs­mynd þar sem heim­ur­inn kemst aftur í samt horf. Mynd­irðu íhuga að leyfa fólk­inu sem vinnur fyrir þig að vinna fjar­vinnu eða að heiman nokkra daga, nokkrar vikur eða jafn­vel nokkra mán­uði í einu og vinna jafn­vel hvaðan sem er í heim­in­um?

„Ekki spurn­ing. Í fyrsta lagi hefur slatti af fyr­ir­tækjum - þar með talið okkar - gert þetta nú þeg­ar. Jafn­vel þó þau viti ekki hvenær heims­far­aldr­inum líkur og hvenær bólu­efni kemur höfum við gefið út að vera í fjar­vinnu að minnsta kosti fram á sum­arið 2021. Ástæðan fyrir því er að fólk þarf að finna út úr því hvar þau ætla að vera út skóla­ár­ið. Svo þó að fólk geti komið aftur fyrr, þurfa þau ekki að koma aftur fyrr en júlí eða ágúst. Mörg fyr­ir­tæki á svæð­inu í kringum San Francisco eru að gera þetta. Hitt er að nokkur fyr­ir­tæki sem ég þekki, þar á meðal eitt í eigna­safn­inu okk­ar, Prod­uct Hund, hafa ákveðið að hætta alveg með skrif­stofu.“

Það er kostn­aður sem er alveg hægt að losa sig við.

„Ná­kvæm­lega. Helm­ing­ur­inn af starfs­fólk­inu þeirra var þegar að vinna fjar­vinnu, svo þeim fannst bara betra að losa sig við skrif­stof­una og vera fyrst og fremst fjar­vinnu­fyr­ir­tæki. Prod­uct Hunt er með frá­bært fólk í Frakk­landi, Búlgar­íu, Ind­landi - úti um allt. Ég veit ekki hvort þetta muni henta fyrir öll fyr­ir­tæki. Það fer eftir á hvaða stigi þau eru og hvernig þau útfæra það, en fyrir mörg fyr­ir­tæki mun þetta vera raun­hæfur val­mögu­leik­i.“

Auglýsing

Það eru engar til­vilj­anir á Zoom

Hver er helsti ókost­ur­inn við að vera ekki saman á skrif­stof­unni?

„Þetta er erfitt ástand fyrir til­tekna teg­und verk­efna. Þetta hefur eitt­hvað með ákefð að gera sem ger­ist bara í per­sónu. Þú getur til dæmis séð að ég er spenntur fyrir þessu sam­tali. Ég væri ekki svona spenntur ef við værum að tala saman á Zoom. Það er bara eitt­hvað við þessi sam­skipti sem eiga sér stað í per­sónu og teng­ing­una sem er svo dýr­mætt fyrir verk­efni þegar þau eru á frum­stigi eða að kom­ast á legg. Þetta hefur meira að segja verið rann­sak­að. Þessar til­vilj­ana­kenndu teng­ingar eru líka svo mik­il­væg­ar. Þessar handa­hófs­kenndu teng­ingar verða ekki á Zoom. Þær verða þegar ég hitti þig og við hittum hinn og þennan sem ég hitti svo aftur á morg­un. Það krefst þess að maður sé á staðn­um. Þess vegna held ég að það séu tveir hópar af fólki sem hafa áhuga á að flytja hing­að. Annar þeirra eru sprota­fyr­ir­tæki sem eru á þeim stað að verða að geta hist til að vinna sam­an. Hinn eru til dæmis verk­fræðingar sem eru hvort eð er í fjar­vinnu. Ég er í seinni hópn­um, jafn­vel þótt ég starfi ekki sem verk­fræð­ingur leng­ur. Ég get í raun­inni verið hvar sem ég vil.“

Hvað kom þér mest á óvart þegar þú komst hing­að?

„Tvennt, aðal­lega. Ég kom hingað einu sinni sem ferða­maður og það að flytja hingað er allt annar leik­ur. Und­an­farin tíu ár hafa Íslend­ingar lagt algjöra áherslu á komur ferða­manna. Það er ekk­ert mál að koma hingað sem ferða­mað­ur. En um leið og ég reyndi að skjóta rótum var fólkið mjög hjálp­legt en kerfið gerir ekki ráð fyrir að maður skjóti rót­um. Það kom mér á óvart, í ljósi þess hvað það er auð­velt að koma hingað sem ferða­mað­ur. Ég gat ekki bara gúgglað vanda­málin mín og fundið lausnir við þeim á svip­stundu. Ég var mjög feg­inn að finna hvað Íslend­ingar eru opnir og hjálp­sam­ir. Ekk­ert var ómögu­legt, það tók bara stundum dálít­inn tíma,“ segir Kevin og brosir hlý­lega.

Auglýsing

„Hitt var að sjá hvað það var sem sprota­fyr­ir­tæki hér á landi þörfn­uð­ust hvað mest. Ég hef talað um mik­il­vægi þess að hafa gott tengsla­net. Það er vegna þess að ég hef fundið það á sprota­fyr­ir­tækj­unum hérna. Mér datt ekki til hugar að það gæti verið vanda­mál. Þú teng­ist mjög auð­veld­lega inn í íslenskt sprotaum­hverfi vegna þess að margt fólk á sam­eig­in­legar teng­ingar að utan. En ég rak mig á að það var það helsta sem íslensk sprota­fyr­ir­tæki lentu í vand­ræðum með. Öll sprota­fyr­ir­tæki eiga erfitt með að afla pen­inga og finna gott fólk. Það eru eðli­leg sprota­vanda­mál. En að eiga í vand­ræðum með að finna rétta fólkið til að tala við er óeðli­legt sprota­vanda­mál, sér­stak­lega fyrir ein­hvern sem kemur úr Kís­ildaln­um. Á Íslandi get­urðu haft sam­band við alla á Íslandi gegnum einn eða tvo milli­liði. Það sama á við í Kís­ildaln­um. En það á ekki við milli Íslands og Kís­ildals­ins og öfugt. Þessi skortur á teng­ingum kom mér á óvart.“

Sprota­heim­ur­inn ekki núllsummu­leikur

Undir lok sam­tals okkar ræddum við hvernig Kevin ætl­aði að verja síð­ustu vikum sínum á Ísland­i. 

„Ég vil nýta þær til að búa til eitt­hvað sem end­ist fyrir sprotaum­hverfið hérna. Ég veit ekki ennþá hvað það verð­ur. Kannski verður það að vinna að því að erlendir sér­fræð­ingar geti unnið hérna í fjar­vinnu þannig að það sé stöðugra flæði af fólki hing­að. Kannski vinn ég að því að hjálpa hópum í umhverfi sprota­fyr­ir­tækja að tengj­ast. Ég er að leita að ein­hverju í þessa veru. Ég vil finna eitt­hvað hæfi­lega stórt verk­efni sem ég get unnið að þann tíma sem ég verð hér. Þetta vekur áhuga minn. 

Ang­elList er fyr­ir­tæki sem er knúið af hug­sjón­um. Við höfum sett pen­inga á fyrstu stigum í helm­ing­inn af öllum tækni­sprotum á þeim mörk­uðum sem við störfum á. Þannig að þetta teng­ist fyr­ir­tæk­inu mínu, en það þarf ekki að vera bein teng­ing. Ef við getum hjálpað við að hvata sprotaum­hverfið hérna, þá er ég sátt­ur. Þetta er ekki allt gert af óeig­in­gjörnum hvötum - þetta er í okkar hag líka - en við viljum huga að því að hér séu fleiri sprota­fyr­ir­tæki og að þeim vegni enn bet­ur.“

Auglýsing

Það er einn þeirra hluta, sem mér sem er með bak­grunn í öðru en sprota­heim­inum finnst mjög heill­andi. Nýsköp­un­ar­um­hverfið er ekki núllsummu­leik­ur. Þegar fyr­ir­tækin verða betri og sterk­ari og vist­kerfið er betra, græða all­ir.

„Ég gæti talað um það í marga klukku­tíma. Það er upp­á­haldið mitt við sprota­geir­ann. Ég hef hjálpað sumum fyr­ir­tækjum mjög mik­ið, og hefur líka verið umb­unað vel fyrir það. En það sem er áhuga­vert er að það er ekki endi­lega línu­leg teng­ing þar á milli. Ég gæti til dæmis verið að vinna með einu sprota­fyr­ir­tæki. Einn úr því fyr­ir­tæki færi svo seinna að vinna í öðru fyr­ir­tæki og þyrfti á klukku­tíma frá mér að halda til að fá teng­ingu við annan aðila. En þannig fengi ég ráð­gjafa­hluti í félagi sem síðar gæti náð góðum árangri. Þetta er það sem ég elska. Það er ekki hægt að sitja og pæla í hvernig er hægt að græða sem mest á þessum bransa, við bara hjálpum hvert öðru. Og það virkar þegar fyr­ir­tækj­unum vegnar vel. Það er það sem ég elska við þennan bransa. Ef þitt eðli er að vera hjálp­samur þá er þetta einn af fáu geir­unum sem þér mun ekki líða eins og það sé verið að nota þig. Það gengur upp til lengri tíma lit­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGunnar Dofri Ólafsson
Meira úr sama flokkiViðtal