Hlutabótaleiðin framlengd út maí

Ein stærsta mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar við kreppunni hefur verið framlengd og geta því starfsmenn í tímabundið skertu starfshlutfalli fengið atvinnuleysisbætur til og með 31. maí.

1. maí 2019
Auglýsing

Stjórn­völd hafa ákveðið að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, sem felur í sér rétt til greiðslu atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­enda, til og með 31. maí. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem birt­ist á vef félags­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrr í dag. 

Ef kostn­aður vegna almennra atvinnu­leys­is­bóta er frá tal­inn er hluta­bóta­leiðin lang­dýrasta aðgerðin sem stjórn­völd hafa ráð­ist í til þess að bregð­ast við efna­hag­skrepp­unni sem fylgdi heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­inga­síðu stjórn­ar­ráðs­ins var búist við að 34 millj­örðum króna yrði varið í greiðslu hluta­bóta í fyrra, en alls hefur rúmur 21 millj­arður verið greiddur úr rík­is­sjóði vegna úrræð­is­ins.

Auglýsing

Fjöldi starfs­manna á hluta­bótum náði hámarki í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vor, en í maí fengu tæp 33 þús­und manns greitt vegna skerts starfs­hlut­falls. Mán­að­ar­legur fjöldi minnk­aði þó hratt í sumar og náði að með­al­tali aðeins rúmum þremur þús­undum yfir júlí, ágúst og sept­em­ber. 

Á síð­ustu þremur mán­uðum hefur fólki á hluta­bótum þó fjölgað aft­ur, en þá hefur að ­með­al­tali fimm þús­und manns nýtt sér úrræð­ið. Þró­un­ina má sjá hér að neð­an, en í des­em­ber fengu 5.450 ein­stak­lingar hluta­bæt­ur. 

Heimild: Stjórnarráðið

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu munu atvinnu­leit­endur fá greidd 6% af grunnatvinnu­leys­is­bótum með hverju barni til og með 31. des­em­ber 2021 en áður gilti úrræðið til 31. des­em­ber 2020. 

Áætl­aður heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna breyt­ing­anna er 6,7 millj­arðar kr. Þar af fara 6 millj­arðar króna í fram­leng­ingu á hluta­bóta­leið­inni og 700 millj­ónir króna í fram­leng­ingu á hækkun á greiðslum til atvinnu­leit­enda vegna barna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent