Hlutabótaleiðin framlengd út maí

Ein stærsta mótvægisaðgerð ríkisstjórnarinnar við kreppunni hefur verið framlengd og geta því starfsmenn í tímabundið skertu starfshlutfalli fengið atvinnuleysisbætur til og með 31. maí.

1. maí 2019
Auglýsing

Stjórn­völd hafa ákveðið að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, sem felur í sér rétt til greiðslu atvinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­enda, til og með 31. maí. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem birt­ist á vef félags­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrr í dag. 

Ef kostn­aður vegna almennra atvinnu­leys­is­bóta er frá tal­inn er hluta­bóta­leiðin lang­dýrasta aðgerðin sem stjórn­völd hafa ráð­ist í til þess að bregð­ast við efna­hag­skrepp­unni sem fylgdi heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­inga­síðu stjórn­ar­ráðs­ins var búist við að 34 millj­örðum króna yrði varið í greiðslu hluta­bóta í fyrra, en alls hefur rúmur 21 millj­arður verið greiddur úr rík­is­sjóði vegna úrræð­is­ins.

Auglýsing

Fjöldi starfs­manna á hluta­bótum náði hámarki í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vor, en í maí fengu tæp 33 þús­und manns greitt vegna skerts starfs­hlut­falls. Mán­að­ar­legur fjöldi minnk­aði þó hratt í sumar og náði að með­al­tali aðeins rúmum þremur þús­undum yfir júlí, ágúst og sept­em­ber. 

Á síð­ustu þremur mán­uðum hefur fólki á hluta­bótum þó fjölgað aft­ur, en þá hefur að ­með­al­tali fimm þús­und manns nýtt sér úrræð­ið. Þró­un­ina má sjá hér að neð­an, en í des­em­ber fengu 5.450 ein­stak­lingar hluta­bæt­ur. 

Heimild: Stjórnarráðið

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá félags­mála­ráðu­neyt­inu munu atvinnu­leit­endur fá greidd 6% af grunnatvinnu­leys­is­bótum með hverju barni til og með 31. des­em­ber 2021 en áður gilti úrræðið til 31. des­em­ber 2020. 

Áætl­aður heild­ar­kostn­aður rík­is­sjóðs vegna breyt­ing­anna er 6,7 millj­arðar kr. Þar af fara 6 millj­arðar króna í fram­leng­ingu á hluta­bóta­leið­inni og 700 millj­ónir króna í fram­leng­ingu á hækkun á greiðslum til atvinnu­leit­enda vegna barna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent