Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins

Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla, sem mæla átti fyrir í gær, er ekki lengur á dagskrá þingsins. 

Í gær stóð til að mæla fyrir þremur málum sem hafa komið fram eftir að frestur til að leggja fram þingmál var liðinn, og þurftu þar með að samþykkjast með afbrigðum til að hægt væri að koma þeim á dagskrá. Málin eru stjórnarfrumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, frumvarp um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári og svo frumvarp um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla. 

Þegar kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti málunum við dagskránna var ekki nægjanlegur fjöldi þingmanna í þingsal til að framkvæma slíka atkvæðagreiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, forseti Alþingis, ávítti þing­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þingmenn stjórnarandstöðunnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samningum um hvaða mál kæmust á dagskrá fyrir þinglok. 

Niðurstaðan varð samt sem áður sú að ekki tókst að greiða atkvæði um að hleypa málunum þremur að í gær.

Auglýsing
Þegar dagskrá Alþingis var birt í morgun kom í ljós að reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dagskrá var umrætt fjölmiðlafrumvarp. Heimildir Kjarnans herma að það sé vegna andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins, sem situr í ríkisstjórn með flokki mennta- og menningarmálaráðherra. Þingmenn hans hafa lýst yfir mikilli andstöðu við frumvarpið, þrátt fyrir að það hafi þegar verið afgreitt úr ríkisstjórn og þingflokkum allra stjórnarflokkanna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars í vikunni við Morgunblaðið að frumvarpið væri andvana fætt. 

Breytt útgáfa kynnt á föstudag

Frumvarpið hefur tekið breytingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föstudag, er útþynnt útgáfa af þeirri hugmynd sem upphaflega var lagt upp með, og hefur verið ráðandi í ferli sem málið hefur nú verið í árum saman, að endurgreiða kostnað við rekstur ritstjórnar í samræmi við endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda og hljóðritunar á tónlist. 

Í þynningunni fólst aðallega að endurgreiðsluhlutfallið er lækkað úr 25 prósent í 18 prósent. Þessi breyting hefur fyrst og síðast áhrif á minni fjölmiðla. Það er að segja alla fjölmiðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðningur til þeirra myndi dragast saman um tæpan þriðjung en að það sem myndi falla stærstu miðlunum í skaut myndi lítið breytast.

Í nýju útgáfunni er stefnt að því að heildarstuðningsgreiðslur yrðu 400 milljónir króna en að hámarksgreiðsla til hvers og eins miðils yrði 50 milljónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjölmiðlafyrirtæki: Sýn, Árvakur (útgáfufélag Morgunblaðsins) og Torg (Útgáfufélag Fréttablaðsins) myndu fá hámarksgreiðslu og líklega Frjáls Fjölmiðlun (Útgáfufélag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu standast þau skilyrði sem sett voru fyrir stuðningi úr ríkissjóði. Það eru skilyrði á borð við að vera með öll opinber gjöld í skilum, að fleiri en þrír starfi á ritstjórn, að fjölmiðillinn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlutfall ritstjórnarefnis í honum sé að minnsta kosti 40 prósent. 

Til viðbótar við þetta átti að greiða sérstakan stuðning, alls fjögur prósent af launum allra starfsmanna fjölmiðils sem falla undir lægra þrep núgildandi tekjuskattskerfis. Ljóst er að sá sérstaki stuðningur myndi fara að uppistöðu til stærstu miðlanna líka. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem upp­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­ur­greiðslu í frum­varp­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent