Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins

Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um stuðn­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem mæla átti fyrir í gær, er ekki lengur á dag­skrá þings­ins. 

Í gær stóð til að mæla fyrir þremur málum sem hafa komið fram eftir að frestur til að leggja fram þing­mál var lið­inn, og þurftu þar með að sam­þykkj­ast með afbrigðum til að hægt væri að koma þeim á dag­skrá. Málin eru stjórn­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unn­ar, frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári og svo frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla. 

Þegar kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­skránna var ekki nægj­an­legur fjöldi þing­manna í þing­sal til að fram­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­seti Alþing­is, ávítti þing­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­skrá fyrir þing­lok. 

Nið­ur­staðan varð samt sem áður sú að ekki tókst að greiða atkvæði um að hleypa mál­unum þremur að í gær.

Auglýsing
Þegar dag­skrá Alþingis var birt í morgun kom í ljós að reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það sé vegna and­stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þing­menn hans hafa lýst yfir mik­illi and­stöðu við frum­varp­ið, þrátt fyrir að það hafi þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði meðal ann­ars í vik­unni við Morg­un­blaðið að frum­varpið væri and­vana fætt. 

Breytt útgáfa kynnt á föstu­dag

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föstu­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­mynd sem upp­haf­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­ur­greiða kostnað við rekstur rit­stjórnar í sam­ræmi við end­ur­greiðslur vegna fram­leiðslu kvik­mynda og hljóð­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­lega að end­ur­greiðslu­hlut­fallið er lækkað úr 25 pró­sent í 18 pró­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­ingur til þeirra myndi drag­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu miðl­unum í skaut myndi lítið breyt­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­ar­stuðn­ings­greiðslur yrðu 400 millj­ónir króna en að hámarks­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins) og Torg (Út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins) myndu fá hámarks­greiðslu og lík­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­gáfu­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­fall rit­stjórn­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­sent. 

Til við­bótar við þetta átti að greiða sér­stakan stuðn­ing, alls fjögur pró­sent af launum allra starfs­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­kerf­is. Ljóst er að sá sér­staki stuðn­ingur myndi fara að uppi­stöðu til stærstu miðl­anna lík­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja sem upp­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent