Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins

Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um stuðn­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem mæla átti fyrir í gær, er ekki lengur á dag­skrá þings­ins. 

Í gær stóð til að mæla fyrir þremur málum sem hafa komið fram eftir að frestur til að leggja fram þing­mál var lið­inn, og þurftu þar með að sam­þykkj­ast með afbrigðum til að hægt væri að koma þeim á dag­skrá. Málin eru stjórn­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unn­ar, frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári og svo frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla. 

Þegar kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­skránna var ekki nægj­an­legur fjöldi þing­manna í þing­sal til að fram­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­seti Alþing­is, ávítti þing­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­skrá fyrir þing­lok. 

Nið­ur­staðan varð samt sem áður sú að ekki tókst að greiða atkvæði um að hleypa mál­unum þremur að í gær.

Auglýsing
Þegar dag­skrá Alþingis var birt í morgun kom í ljós að reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það sé vegna and­stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þing­menn hans hafa lýst yfir mik­illi and­stöðu við frum­varp­ið, þrátt fyrir að það hafi þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði meðal ann­ars í vik­unni við Morg­un­blaðið að frum­varpið væri and­vana fætt. 

Breytt útgáfa kynnt á föstu­dag

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föstu­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­mynd sem upp­haf­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­ur­greiða kostnað við rekstur rit­stjórnar í sam­ræmi við end­ur­greiðslur vegna fram­leiðslu kvik­mynda og hljóð­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­lega að end­ur­greiðslu­hlut­fallið er lækkað úr 25 pró­sent í 18 pró­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­ingur til þeirra myndi drag­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu miðl­unum í skaut myndi lítið breyt­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­ar­stuðn­ings­greiðslur yrðu 400 millj­ónir króna en að hámarks­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins) og Torg (Út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins) myndu fá hámarks­greiðslu og lík­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­gáfu­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­fall rit­stjórn­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­sent. 

Til við­bótar við þetta átti að greiða sér­stakan stuðn­ing, alls fjögur pró­sent af launum allra starfs­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­kerf­is. Ljóst er að sá sér­staki stuðn­ingur myndi fara að uppi­stöðu til stærstu miðl­anna lík­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja sem upp­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent