Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins

Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um stuðn­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem mæla átti fyrir í gær, er ekki lengur á dag­skrá þings­ins. 

Í gær stóð til að mæla fyrir þremur málum sem hafa komið fram eftir að frestur til að leggja fram þing­mál var lið­inn, og þurftu þar með að sam­þykkj­ast með afbrigðum til að hægt væri að koma þeim á dag­skrá. Málin eru stjórn­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unn­ar, frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári og svo frum­varp um stuðn­ing hins opin­bera við einka­rekna fjöl­miðla. 

Þegar kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­skránna var ekki nægj­an­legur fjöldi þing­manna í þing­sal til að fram­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, for­seti Alþing­is, ávítti þing­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­skrá fyrir þing­lok. 

Nið­ur­staðan varð samt sem áður sú að ekki tókst að greiða atkvæði um að hleypa mál­unum þremur að í gær.

Auglýsing
Þegar dag­skrá Alþingis var birt í morgun kom í ljós að reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það sé vegna and­stöðu innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þing­menn hans hafa lýst yfir mik­illi and­stöðu við frum­varp­ið, þrátt fyrir að það hafi þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna. Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði meðal ann­ars í vik­unni við Morg­un­blaðið að frum­varpið væri and­vana fætt. 

Breytt útgáfa kynnt á föstu­dag

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föstu­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­mynd sem upp­haf­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­ur­greiða kostnað við rekstur rit­stjórnar í sam­ræmi við end­ur­greiðslur vegna fram­leiðslu kvik­mynda og hljóð­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­lega að end­ur­greiðslu­hlut­fallið er lækkað úr 25 pró­sent í 18 pró­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­ingur til þeirra myndi drag­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu miðl­unum í skaut myndi lítið breyt­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­ar­stuðn­ings­greiðslur yrðu 400 millj­ónir króna en að hámarks­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins) og Torg (Út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins) myndu fá hámarks­greiðslu og lík­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­gáfu­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­ingi úr rík­is­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­fall rit­stjórn­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­sent. 

Til við­bótar við þetta átti að greiða sér­stakan stuðn­ing, alls fjögur pró­sent af launum allra starfs­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­kerf­is. Ljóst er að sá sér­staki stuðn­ingur myndi fara að uppi­stöðu til stærstu miðl­anna lík­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja sem upp­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent