Farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum – Sjórinn gekk yfir varðskip

Forsætisráðherra biður fólk um að fara varlega og hugsa til þeirra sem standa vaktina.

Staðan kl. 11:46 þriðjudaginn 10. desember 2019
Staðan kl. 11:46 þriðjudaginn 10. desember 2019
Auglýsing

Varla hefur farið fram hjá mörgum að framundan er fár­viðri sem mun ganga yfir landið í dag og á morg­un. Veð­ur­stofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða við­vörun frá því að lita­kóða­kerfið var tekið upp árið 2017, en alls staðar ann­ars staðar hefur verið gefin út app­el­sínugul við­vör­un.

Þá mun veðrið hafa gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lagið allt en skóla­hald, atvinnu­líf og sam­göngur munu riðl­ast víða um land.

Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hef­ur beðið for­eldra og for­ráða­­menn barna að sækja börn sína strax að skóla­degi lokn­um í dag svo að all­ir, börn, for­eldr­ar og starfs­­­fólk skóla og leik­­­skóla, geti verið komn­ir til síns heima áður en ofsa­veður skellur á, um 15:00, eins og spár Veð­ur­­­stofu Íslands gera ráð fyr­­ir.

Auglýsing

Þá verður allt frí­­­stunda- og fé­lags­mið­­stöðv­a­­starf fellt nið­­ur, auk þess sem sund­laug­­­ar, úti­­­bú Borg­­­ar­­­bóka­safns­ins og söfn á veg­um borg­­­ar­inn­ar verða lokuð eft­ir klukk­an 14:00.

Varð­skipið Þór til taks í Ísa­fjarð­ar­djúpi

Í frétta­til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni kemur fram að varð­skipið Þór sé til taks í Ísa­fjarð­ar­djúpi ef á þurfi að halda en skipið hefur sinnt eft­ir­liti á haf­svæð­inu umhverfis landið und­an­farna daga.

Þá séu þyrlur Land­helg­is­gæsl­unnar sömu­leiðis til taks í Reykja­vík. „Eins og gefur að skilja er lítil skipa­um­ferð á Vest­fjörð­um. Fjögur skip eru undir Grænu­hlíð og eitt tank­skip er á leið fyrir Horn­bjarg og fer suður með Vest­fjörð­um. Engin skipa­um­ferð er á mið­unum norður af land­inu en stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unnar fylgist vel með skipa­um­ferð umhverfis landið allt,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Land­helg­is­gæslan lét fylgja með mynd­bönd sem tekin voru af áhöfn varð­skips­ins Þórs þegar skipið var út af Dýra­firði snemma í morg­un. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressi­lega á Vest­fjarða­miðum og gekk sjór­inn yfir varð­skip­ið.

„Förum var­lega og hugsum til þeirra sem standa vakt­ina með okk­ur“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hvetur í stöðu­upp­færslu á Face­book alla til að fara var­lega í dag og á morgun og vera ekki á ferð­inni að óþörfu.

„Við­bragðs­að­ilar eru til­bún­ir, Lands­björg og björg­un­ar­sveitir um land allt, lög­reglan og almanna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra, starfs­fólk sveit­ar­fé­laga, sjúkra­flutn­inga­menn og slökkvi­lið, Land­helg­is­gæslan og hafn­ar­verð­ir, Vega­gerð­in, Veð­ur­stofan og snjó­eft­ir­lits­menn, ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækin sem miðla upp­lýs­ingum í sam­starfi við Safe tra­vel, Sam­hæf­ing­ar­mið­stöðin í Skóg­ar­hlíð sem mun tryggja að við séum öll á sömu blað­síðu, Rauði kross­inn og fjöl­miðlar sem miðla upp­lýs­ingum til okkar allra. Og svo eru auð­vitað margir fleiri sem þurfa að sinna sínum störfum þrátt fyrir veður og vinda.

Þannig að förum var­lega og hugsum til allra þeirra sem standa vakt­ina með okk­ur, ekki aðeins í dag og á morg­un, heldur standa þá vakt árið um kring,“ skrifar hún.

Nú er spáð aftaka­veðri um land allt. Ég hvet okkur öll til að fara var­lega í dag og á morgun og vera ekki á ferð­inni að...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Tues­day, Decem­ber 10, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent