Farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum – Sjórinn gekk yfir varðskip

Forsætisráðherra biður fólk um að fara varlega og hugsa til þeirra sem standa vaktina.

Staðan kl. 11:46 þriðjudaginn 10. desember 2019
Staðan kl. 11:46 þriðjudaginn 10. desember 2019
Auglýsing

Varla hefur farið fram hjá mörgum að framundan er fár­viðri sem mun ganga yfir landið í dag og á morg­un. Veð­ur­stofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða við­vörun frá því að lita­kóða­kerfið var tekið upp árið 2017, en alls staðar ann­ars staðar hefur verið gefin út app­el­sínugul við­vör­un.

Þá mun veðrið hafa gríð­ar­leg áhrif á sam­fé­lagið allt en skóla­hald, atvinnu­líf og sam­göngur munu riðl­ast víða um land.

Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hef­ur beðið for­eldra og for­ráða­­menn barna að sækja börn sína strax að skóla­degi lokn­um í dag svo að all­ir, börn, for­eldr­ar og starfs­­­fólk skóla og leik­­­skóla, geti verið komn­ir til síns heima áður en ofsa­veður skellur á, um 15:00, eins og spár Veð­ur­­­stofu Íslands gera ráð fyr­­ir.

Auglýsing

Þá verður allt frí­­­stunda- og fé­lags­mið­­stöðv­a­­starf fellt nið­­ur, auk þess sem sund­laug­­­ar, úti­­­bú Borg­­­ar­­­bóka­safns­ins og söfn á veg­um borg­­­ar­inn­ar verða lokuð eft­ir klukk­an 14:00.

Varð­skipið Þór til taks í Ísa­fjarð­ar­djúpi

Í frétta­til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni kemur fram að varð­skipið Þór sé til taks í Ísa­fjarð­ar­djúpi ef á þurfi að halda en skipið hefur sinnt eft­ir­liti á haf­svæð­inu umhverfis landið und­an­farna daga.

Þá séu þyrlur Land­helg­is­gæsl­unnar sömu­leiðis til taks í Reykja­vík. „Eins og gefur að skilja er lítil skipa­um­ferð á Vest­fjörð­um. Fjögur skip eru undir Grænu­hlíð og eitt tank­skip er á leið fyrir Horn­bjarg og fer suður með Vest­fjörð­um. Engin skipa­um­ferð er á mið­unum norður af land­inu en stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unnar fylgist vel með skipa­um­ferð umhverfis landið allt,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Land­helg­is­gæslan lét fylgja með mynd­bönd sem tekin voru af áhöfn varð­skips­ins Þórs þegar skipið var út af Dýra­firði snemma í morg­un. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressi­lega á Vest­fjarða­miðum og gekk sjór­inn yfir varð­skip­ið.

„Förum var­lega og hugsum til þeirra sem standa vakt­ina með okk­ur“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hvetur í stöðu­upp­færslu á Face­book alla til að fara var­lega í dag og á morgun og vera ekki á ferð­inni að óþörfu.

„Við­bragðs­að­ilar eru til­bún­ir, Lands­björg og björg­un­ar­sveitir um land allt, lög­reglan og almanna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra, starfs­fólk sveit­ar­fé­laga, sjúkra­flutn­inga­menn og slökkvi­lið, Land­helg­is­gæslan og hafn­ar­verð­ir, Vega­gerð­in, Veð­ur­stofan og snjó­eft­ir­lits­menn, ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækin sem miðla upp­lýs­ingum í sam­starfi við Safe tra­vel, Sam­hæf­ing­ar­mið­stöðin í Skóg­ar­hlíð sem mun tryggja að við séum öll á sömu blað­síðu, Rauði kross­inn og fjöl­miðlar sem miðla upp­lýs­ingum til okkar allra. Og svo eru auð­vitað margir fleiri sem þurfa að sinna sínum störfum þrátt fyrir veður og vinda.

Þannig að förum var­lega og hugsum til allra þeirra sem standa vakt­ina með okk­ur, ekki aðeins í dag og á morg­un, heldur standa þá vakt árið um kring,“ skrifar hún.

Nú er spáð aftaka­veðri um land allt. Ég hvet okkur öll til að fara var­lega í dag og á morgun og vera ekki á ferð­inni að...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Tues­day, Decem­ber 10, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent