Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar margfaldast

Endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja námu 3,57 milljörðum í ár. Fyrirtækin sem hlutu hæstu endurgreiðslurnar í fyrra voru líftæknifyrirtækið Alvotech og stoðtækjafyrirtækið Össur.

Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Auglýsing

Heild­ar­end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­rann­sókna og þró­unar hafa vaxið hratt á und­an­förnum árum og í fyrra ­námu þær rúmum þremur millj­örðum króna. Stærstur hluti þeirra end­ur­greiðslna rann til fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu Össur og Al­vot­ech eða alls 90 millj­ónir hvort fyr­ir­tæki fyrir sig. 

Þetta kemur fram í svari ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar um stuðn­ing við nýsköp­un.

End­ur­greiðsl­unar vaxið hratt

Skatta­frá­drátt­ur er hluti af þeim stuðn­ingi sem stjórn­völd veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, með það fyrir augum að efla rann­sóknir og þró­un­ar­starf og bæta sam­keppn­is­skil­yrði slíkra fyr­ir­tækja. En allir þeir lög­að­ilar sem telja sig stunda rann­sóknir og þróun og falla undir lög um stuðn­ing við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki ­geta ­sótt um end­ur­greiðsl­ur. 

Fyrst­u end­ur­greiðsl­urn­ar voru árið 2011 vegna kostn­aðar sem féll til árið 2010. Um­sóknum um end­ur­greiðslur hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá og hefur heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna hækkað sam­hliða því. Auk þess hafa stjórn­völd hækkað þá hámarks­upp­hæð draga má frá skatti með laga­breyt­ingum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar var stefndi að því að afnema þak á end­ur­greiðsl­ur ­rík­is­ins ­vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Í stað þess afnema þakið lagði fjár­mála­ráð­herra fram frum­varp, sem sam­þykkt var í des­em­ber 2018, um að hámarkið á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­­sókn­a og þró­un­­ar­ og leyf­i­­legt verður að draga frá skatti yrði hækkað úr 300 millj­­ónum króna í 600 millj­­ónir króna. Auk þess var há­mark­ið hækkað úr 450 millj­ónum í 900 millj­ónir króna ef um sam­­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­vinnu.

Árið 2011 námu end­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar 634,6 millj­ónum og átta árum síðar námu þær tæp­lega 3,6 millj­örðum króna, að því er fram kemur í svari ráð­herra. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna fyr­ir­tækj­anna á síð­ustu 9 árum eru rúmir 16 millj­arð­ar.

Alvot­ech hefur fengið 180 millj­ónir end­ur­greiddar á síð­ustu tveimur árum

Alls bár­ust 444 umsóknir um end­ur­greiðslur í fyrra en flestar þeirra komu frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa þó yfir 80 pró­sent þeirra sem sækja um end­ur­greiðsl­ur í öllum lands­hlut­unum erindi sem erf­iði.

Advania fékk samanlagt 120 milljónir í endurgreiðslur á síðustu tveimur árum. Mynd: Aðsend.Rík­is­skatt­stjóri ber þó ein­ungis skylda að birta upp­lýs­ingar um þau nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem fá end­ur­greiðslur yfir 60 millj­ónir á ári.

Á vef rík­is­skatt­stjóra má sjá að árið 2018 fengu 11 fyr­ir­tæki end­ur­greiðslur upp á 60 millj­ónir eða meira. Í heild­ina námu end­ur­greiðslur þess­ara 11 fyr­ir­tækja rúm­lega 743 millj­ónum króna. 

Fyr­ir­tæki sem fengu svo háar end­ur­greiðslur bæði í fyrra og 2017 voru þónokk­ur. Þar á meðal voru stór­fyr­ir­tæki á borð við Alvot­ech, CCP, Advania og Öss­ur. Auk þess fengu LS Retail og Nox Med­ical 60 millj­óna end­ur­greiðslur bæði árin. 

Mik­il­vægt að hlúa vel að umhverfi stórra fyr­ir­tækja

Í nýrri nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda sem kynnt var í októ­ber kemur fram að áfram verði litið til end­ur­greiðslu skatta vegna rann­sókna og þró­un­ar­kostn­aðar sem hvata fyrir íslensk nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt kemur fram í stefn­unni að stýri­hóp­ur­inn sem mót­aði stefn­una telji að mik­il­vægt sé að hlúa vel að rekstr­ar- og starfs­um­hverfi þeirra fyr­ir­tækja sem mynda und­ir­stöðu nýsköpun­ar­um­hverfis á Ís­landi í krafti stærðar sinn­ar, fjár­magns, þekk­ingar og reynslu. 

„Nýsköpun­ar­stefnan sem hér er kynnt á að gera Ís­land betur í stakk búið að ­mæta áskor­unum framtíð­ar­innar með­ því að byggja upp traustan grund­völl ­fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öll­u­m svið­um. Nýsköpun er ekki lúxus held­ur ­nauð­syn. Nýsköpun er ekki aðeins grund­völlur efna­hags­legrar vel­engn­i heldur lyk­ill­inn að úr­lausn stærst­u við­fangs­efna kom­andi ára­tuga,“ skrifar Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í inn­gangi stefn­unn­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent