Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar margfaldast

Endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja námu 3,57 milljörðum í ár. Fyrirtækin sem hlutu hæstu endurgreiðslurnar í fyrra voru líftæknifyrirtækið Alvotech og stoðtækjafyrirtækið Össur.

Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Auglýsing

Heild­ar­end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­rann­sókna og þró­unar hafa vaxið hratt á und­an­förnum árum og í fyrra ­námu þær rúmum þremur millj­örðum króna. Stærstur hluti þeirra end­ur­greiðslna rann til fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu Össur og Al­vot­ech eða alls 90 millj­ónir hvort fyr­ir­tæki fyrir sig. 

Þetta kemur fram í svari ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar um stuðn­ing við nýsköp­un.

End­ur­greiðsl­unar vaxið hratt

Skatta­frá­drátt­ur er hluti af þeim stuðn­ingi sem stjórn­völd veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, með það fyrir augum að efla rann­sóknir og þró­un­ar­starf og bæta sam­keppn­is­skil­yrði slíkra fyr­ir­tækja. En allir þeir lög­að­ilar sem telja sig stunda rann­sóknir og þróun og falla undir lög um stuðn­ing við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki ­geta ­sótt um end­ur­greiðsl­ur. 

Fyrst­u end­ur­greiðsl­urn­ar voru árið 2011 vegna kostn­aðar sem féll til árið 2010. Um­sóknum um end­ur­greiðslur hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá og hefur heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna hækkað sam­hliða því. Auk þess hafa stjórn­völd hækkað þá hámarks­upp­hæð draga má frá skatti með laga­breyt­ingum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar var stefndi að því að afnema þak á end­ur­greiðsl­ur ­rík­is­ins ­vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Í stað þess afnema þakið lagði fjár­mála­ráð­herra fram frum­varp, sem sam­þykkt var í des­em­ber 2018, um að hámarkið á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­­sókn­a og þró­un­­ar­ og leyf­i­­legt verður að draga frá skatti yrði hækkað úr 300 millj­­ónum króna í 600 millj­­ónir króna. Auk þess var há­mark­ið hækkað úr 450 millj­ónum í 900 millj­ónir króna ef um sam­­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­vinnu.

Árið 2011 námu end­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar 634,6 millj­ónum og átta árum síðar námu þær tæp­lega 3,6 millj­örðum króna, að því er fram kemur í svari ráð­herra. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna fyr­ir­tækj­anna á síð­ustu 9 árum eru rúmir 16 millj­arð­ar.

Alvot­ech hefur fengið 180 millj­ónir end­ur­greiddar á síð­ustu tveimur árum

Alls bár­ust 444 umsóknir um end­ur­greiðslur í fyrra en flestar þeirra komu frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa þó yfir 80 pró­sent þeirra sem sækja um end­ur­greiðsl­ur í öllum lands­hlut­unum erindi sem erf­iði.

Advania fékk samanlagt 120 milljónir í endurgreiðslur á síðustu tveimur árum. Mynd: Aðsend.Rík­is­skatt­stjóri ber þó ein­ungis skylda að birta upp­lýs­ingar um þau nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem fá end­ur­greiðslur yfir 60 millj­ónir á ári.

Á vef rík­is­skatt­stjóra má sjá að árið 2018 fengu 11 fyr­ir­tæki end­ur­greiðslur upp á 60 millj­ónir eða meira. Í heild­ina námu end­ur­greiðslur þess­ara 11 fyr­ir­tækja rúm­lega 743 millj­ónum króna. 

Fyr­ir­tæki sem fengu svo háar end­ur­greiðslur bæði í fyrra og 2017 voru þónokk­ur. Þar á meðal voru stór­fyr­ir­tæki á borð við Alvot­ech, CCP, Advania og Öss­ur. Auk þess fengu LS Retail og Nox Med­ical 60 millj­óna end­ur­greiðslur bæði árin. 

Mik­il­vægt að hlúa vel að umhverfi stórra fyr­ir­tækja

Í nýrri nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda sem kynnt var í októ­ber kemur fram að áfram verði litið til end­ur­greiðslu skatta vegna rann­sókna og þró­un­ar­kostn­aðar sem hvata fyrir íslensk nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt kemur fram í stefn­unni að stýri­hóp­ur­inn sem mót­aði stefn­una telji að mik­il­vægt sé að hlúa vel að rekstr­ar- og starfs­um­hverfi þeirra fyr­ir­tækja sem mynda und­ir­stöðu nýsköpun­ar­um­hverfis á Ís­landi í krafti stærðar sinn­ar, fjár­magns, þekk­ingar og reynslu. 

„Nýsköpun­ar­stefnan sem hér er kynnt á að gera Ís­land betur í stakk búið að ­mæta áskor­unum framtíð­ar­innar með­ því að byggja upp traustan grund­völl ­fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öll­u­m svið­um. Nýsköpun er ekki lúxus held­ur ­nauð­syn. Nýsköpun er ekki aðeins grund­völlur efna­hags­legrar vel­engn­i heldur lyk­ill­inn að úr­lausn stærst­u við­fangs­efna kom­andi ára­tuga,“ skrifar Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í inn­gangi stefn­unn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent