Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar margfaldast

Endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja námu 3,57 milljörðum í ár. Fyrirtækin sem hlutu hæstu endurgreiðslurnar í fyrra voru líftæknifyrirtækið Alvotech og stoðtækjafyrirtækið Össur.

Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Auglýsing

Heild­ar­end­ur­greiðsl­ur ­vegna ­rann­sókna og þró­unar hafa vaxið hratt á und­an­förnum árum og í fyrra ­námu þær rúmum þremur millj­örðum króna. Stærstur hluti þeirra end­ur­greiðslna rann til fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hæstu end­ur­greiðsl­urnar fengu Össur og Al­vot­ech eða alls 90 millj­ónir hvort fyr­ir­tæki fyrir sig. 

Þetta kemur fram í svari ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­innar um stuðn­ing við nýsköp­un.

End­ur­greiðsl­unar vaxið hratt

Skatta­frá­drátt­ur er hluti af þeim stuðn­ingi sem stjórn­völd veita nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, með það fyrir augum að efla rann­sóknir og þró­un­ar­starf og bæta sam­keppn­is­skil­yrði slíkra fyr­ir­tækja. En allir þeir lög­að­ilar sem telja sig stunda rann­sóknir og þróun og falla undir lög um stuðn­ing við ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki ­geta ­sótt um end­ur­greiðsl­ur. 

Fyrst­u end­ur­greiðsl­urn­ar voru árið 2011 vegna kostn­aðar sem féll til árið 2010. Um­sóknum um end­ur­greiðslur hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá og hefur heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna hækkað sam­hliða því. Auk þess hafa stjórn­völd hækkað þá hámarks­upp­hæð draga má frá skatti með laga­breyt­ingum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála núver­andi rík­­is­­stjórnar var stefndi að því að afnema þak á end­ur­greiðsl­ur ­rík­is­ins ­vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­að­ar. Í stað þess afnema þakið lagði fjár­mála­ráð­herra fram frum­varp, sem sam­þykkt var í des­em­ber 2018, um að hámarkið á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­­sókn­a og þró­un­­ar­ og leyf­i­­legt verður að draga frá skatti yrði hækkað úr 300 millj­­ónum króna í 600 millj­­ónir króna. Auk þess var há­mark­ið hækkað úr 450 millj­ónum í 900 millj­ónir króna ef um sam­­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­vinnu.

Árið 2011 námu end­ur­greiðslur til fyr­ir­tækja vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar 634,6 millj­ónum og átta árum síðar námu þær tæp­lega 3,6 millj­örðum króna, að því er fram kemur í svari ráð­herra. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­greiðslna fyr­ir­tækj­anna á síð­ustu 9 árum eru rúmir 16 millj­arð­ar.

Alvot­ech hefur fengið 180 millj­ónir end­ur­greiddar á síð­ustu tveimur árum

Alls bár­ust 444 umsóknir um end­ur­greiðslur í fyrra en flestar þeirra komu frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt svari ráð­herra hafa þó yfir 80 pró­sent þeirra sem sækja um end­ur­greiðsl­ur í öllum lands­hlut­unum erindi sem erf­iði.

Advania fékk samanlagt 120 milljónir í endurgreiðslur á síðustu tveimur árum. Mynd: Aðsend.Rík­is­skatt­stjóri ber þó ein­ungis skylda að birta upp­lýs­ingar um þau nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem fá end­ur­greiðslur yfir 60 millj­ónir á ári.

Á vef rík­is­skatt­stjóra má sjá að árið 2018 fengu 11 fyr­ir­tæki end­ur­greiðslur upp á 60 millj­ónir eða meira. Í heild­ina námu end­ur­greiðslur þess­ara 11 fyr­ir­tækja rúm­lega 743 millj­ónum króna. 

Fyr­ir­tæki sem fengu svo háar end­ur­greiðslur bæði í fyrra og 2017 voru þónokk­ur. Þar á meðal voru stór­fyr­ir­tæki á borð við Alvot­ech, CCP, Advania og Öss­ur. Auk þess fengu LS Retail og Nox Med­ical 60 millj­óna end­ur­greiðslur bæði árin. 

Mik­il­vægt að hlúa vel að umhverfi stórra fyr­ir­tækja

Í nýrri nýsköp­un­ar­stefnu stjórn­valda sem kynnt var í októ­ber kemur fram að áfram verði litið til end­ur­greiðslu skatta vegna rann­sókna og þró­un­ar­kostn­aðar sem hvata fyrir íslensk nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt kemur fram í stefn­unni að stýri­hóp­ur­inn sem mót­aði stefn­una telji að mik­il­vægt sé að hlúa vel að rekstr­ar- og starfs­um­hverfi þeirra fyr­ir­tækja sem mynda und­ir­stöðu nýsköpun­ar­um­hverfis á Ís­landi í krafti stærðar sinn­ar, fjár­magns, þekk­ingar og reynslu. 

„Nýsköpun­ar­stefnan sem hér er kynnt á að gera Ís­land betur í stakk búið að ­mæta áskor­unum framtíð­ar­innar með­ því að byggja upp traustan grund­völl ­fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öll­u­m svið­um. Nýsköpun er ekki lúxus held­ur ­nauð­syn. Nýsköpun er ekki aðeins grund­völlur efna­hags­legrar vel­engn­i heldur lyk­ill­inn að úr­lausn stærst­u við­fangs­efna kom­andi ára­tuga,“ skrifar Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í inn­gangi stefn­unn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent