Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar margfaldast

Endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja námu 3,57 milljörðum í ár. Fyrirtækin sem hlutu hæstu endurgreiðslurnar í fyrra voru líftæknifyrirtækið Alvotech og stoðtækjafyrirtækið Össur.

Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Höfuðstöðvar Alvotech hér á landi
Auglýsing

Heildarendurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hafa vaxið hratt á undanförnum árum og í fyrra námu þær rúmum þremur milljörðum króna. Stærstur hluti þeirra endurgreiðslna rann til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og hæstu endurgreiðslurnar fengu Össur og Alvotech eða alls 90 milljónir hvort fyrirtæki fyrir sig. 

Þetta kemur fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar um stuðning við nýsköpun.

Endurgreiðslunar vaxið hratt

Skattafrádráttur er hluti af þeim stuðningi sem stjórnvöld veita nýsköpunarfyrirtækjum, með það fyrir augum að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði slíkra fyrirtækja. En allir þeir lögaðilar sem telja sig stunda rannsóknir og þróun og falla undir lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki geta sótt um endurgreiðslur. 

Fyrstu endurgreiðslurnar voru árið 2011 vegna kostnaðar sem féll til árið 2010. Umsóknum um endurgreiðslur hefur fjölgað jafnt og þétt síðan þá og hefur heildarfjárhæð endurgreiðslna hækkað samhliða því. Auk þess hafa stjórnvöld hækkað þá hámarksupphæð draga má frá skatti með lagabreytingum á síðustu árum.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála núverandi rík­is­stjórnar var stefndi að því að afnema þak á endurgreiðslur ríkisins vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Í stað þess afnema þakið lagði fjármálaráðherra fram frumvarp, sem samþykkt var í desember 2018, um að hámarkið á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­sókn­a og þró­un­ar­ og leyfi­legt verður að draga frá skatti yrði hækkað úr 300 millj­ónum króna í 600 millj­ónir króna. Auk þess var hámarkið hækkað úr 450 milljónum í 900 milljónir króna ef um sam­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu.

Árið 2011 námu endurgreiðslur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar 634,6 milljónum og átta árum síðar námu þær tæplega 3,6 milljörðum króna, að því er fram kemur í svari ráðherra. Heildarfjárhæð endurgreiðslna fyrirtækjanna á síðustu 9 árum eru rúmir 16 milljarðar.

Alvotech hefur fengið 180 milljónir endurgreiddar á síðustu tveimur árum

Alls bárust 444 umsóknir um endurgreiðslur í fyrra en flestar þeirra komu frá höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt svari ráðherra hafa þó yfir 80 prósent þeirra sem sækja um endurgreiðslur í öllum landshlutunum erindi sem erfiði.

Advania fékk samanlagt 120 milljónir í endurgreiðslur á síðustu tveimur árum. Mynd: Aðsend.Ríkisskattstjóri ber þó einungis skylda að birta upplýsingar um þau nýsköpunarfyrirtæki sem fá endurgreiðslur yfir 60 milljónir á ári.

Á vef ríkisskattstjóra má sjá að árið 2018 fengu 11 fyrirtæki endurgreiðslur upp á 60 milljónir eða meira. Í heildina námu endurgreiðslur þessara 11 fyrirtækja rúmlega 743 milljónum króna. 

Fyrirtæki sem fengu svo háar endurgreiðslur bæði í fyrra og 2017 voru þónokkur. Þar á meðal voru stórfyrirtæki á borð við Alvotech, CCP, Advania og Össur. Auk þess fengu LS Retail og Nox Medical 60 milljóna endurgreiðslur bæði árin. 

Mikilvægt að hlúa vel að umhverfi stórra fyrirtækja

Í nýrri nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem kynnt var í október kemur fram að áfram verði litið til endurgreiðslu skatta vegna rannsókna og þróunarkostnaðar sem hvata fyrir íslensk nýsköpunarfyrirtæki. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mynd: Bára Huld BeckJafnframt kemur fram í stefnunni að stýrihópurinn sem mótaði stefnuna telji að mikilvægt sé að hlúa vel að rekstrar- og starfsumhverfi þeirra fyrirtækja sem mynda undirstöðu nýsköpunarumhverfis á Íslandi í krafti stærðar sinnar, fjármagns, þekkingar og reynslu. 

„Nýsköpunarstefnan sem hér er kynnt á að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Nýsköpun er ekki aðeins grundvöllur efnahagslegrar velengni heldur lykillinn að úrlausn stærstu viðfangsefna komandi áratuga,“ skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, í inngangi stefnunnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent