Þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hækkað en ekki afnumið

Þak á endurgreiðslu ríkisins vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar verður ekki afnumið líkt og ríkisstjórnin stefndi að samkvæmt stjórnarsáttmála. Þess í stað verður hámarksupphæðin tvöfölduð.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram nýtt frumvarp sem felur meðal annars í sér að hámark á þeim kostnaði sem fellur til vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, og leyfilegt verður að draga frá skatti, hækki úr 300 milljónum króna í 600 milljónir króna. Ef um samstarfsverkefni er að ræða eða verkefni sem útheimta aðkeypta rannsóknar- og þróunarvinnu hækkar hækkar hámarkið úr 450 milljónum króna í 900 milljónir króna, verði frumvarpið að lögum.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem mynduð var fyrir tæpu ári síðan, var fjallað sérstaklega um nýsköpun og rannsóknir og málaflokkurinn tilgreindur þar sem ein af meg­in­á­herslum hennar. Orðið nýsköpun kemur raunar fyrir 18 sinnum í stjórnarsáttmálanum. Þá var kveðið á um að rík­is­stjórnin ætli, til að bæta alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni lands­ins, að end­ur­meta fyr­ir­komu­lag á end­ur­greiðslu kostn­aðar vegna rann­sókna og þró­unar í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum end­ur­greiðsl­um.

Fyrirliggjandi frumvarp mun þó ekki gera það heldur hækka þakið. Í greinargerð frumvarpsins er þetta útskýrt þannig að væri „fjárhæðarþak viðmiðunarfjárhæða skattfrádráttar vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja afnumið hefði það í för með sér að skattaívilnunin félli ekki lengur undir hópundanþágureglugerðina. Af því leiddi að tilkynna þyrfti ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um skattaívilnun til hvers og eins fyrirtækis áður en hún kæmi til framkvæmda. Ívilnun mætti síðan ekki veita fyrr en að gefnu samþykki ESA en tekið gæti allt að 6-8 mánuði að fá viðbrögð stofnunarinnar. Af þessum sökum þykir ekki tækt að afnema fjárhæðarþakið.“

Auglýsing

Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður hámarkið þó til að mynda 25 prósent hærra hérlendis en í Noregi sem er með svipað kerfi og Ísland.

Ætlað að efla nýsköpun

End­ur­greiðsla á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði er ætlað að efla nýsköpun í land­inu. Sam­kvæmt lögum er ein­göngu heim­ilt að telja fram beinan kostnað við verk­efni og ann­arra aðfanga sem notuð hafa verið við vinnslu þess þegar sótt er um end­ur­greiðslu. Með öðrum orðum þá verða fyr­ir­tæki að aðskilja allan annan rekstur sinn frá því verk­efni sem um ræðir þegar lagðar eru fram kostn­að­ar­tölur við vinnslu þess.

Til þess að fá end­ur­greiðslu á kostn­aði vegna rann­sóknar og þró­un­ar­verk­efna þarf að gera sér­stak­lega grein fyrir verk­efn­inu í raf­rænni skrán­ingu umsóknar á heima­síðu Rannís. Með þarf að fylgja stutt við­skipta­á­ætlun og ef um sam­starfs­verk­efni er að ræða þá þarf sam­starfs­samn­ingur líka að ber­ast til Rannís. Þá á að fylgja með lýs­ing á verk­efn­inu ásamt verk- og kostn­að­ar­á­ætl­un.

Um 2,9 milljarðar í fyrra

Heild­ar­af­sláttur vegna rann­sókna- og þró­un­ar­kostn­aðar var sam­tals um 2,94 millj­arðar króna í fyrra, sem er aðeins meira en árið 2016, þegar hann nam 2,8 milljörðum króna. Afslátt­ur­inn virkar þannig að hann gengur upp í álagðan tekju­skatt ef fyr­ir­tækið sem á rétt á honum er rekið í hagn­aði og greiðir slík­ar. Alls jókst skulda­jöfnun á móti tekju­skatti úr 438 millj­ónum króna í 624 millj­ónir króna. Þorri afslátt­ar­ins er þó enn í formi beinnar end­ur­greiðslu. Rúm­lega 2,3 millj­arður króna fór til fyr­ir­tækja sem þáðu slíka vegna rann­sókna og þró­un­ar.

Athygli vekur að þeim fyrirtækjum sem fengu afsláttinn í fyrra fjölgaði einungis um eitt milli ára. Þau voru 143 árið 2016 en 144 ári síðar.

End­ur­greiðsl­urnar hafa vaxið mikið á und­an­förnum árum. Milli áranna 2016 og 2017 juk­ust þær til að mynda um 800 millj­ónir króna. Ástæðan fyrir þeirri miklu aukn­ingu var sú að hámarks­upp­hæð sem nýta mátti í rann­sóknir og þróun og draga má frá skatti var hækkuð úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna með laga­breyt­ingu sem sam­þykkt var í byrjun júní 2016. Ef um er að ræða sam­starfs­verk­efni eða sem útheimta aðkeypta rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu hækkar hámarkið í 450 millj­ónir króna. End­ur­greiðslan gat þó að hámarki numið 20 pró­sent af sam­þykktum kostn­aði.

Nú stendur til, líkt og áður sagði, að tvöfalda upphæðina sem hægt er að fá í endurgreiðslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar