Fimmtungur íslenskra fyrirtækja selur þjónustu í gegnum netið

Alls selja 21 prósent íslenskra fyrirtækja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp og meiri en helmingur fyrirtækja auglýsir á netinu. Þá hafa aldrei fleiri Íslendingar verslað á netinu en í ár.

mynd af síma
Auglýsing

Alls selja rúm­lega fimmt­ungur íslenskra fyr­ir­tækja sínar vörur og þjón­ustu í gegnum vef­síður eða öpp. Það er tölu­vert hærra hlut­fall fyr­ir­tækja en með­al­hlut­fall innan Evr­ópu­sam­bands­ins sem er 16 pró­sent. Rúm­lega helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja aug­lýsir jafn­framt á net­in­u. 

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum sam­evr­ópskrar rann­sóknar Hag­stofu Íslands á við­skiptum fyr­ir­tækja í gegnum net­ið. 

Helm­ingur aug­lýsir á net­inu 

Hærra hlut­fall fyr­ir­tækja selur þó þjón­ustu sína í gegnum netið í Sví­þjóð, Noreg og Dan­mörku eða rúm­lega 25 pró­sent. Hæst er þó hlut­fallið í Írlandi eða alls 30 pró­sent fyr­ir­tækja. 

Í könn­un­inni kemur jafn­framt fram að sala fyr­ir­tækja á vörum og þjón­ustu árið 2019 í gegnum vef­síður eða öpp á Íslandi var 6 pró­sent af rekstr­ar­tekjum fyr­ir­tækja, þar af var 68 pró­sent í gegnum eigin vef­síður eða öpp og 32 pró­sent í gegnum almennar sölu­síð­ur.

Enn fremur kemur fram í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að í fyrra greiddu rúmur helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja fyrir aug­lýs­ingar á net­inu eða 51 pró­sent fyr­ir­tækja sam­kvæmt sömu könn­un. Þá var minni en þriðj­ungur af heildar birt­ing­ar­kostn­aði greiddur til erlendra aðila hjá 73 pró­sent fyr­ir­tækj­anna. Hjá 14 pró­sent fyr­ir­tækja rann einn til tveir þriðj­ungar birt­ing­ar­kostn­aðar til erlendra aðila og hjá 13 fyr­ir­tækja meira en tveir þriðjungar.

Auglýsing

Könnun Hag­stof­unnar var á meðal 2023 fyr­ir­tæki en und­an­skilin voru fyr­ir­tæki með færri en 10 starfs­menn og fyr­ir­tæki í fjár­mála­starf­semi, land­bún­aði, fisk­veið­um, skóg­rækt, eða úrvinnslu hrá­efna úr jörðu.

Þrír af hverjum fjórum Íslend­ingum versl­uðu á net­inu

Í ár versl­uðu met­hlut­fall Íslend­inga á net­inu eða alls 76,8 pró­sent lands­manna, sam­kvæmt nýrri neyslukönnun Gallup. Það er hæsta hlut­fall Íslend­inga frá því að mæl­ingar hófust. Hæst er hlut­fallið í ald­urs­hópnum 25 til 34 ára en 95 pró­sent þeirra höfðu verslað á net­inu á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Mynd:Gallup

Þá seg­ist meiri­hluti Íslend­inga versla oftar í erlendum vef­versl­unum en íslensk­um. Fimmt­ungur seg­ist þó versla oftar í íslenskum en erlendum og 17,8 pró­sent segj­ast versla jafn­oft í erlendum og inn­lendum vef­versl­un­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent