Fimmtungur íslenskra fyrirtækja selur þjónustu í gegnum netið

Alls selja 21 prósent íslenskra fyrirtækja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp og meiri en helmingur fyrirtækja auglýsir á netinu. Þá hafa aldrei fleiri Íslendingar verslað á netinu en í ár.

mynd af síma
Auglýsing

Alls selja rúm­lega fimmt­ungur íslenskra fyr­ir­tækja sínar vörur og þjón­ustu í gegnum vef­síður eða öpp. Það er tölu­vert hærra hlut­fall fyr­ir­tækja en með­al­hlut­fall innan Evr­ópu­sam­bands­ins sem er 16 pró­sent. Rúm­lega helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja aug­lýsir jafn­framt á net­in­u. 

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum sam­evr­ópskrar rann­sóknar Hag­stofu Íslands á við­skiptum fyr­ir­tækja í gegnum net­ið. 

Helm­ingur aug­lýsir á net­inu 

Hærra hlut­fall fyr­ir­tækja selur þó þjón­ustu sína í gegnum netið í Sví­þjóð, Noreg og Dan­mörku eða rúm­lega 25 pró­sent. Hæst er þó hlut­fallið í Írlandi eða alls 30 pró­sent fyr­ir­tækja. 

Í könn­un­inni kemur jafn­framt fram að sala fyr­ir­tækja á vörum og þjón­ustu árið 2019 í gegnum vef­síður eða öpp á Íslandi var 6 pró­sent af rekstr­ar­tekjum fyr­ir­tækja, þar af var 68 pró­sent í gegnum eigin vef­síður eða öpp og 32 pró­sent í gegnum almennar sölu­síð­ur.

Enn fremur kemur fram í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að í fyrra greiddu rúmur helm­ingur íslenskra fyr­ir­tækja fyrir aug­lýs­ingar á net­inu eða 51 pró­sent fyr­ir­tækja sam­kvæmt sömu könn­un. Þá var minni en þriðj­ungur af heildar birt­ing­ar­kostn­aði greiddur til erlendra aðila hjá 73 pró­sent fyr­ir­tækj­anna. Hjá 14 pró­sent fyr­ir­tækja rann einn til tveir þriðj­ungar birt­ing­ar­kostn­aðar til erlendra aðila og hjá 13 fyr­ir­tækja meira en tveir þriðjungar.

Auglýsing

Könnun Hag­stof­unnar var á meðal 2023 fyr­ir­tæki en und­an­skilin voru fyr­ir­tæki með færri en 10 starfs­menn og fyr­ir­tæki í fjár­mála­starf­semi, land­bún­aði, fisk­veið­um, skóg­rækt, eða úrvinnslu hrá­efna úr jörðu.

Þrír af hverjum fjórum Íslend­ingum versl­uðu á net­inu

Í ár versl­uðu met­hlut­fall Íslend­inga á net­inu eða alls 76,8 pró­sent lands­manna, sam­kvæmt nýrri neyslukönnun Gallup. Það er hæsta hlut­fall Íslend­inga frá því að mæl­ingar hófust. Hæst er hlut­fallið í ald­urs­hópnum 25 til 34 ára en 95 pró­sent þeirra höfðu verslað á net­inu á síð­ustu 12 mán­uð­um.

Mynd:Gallup

Þá seg­ist meiri­hluti Íslend­inga versla oftar í erlendum vef­versl­unum en íslensk­um. Fimmt­ungur seg­ist þó versla oftar í íslenskum en erlendum og 17,8 pró­sent segj­ast versla jafn­oft í erlendum og inn­lendum vef­versl­un­um. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent