Athuganir á viðskiptum við Samherja enn í vinnslu hjá Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því fyrir um þremur vikum að íslenskir bankar upplýstu það um hvort að Samherji eða tengd félög væru í viðskiptum við þá, og hvert áhættumat og eftirliti með þeim væri háttað.

Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Auglýsing

Í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar um við­skipti Sam­herja í Namib­íu, þar sem fyr­ir­tækið var sagt hafa stundað mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, óskaði Fjár­mála­eft­ir­litið eftir til­teknum upp­lýs­ingum frá íslenskum bönkum um það hvort að Sam­herji eða tengd félög hefðu verið í eða væru í við­skiptum við þá. 

Ef banki var í slíkum við­skiptum var óskað eftir upp­lýs­ingum um áhættu­mat á þeim félögum og upp­lýs­ingum um hvernig reglu­bundnu eft­ir­liti með þeim væri hátt­að. „Um­ræddar athug­anir eru enn í vinnslu.“

Þetta segir í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort að það sé að kanna hvort að íslenskir við­skipta­bankar Sam­herja hafi mögu­lega tekið þátt í pen­inga­þvætti með við­skiptum við fyr­ir­tæk­ið, sem er nú til rann­sóknar vegna gruns um slíks meðal ann­ars í Nor­egi.

Auglýsing
Þegar hefur verið greint frá því að stjórn­ ­Arion ­banka hafi ákveðið að fara fram á að við­­skipti Sam­herja við bank­ann verði skoðuð ítar­­lega. Stjórn Íslands­­­banka hefur einnig greint frá því að hún myndi fara yfir við­skipti Sam­herja við bank­ann. Stjórn Lands­bank­ans hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um mál­efni ein­stakra við­skipta­vina.

Til rann­sóknar í þremur löndum

Mál­efni Sam­herja komust í hámæli eftir að Kveikur og Stundin birtu umfjöllun þriðju­dag­inn 12. sept­em­ber um við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring, sam­kvæmt umfjöll­un­inni. Þær voru sagðar nema  1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí. 

Opin­ber­unin byggði ann­ars vegar á tug­þús­undum skjala og tölvu­pósta sem sýndu við­skipta­hætt­ina svart á hvítu, og hins vegar á frá­sögn Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu, sem ját­aði á sig fjöl­mörg lög­brot og sagð­ist hafa framið þau að und­ir­lagi Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var lengi yfir útgerð Sam­herja í Afr­íku. Gögn­in, sem Jóhannes afhenti Wiki­leaks, hafa verið birt á inter­net­inu. Þá birti Al Jazeera umfjöllun um mál­efni Sam­herja í byrjun des­em­ber sem unnin var í sam­vinnu við ofan­greinda miðla og Wiki­leaks.

Auglýsing
Á Íslandi eru bæði hér­aðs­sak­sókn­ari og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að rann­saka mál­ið. 

Búið er að ákæra sex manns í Namib­íu, þar á meðal tvo fyrr­ver­andi ráð­herra, fyrir að hafa þegið 860 millj­­ónir króna í greiðslur hið minnsta fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sam­herj­­­a­­­málið er einnig til rann­­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­­skiptum við DNB, og á Íslandi. Á meðal þess sem er rann­sakað er meint pen­inga­þvætti og skatta­snið­­ganga. 

Þor­steinn Már Bald­vins­son sagði tíma­bundið af sér sem for­stjóri Sam­herja vegna máls­ins í kjöl­far opin­ber­unnar Kveiks og Stund­ar­innar og hefur auk þess sagt sig úr stjórnum fjölda félaga á Íslandi, í Nor­egi og í Bret­landi. Björgólfur Jóhanns­son tók við sem for­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn hafði á matarvenjur Íslendinga
Til þess að skilja betur breytingar á neysluvenjum og viðhorfi til matar á meðan neyðarstig almannavarna var í gildi þá stendur Matís nú fyrir könnun um matarvenjur Íslendinga á meðan COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tamson Hatuikulipi og Bernhard Esau grímuklæddir í réttarsal í Windhoek í vikunni ásamt lögmanni sínum.
Yfir 200 milljónir frá Samherjafélagi til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu
Rannsakandi hjá namibísku spillingarlögreglunni segir að háar óútskýrðar greiðslur hafi farið frá Esju Fishing til tengdasonar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins. Umræddir tengdafeðgar reyna þessa dagana að losna úr gæsluvarðhaldi.
Kjarninn 8. júlí 2020
Öll sem létust í brunanum voru pólskir ríkisborgarar
Borin hafa verið kennsl á þá einstaklinga sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.
Kjarninn 8. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent