Athuganir á viðskiptum við Samherja enn í vinnslu hjá Fjármálaeftirlitinu

Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því fyrir um þremur vikum að íslenskir bankar upplýstu það um hvort að Samherji eða tengd félög væru í viðskiptum við þá, og hvert áhættumat og eftirliti með þeim væri háttað.

Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Auglýsing

Í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­unar um við­skipti Sam­herja í Namib­íu, þar sem fyr­ir­tækið var sagt hafa stundað mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, óskaði Fjár­mála­eft­ir­litið eftir til­teknum upp­lýs­ingum frá íslenskum bönkum um það hvort að Sam­herji eða tengd félög hefðu verið í eða væru í við­skiptum við þá. 

Ef banki var í slíkum við­skiptum var óskað eftir upp­lýs­ingum um áhættu­mat á þeim félögum og upp­lýs­ingum um hvernig reglu­bundnu eft­ir­liti með þeim væri hátt­að. „Um­ræddar athug­anir eru enn í vinnslu.“

Þetta segir í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort að það sé að kanna hvort að íslenskir við­skipta­bankar Sam­herja hafi mögu­lega tekið þátt í pen­inga­þvætti með við­skiptum við fyr­ir­tæk­ið, sem er nú til rann­sóknar vegna gruns um slíks meðal ann­ars í Nor­egi.

Auglýsing
Þegar hefur verið greint frá því að stjórn­ ­Arion ­banka hafi ákveðið að fara fram á að við­­skipti Sam­herja við bank­ann verði skoðuð ítar­­lega. Stjórn Íslands­­­banka hefur einnig greint frá því að hún myndi fara yfir við­skipti Sam­herja við bank­ann. Stjórn Lands­bank­ans hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um mál­efni ein­stakra við­skipta­vina.

Til rann­sóknar í þremur löndum

Mál­efni Sam­herja komust í hámæli eftir að Kveikur og Stundin birtu umfjöllun þriðju­dag­inn 12. sept­em­ber um við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring, sam­kvæmt umfjöll­un­inni. Þær voru sagðar nema  1,4 millj­arði króna hið minnsta og hófust með því að reiðufé var afhent í íþrótta­töskum en tóku svo á sig fag­legri mynd og fóru fram í gegnum milli­færslur á reikn­inga í Dúbaí. 

Opin­ber­unin byggði ann­ars vegar á tug­þús­undum skjala og tölvu­pósta sem sýndu við­skipta­hætt­ina svart á hvítu, og hins vegar á frá­sögn Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóra Sam­herja í Namib­íu, sem ját­aði á sig fjöl­mörg lög­brot og sagð­ist hafa framið þau að und­ir­lagi Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, þáver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var lengi yfir útgerð Sam­herja í Afr­íku. Gögn­in, sem Jóhannes afhenti Wiki­leaks, hafa verið birt á inter­net­inu. Þá birti Al Jazeera umfjöllun um mál­efni Sam­herja í byrjun des­em­ber sem unnin var í sam­vinnu við ofan­greinda miðla og Wiki­leaks.

Auglýsing
Á Íslandi eru bæði hér­aðs­sak­sókn­ari og emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra að rann­saka mál­ið. 

Búið er að ákæra sex manns í Namib­íu, þar á meðal tvo fyrr­ver­andi ráð­herra, fyrir að hafa þegið 860 millj­­ónir króna í greiðslur hið minnsta fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sam­herj­­­a­­­málið er einnig til rann­­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­­skiptum við DNB, og á Íslandi. Á meðal þess sem er rann­sakað er meint pen­inga­þvætti og skatta­snið­­ganga. 

Þor­steinn Már Bald­vins­son sagði tíma­bundið af sér sem for­stjóri Sam­herja vegna máls­ins í kjöl­far opin­ber­unnar Kveiks og Stund­ar­innar og hefur auk þess sagt sig úr stjórnum fjölda félaga á Íslandi, í Nor­egi og í Bret­landi. Björgólfur Jóhanns­son tók við sem for­stjóri.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent