Brim-bræður rjúfa fjárhagsleg tengsl sín

Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Þór Kristjánssynir hafa átt í viðskiptum að undanförnu sem hafa rofið fjárhagsleg tengsl þeirra. Saman halda félög sem þeir stýra, og eiga að uppistöðu, á yfir 17 prósent af úthlutuðum kvóta.

brim
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti nýverið 33,3 prósent hlut KG fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf., sem átti 37 prósent í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. 

Eftir þau kaup á Hjálmar Þór Kristjánsson ekki neinn hlut í Útgerðarfélagi Reykjavíkur og mun hverfa úr öllum stjórnunarstörfum í félaginu. Í orðsendingu sem Kjarnanum barst frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur segir að þar með séu „rofin fjárhagsleg tengsl á milli bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Eignarhald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskilið.“

Útgerðarfélag Reykjavíkur er þar af leiðandi að uppistöðu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er einnig forstjóri Brims. Eignarhlutur félagsins í Brim er nú 36,13 prósent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-Seafood eignarhaldsfélag, í 100 prósent eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, 10,05 prósent hlut. Samtals á þessi samstaða Guðmundar Kristjánssonar því nú 46,26 prósent í sjávarútvegsrisanum. 

Félag Hjálmars Þór Kristjánssonar, KG  Fiskverkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eigenda Brims, með 6,5 prósent eignarhlut. 

Auglýsing
Þeir bræður eru ekki skilgreindir sem fjárhagslega tengdir og því nær eignarhlutur samstæðu Guðmundar Kristjánssonar ekki yfir þau 50 prósent mörk sem þarf til að hann teljist tengdur aðili í skilningi laga um hámarksúthlutun á aflahlutdeild. 

Kvóti yfir löglegu hámarki

Brim er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heimila í kvóta, í krókaaflsahlutdeild í þorski, í nóvember þegar stjórn þess sam­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­ar­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Kristjánsson átti 39 prósent í Kambi og allt hlutafé í Grábrók. Brim var því að kaupa eignir af bróður forstjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­lega þremur millj­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á um 46,26 pró­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fiskverkunar fyrir skemmstu. Það félag KG Fiskverkun, var 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn með um eitt pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­sent afla­hlut­­deild. 

Eftir áðurnefnda uppskiptingu er Guðmundur aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur auk þess sem systir hans, Sigurrós Kristjánsdóttir, á minni hlut í félaginu. Hjálmar á hins vegar KG Fiskverkun nú einn.

Sam­an­lagður kvóti þess­­ara þriggja félaga (Brims, Ögurvíkur og Útgerðarfélags Reykjavíkur), sem eru ekki skil­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­sent í byrjun sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent