Brim-bræður rjúfa fjárhagsleg tengsl sín

Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Þór Kristjánssynir hafa átt í viðskiptum að undanförnu sem hafa rofið fjárhagsleg tengsl þeirra. Saman halda félög sem þeir stýra, og eiga að uppistöðu, á yfir 17 prósent af úthlutuðum kvóta.

brim
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti nýverið 33,3 pró­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­ar­halds­fé­lag­inu Krist­ján Guð­munds­son ehf., sem átti 37 pró­sent í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur. 

Eftir þau kaup á Hjálmar Þór Krist­jáns­son ekki neinn hlut í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og mun hverfa úr öllum stjórn­un­ar­störfum í félag­inu. Í orð­send­ingu sem Kjarn­anum barst frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að þar með séu „rofin fjár­hags­leg tengsl á milli bræðr­anna Guð­mundar og Hjálm­ars Krist­jáns­sona. Eign­ar­hald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskil­ið.“

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er þar af leið­andi að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, sem er einnig for­stjóri Brims. Eign­ar­hlutur félags­ins í Brim er nú 36,13 pró­sent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lag, í 100 pró­sent eigu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, 10,05 pró­sent hlut. Sam­tals á þessi sam­staða Guð­mundar Krist­jáns­sonar því nú 46,26 pró­sent í sjáv­ar­út­vegs­ris­an­um. 

Félag Hjálm­ars Þór Krist­jáns­son­ar, KG  Fisk­verkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eig­enda Brims, með 6,5 pró­sent eign­ar­hlut. 

Auglýsing
Þeir bræður eru ekki skil­greindir sem fjár­hags­lega tengdir og því nær eign­ar­hlutur sam­stæðu Guð­mundar Krist­jáns­sonar ekki yfir þau 50 pró­sent mörk sem þarf til að hann telj­ist tengdur aðili í skiln­ingi laga um hámarks­út­hlutun á afla­hlut­deild. 

Kvóti yfir lög­legu hámarki

Brim er það sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heim­ila í kvóta, í króka­aflsa­hlut­deild í þorski, í nóv­em­ber þegar stjórn þess sam­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­ar­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Krist­jáns­son átti 39 pró­sent í Kambi og allt hlutafé í Grá­brók. Brim var því að kaupa eignir af bróður for­stjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­­lega þremur millj­­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag KG Fisk­verk­un, var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með um eitt pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. 

Eftir áður­nefnda upp­skipt­ingu er Guð­mundur aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur auk þess sem systir hans, Sig­ur­rós Krist­jáns­dótt­ir, á minni hlut í félag­inu. Hjálmar á hins vegar KG Fisk­verkun nú einn.

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga (Brims, Ögur­víkur og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur), sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent