Brim-bræður rjúfa fjárhagsleg tengsl sín

Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Þór Kristjánssynir hafa átt í viðskiptum að undanförnu sem hafa rofið fjárhagsleg tengsl þeirra. Saman halda félög sem þeir stýra, og eiga að uppistöðu, á yfir 17 prósent af úthlutuðum kvóta.

brim
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti nýverið 33,3 pró­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­ar­halds­fé­lag­inu Krist­ján Guð­munds­son ehf., sem átti 37 pró­sent í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur. 

Eftir þau kaup á Hjálmar Þór Krist­jáns­son ekki neinn hlut í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og mun hverfa úr öllum stjórn­un­ar­störfum í félag­inu. Í orð­send­ingu sem Kjarn­anum barst frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að þar með séu „rofin fjár­hags­leg tengsl á milli bræðr­anna Guð­mundar og Hjálm­ars Krist­jáns­sona. Eign­ar­hald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskil­ið.“

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er þar af leið­andi að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, sem er einnig for­stjóri Brims. Eign­ar­hlutur félags­ins í Brim er nú 36,13 pró­sent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lag, í 100 pró­sent eigu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, 10,05 pró­sent hlut. Sam­tals á þessi sam­staða Guð­mundar Krist­jáns­sonar því nú 46,26 pró­sent í sjáv­ar­út­vegs­ris­an­um. 

Félag Hjálm­ars Þór Krist­jáns­son­ar, KG  Fisk­verkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eig­enda Brims, með 6,5 pró­sent eign­ar­hlut. 

Auglýsing
Þeir bræður eru ekki skil­greindir sem fjár­hags­lega tengdir og því nær eign­ar­hlutur sam­stæðu Guð­mundar Krist­jáns­sonar ekki yfir þau 50 pró­sent mörk sem þarf til að hann telj­ist tengdur aðili í skiln­ingi laga um hámarks­út­hlutun á afla­hlut­deild. 

Kvóti yfir lög­legu hámarki

Brim er það sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heim­ila í kvóta, í króka­aflsa­hlut­deild í þorski, í nóv­em­ber þegar stjórn þess sam­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­ar­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Krist­jáns­son átti 39 pró­sent í Kambi og allt hlutafé í Grá­brók. Brim var því að kaupa eignir af bróður for­stjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­­lega þremur millj­­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag KG Fisk­verk­un, var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með um eitt pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. 

Eftir áður­nefnda upp­skipt­ingu er Guð­mundur aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur auk þess sem systir hans, Sig­ur­rós Krist­jáns­dótt­ir, á minni hlut í félag­inu. Hjálmar á hins vegar KG Fisk­verkun nú einn.

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga (Brims, Ögur­víkur og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur), sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent