Brim-bræður rjúfa fjárhagsleg tengsl sín

Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Þór Kristjánssynir hafa átt í viðskiptum að undanförnu sem hafa rofið fjárhagsleg tengsl þeirra. Saman halda félög sem þeir stýra, og eiga að uppistöðu, á yfir 17 prósent af úthlutuðum kvóta.

brim
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti nýverið 33,3 prósent hlut KG fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf., sem átti 37 prósent í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. 

Eftir þau kaup á Hjálmar Þór Kristjánsson ekki neinn hlut í Útgerðarfélagi Reykjavíkur og mun hverfa úr öllum stjórnunarstörfum í félaginu. Í orðsendingu sem Kjarnanum barst frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur segir að þar með séu „rofin fjárhagsleg tengsl á milli bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Eignarhald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskilið.“

Útgerðarfélag Reykjavíkur er þar af leiðandi að uppistöðu í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er einnig forstjóri Brims. Eignarhlutur félagsins í Brim er nú 36,13 prósent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-Seafood eignarhaldsfélag, í 100 prósent eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, 10,05 prósent hlut. Samtals á þessi samstaða Guðmundar Kristjánssonar því nú 46,26 prósent í sjávarútvegsrisanum. 

Félag Hjálmars Þór Kristjánssonar, KG  Fiskverkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eigenda Brims, með 6,5 prósent eignarhlut. 

Auglýsing
Þeir bræður eru ekki skilgreindir sem fjárhagslega tengdir og því nær eignarhlutur samstæðu Guðmundar Kristjánssonar ekki yfir þau 50 prósent mörk sem þarf til að hann teljist tengdur aðili í skilningi laga um hámarksúthlutun á aflahlutdeild. 

Kvóti yfir löglegu hámarki

Brim er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heimila í kvóta, í krókaaflsahlutdeild í þorski, í nóvember þegar stjórn þess sam­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­ar­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Kristjánsson átti 39 prósent í Kambi og allt hlutafé í Grábrók. Brim var því að kaupa eignir af bróður forstjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­lega þremur millj­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á um 46,26 pró­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fiskverkunar fyrir skemmstu. Það félag KG Fiskverkun, var 1. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn með um eitt pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­sent afla­hlut­­deild. 

Eftir áðurnefnda uppskiptingu er Guðmundur aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur auk þess sem systir hans, Sigurrós Kristjánsdóttir, á minni hlut í félaginu. Hjálmar á hins vegar KG Fiskverkun nú einn.

Sam­an­lagður kvóti þess­­ara þriggja félaga (Brims, Ögurvíkur og Útgerðarfélags Reykjavíkur), sem eru ekki skil­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­sent í byrjun sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent