Mynd: Anton Brink

Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót

Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað vegna þess að fjárfesting síðustu ára er dregin frá þegar stofn þeirra er reiknaður.

Eignir íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja voru 709 millj­arðar króna í lok árs í fyrra. Þær hafa hækkað feiki­lega í verði á und­an­förnum árum. Fyrir tveimur ára­tugum síðan voru þær 182,7 millj­arðar króna, 443 millj­arðar króna fyrir ára­tug en 709 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Frá árs­lokum 2010 hafa þær hækkað um 207 millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tíð­indum Hag­stofu Íslands, sem tekur árlega saman yfir­lit um rekstur helstu greina sjáv­ar­út­vegs. Töl­urnar ná yfir fleiri fyr­ir­tæki í geir­anum en þær sem mynda sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunn Deloitte, sem tek­inn er saman árlega og kynntur á við­burði á vegum Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Sá gagna­grunnur nær yfir rekstur 92 pró­sent geirans. Kjarn­inn greindi frá síð­ustu birtu tölum hans í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Helstu eignir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sem færðar eru í árs­reikn­inga, eru veiði­heim­ildir sem þeim er úthlut­að, fiski­skip og annar útbún­aður sem er nauð­syn­legur til veiða og vinnslu. Hluti þeirra veiði­heim­ilda sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa fengið úthlutað er veð­settur bönk­um. 

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar var eigið fé íslensks sjáv­ar­út­vegs 297 millj­arðar króna í lok síð­asta árs. Frá lokum árs 2010 hefur eigið féð tífald­ast sam­kvæmt þessum töl­um, en það var þá 28,8 millj­arðar króna. Á síð­asta ári einu saman jókst eigið féð um 28,1 millj­arð króna. 

Aukið eigið fé og háar arð­greiðslur

Þegar staðan er skoðuð frá hruni þá hefur eigið fé sjáv­ar­út­vegs auk­ist um 377 millj­arða króna, en eig­in­fjár­staða geirans var nei­kvæð í lok árs 2008 um rúm­lega 80 millj­arða króna. Í tölum Hag­stof­unnar er hægt að sjá hverjar arð­greiðslur til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa verið á und­an­förnum árum. Í grunni Deloitte, sem nær líkt og áður sagði yfir 92 pró­sent geirans og þar með talið allra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna, kemur hins vegar fram að frá árinu 2010 hafi arð­greiðslur numið 92,5 millj­örðum króna. Í fyrra greiddu fyr­ir­tækin sér út 12,3 millj­arða króna í arð. 

Frá árinu 2010 hefur hagur eig­enda sjáv­ar­út­veg­ar­ins – aukn­ing í eigin fé auk arð­greiðslna – batnað um tæpan 361 millj­arð króna. Frá hruni hefur hann batnað um 470 millj­arða króna hið minnsta.

Sam­herj­­­a-­­­sam­­­stæð­an, sem er stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins og sam­anstendur af tveimur félög­um, átti ein og sér upp­­­gefið eigið fé upp á 110,7 millj­­­arða króna í lok síð­­­asta árs. Hagn­aður Sam­herja vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­­­­örðum króna. Hagn­aður Sam­herj­­­­a­­­­sam­­­­stæð­unnar hefur þar með numið yfir 112 millj­­­­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síð­­­­asta árs. Hagn­að­­­­ur­inn dróst lít­il­­­­lega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 millj­­­­arðar króna á fyrra árin­u.

Veiði­gjöld lækka vegna fjár­fest­ingar

Veiði­gjöld, sér­stakt gjald sem útgerðir greiða fyrir aðgengi að kvóta, hafa að sama skapi verið að lækka. Þau voru 11,3 millj­arðar króna í fyrra, sem eru þau hæstu sem geir­inn hefur greitt. Það nán­ast tvö­föld­uð­ust milli ára, úr 6,8 millj­örðum króna árið 2017. Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­asta ár, greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn 63,3 millj­arða króna í veiði­gjöld. 

Ný lög um veið­i­­­gjald tóku gildi um síð­­­ustu ára­­mót þar sem meðal ann­­ars var settur nýr reikni­stofn sem bygg­ist á afkomu við veiðar hvers nytja­­stofns. Í fjár­­laga­frum­varp­inu sagði að með breyt­ing­unum sé dregið úr töf við með­­­ferð upp­­lýs­inga um átta mán­uði. „Þá er veið­i­­gjaldið nú ákveðið fyrir alm­an­aksár í stað fisk­veið­i­­ár­s. 

Veiði­gjöldin lækka á þessu ári, en áætlað er að þau skili um sjö millj­örðum króna í rík­is­kass­ann í ár sam­kvæmt gild­andi fjár­lög­um. Á næsta ári munu þau hins vegar lækka umtals­vert aftur og verða um fimm millj­arðar króna. 

Í umræðum um breytt fjár­laga­frum­varp vegna árs­ins 2020 kom ítrekað fram að lækk­unin sé að uppi­stöðu vegna mik­illar fjár­fest­ingar í grein­inni. Um er að ræða skatta­legar fyrn­ingar skipa og skips­bún­að­ar. 

Frá­drætti vegna fjár­fest­inga var breytt með nýju lög­unum sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, mælti fyrir og tóku gildi í byrjun árs 2019. 

Safn­ast á fáar hendur

Úthlut­aður kvóti hefur safn­ast á fárra hendur frá því að hann var gerður fram­selj­an­legur á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Sam­kvæmt lögum mega tengdir aðilar ekki halda á meira en 12 pró­sent af heild­ar­kvóta hverju sinni. Rík­is­end­ur­skoðun benti hins vegar á það í stjórn­sýslu­út­tekt á Fiski­stofu, sem birt var í jan­úar síð­ast­liðn­um, að hún kanni ekki hvort yfir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­sent af heild­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. „Fiski­stofa treystir nán­ast alfarið á til­kynn­ing­ar­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda,“ segir í skýrsl­unni.

Ef ein­hver reyn­ist vera með yfir 12 pró­sent af kvót­an­um, sam­kvæmt eigin skil­grein­ingu á því hvað felist í tengdum aðil­um, þá fær við­kom­andi sex mán­uði til að kom­ast undir þak­ið. 

Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skýrslu sinni að ráð­ast þyrfti í end­ur­skoðun á ákvæðum laga um stjórn fisk­veiða um „bæði yfir­ráð og tengsl aðila svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­þjöppun afla­heim­ilda“. 

Hvað eru tengdir aðil­ar?

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar er líka rakið að Fiski­stofa hafi, á árunum 2009 og 2010, fram­kvæmt frum­kvæð­is­rann­sókn á Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­unni og Gjög­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar með 34,2 pró­sent eign­ar­hlut. Gjög­ur, sem er meðal ann­ars í eigu Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, sitj­andi for­stjóra Sam­herja, og systk­ina hans, heldur einnig á 1,05 pró­sent alls kvóta um þessar mund­ir. Björgólfur er auk þess í stjórn Gjög­urs. Þor­steinn Már Bald­vins­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­herja og einn aðal­eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, var auk þess stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar árum sam­an, þangað til að hann sagði af sér í síð­asta mán­uði.

Í sept­­em­ber 2019 var Sam­herji með 7,1 pró­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­­ar, sem er í 100 pró­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­fest­inga­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­sent hans. Síld­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Berg­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­deild þess­­­ara aðila er því rúm­­lega 16,6 pró­­­sent, eða langt yfir lög­­bundnu hámarki, sem var sett til að koma í veg fyrir að of mikið af afla­heim­ildum myndi safn­­ast á fárra hend­­ur. 

Björgólfur Guðmundsson, sitjandi forstjóri Samherja, er einn eigenda Gjögurs.
Mynd: Samherji
Rík­is­end­ur­skoðun segir að sér­stakur vinnu­hópur Fiski­stofu hafi þá haft „til skoð­unar hvort telja ætti fyr­ir­tækin sem tengda aðila. Þau svör­uðu því til að engin rök væru fyrir því að Sam­herji og Gjögur færu með raun­veru­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni. Rann­sóknin átti sam­kvæmt upp­lýs­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar stóran þátt í þeirri nið­ur­stöðu Fiski­stofu að erfitt sé að sýna fram á óbein yfir­ráð aðila yfir afla­hlut­deildum miðað við núgild­andi lög og færa rök fyrir því hvenær tveir eða fleiri aðilar skuli telj­ast tengd­ir[...]­Fiski­stofa hafi af þeim sökum ekki sinnt virku eft­ir­liti með tengslum fyr­ir­tækja sam­kvæmt ákvæð­in­u.“ 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvað, í kjöl­far skoð­unar Fiski­stofu, að kanna hvort að Sam­herji, Gjögur og Síld­ar­vinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. Þeirri könnun lauk aldrei og var að lokum hætt vegna anna eft­ir­lits­ins við önnur störf. 

Kjarn­inn greindi frá því 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að í glæru­kynn­ingum Sam­herja, sem eru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks hefur birt á net­inu og eru ræki­lega merktar trún­að­ar­mál, megi skýrt sjá að erlendis er Síld­ar­vinnslan kynnt sem hluti af Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Eftir að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Fiski­stofu var birt í jan­úar skip­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son verk­efn­is­stjórn til að koma með til­lögur um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni. Hún átti meðal ann­ars að bregð­ast við ábend­ingum um þá stöðu að eft­ir­lit með kvóta­sam­þjöppun væri í mol­um. Í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins hefur Krist­ján Þór látið flýta vinnu verk­efna­stjórn­ar­innar og á hún nú að skila fyrir lok árs. ­Fáir hópar halda á þorra kvót­ans

Sam­herj­­a­­sam­­stæðan er ekki sú eina sem liggur undir grun um að vera komin vel yfir 12 pró­­sent afla­hlut­­deild­­ar­­mark­ið. Raunar liggur fyr­ir að Brim fór yfir það hámark fyrr í nóv­­em­ber þegar stjórn þess sam­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­ar­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Sam­an­lagt kaup­verð nemur rúm­­­lega þremur millj­­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. Stærstu ein­­­stöku eig­endur þess eru Guð­­­mundur Krist­jáns­­­son, aðal­­­eig­andi Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur og for­­­stjóri Brims, og tvö syst­k­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­­­sent end­an­­­legan eign­­­ar­hlut. Eig­andi KG Fisk­verk­unar er Hjálmar Þór Krist­jáns­son, bróði Guð­mund­ar.

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var því 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins, og hið minnsta rúm­­lega 17 pró­­sent eins og er. 

Aðrir hópar eru líka stór­­ir. Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á til dæmis FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja aðila 10,6 pró­­­sent. 

Vísir og Þor­­björn í Grinda­vík halda síðan sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­an­­um. Þau fyr­ir­tæki eru nú í sam­eig­ing­­­ar­við­ræð­­­um. Sam­an­lagt eru þessar fjórar blokkir því með vel yfir helm­ing alls úthlut­aðs kvóta, eða tæp­­lega 53 pró­­sent hið minnsta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar