Fjögurra flokka ríkisstjórn líklegust ef kosið yrði í dag

Sitjandi ríkisstjórn er ansi langt frá því að ná nægjanlegu fylgi til að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig miðað við nýjustu Gallupkönnun. Hún hefur tapað fimmtungi af fylgi sínu. Fjögurra flokka ríkisstjórn virðist í kortunum að óbreyttu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, myndu fá sam­tals 43,1 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýnir stöðu fylgis stjórn­mála­flokka í nóv­em­ber. Það er 9,8 pró­sentu­stigum minna fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum haustið 2017. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem átti tveggja ára afmæli á laug­ar­dag, hefur því tapað tæp­lega fimmt­ungi af kjör­fylgi sínu.

Allir rík­i­s­tjórn­ar­flokk­arnir hafa tapað fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað mestu fylgi flokk­anna þriggja frá kosn­ing­um, eða 3,6 pró­sentu­stig­um. Hann nýtur nú stuðn­ings 21,7 pró­sent kjós­enda en það er alveg við lægsta fylgi sem hann hefur mælst með í könn­unum Gallup frá upp­hafi. Það hefur tví­vegis gerst að flokk­ur­inn mæld­ist með 21,6 pró­sent fylgi, í ágúst 2015 og júlí 2019. 

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn mælist með 7,8 pró­sent fylgi og hefur ekki mælst með minni stuðn­ing síðan fyrir Klaust­ur­málið svo­kall­aða, sem kom upp á yfir­borðið fyrir um ári síð­an. Alls hefur flokk­ur­inn tapað 2,9 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um.

Vinstri græn mæl­ast með 13,6 pró­sent fylgi og hafa tapað 3,3 pró­sentu­stigum frá haustinu 2017. 

Þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar bætir umtals­vert við sig

Fjórir af fimm stjórn­ar­and­stöðu­flokkum mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu síð­ast þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,1 pró­sentu­stigi, og alls segj­ast 10,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag. Það er fylg­is­aukn­ing upp á rúm­lega 60 pró­sent og myndi skila Við­reisn í svipað fylgi og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2016, en eftir þær sett­ist hann í skamm­lífa rík­is­stjórn.

Sam­fylk­ingin mælist nú með 15,8 pró­sent stuðn­ing og hefur bætt við sig 3,7 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Píratar eru á svip­uðum slóðum og þeir voru í kosn­ing­unum 2017 með 10,3 pró­sent fylgi, sem er 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn fékk fyrir tveimur árum síð­an. 

Sam­an­lagt eru þessir þrír flokk­ar, sem hafa staðið hug­mynda­fræði­lega náið saman á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili í mörgum lyk­il­mál­um, með 36,9 pró­sent fylgi sem er 8,9 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu 2017. Fylg­is­aukn­ing flokk­anna þriggja nemur því tæp­lega þriðj­ungi það sem af er kjör­tíma­bili.

Mið­flokk­ur­inn er einnig á sigl­ingu og hefur bætt við sig tveimur pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Það er þó minni fylg­is­aukn­ing en hjá bæði Við­reisn og Sam­fylk­ingu. Alls nýtur Mið­flokk­ur­inn stuðn­ings 12,9 pró­sent kjós­enda sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup sem gerir hann að fjórða stærsta flokki lands­ins, líkt og hann var eftir kosn­ing­arnar 2017. 

Reykja­vík­ur­stjórn mögu­leg

Ef vilji væri til að end­ur­nýja það mynstur sem nú stýrir í Reykja­vík­ur­borg, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Pírötum og Vinstri grænum og var myndað eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í fyrra­vor, myndi slík rík­is­stjórn hafa 50,5 pró­sent fylg­i. 

Þegar við bæt­ist að Flokkur fólks­ins (3,9 pró­sent fylgi) og Sós­í­alista­flokk­ur­inn (3,0 pró­sent fylgi) myndu taka til sín 6,9 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi án þess að ná inn á þing, og atkvæði til þeirra því falla niður dauð, gæti rúm­lega helm­ings fylgi dugað til að mynda rúman meiri­hluta.

Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn mynduðu meirihluta í Reykjavíkurborg í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck.Sú staða gæti einnig boðið upp á aðra teg­und af fjög­urra flokka mynstri þar sem Við­reisn yrði skipt út fyrir Fram­sókn. Slík rík­is­stjórn hefði þó ekki stuðn­ing meiri­hluta kjós­enda, sem gæti orðið flókið fyrir fjög­urra flokka stjórn, og mjög tæpan meiri­hluta þing­manna.

Önnur leið til að mynda rík­is­stjórn með tvo af þremur sitj­andi stjórn­ar­flokkum væri ef Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur næðu saman við klofn­ings­fram­boðin Mið­flokk og Við­reisn um að vinna á ný með fyrr­ver­andi móð­ur­flokk­un­um. Slík rík­is­stjórn væri með 53,2 pró­sent fylgi og rúman meiri­hluta. Lík­legt verður þó að telj­ast að per­sónu­legur ágrein­ingur og van­traust milli ein­stak­linga, ásamt ýmsum sýni­legum og mögu­lega óyf­ir­stíg­an­legum hug­mynda­fræði­legum árekstrum, myndu koma í veg fyrir að slíkt sam­starf yrði að veru­leika.

Auglýsing
Tvær þriggja flokka rík­is­stjórnin sem hefði meiri­hluta greiddra atkvæða á bak­við sig væri skipuð Sjálf­stæð­is­flokki, Sam­fylk­ingu og annað hvort Vinstri grænum eða Mið­flokki. Hægt er að full­yrða að sú rík­is­stjórn verði lík­ast til aldrei að veru­leika í ljósi þess að Sam­fylk­ingin leggur allt kapp á að koma Sjálf­stæð­is­flokki frá völdum og hug­mynda­fræði­leg afstaða hennar ann­ars vegar og bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks hins vegar í mörgum lyk­il­málum eru eins fjarri hvorri annarri og hægt er að finna í íslenskri póli­tík.

Mik­ill munur milli MMR og Gallup

Athygli vekur hversu ólík staða ýmissa flokka, sér­stak­lega Mið­flokks­ins, er í könn­unum Gallup ann­ars vegar og könn­unum sem MMR, hitt fyr­ir­tækið sem birtir reglu­lega kosn­inga­ætl­an, hins veg­ar. Í síð­ustu könnun MMR mæld­ist fylgi Mið­flokks­ins 16,8 pró­sent sem gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, auk þess sem mun­ur­inn á flokk­unum tveimur mæld­ist innan vik­marka.

MMR hefur líka mælt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins umtals­vert lægra en Gallup, en það hefur mælst undir 20 pró­sent í flestum könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu mán­uði og náði nýjum botni í þeirri síðustu, þegar fylgi mæld­ist ein­ungis 18,1 pró­sent. 

Þá hefur fylgi Vinstri grænna til­hneig­ingu til að mæl­ast lægra hjá MMR en fylgi Flokks fólks­ins umtals­vert hærra en hjá Gallup. Þannig hefur Flokkur fólks­ins mælst yfir fimm pró­sent í þremur síð­ustu könn­unum MMR – og fór hæst í átta pró­sent fylgi í októ­ber – á meðan að fylgi flokks­ins hefur ekki mælst yfir fimm pró­sent hjá Gallup síðan í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar