Fjögurra flokka ríkisstjórn líklegust ef kosið yrði í dag

Sitjandi ríkisstjórn er ansi langt frá því að ná nægjanlegu fylgi til að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig miðað við nýjustu Gallupkönnun. Hún hefur tapað fimmtungi af fylgi sínu. Fjögurra flokka ríkisstjórn virðist í kortunum að óbreyttu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, myndu fá sam­tals 43,1 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýnir stöðu fylgis stjórn­mála­flokka í nóv­em­ber. Það er 9,8 pró­sentu­stigum minna fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum haustið 2017. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem átti tveggja ára afmæli á laug­ar­dag, hefur því tapað tæp­lega fimmt­ungi af kjör­fylgi sínu.

Allir rík­i­s­tjórn­ar­flokk­arnir hafa tapað fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað mestu fylgi flokk­anna þriggja frá kosn­ing­um, eða 3,6 pró­sentu­stig­um. Hann nýtur nú stuðn­ings 21,7 pró­sent kjós­enda en það er alveg við lægsta fylgi sem hann hefur mælst með í könn­unum Gallup frá upp­hafi. Það hefur tví­vegis gerst að flokk­ur­inn mæld­ist með 21,6 pró­sent fylgi, í ágúst 2015 og júlí 2019. 

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn mælist með 7,8 pró­sent fylgi og hefur ekki mælst með minni stuðn­ing síðan fyrir Klaust­ur­málið svo­kall­aða, sem kom upp á yfir­borðið fyrir um ári síð­an. Alls hefur flokk­ur­inn tapað 2,9 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um.

Vinstri græn mæl­ast með 13,6 pró­sent fylgi og hafa tapað 3,3 pró­sentu­stigum frá haustinu 2017. 

Þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar bætir umtals­vert við sig

Fjórir af fimm stjórn­ar­and­stöðu­flokkum mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu síð­ast þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,1 pró­sentu­stigi, og alls segj­ast 10,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag. Það er fylg­is­aukn­ing upp á rúm­lega 60 pró­sent og myndi skila Við­reisn í svipað fylgi og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2016, en eftir þær sett­ist hann í skamm­lífa rík­is­stjórn.

Sam­fylk­ingin mælist nú með 15,8 pró­sent stuðn­ing og hefur bætt við sig 3,7 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Píratar eru á svip­uðum slóðum og þeir voru í kosn­ing­unum 2017 með 10,3 pró­sent fylgi, sem er 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn fékk fyrir tveimur árum síð­an. 

Sam­an­lagt eru þessir þrír flokk­ar, sem hafa staðið hug­mynda­fræði­lega náið saman á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili í mörgum lyk­il­mál­um, með 36,9 pró­sent fylgi sem er 8,9 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu 2017. Fylg­is­aukn­ing flokk­anna þriggja nemur því tæp­lega þriðj­ungi það sem af er kjör­tíma­bili.

Mið­flokk­ur­inn er einnig á sigl­ingu og hefur bætt við sig tveimur pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Það er þó minni fylg­is­aukn­ing en hjá bæði Við­reisn og Sam­fylk­ingu. Alls nýtur Mið­flokk­ur­inn stuðn­ings 12,9 pró­sent kjós­enda sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup sem gerir hann að fjórða stærsta flokki lands­ins, líkt og hann var eftir kosn­ing­arnar 2017. 

Reykja­vík­ur­stjórn mögu­leg

Ef vilji væri til að end­ur­nýja það mynstur sem nú stýrir í Reykja­vík­ur­borg, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Pírötum og Vinstri grænum og var myndað eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í fyrra­vor, myndi slík rík­is­stjórn hafa 50,5 pró­sent fylg­i. 

Þegar við bæt­ist að Flokkur fólks­ins (3,9 pró­sent fylgi) og Sós­í­alista­flokk­ur­inn (3,0 pró­sent fylgi) myndu taka til sín 6,9 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi án þess að ná inn á þing, og atkvæði til þeirra því falla niður dauð, gæti rúm­lega helm­ings fylgi dugað til að mynda rúman meiri­hluta.

Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn mynduðu meirihluta í Reykjavíkurborg í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck.Sú staða gæti einnig boðið upp á aðra teg­und af fjög­urra flokka mynstri þar sem Við­reisn yrði skipt út fyrir Fram­sókn. Slík rík­is­stjórn hefði þó ekki stuðn­ing meiri­hluta kjós­enda, sem gæti orðið flókið fyrir fjög­urra flokka stjórn, og mjög tæpan meiri­hluta þing­manna.

Önnur leið til að mynda rík­is­stjórn með tvo af þremur sitj­andi stjórn­ar­flokkum væri ef Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur næðu saman við klofn­ings­fram­boðin Mið­flokk og Við­reisn um að vinna á ný með fyrr­ver­andi móð­ur­flokk­un­um. Slík rík­is­stjórn væri með 53,2 pró­sent fylgi og rúman meiri­hluta. Lík­legt verður þó að telj­ast að per­sónu­legur ágrein­ingur og van­traust milli ein­stak­linga, ásamt ýmsum sýni­legum og mögu­lega óyf­ir­stíg­an­legum hug­mynda­fræði­legum árekstrum, myndu koma í veg fyrir að slíkt sam­starf yrði að veru­leika.

Auglýsing
Tvær þriggja flokka rík­is­stjórnin sem hefði meiri­hluta greiddra atkvæða á bak­við sig væri skipuð Sjálf­stæð­is­flokki, Sam­fylk­ingu og annað hvort Vinstri grænum eða Mið­flokki. Hægt er að full­yrða að sú rík­is­stjórn verði lík­ast til aldrei að veru­leika í ljósi þess að Sam­fylk­ingin leggur allt kapp á að koma Sjálf­stæð­is­flokki frá völdum og hug­mynda­fræði­leg afstaða hennar ann­ars vegar og bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks hins vegar í mörgum lyk­il­málum eru eins fjarri hvorri annarri og hægt er að finna í íslenskri póli­tík.

Mik­ill munur milli MMR og Gallup

Athygli vekur hversu ólík staða ýmissa flokka, sér­stak­lega Mið­flokks­ins, er í könn­unum Gallup ann­ars vegar og könn­unum sem MMR, hitt fyr­ir­tækið sem birtir reglu­lega kosn­inga­ætl­an, hins veg­ar. Í síð­ustu könnun MMR mæld­ist fylgi Mið­flokks­ins 16,8 pró­sent sem gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, auk þess sem mun­ur­inn á flokk­unum tveimur mæld­ist innan vik­marka.

MMR hefur líka mælt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins umtals­vert lægra en Gallup, en það hefur mælst undir 20 pró­sent í flestum könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu mán­uði og náði nýjum botni í þeirri síðustu, þegar fylgi mæld­ist ein­ungis 18,1 pró­sent. 

Þá hefur fylgi Vinstri grænna til­hneig­ingu til að mæl­ast lægra hjá MMR en fylgi Flokks fólks­ins umtals­vert hærra en hjá Gallup. Þannig hefur Flokkur fólks­ins mælst yfir fimm pró­sent í þremur síð­ustu könn­unum MMR – og fór hæst í átta pró­sent fylgi í októ­ber – á meðan að fylgi flokks­ins hefur ekki mælst yfir fimm pró­sent hjá Gallup síðan í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar