Fjögurra flokka ríkisstjórn líklegust ef kosið yrði í dag

Sitjandi ríkisstjórn er ansi langt frá því að ná nægjanlegu fylgi til að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig miðað við nýjustu Gallupkönnun. Hún hefur tapað fimmtungi af fylgi sínu. Fjögurra flokka ríkisstjórn virðist í kortunum að óbreyttu.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, myndu fá sam­tals 43,1 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýnir stöðu fylgis stjórn­mála­flokka í nóv­em­ber. Það er 9,8 pró­sentu­stigum minna fylgi en þeir fengu í kosn­ing­unum haustið 2017. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem átti tveggja ára afmæli á laug­ar­dag, hefur því tapað tæp­lega fimmt­ungi af kjör­fylgi sínu.

Allir rík­i­s­tjórn­ar­flokk­arnir hafa tapað fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað mestu fylgi flokk­anna þriggja frá kosn­ing­um, eða 3,6 pró­sentu­stig­um. Hann nýtur nú stuðn­ings 21,7 pró­sent kjós­enda en það er alveg við lægsta fylgi sem hann hefur mælst með í könn­unum Gallup frá upp­hafi. Það hefur tví­vegis gerst að flokk­ur­inn mæld­ist með 21,6 pró­sent fylgi, í ágúst 2015 og júlí 2019. 

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn mælist með 7,8 pró­sent fylgi og hefur ekki mælst með minni stuðn­ing síðan fyrir Klaust­ur­málið svo­kall­aða, sem kom upp á yfir­borðið fyrir um ári síð­an. Alls hefur flokk­ur­inn tapað 2,9 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um.

Vinstri græn mæl­ast með 13,6 pró­sent fylgi og hafa tapað 3,3 pró­sentu­stigum frá haustinu 2017. 

Þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar bætir umtals­vert við sig

Fjórir af fimm stjórn­ar­and­stöðu­flokkum mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu síð­ast þegar talið var upp úr kjör­köss­un­um. Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,1 pró­sentu­stigi, og alls segj­ast 10,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag. Það er fylg­is­aukn­ing upp á rúm­lega 60 pró­sent og myndi skila Við­reisn í svipað fylgi og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2016, en eftir þær sett­ist hann í skamm­lífa rík­is­stjórn.

Sam­fylk­ingin mælist nú með 15,8 pró­sent stuðn­ing og hefur bætt við sig 3,7 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Píratar eru á svip­uðum slóðum og þeir voru í kosn­ing­unum 2017 með 10,3 pró­sent fylgi, sem er 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn fékk fyrir tveimur árum síð­an. 

Sam­an­lagt eru þessir þrír flokk­ar, sem hafa staðið hug­mynda­fræði­lega náið saman á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili í mörgum lyk­il­mál­um, með 36,9 pró­sent fylgi sem er 8,9 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu 2017. Fylg­is­aukn­ing flokk­anna þriggja nemur því tæp­lega þriðj­ungi það sem af er kjör­tíma­bili.

Mið­flokk­ur­inn er einnig á sigl­ingu og hefur bætt við sig tveimur pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um. Það er þó minni fylg­is­aukn­ing en hjá bæði Við­reisn og Sam­fylk­ingu. Alls nýtur Mið­flokk­ur­inn stuðn­ings 12,9 pró­sent kjós­enda sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup sem gerir hann að fjórða stærsta flokki lands­ins, líkt og hann var eftir kosn­ing­arnar 2017. 

Reykja­vík­ur­stjórn mögu­leg

Ef vilji væri til að end­ur­nýja það mynstur sem nú stýrir í Reykja­vík­ur­borg, sem sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Pírötum og Vinstri grænum og var myndað eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í fyrra­vor, myndi slík rík­is­stjórn hafa 50,5 pró­sent fylg­i. 

Þegar við bæt­ist að Flokkur fólks­ins (3,9 pró­sent fylgi) og Sós­í­alista­flokk­ur­inn (3,0 pró­sent fylgi) myndu taka til sín 6,9 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi án þess að ná inn á þing, og atkvæði til þeirra því falla niður dauð, gæti rúm­lega helm­ings fylgi dugað til að mynda rúman meiri­hluta.

Samfylking, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn mynduðu meirihluta í Reykjavíkurborg í fyrra. Mynd: Bára Huld Beck.Sú staða gæti einnig boðið upp á aðra teg­und af fjög­urra flokka mynstri þar sem Við­reisn yrði skipt út fyrir Fram­sókn. Slík rík­is­stjórn hefði þó ekki stuðn­ing meiri­hluta kjós­enda, sem gæti orðið flókið fyrir fjög­urra flokka stjórn, og mjög tæpan meiri­hluta þing­manna.

Önnur leið til að mynda rík­is­stjórn með tvo af þremur sitj­andi stjórn­ar­flokkum væri ef Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur næðu saman við klofn­ings­fram­boðin Mið­flokk og Við­reisn um að vinna á ný með fyrr­ver­andi móð­ur­flokk­un­um. Slík rík­is­stjórn væri með 53,2 pró­sent fylgi og rúman meiri­hluta. Lík­legt verður þó að telj­ast að per­sónu­legur ágrein­ingur og van­traust milli ein­stak­linga, ásamt ýmsum sýni­legum og mögu­lega óyf­ir­stíg­an­legum hug­mynda­fræði­legum árekstrum, myndu koma í veg fyrir að slíkt sam­starf yrði að veru­leika.

Auglýsing
Tvær þriggja flokka rík­is­stjórnin sem hefði meiri­hluta greiddra atkvæða á bak­við sig væri skipuð Sjálf­stæð­is­flokki, Sam­fylk­ingu og annað hvort Vinstri grænum eða Mið­flokki. Hægt er að full­yrða að sú rík­is­stjórn verði lík­ast til aldrei að veru­leika í ljósi þess að Sam­fylk­ingin leggur allt kapp á að koma Sjálf­stæð­is­flokki frá völdum og hug­mynda­fræði­leg afstaða hennar ann­ars vegar og bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks hins vegar í mörgum lyk­il­málum eru eins fjarri hvorri annarri og hægt er að finna í íslenskri póli­tík.

Mik­ill munur milli MMR og Gallup

Athygli vekur hversu ólík staða ýmissa flokka, sér­stak­lega Mið­flokks­ins, er í könn­unum Gallup ann­ars vegar og könn­unum sem MMR, hitt fyr­ir­tækið sem birtir reglu­lega kosn­inga­ætl­an, hins veg­ar. Í síð­ustu könnun MMR mæld­ist fylgi Mið­flokks­ins 16,8 pró­sent sem gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, auk þess sem mun­ur­inn á flokk­unum tveimur mæld­ist innan vik­marka.

MMR hefur líka mælt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins umtals­vert lægra en Gallup, en það hefur mælst undir 20 pró­sent í flestum könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu mán­uði og náði nýjum botni í þeirri síðustu, þegar fylgi mæld­ist ein­ungis 18,1 pró­sent. 

Þá hefur fylgi Vinstri grænna til­hneig­ingu til að mæl­ast lægra hjá MMR en fylgi Flokks fólks­ins umtals­vert hærra en hjá Gallup. Þannig hefur Flokkur fólks­ins mælst yfir fimm pró­sent í þremur síð­ustu könn­unum MMR – og fór hæst í átta pró­sent fylgi í októ­ber – á meðan að fylgi flokks­ins hefur ekki mælst yfir fimm pró­sent hjá Gallup síðan í des­em­ber 2018, í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar