Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða

Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Íbúða­lána­sjóður getur krafið þau félög sem virð­ast rekin með arð­sem­is­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi, en hafa samt sem áður sóst eftir lánum frá sjóðnum sem eiga að úti­loka félög sem rekin eru í hagn­að­ar­skyni, um ýmis­konar gögn er varða starf­semi þeirra. 

Verði sjóð­ur­inn var við að lán­takar brjóti gegn skil­yrðum sem gerð eru til lán­tak­end­anna þá getur hann beitt tvenns konar úrræðum gegn þeim sem ger­ast brot­leg­ir. Ann­ars vegar getur hann gjald­fellt lánin og hins vegar boðað breyt­ingar á láns­kjör­um. Þetta kemur fram í svörum Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Auglýsing
Kjarninn hefur heim­ildir fyrir því að Íbúða­lána­sjóður hafi beitt síð­ara úrræð­inu, að boða breyt­ingar á láns­kjörum, gagn­vart félögum sem sann­ar­lega eru rekin í hagn­að­ar­skyni en hafa samt sem áður tekið umrædd lán. Þekktasta dæmið um slíka starf­semi er leigu­fé­lagið Heima­vell­ir, sem skráðu sig á markað í fyrra með það að mark­miði að end­ur­fjár­magna lánin frá Íbúða­lána­sjóði til að geta losað sig undan þeirri kvöð að mega ekki greiða arð. 

Á meðal ann­arra þekktra aðila sem hafa nýtt sér umrædd lán til að fjár­magna kaup á ýmsum eignum er fjár­festir­inn Matth­ías Ims­land. Félag á hans vegum keypti meðal ann­ars eignir í Vest­manna­eyjum í fyrra fyrir lán sem ætluð eru óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum og í sept­em­ber síð­ast­liðnum keypti hann fjórtán íbúða blokk á Akra­nesi af Heima­völlum með sömu fjár­mögn­un. Matth­ías var aðstoð­ar­maður Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, þáver­andi ráð­herra hús­næð­is­mála og þess ráð­herra sem Íbúða­lána­sjóður heyrði und­ir, þegar reglu­gerð um þessa teg­und lána var sett árið 2013. 

Má ekki vera starf­semi rekin í hagn­að­ar­skyni

Reglu­­gerð 1042/2013 snýst um að Íbúða­lána­­sjóð­­ur, sem er í eigu rík­­is­ins, veiti lán til sveit­­ar­­fé­laga, félaga og félaga­­sam­­taka sem ætl­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­búð­­um. Mark­mið reglu­­gerð­­ar­innar var að „stuðla að fram­­boði á leig­u­í­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­legum kjöru­m“.  

Reglu­gerðin setur þau skil­yrði að allir sem fái lán undir hatti hennar megi ekki vera reknir í hagn­að­­ar­­skyni „og úr þeim má hvorki greiða arð né arðs­­gild­i“.

Auglýsing
Lánin eru tvenns kon­­ar. Ann­­ars vegar svokölluð leig­u­í­­búð­­ar­lán sem eru ekki félags­­­leg. Hins vegar hafa verið veitt svokölluð félags­­­leg íbúð­ar­lán. Þau eru bundin sömu skil­yrðum og almennu leig­u­í­­búð­­ar­lánin auk þess sem að við­­bót­­ar­skil­yrði eru um að íbúð­­irnar sem lánað er til má ein­­göngu leigja til þeirra ein­stak­l­ingar og fjöl­­skyldna sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­ar­­mörk­­um. Þau lán eru auk þess veitt á nið­­ur­greiddum vöxt­­um. Heim­ild til að veita slík lán féll úr gildi í lok árs 2017. 

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­sumar að Íbúða­lána­sjóður hefði þá lánað alls 25 félögum 18,4 millj­arða króna á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar. Langstærstur hluti lán­anna fór til Heima­valla, sem skráði sig svo á markað með það yfir­lýsta mark­mið að ætla sér að greiða arð. Auk þess höfðu Heima­vellir orðið upp­vísir að því að greiða umsýslu­fé­lagi tengt þáver­andi stjórn­ar­mönn­um, stjórn­endum og nokkrum hlut­höf­um, alls 480 millj­ónir króna í þóknana­greiðsl­ur, meðal ann­ars fyrir það sem var kallað „grein­ingu og fram­kvæmdir fjár­fest­inga“. 

Eigið fé langt yfir mark­aðsvirði

Lyk­il­hlut­hafar Heima­valla reyndu að afskrá félagið fyrr á þessu ári eftir að illa gekk að fá stóra fag­fjár­festa á borð við líf­eyr­is­sjóði til að fjár­festa í því og eftir að félag­inu mistókst að end­ur­fjár­magna sig í takti við fyrri áætl­anir sem áttu að losa það undan arð­greiðslu­höml­u­m. 

Kaup­höll Íslands hafn­aði þeim til­raunum og þess í stað fóru helstu hlut­hafar Heima­valla í þá veg­ferð að selja eignir með það mark­mið að skila arð­inum af þeim til hlut­hafa. 

Marka­virði Heima­valla í dag er rétt tæp­lega 13 millj­­arðar króna. Eigið fé félags­­ins, mun­­ur­inn á skuldum og eignum þess, er hins vegar mun hærri tala eða 19,4 millj­­arðar króna miðað við síð­asta birta upp­gjör. 

Kjarn­inn greindi frá því í maí síð­ast­liðnum að sam­kvæmt verð­mati sem Arct­ica Fin­ance vann í vor, og hluti hlut­hafa Heima­valla höfðu aðgang að og er kyrf­i­­lega merkt trún­­að­­ar­­mál, hafi komið fram að Arct­ica Fin­ance hafi metið eignir Heima­valla á mun hærra verði en gert var í birtum reikn­ingum þess. Sam­kvæmt því mati átti eigið fé Heima­valla að hafa átt að vera 27 millj­­arðar króna í vor, eða 14 millj­örðum krónum meira en mark­aðsvirði félags­ins er í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar