14 færslur fundust merktar „gallup“

Kjósendur Pírata og Samfylkingar líklegri til að vilja breytingar á stjórnarskrá
Þeir sem kysu Pírata eða Samfylkingu ef kosið yrði til Alþingis í dag eru líklegri en aðrir til að vilja breytingar á stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. Kjósendur Framsóknar eða Viðreisnar eru líklegri til að vilja aðrar breytin
13. júlí 2021
Samfylkingin er í vanda samkvæmt nýrri könnun Gallup. Logi Einarsson er formaður flokksins.
Samfylkingin undir tíu prósentin og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu
Ný könnun Gallup sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir sigli nokkuð lygnan sjó og geti haldið áfram samstarfi að óbreyttu. Einnig er möguleiki á Reykjavíkurstjórn. Sósíalistaflokkurinn hefur mælst stöðugt inni fimm kannanir í röð.
1. júlí 2021
Katrín með öll tromp á hendi ... enn sem komið er
Tvö ríkisstjórnarmynstur virðast líkleg eins og er, miðað við stöðu mála í könnunum. Sitjandi ríkisstjórn nýtur nánast sama fylgis og útgáfa af svokölluðu Reykjavíkurmódeli.
2. júní 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki mælst minni frá því fyrir kosningarnar 2017
Alls myndu níu flokkar ná inn á þing ef kosið yrði í dag og hefðu þá aldrei verið fleiri. Sitjandi ríkisstjórn væri fallin og ómögulegt yrði að mynda stjórn sem innhéldi færri en fjóra flokka.
30. mars 2021
Ríkisstjórnin gæti haldið velli þrátt fyrir að flokkarnir sem að henni standa séu allir að mælast með minna fylgi en þeir fengu í kosningunum 2017.
Ríkisstjórnin gæti haldið með minnihluta fylgis á bakvið sig
Ný könnun sýnir að þrír stjórnarandstöðuflokkar myndu saman fá níu fleiri þingmenn nú en haustið 2017. Aðrir flokkar tapa fylgi en Sjálfstæðisflokkur ver þingmannafjölda sinn vegna dauðra atkvæða. Allskyns stjórnarmynstur eru í kortunum.
1. febrúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning
Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.
4. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Vinstri græn bæta við sig en ríkisstjórnarflokkarnir allir undir kjörfylgi
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,8 prósent fylgi og er stærsti flokkur landsins. Þrír flokkar á þingi eru að mælast með meira fylgi en í kosningunum 2017. Þeir eru Samfylking, Píratar og Viðreisn.
2. september 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
2. júlí 2020
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Fylgi Miðflokksins hefur aukist um 150 prósent frá því að Klausturmálið kom upp. Sósíalistaflokkur Íslands er það stjórnmálaafl sem hefur tekið mest nýtt fylgi til sín frá síðustu kosningum. Allir stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi frá 2017.
3. mars 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylking tekur stökk í nýrri könnun – Miðjublokkin orðin jafn stór og ríkisstjórnin
Samfylkingin mælist með tæplega 18 prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup og fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist það lægsta sem það hefur mælst á kjörtímabilinu. Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa samanlagt bætt við sig 41 prósent fylgi á kjörtímabilinu.
4. febrúar 2020
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
8. desember 2019
Fjögurra flokka ríkisstjórn líklegust ef kosið yrði í dag
Sitjandi ríkisstjórn er ansi langt frá því að ná nægjanlegu fylgi til að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig miðað við nýjustu Gallupkönnun. Hún hefur tapað fimmtungi af fylgi sínu. Fjögurra flokka ríkisstjórn virðist í kortunum að óbreyttu.
4. desember 2019
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja.
Vinstri græn ekki mælst lægri frá 2015
Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst lægri frá 31. desember 2015 og stuðningur ríkisstjórnina fer fyrir neðan 50 prósent í fyrsta skiptið í Þjóðarpúlsi Gallup.
3. ágúst 2018
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup á stöðu leigjenda og eigenda húsnæðis í morgun.
80 prósent óánægð með húsnæðismarkaðinn
Yfir 80 prósent Íslendinga eru óánægðir með framboðið á húsnæðismarkaðnum og mikill meirihluti leigjenda segist vilja eiga eigið húsnæði. Húsnæðismálaráðherra kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup í morgun.
25. maí 2016