Ríkisstjórnin gæti haldið með minnihluta fylgis á bakvið sig

Ný könnun sýnir að þrír stjórnarandstöðuflokkar myndu saman fá níu fleiri þingmenn nú en haustið 2017. Aðrir flokkar tapa fylgi en Sjálfstæðisflokkur ver þingmannafjölda sinn vegna dauðra atkvæða. Allskyns stjórnarmynstur eru í kortunum.

Ríkisstjórnin gæti haldið velli þrátt fyrir að flokkarnir sem að henni standa séu allir að mælast með minna fylgi en þeir fengu í kosningunum 2017.
Ríkisstjórnin gæti haldið velli þrátt fyrir að flokkarnir sem að henni standa séu allir að mælast með minna fylgi en þeir fengu í kosningunum 2017.
Auglýsing

Sam­fylk­ing­in, Pírata og Við­reisn myndu sam­tals fá 26 þing­menn kjörna ef kosið yrði nú sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Það eru níu fleiri þing­menn en þessir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar fengu haustið 2017. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja er um 40 pró­sent en þeir fengu 28 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin yrði þeirra stærstur með 17 pró­sent fylgi og ell­efu þing­menn, Við­reisn myndi fá um tólf pró­sent atkvæða og átta þing­menn og Píratar um ell­efu pró­sent og sjö þing­menn. Þeir eru einu flokk­arnir sem voru í fram­boði fyrir rúmum þremur árum sem myndu bæta við sig fylgi og þing­mönnum ef kosið yrði í dag.

Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV um nýja Þjóð­ar­púls­inn.

Þrátt fyrir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, hafi tapað um tveimur pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum og mælist með 23 pró­sent fylgi þá myndi hann samt fá sama þing­manna­fjölda (16) ef gengið yrði til kosn­inga í dag, sam­kvæmt Gallup. Vinstri græn, sem myndu tapa um fjórum pró­sentu­stigum og fá í kringum 13 pró­sent atkvæða ef kosið yrði nú,  myndu ein­ungis tapa tveimur þing­mönnum og fá níu. Fram­sókn, sem myndi tapa um tveimur pró­sentu­stigum og fá um níu pró­sent sam­kvæmt umfjöllun RÚV, myndu tapa einum þing­manni og fá sjö. Það þýðir að rík­is­stjórnin gæti að óbreyttu haldið velli með minnsta mögu­lega meiri­hluta – 32 þing­mönnum af 63 – þrátt fyrir að fylgi hennar hafi fallið úr 53 í 45 pró­sent.

Mikið af atkvæðum gætu fallið niður dauð

Ástæðu þessa má finna í því að tölu­vert magn atkvæða myndu falla niður dauð ef könnun Gallup yrði nið­ur­staða kosn­inga. Bæði Flokkur fólks­ins og Sós­í­alista­flokkur Íslands mæl­ast með um fjögur pró­sent fylgi hvor sem myndi ekki skila þeim inn manni á þing að óbreyttu. Slík staða myndi ýkja þing­manna­fjölda þeirra flokka sem kæmust inn umtals­vert og skapa ofan­greinda stöðu, þar sem hægt yrði að fá meiri­hluta þing­manna með ein­ungis 45 pró­sent fylg­i. 

Auglýsing
Miðflokkurinn myndi ná inn á þing en ekki ná jafn góðum árangri 2017, sam­kvæmt könnun Gallup. Hann yrði minnsti flokk­ur­inn þar með um átta pró­sent fylgi sem myndi skila fimm þing­mönn­um. Mið­flokk­ur­inn fékk sjö menn kjörna í síð­ustu kosn­ingum auk þess sem að flokk­ur­inn bætti við sig tveimur þing­mönnum úr Flokki fólks­ins eftir Klaust­ur­mál­ið. Þing­flokkur Mið­flokks­ins myndi því að óbreyttu skreppa saman um 45 pró­sent. 

Ýmis­konar stjórn­ar­mynstur í kort­unum

Ýmsir stjórn­ar­mögu­leikar eru í stöð­unni sam­kvæmt könnun Gallup. Miðað við núver­andi fylg­is­stöðu væri, líkt og áður sagði, hægt að halda núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi áfram. Í ljósi þess að tveir af upp­runa­legu 35 þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna hafa þegar yfir­gefið þá, og meiri­hlut­inn telur nú ein­ungis 33 þing­menn, yrði ekki stór­kost­leg breyt­ing að fækka þing­mönn­unum á bak­við stjórn­ina niður í 32. Sú stjórn gæti styrkt sig með aðkomu Mið­flokks (fimm þing­menn) eða Við­reisnar (átta þing­menn). Bæði Sam­fylk­ingin og Píratar hafa úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk sem gerir það að verkum að úti­loka verður allar mögu­legar teg­undir sam­starfs sem skeyta þeim sam­an­.  

Hægt yrði að mynda félags­hyggju­stjórn frá miðju til vinstri sem inni­héldi Sam­fylk­ing­una, Vinstri græn, Pírata og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Slík stjórn myndi vera með 34 þing­menn. 

Það væri líka hægt að ráð­ast í end­ur­öpun á því mynstri sem er til staðar í stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem Fram­sókn­ar­flokknum yrði skipt út fyrir Við­reisn. Þá myndi stjórn­ar­þing­mönn­unum fjölga um einn og þeir verða 35. 

Ef mynda ætti stjórn frá hægri og inn á miðj­una yrði hún að inni­halda fjóra flokka: Sjálf­stæð­is­flokk, Við­reisn, Fram­sókn­ar­flokk og Mið­flokk. Slík stjórn myndi hafa 36 þing­menn. 

Fram­sókn og Mið­flokkur í vand­ræðum í Reykja­vík

Gallup mældi líka fylgi eftir kjör­dæmum í nýj­ustu könnun sinni. Þar virð­ist athygl­is­verð­asta nið­ur­staðan vera sú að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn næði ekki inn kjör­dæma­kjörnum þing­manni í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, en þar verða ráð­herr­arnir Lilja Alfreðs­dóttir og Ásmundur Einar Daða­son í odd­vita­sæt­um. Afar ólík­legt er að Mið­flokk­ur­inn næði inn kjör­dæma­kjörnum þing­mönnum í höf­uð­borg­inni, en það er í sam­ræmi við aðrar kann­anir sem birst hafa und­an­far­ið. 

Sam­fylk­ingin mælist sterk­ust í Reykja­vík og myndi ná að verða stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður ef kosið yrði nú. Athygl­is­vert er að tveir stærstu flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, eru að mæl­ast jafn stórir í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, en þar sjá Vinstri græn fram á fylgis­tap að óbreyttu eftir brott­hvarf Stein­gríms J. Sig­fús­sonar úr odd­vita­sæt­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent