Kjósendur Pírata og Samfylkingar líklegri til að vilja breytingar á stjórnarskrá

Þeir sem kysu Pírata eða Samfylkingu ef kosið yrði til Alþingis í dag eru líklegri en aðrir til að vilja breytingar á stjórnarskrá í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs. Kjósendur Framsóknar eða Viðreisnar eru líklegri til að vilja aðrar breytin

Ný stjórnarskrá
Auglýsing

Ríf­lega helm­ingur þeirra sem taka afstöðu vill breyt­ingar á stjórn­ar­skrá Íslands í sam­ræmi við til­lögur stjórn­laga­ráðs, eða nær 53 pró­sent. Rúm­lega 18 pró­sent vilja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá en ekki þær sem stjórn­laga­ráð lagði til. Rösk­lega 13 pró­sent vilja að stjórn­ar­skráin hald­ist óbreytt og nær 16 pró­sent segja engan af fyrr­nefndum kostum lýsa skoðun sinni. Um 22 pró­sent aðspurðra tóku ekki afstöðu.

Þetta kemur fram í Þjóð­ar­púlsi Gallup þar sem spurt var um skoðun fólks á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands og til breyt­inga á henni. Um net­könnun var að ræða og var úrtakið 1.626 manns, átján ára eða eldri. Svar­hlut­fall var 53,3 pró­sent.

Að því er fram kemur í sam­an­tekt Gallup á nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar vilja karlar vilja frekar en konur að stjórn­ar­skráin hald­ist óbreytt og þeir vilja einnig frekar en konur sjá aðrar breyt­ingar en þær sem stjórn­laga­ráð lagði til. Fólk milli þrí­tugs og fer­tugs er lík­legra en þeir sem yngri eða eldri eru, til að vilja stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í sam­ræmi við til­lögur stjórn­laga­ráðs. Fólk yfir fer­tugu er hins vegar lík­legra en fólk undir fer­tugu til að vilja óbreytta stjórn­ar­skrá.

Auglýsing

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru lík­legri en íbúar lands­byggð­ar­innar til að vilja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá í sam­ræmi við til­lögur stjórn­laga­ráðs. Íbúar lands­byggð­ar­innar vilja hins vegar frekar en höf­uð­borg­ar­búar að hún hald­ist óbreytt.

Kjós­endur Mið­flokks­ins vilja óbreytta stjórn­ar­skrá

Þeir sem kysu Pírata eða Sam­fylk­ingu ef kosið yrði til Alþingis í dag eru lík­legri en aðrir til að vilja breyt­ingar á stjórn­ar­skrá í sam­ræmi við til­lögur stjórn­laga­ráðs. Þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn eða Við­reisn eru aftur á móti lík­legri en aðrir til að vilja breyt­ingar aðrar en þær sem stjórn­laga­ráð lagði til. Loks eru þeir sem kysu Mið­flokk­inn lík­leg­astir til að vilja óbreytta stjórn­ar­skrá en þar á eftir koma þeir sem kysu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og þá þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hve vel það þekkir inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár og eftir því hve vel það þekkir inni­hald breyttrar stjórn­ar­skrár að til­lögu stjórn­laga­ráðs. Fólk virð­ist, sam­kvæmt könn­un­inni, þekkja álíka vel inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár og inni­hald breyttrar stjórn­ar­skrár að til­lögum stjórn­laga­ráðs. Um þrír af hverjum tíu segj­ast þekkja vel inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár, 35 pró­sent segj­ast þekkja það illa og álíka margir hvorki vel né illa. Nær 36 pró­sent segj­ast þekkja vel inni­hald breyttrar stjórn­ar­skrár að til­lögu stjórn­laga­ráðs, þriðj­ungur seg­ist þekkja það illa og rúm­lega 31 pró­sent hvorki vel né illa.

Karlar eru lík­legri en konur til að segj­ast þekkja vel inni­hald bæði núver­andi stjórn­ar­skrár og þeirrar sem er breytt sam­kvæmt til­lögum stjórn­laga­ráðs. Fólk milli fer­tugs og fimm­tugs er lík­legra en fólk á öðrum aldri til að þekkja vel inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár, en fólk yfir fer­tugu lík­legra en yngra fólk til að þekkja vel inni­hald breyttu útgáf­unn­ar. Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru lík­legri en íbúar lands­byggð­ar­innar til að segj­ast þekkja vel inni­hald þeirra beggja og það sama má segja um fólk með meiri menntun en minni.

Þeir sem kysu Sam­fylk­ing­una ef kosið væri til Alþingis nú eru lík­leg­astir til að segj­ast þekkja vel inni­hald beggja. Þeir sem kysu Vinstri græn eru lík­legri en þeir sem kysu aðra flokka til að segj­ast þekkja illa inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár, en þeir sem kysu Sjálf­stæð­is­flokk­inn lík­legri en þeir sem kysu aðra flokka til að segj­ast þekkja illa inni­hald breyttu útgáf­unn­ar.

Spurt var:

Hver eft­ir­far­andi full­yrð­inga á best við um þína skoðun á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands?

Hversu vel eða illa þekkir þú inni­hald núver­andi stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands?

Hversu vel eða illa þekkir þú inni­hald breyttrar stjórn­ar­skrár að til­lögu stjórn­laga­ráðs?

Nið­ur­stöður eru úr net­könnun sem gerð var dag­ana 18.-28. júní 2021. Þátt­töku­hlut­fall var 53,3 pró­sent, úrtaks­stærð 1.626 ein­stak­lingar 18 ára eða eldri af öllu land­inu valdir af handa­hófi úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent