„Frelsi!“ – Fyrstu fjöldamótmælin á Kúbu í áratugi

Frelsi! Niður með einræðið! Niður með kommúnismann! Þúsundir Kúbverja hafa látið heyra í sér á götum úti. Forsetinn hvetur stuðningsmenn sína til að berjast og skellir skuldinni alfarið á erkióvininn: Bandaríkin.

Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Auglýsing

Lang­þreyttir á efna­hags­á­stand­inu, mat­ar- og lyfja­skorti og stöð­ugum verð­hækk­unum storm­uðu þús­undir Kúbverja út á götur um helg­ina til mót­mæla. Slíkt er ekki óal­gengt í ýmsum ríkjum heims þegar illa hefur árað um hríð en Kúbverjar eru nokkuð sér á báti, enda eiga þeir sem gagn­rýna stjórn­völd ekki von á góðu, og þetta er í fyrsta sinn í fleiri ára­tugi sem slík fjölda­mót­mæli fara fram á eyj­unni í Kar­ab­íska haf­inu. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breyt­ingar og við erum búin að fá nóg af ein­ræð­in­u,“ sagði einn mót­mæl­andi í sam­tali við frétta­mann BBC.

Tugir hafa verið hand­teknir síð­ustu sól­ar­hringa og for­seti Kúbu hefur hvatt stuðn­ings­menn sína til að „berj­ast gegn“ mót­mæl­end­um. Örygg­is­sveitir for­set­ans blönd­uðu sér að sögn Reuter­s-frétta­stof­unnar inn í hóp mót­mæl­enda. Með­limir þeirra klæddir venju­legum föt­um, ekki her­manna­klæð­um. Svo létu þeir til skarar skríða. Létu höggin dynja á fólki og beittu piparúða til að sundra hóp­um.

Auglýsing

„Það er eng­inn mat­ur, það eru engin lyf. Það er ekk­ert frelsi. Þeir leyfa okkur ekki að lifa líf­in­u,“ hefur BBC eftir manni sem tók þátt í mót­mæl­unum á sunnu­dag.

„Frelsi!“

„Niður með ein­ræð­ið!“

„Niður með komm­ún­ismann!“

Þetta var meðal þess sem hrópað var í mót­mæl­unum sem eru ekki bundin við höf­uð­borg­ina Havana heldur fara einnig fram á öðrum stöðum á eyj­unni. Þau hófust í borg­inni San Ant­on­io, suð­vestur af höf­uð­borg­inni, en hafa síðan breiðst út um allt land­ið.

Það er ekki ein­falt mál að flytja fréttir frá Kúbu. Sam­bandið við umheim­inn er ekki eins og það sem Vest­ur­landa­búar eiga að venj­ast. Net­sam­band er á mörgum stöðum fágætt fyr­ir­bæri og oft stop­ult. Og AP-frétta­stofan segir að í mót­mælum síð­ustu daga hafi það að stórum hluta ein­fald­lega legið niðri. Í upp­hafi þeirra var mót­mælum streymt á sam­fé­lags­miðl­um. Stjórn­völd hafa því ekki getað stýrt upp­lýs­inga­flæð­inu eftir sínu höfði.

Stuðningsmenn forsetans hópuðust einnig út á götur höfuðborgarinnar Havana. Mynd: EPA

For­set­inn Miguel Díaz-Canel ávarp­aði landa sína í sjón­varpi og skellti skuld­inni á Banda­rík­in. Hann sagði að við­skipta­bönn, sem hafa verið við lýði allt frá því snemma á sjö­unda ára­tugn­um, væru að „kæfa efna­hags­líf­ið“.

Hann fylgdi þessu eftir með því að full­yrða að mót­mæl­end­urnir væru mála­liðar sem Banda­ríkin hefðu ráðið til að sundra kúbönsku þjóð­inni. Hann hvatti svo stuðn­ings­menn sína til að fara út á götur og „verja bylt­ing­una“. Í kjöl­far bylt­ing­ar­inn­ar, sem gerð var árið 1959, tók komm­ún­ista­stjórn við völdum og hefur verið við lýði allar götur síð­an. „Skip­unin um að berj­ast hefur verið gef­in! Út á götur bylt­ing­ar­menn!“

Ótt­ast er að þetta her­hóp for­set­ans leiði af sér átök. Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist standa með Kúbverjum og hvetur stjórn­völd á eyj­unni til að hlusta á íbú­ana. „Kúbverjar eru af hug­rekki að krefj­ast grunn­rétt­inda.“

Efna­hagur Kúbu var brot­hættur fyrir COVID-19. Hann byggir að stórum hluta orðið á ferða­þjón­ustu sem, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, hefur orðið fyrir gríð­ar­legu höggi. Sykur er helsta útflutn­ings­vara Kúbu og upp­skeran í ár var langt undir vænt­ing­um. Rík­is­fyr­ir­tækið Azcuba, sem er með ein­ok­un­ar­verslun á sykri, segir skýr­ing­arnar fel­ast í elds­neyt­is­skorti og bil­uðum vinnu­vél­um. Þá hefur verið rakt í veðri sem einnig hefur átt sinn þátt í upp­skeru­brest­in­um.

Þetta hefur orðið til þess, segir í frétta­skýr­ingu BBC um ástand­ið, að gjald­eyr­is­vara­forði lands­ins er á þrotum sem aftur hefur leitt af sér skort á inn­fluttum mat­væl­um, lyfjum og fleiru.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent