„Frelsi!“ – Fyrstu fjöldamótmælin á Kúbu í áratugi

Frelsi! Niður með einræðið! Niður með kommúnismann! Þúsundir Kúbverja hafa látið heyra í sér á götum úti. Forsetinn hvetur stuðningsmenn sína til að berjast og skellir skuldinni alfarið á erkióvininn: Bandaríkin.

Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Auglýsing

Lang­þreyttir á efna­hags­á­stand­inu, mat­ar- og lyfja­skorti og stöð­ugum verð­hækk­unum storm­uðu þús­undir Kúbverja út á götur um helg­ina til mót­mæla. Slíkt er ekki óal­gengt í ýmsum ríkjum heims þegar illa hefur árað um hríð en Kúbverjar eru nokkuð sér á báti, enda eiga þeir sem gagn­rýna stjórn­völd ekki von á góðu, og þetta er í fyrsta sinn í fleiri ára­tugi sem slík fjölda­mót­mæli fara fram á eyj­unni í Kar­ab­íska haf­inu. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breyt­ingar og við erum búin að fá nóg af ein­ræð­in­u,“ sagði einn mót­mæl­andi í sam­tali við frétta­mann BBC.

Tugir hafa verið hand­teknir síð­ustu sól­ar­hringa og for­seti Kúbu hefur hvatt stuðn­ings­menn sína til að „berj­ast gegn“ mót­mæl­end­um. Örygg­is­sveitir for­set­ans blönd­uðu sér að sögn Reuter­s-frétta­stof­unnar inn í hóp mót­mæl­enda. Með­limir þeirra klæddir venju­legum föt­um, ekki her­manna­klæð­um. Svo létu þeir til skarar skríða. Létu höggin dynja á fólki og beittu piparúða til að sundra hóp­um.

Auglýsing

„Það er eng­inn mat­ur, það eru engin lyf. Það er ekk­ert frelsi. Þeir leyfa okkur ekki að lifa líf­in­u,“ hefur BBC eftir manni sem tók þátt í mót­mæl­unum á sunnu­dag.

„Frelsi!“

„Niður með ein­ræð­ið!“

„Niður með komm­ún­ismann!“

Þetta var meðal þess sem hrópað var í mót­mæl­unum sem eru ekki bundin við höf­uð­borg­ina Havana heldur fara einnig fram á öðrum stöðum á eyj­unni. Þau hófust í borg­inni San Ant­on­io, suð­vestur af höf­uð­borg­inni, en hafa síðan breiðst út um allt land­ið.

Það er ekki ein­falt mál að flytja fréttir frá Kúbu. Sam­bandið við umheim­inn er ekki eins og það sem Vest­ur­landa­búar eiga að venj­ast. Net­sam­band er á mörgum stöðum fágætt fyr­ir­bæri og oft stop­ult. Og AP-frétta­stofan segir að í mót­mælum síð­ustu daga hafi það að stórum hluta ein­fald­lega legið niðri. Í upp­hafi þeirra var mót­mælum streymt á sam­fé­lags­miðl­um. Stjórn­völd hafa því ekki getað stýrt upp­lýs­inga­flæð­inu eftir sínu höfði.

Stuðningsmenn forsetans hópuðust einnig út á götur höfuðborgarinnar Havana. Mynd: EPA

For­set­inn Miguel Díaz-Canel ávarp­aði landa sína í sjón­varpi og skellti skuld­inni á Banda­rík­in. Hann sagði að við­skipta­bönn, sem hafa verið við lýði allt frá því snemma á sjö­unda ára­tugn­um, væru að „kæfa efna­hags­líf­ið“.

Hann fylgdi þessu eftir með því að full­yrða að mót­mæl­end­urnir væru mála­liðar sem Banda­ríkin hefðu ráðið til að sundra kúbönsku þjóð­inni. Hann hvatti svo stuðn­ings­menn sína til að fara út á götur og „verja bylt­ing­una“. Í kjöl­far bylt­ing­ar­inn­ar, sem gerð var árið 1959, tók komm­ún­ista­stjórn við völdum og hefur verið við lýði allar götur síð­an. „Skip­unin um að berj­ast hefur verið gef­in! Út á götur bylt­ing­ar­menn!“

Ótt­ast er að þetta her­hóp for­set­ans leiði af sér átök. Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist standa með Kúbverjum og hvetur stjórn­völd á eyj­unni til að hlusta á íbú­ana. „Kúbverjar eru af hug­rekki að krefj­ast grunn­rétt­inda.“

Efna­hagur Kúbu var brot­hættur fyrir COVID-19. Hann byggir að stórum hluta orðið á ferða­þjón­ustu sem, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, hefur orðið fyrir gríð­ar­legu höggi. Sykur er helsta útflutn­ings­vara Kúbu og upp­skeran í ár var langt undir vænt­ing­um. Rík­is­fyr­ir­tækið Azcuba, sem er með ein­ok­un­ar­verslun á sykri, segir skýr­ing­arnar fel­ast í elds­neyt­is­skorti og bil­uðum vinnu­vél­um. Þá hefur verið rakt í veðri sem einnig hefur átt sinn þátt í upp­skeru­brest­in­um.

Þetta hefur orðið til þess, segir í frétta­skýr­ingu BBC um ástand­ið, að gjald­eyr­is­vara­forði lands­ins er á þrotum sem aftur hefur leitt af sér skort á inn­fluttum mat­væl­um, lyfjum og fleiru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent