„Frelsi!“ – Fyrstu fjöldamótmælin á Kúbu í áratugi

Frelsi! Niður með einræðið! Niður með kommúnismann! Þúsundir Kúbverja hafa látið heyra í sér á götum úti. Forsetinn hvetur stuðningsmenn sína til að berjast og skellir skuldinni alfarið á erkióvininn: Bandaríkin.

Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Varðliði fylgist með mótmælum í borginni San Antonio á Kúbu.
Auglýsing

Lang­þreyttir á efna­hags­á­stand­inu, mat­ar- og lyfja­skorti og stöð­ugum verð­hækk­unum storm­uðu þús­undir Kúbverja út á götur um helg­ina til mót­mæla. Slíkt er ekki óal­gengt í ýmsum ríkjum heims þegar illa hefur árað um hríð en Kúbverjar eru nokkuð sér á báti, enda eiga þeir sem gagn­rýna stjórn­völd ekki von á góðu, og þetta er í fyrsta sinn í fleiri ára­tugi sem slík fjölda­mót­mæli fara fram á eyj­unni í Kar­ab­íska haf­inu. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breyt­ingar og við erum búin að fá nóg af ein­ræð­in­u,“ sagði einn mót­mæl­andi í sam­tali við frétta­mann BBC.

Tugir hafa verið hand­teknir síð­ustu sól­ar­hringa og for­seti Kúbu hefur hvatt stuðn­ings­menn sína til að „berj­ast gegn“ mót­mæl­end­um. Örygg­is­sveitir for­set­ans blönd­uðu sér að sögn Reuter­s-frétta­stof­unnar inn í hóp mót­mæl­enda. Með­limir þeirra klæddir venju­legum föt­um, ekki her­manna­klæð­um. Svo létu þeir til skarar skríða. Létu höggin dynja á fólki og beittu piparúða til að sundra hóp­um.

Auglýsing

„Það er eng­inn mat­ur, það eru engin lyf. Það er ekk­ert frelsi. Þeir leyfa okkur ekki að lifa líf­in­u,“ hefur BBC eftir manni sem tók þátt í mót­mæl­unum á sunnu­dag.

„Frelsi!“

„Niður með ein­ræð­ið!“

„Niður með komm­ún­ismann!“

Þetta var meðal þess sem hrópað var í mót­mæl­unum sem eru ekki bundin við höf­uð­borg­ina Havana heldur fara einnig fram á öðrum stöðum á eyj­unni. Þau hófust í borg­inni San Ant­on­io, suð­vestur af höf­uð­borg­inni, en hafa síðan breiðst út um allt land­ið.

Það er ekki ein­falt mál að flytja fréttir frá Kúbu. Sam­bandið við umheim­inn er ekki eins og það sem Vest­ur­landa­búar eiga að venj­ast. Net­sam­band er á mörgum stöðum fágætt fyr­ir­bæri og oft stop­ult. Og AP-frétta­stofan segir að í mót­mælum síð­ustu daga hafi það að stórum hluta ein­fald­lega legið niðri. Í upp­hafi þeirra var mót­mælum streymt á sam­fé­lags­miðl­um. Stjórn­völd hafa því ekki getað stýrt upp­lýs­inga­flæð­inu eftir sínu höfði.

Stuðningsmenn forsetans hópuðust einnig út á götur höfuðborgarinnar Havana. Mynd: EPA

For­set­inn Miguel Díaz-Canel ávarp­aði landa sína í sjón­varpi og skellti skuld­inni á Banda­rík­in. Hann sagði að við­skipta­bönn, sem hafa verið við lýði allt frá því snemma á sjö­unda ára­tugn­um, væru að „kæfa efna­hags­líf­ið“.

Hann fylgdi þessu eftir með því að full­yrða að mót­mæl­end­urnir væru mála­liðar sem Banda­ríkin hefðu ráðið til að sundra kúbönsku þjóð­inni. Hann hvatti svo stuðn­ings­menn sína til að fara út á götur og „verja bylt­ing­una“. Í kjöl­far bylt­ing­ar­inn­ar, sem gerð var árið 1959, tók komm­ún­ista­stjórn við völdum og hefur verið við lýði allar götur síð­an. „Skip­unin um að berj­ast hefur verið gef­in! Út á götur bylt­ing­ar­menn!“

Ótt­ast er að þetta her­hóp for­set­ans leiði af sér átök. Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist standa með Kúbverjum og hvetur stjórn­völd á eyj­unni til að hlusta á íbú­ana. „Kúbverjar eru af hug­rekki að krefj­ast grunn­rétt­inda.“

Efna­hagur Kúbu var brot­hættur fyrir COVID-19. Hann byggir að stórum hluta orðið á ferða­þjón­ustu sem, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, hefur orðið fyrir gríð­ar­legu höggi. Sykur er helsta útflutn­ings­vara Kúbu og upp­skeran í ár var langt undir vænt­ing­um. Rík­is­fyr­ir­tækið Azcuba, sem er með ein­ok­un­ar­verslun á sykri, segir skýr­ing­arnar fel­ast í elds­neyt­is­skorti og bil­uðum vinnu­vél­um. Þá hefur verið rakt í veðri sem einnig hefur átt sinn þátt í upp­skeru­brest­in­um.

Þetta hefur orðið til þess, segir í frétta­skýr­ingu BBC um ástand­ið, að gjald­eyr­is­vara­forði lands­ins er á þrotum sem aftur hefur leitt af sér skort á inn­fluttum mat­væl­um, lyfjum og fleiru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent