Samfylkingin undir tíu prósentin og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu

Ný könnun Gallup sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir sigli nokkuð lygnan sjó og geti haldið áfram samstarfi að óbreyttu. Einnig er möguleiki á Reykjavíkurstjórn. Sósíalistaflokkurinn hefur mælst stöðugt inni fimm kannanir í röð.

Samfylkingin er í vanda samkvæmt nýrri könnun Gallup. Logi Einarsson er formaður flokksins.
Samfylkingin er í vanda samkvæmt nýrri könnun Gallup. Logi Einarsson er formaður flokksins.
Auglýsing

Samfylkingin mælist nú með 9,9 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnun Gallup og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu. Fylgi flokksins fellur um 2,5 prósentustig milli mánaða og er nú vel undir kjörfylgi, en Samfylkingin fékk 12,1 prósent atkvæða haustið 2017. Þetta er minnsta fylgi sem Samfylkingin hefur mælst með frá því í ágúst 2017, skömmu áður en að boðað var til kosningar það ár. Hæst mældist fylgið í janúar 2019, þegar 19,1 prósent landsmanna sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna. Það hefur því helmingast frá þeim tíma. Samfylkingin, sem hefur mælst næst stærsti flokkur landsins þorra kjörtímabilsins, mælist nú sá sjötti stærsti. Fylgi flokksins hefur hríðfallið það sem af er ári, eftir að hann kynnti framboðslista sína fyrir komandi kosningar.

Píratar taka þorra þess fylgis til sín en þeir hækka úr ellefu í 12,9 prósent milli mánaða og eru nú þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Gallup. Viðreisn stendur hins vegar í stað og mælist með 10,9 prósent fylgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Píratar og Viðreisn mælast stærri en Samfylkingin á kjörtímabilinu. Samanlagt fylgi þessara þriggja stjórnarandstöðuflokka er nú 33,7 prósent. 

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig milli mánaða og er mælist með 24,1 prósent fylgi. Hann er áfram sem áður langstærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum Gallup. 

Vinstri græn standa í stað milli mánaða og mælast með 14,7 prósent fylgi. Það gerir Framsóknarflokkurinn líka en 10,3 prósent landsmanna segjast styðja hann. samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja mælist 49,1 prósent en allir eru að mælast undir kjörfylgi. Slíkt fylgi myndi þó að óbreyttu duga þeim til að halda áfram stjórnarsamstarfi með 33 þingmenn af 63. 

Það er lítið eitt meira fylgi en það stjórnarmynstur sem ræður ríkjum í Reykjavíkurborg – Vinstri græn, Píratar, Viðreisn og Samfylking – en þeir mælast samanlagt með 48,6 prósent fylgi. Það myndi líka duga fyrir 33 þingmönnum og þriggja manna meirihluta.

Miðflokkurinn fellur en Sósíalistaflokkurinn inni

Miðflokkurinn er á svipuðum slóðum og hann hefur verið í könnunum undanfarið, með 7,5 prósent fylgi. Það er töluvert undir kjörfylgi hans, en flokkurinn fékk 10,9 prósent atkvæða 2017. 

Auglýsing
Sósíalistaflokkurinn mælist með menn inni, þrjá í þetta skiptið, í fimmtu könnun Gallup í röð. Alls segjast 5,4 prósent landsmanna ætla að kjósa þann flokk sem býður fram til þings í fyrsta sinn í haust. 

Flokkur fólksins hefur einungis einu sinni mælst með fimm prósent fylgi frá því í lok árs 2018, það var í mars síðastliðnum þegar fylgi flokksins mældist slétt fimm prósent. Hann stendur nánast í stað milli mánaða og nýtur fylgis 4,2 prósent landsmanna.

Að óbreyttu myndu því átta flokkar ná inn á þing. Sósíalistaflokkur Íslands myndi taka stað Flokks fólksins. 

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar milli mánaða og mælist nú 58,7 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent