Það hefur ekki verið verslað meira með hlutabréf frá hrunárinu 2008

Fjöldi viðskipta og heildarvelta með hlutabréf í síðasta mánuði var sú mesta frá árinu 2008. Virði Íslandsbanka er búið að aukast um 50 milljarða króna á rúmri viku.

Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í síðustu viku. Þau leika lykilhlutverk í þeirri aukningu á viðskiptum sem átt hefur sér stað.
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í síðustu viku. Þau leika lykilhlutverk í þeirri aukningu á viðskiptum sem átt hefur sér stað.
Auglýsing

Heild­ar­velta með hluta­bréf í júní­mán­uði var 94,5 millj­arðar króna. Það er 23,4 pró­sent meiri velta en var í maí­mán­uði og 106 pró­sent aukn­ing frá júní 2020. Heild­ar­velta með hluta­bréf í nýliðnum júní­mán­uði er sú mesta sem verið hefur hér­lendis frá árinu 2008. 

Þetta kemur fram í við­skipta­yf­ir­liti frá Nas­daq Iceland, sem rekur Kaup­höll Íslands. 

Þessi mikla aukn­ing verður að mestu rakin til skrán­ingar Íslands­banka á mark­að, en við­skipti með bréf í bank­anum hófust 22. júní. Þrátt fyrir að ná ein­ungis sjö við­skipta­dögum í síð­asta mán­uði voru lang­sam­lega flest við­skipti með bréf í Íslands­banka í júní, eða 3.543 tals­ins, eða um þriðj­ungur allra við­skipta sem voru með hluta­bréf í síð­asta mán­uði, sem var líka sá mesti frá árinu 2008. Milli ára fjölg­aði fjölda við­skipta um 189 pró­sent. 

Auglýsing
Í lok síð­asta mán­aðar voru alls 24 félög skráð á Aðal­markað og First North mark­að­inn. Þeim fjölgar um tvö í þessum mán­uði þegar við­skipti hefj­ast á First North með bréf í Play og Solid Clouds. 

Virði Íslands­banka hefur auk­ist um 50 millj­arða

Heild­ar­mark­aðsvirði allra skráðra félaga á báðum mörk­uðum Kaup­hallar Íslands var 2.169 millj­arðar króna um síð­ustu mán­aða­mót og jókst um 257 millj­arða króna milli mán­aða. Þar munar vit­an­lega mest um Íslands­banka, en mark­aðsvirði hans nú er um 208 millj­arðar króna. Það hefur auk­ist um 50 millj­arða króna á rúmri viku, frá því að við­skipti hófust með bréfin og þeir sem keyptu í hluta­fjár­út­boði bank­ans, þar sem íslenska ríkið seldi 35 pró­sent hlut, hafa ávaxtað eign sína um 32 pró­sent á örfáum dög­um. Ríkið fékk alls 55,3 millj­arða króna fyrir hlut­inn í Íslands­banka, og greiddi rúm­lega tvo millj­arða króna af þeirri upp­hæð í þókn­anir til þeirra sem sáu um söl­una. Því hefur virði bréfa í Íslands­banka hækkað um nán­ast sömu upp­hæð og ríkið fékk fyrir 35 pró­sent hlut­inn í síð­asta mán­uði.

Fjöldi eig­enda úr átta þús­und í 32 þús­und

Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­inn­ar, sem sam­anstendur af bréfum þeirra tíu félaga sem eru með mestan selj­an­leika, hefur hækkað um 55,28 pró­sent á einu ári og um 26 pró­sent frá ára­mót­u­m. 

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að um það bil 32 þús­und ein­stak­lingar áttu skráð hluta­bréf á Nas­daq Iceland fyrir viku síð­an, eða um níu pró­sent af heildar­í­búa­fjölda Íslands. Í lok árs 2019 áttu ein­ungis átta þús­und ein­stak­lingar hluta­bréf og hafði því þátt­taka almenn­ings á hluta­bréfa­mark­aði fjór­fald­ast á innan við tveimur árum.

Hins vegar er hluta­bréfa­eign almenn­ings enn langt frá því að vera svipuð og hún var á árunum fyrir hrun. Vel yfir 50 þús­und ein­stak­lingar áttu hluta­bréf á árunum 2006 og 2007, en sá fjöldi minnk­aði niður í 40 þús­und árið 2008. Á árunum 2010-2019 var svo fjöldi ein­stak­linga sem áttu hluta­bréf undir tíu þús­und.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent