Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins

Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.

Fjórflokkurinn formenn myndrit
Auglýsing

Sög­u­­lega hafa fjórir flokkar verið und­ir­­staðan í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Þeir hafa stundum skipt um nafn en á hinu póli­­tíska lit­rófi hafa þeir raða sér nokkuð skýrt frá vinstri til hægri í ára­tug­i. 

Sam­an­lagt hafa þessir fjórir flokk­­ar, sem í dag heita Vinstri­hreyf­­ingin grænt fram­­boð, Sam­­fylk­ing­in, Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn og áður­nefndur Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­, oft­ast nær verið með um 90 pró­­sent allra atkvæða.

Sá tími er lið­inn.

Sögu­lega með yfir 90 pró­sent fylgi

Kerfið sem var við lýði hér­lendis frá lýð­veld­is­stofnun og fram á eft­ir­hrunsárin er oft kallað 4+1 kerf­ið. Það sam­an­stóð af ofan­greindum fjór­flokki og oft einum tíma­bundnum til við­bót­ar, sem end­ur­spegl­aði með ein­hverjum hætti stemmn­ingu hvers tíma. Dæmi um það var til dæmis Banda­lag jafn­­að­­ar­­manna, Kvenna­list­inn, Borg­­ara­­flokk­ur­inn, Þjóð­vaki og Frjáls­­lyndi flokk­ur­inn. 

Auglýsing
Árið 1963 fengu flokk­­arnir sem þá skip­uðu fjór­­flokk­inn sam­tals 99,8 pró­­sent atkvæða. Árið 1987, þegar einn vin­­sæl­­asti fimmti leik­­ar­inn, Borg­­ara­­flokk­­ur­inn, steig fram á sviðið hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 74,6 pró­­sent atkvæða. Í kosn­­ing­unum árið 2009, fáeinum mán­uðum eftir banka­hrun­ið, hlaut fjór­­flokk­­ur­inn 90 pró­­sent atkvæða. 

Eðl­is­breyt­ing árið 2013

Gjör­breyt­ing hefur orðið á hinu póli­tíska kerfi frá kosn­ing­unum 2013, en í þeim fór sam­an­lagt fylgi hefð­bundnu flokk­anna fjög­urra datt niður í 74,9 pró­sent. Þá náðu sex flokkar kjöri á þing. Í kosn­ing­unum 2016 féll það svo niður í 62 pró­sent, og flokk­arnir á þingi urðu sjö. Ári síðar var fylgið 65 pró­sent og flokk­arnir orðnir átta.

Nú berj­ast níu stjórn­mála­flokkar um athygli kjós­enda, þar sem Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur sýnt að hann getur náð athygli þeirra í kosn­ingum með því að koma inn manni í borg­ar­stjór Reykja­víkur í fyrra. 

Stefnir niður á við

Sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR nýtur fjór­flokk­ur­inn stuðn­ings 51,3 pró­sent kjós­enda. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst með minna sam­eig­in­legt fylgi, í júlí 2019, þegar fylgið mæld­ist 51,2 pró­sent og mun­ur­inn því mjög innan skekkju­marka. Haldi sú þróun áfram sem verið hefur und­an­farna mán­uði verður ekki langt í að fylgið fari undir 50 pró­sent í könn­unum eins af stóru könn­un­ar­fyr­ir­tækj­anna. 

Í könn­unum Gallup mæld­ist fylgi flokk­anna fjög­urra sam­tals 58,9 pró­sent í nóv­em­ber 2019, og því ívið hærra en það hefur verið að mæl­ast hjá MMR. Lægst fór það í 55,8 pró­sent í júlí síð­ast­liðn­um. 

Það eru svip­aðar slóðir og fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Fram­sóknar fór í á árunum 2015 og 2016, þegar Píratar fóru með him­in­skautum í könn­un­um. Frá apríl 2015 og fram til mars 2016 mæld­ist fylgi þess flokks á bil­inu 30 til 36 pró­sent. Síðan hefur það hríð­fallið og mælist nú oft­ast í kringum tíu pró­sent mark­ið. 

Allir stjórn­ar­flokk­arnir tapa

Þrír af þremur flokkum sem til­heyra gamla kjarn­anum í íslenskum stjórn­málum hafa tapað fylgi á þessu kjör­tíma­bili sam­kvæmt könn­unum bæði Gallup og MMR. Hjá fyrr­nefnda fyr­ir­tæk­inu hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapað 3,5 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum og mælist nú með 21,7 pró­sent. Fylgis­tap þessa stærsta flokks íslenskra stjórn­mála er enn meira hjá MMR, en þar mælist hann með 18,1 pró­sent fylgi sem er 7,1 pró­sentu­stigi minna en hann fékk upp úr kjör­köss­unum haustið 2017.

Auglýsing
Vinstri græn hafa tapað 3,3 pró­sent af kjör­fylgi sínu sam­kvæmt Gallup og standa þar í 13,6 pró­sent fylgi. Hjá MMR er tapið nán­ast tvö­falt meira – 6,7 pró­sentu­stig – og fylgið þar mælist nú 10,6 pró­sent.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist minni hjá Gallup (7,8 pró­sent) en hjá MMR (9,4 pró­sent). Báðar töl­urnar eru þó undir því fylgi sem hann fékk síð­ast þegar það var kosið og 10,7 pró­sent kjós­enda veittu Fram­sókn atkvæði sitt.

Sam­fylk­ingin mælist með meira fylgi

Eini hluti fjór­flokks­ins sem hefur bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu er Sam­fylk­ing­in. Kjör­fylgi hennar var 12,1 pró­sent, sem er næst versta nið­ur­staða flokks­ins frá stofnun hans. Sú versta var 2016 þegar Sam­fylk­ingin þurrk­að­ist næstum út af þingi með 5,9 pró­sent atkvæða. Það var ansi langt frá þeim hæðum þegar flokk­ur­inn fékk í kringum 30 pró­sent atkvæða og skil­greindi sig sem annan turn­inn í íslenskum stjórn­mál­um, á móti Sjálf­stæð­is­flokkn­um. 

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hefur haldið áfram að bragg­ast á þessu kjör­tíma­bili. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ist það 15,8 pró­sent, sem er 3,7 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum í októ­ber 2017. Hjá MMR mælist fylgið minna, eða 13,2 pró­sent, sem er samt 1,1 pró­sentu­stigi meira en flokk­ur­inn fékk síð­ast þegar kosið var. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar