Flestir búa í eigin húsnæði en óánægjan með markaðinn er mikil

Yfir 80 prósent Íslendinga eru óánægðir með framboðið á húsnæðismarkaðnum og mikill meirihluti leigjenda segist vilja eiga eigið húsnæði. Húsnæðismálaráðherra kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup í morgun.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup á stöðu leigjenda og eigenda húsnæðis í morgun.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti niðurstöður ítarlegrar könnunar Gallup á stöðu leigjenda og eigenda húsnæðis í morgun.
Auglýsing

Yfir 80 pró­sent Íslend­inga eru óánægðir með fram­boðið á hús­næð­is­mark­aðn­um, hvort sem þeir eru að leigja eða eiga sitt eigið hús­næði. Mun fleiri eiga hús­næði heldur en leigja, eða um 78 pró­sent, á meðan 22 pró­sent leigja. Eins og gefur að skilja flytja þeir sem leigja mun oftar heldur en þeir sem eiga, en yfir helm­ingur þeirra sem eiga eigið hús­næði hafa aldrei flutt á síð­ustu 10 árum. Hins vegar er hlut­fallið tæp sjö pró­sent meðal leigj­enda. Auglýsing

Þetta eru nið­ur­stöður umfangs­mik­illar könn­unar sem Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, kynnti á morg­un­verð­ar­fundi um hús­næð­is­mál á Grand Hótel í morg­un. Könn­unin var tví­þætt, ann­ars vegar um leigj­endur og hins vegar um eig­endur hús­næð­is. Farið var yfir nið­ur­stöð­urnar og við­horf íbúa til hús­næð­is­mark­að­ar­ins skoð­að­ar. Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, ræddi einnig um fyr­ir­hug­aðar rétt­ar­bætur og auk­inn stuðn­ing við fólk á hús­næð­is­mark­að­i. 

Eig­endur hús­næðis flytja sjaldnar og búa í stærri íbúðum

Mik­ill munur er á milli þeirra sem eiga og leigja þegar kemur að flutn­ing­um. Helm­ingur þeirra sem á hús­næði hafa flutt á síð­ustu 10 árum, lang­flestir ein­ungis einu sinni. Tæp­lega 95 pró­sent leigj­enda hafa flutt á síð­ustu 10 árum, flestir fjórum sinn­um. Þá munar einnig tölu­verðu á með­al­stærð hús­næðis eftir því hvort fólk á eða leig­ir. Með­al­fer­metra­fjöldi hús­næðis í eigu íbúa eru 150 fer­metr­ar, en 89 fer­metrar hjá þeim sem leigja. 

75 pró­sent leigj­enda telja sig búa í öruggu hús­næði

Lang­flestir segj­ast vera leigj­endur af nauð­syn, eða rúm 65 pró­sent. Ein­ungis rúm 10 pró­sent segj­ast vera á leigu­mark­aði vegna þess að þeir kjósa að vera það. Rúm 23 pró­sent eru leigj­endur tíma­bund­ið. 

 

Yfir 55 pró­sent Íslend­inga sem eru á leigu­mark­aði fannst erfitt eða mjög erfitt að verða sér út um síð­asta hús­næðið sitt. Rúm­lega sjö pró­sent fannst það mjög auð­velt og tæpum 20 pró­sent frekar auð­velt. 

 

Þrír af hverjum fjórum telja að leigu­hús­næði sem þeir búi í sé öruggt, þar af 35 pró­sent finnst það mjög öruggt. Hlut­fallið var rúm 45 pró­sent í svip­aðri könnun sem gerð var árið 2003. 10 pró­sent telja mjög lík­legt að þeir geti misst hús­næðið og rúm 15 pró­sent frekar lík­legt.   

Fjár­hags­staða leigj­enda erfið

Þegar fjár­hags­staða leigj­enda er skoðuð sést að lang­flestir hafa það frekar erfitt. Nær þrír af hverjum fjórum geta ekki safnað neinu sparifé og þar af segj­ast tutt­ugu pró­sent safna skuld­um. Ein­ungis rúm fimm pró­sent leigj­enda segj­ast geta safnað tals­verðu spari­fé. Staðan er mun betri hjá þeim sem eiga eigið hús­næði. Að með­al­tali er leigan um 42 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum heim­il­is­ins. 

Flestir leigj­endur telja nær öruggt að þeir verði á leigu­mark­aðnum áfram eftir eitt ár, eða tæp 70 pró­sent. 14 pró­sent þeirra telja að það verði einnig svo eftir 10 ár. Varð­andi næst þegar fólk skipti um hús­næði telja um 45 pró­sent að það verði annað hvort öruggt eða mjög lík­legt að þeir haldi áfram á leigu­mark­aðn­um. 

Skiptar skoð­anir á sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­að­ar­úr­ræði

Rúmur helm­ingur leigj­enda á mark­aðnum seg­ist vera að greiða í sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­að, en sam­kvæmt nýjum lögum sem Eygló hefur talað fyrir er hægt að nýta sér­eigna­sparn­að­inn sinn til kaupa á fyrstu íbúð­inni sinn­i. 

Tæp 40 pró­sent sögð­ust hafa áhuga eða mik­inn áhuga á að nýta sér úrræð­ið, en sama hlut­fall sagð­ist hafa engan eða lít­inn áhuga á því. Mun­ur­inn var mik­ill eftir aldri, en áhug­inn minnk­aði eftir því sem fólk varð eldra. Lík­lega vegna þess að úrræðið á ekki við þá, þar sem ein­ungis er hægt að nýta sér það ef við­kom­andi er að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Þá var áhug­inn mestur meðal þeirra sem búa í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur. 

En þrír af hverjum fjórum leigj­endum sögð­ust samt sem áður vilja helst eiga sitt eigið hús­næði, ef nægj­an­legt fram­boð væri af öruggu leigu­hús­næði og hús­næði til kaups.

Mikil breyt­ing frá 2003

Séu nið­ur­stöð­urnar bornar saman við svip­aða könnun sem gerð var árið 2003, sést glögg­lega að hús­næð­is­vand­inn hefur auk­ist. Fólk er frekar í leigu­í­búðum af nauð­syn og þar er erf­ið­ara að finna hús­næði, hvort heldur sem maður er að kaupa eða leigja. 

65 pró­sent svar­enda 2015 voru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og 35 á lands­byggð­inni. Könn­unin var gerð af Gallup í nóv­em­ber og des­em­ber á síð­asta ári. 786 leigj­endur svör­uðu og 2.266 eig­end­ur. 

Staðan á húsnæðismarkaðnum er afar erfið, samkvæmt nýrri könnun Gallup.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None