Afarkostir aflandskrónueigenda sem ekki er eining um hvort standist lög

Um liðna helgi var samþykkt frumvarp til að bræða snjóhengju aflandskróna. Útboð fer fram 16. júní og aflandskrónueigendum munu bjóðast tveir vondir kostir. Taki þeir ekki tilboðum Seðlabankans fara þeir aftast í röðina út úr höftunum.

bjarni_benediktsson.jpg
Auglýsing

Á sunnu­dag var sam­þykkt frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um með­ferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um ­tak­mörk­un­um, eða aflandskrónu­frum­varp­ið. Það var lagt fram eftir lokun mark­aða á föstu­dag og höf­uð­á­hersla lögð á að frum­varpið yrði að lögum fyrir opn­um ­mark­aða á mánu­dag. Þess vegna fékk það mjög hraða með­ferð í þing­inu og for­set­i Ís­lands skrif­aði undir þau aðfara­nótt mánu­dags.

Frum­varpið snýst um að „bræða“ hina svoköll­uð­u aflandskrónu­hengju, sem er upp á 319 millj­arða króna, þannig að hægt verði að ráð­ast í frek­ari losun á þeim fjár­magns­höftum sem Íslend­ingar hafa þurft að búa við í tæp átta ár. Þetta á að vera loka­hnykkur í því hafta­los­un­ar­ferli sem staðið hefur yfir árum saman með­ ­söfnun á gjald­eyr­is­forða, grein­ingu á greiðslu­jafn­vægi íslenska hag­kerf­is­ins og ­samn­ingum við kröfu­hafa föllnu bank­anna.

Um hvað snýst aðgerð­in?

Í ein­földu máli snýst frum­varpið um að eig­endur „aflandskróna“ verði boðnir tveir kost­ir. Annar fel­st í því að eig­end­urnir sam­þykki að selja krón­urnar sínar á gengi sem á eftir að kynna, en verður lík­lega í kringum 200 krónur fyrir hverja evru, í upp­boði sem fram á að fara 16. júní næst­kom­andi. Þeir sem sam­þykkja ekki að taka þátt í þessu útboð­i býðst að fjár­festa í sér­stök­um inn­stæðu­bréfum útgefnum af Seðla­banka Íslands sem bera 0,5 pró­sent vexti en vextir á þeim eru end­ur­skoð­aðir árlega.

Auglýsing

Ósam­vinnu­þýðir aflandskrónu­eig­end­ur, sem neita að taka þátt í aflandskrón­u­út­boð­inu, munu reynd­ar fá annað tæki­færi til að koma sér út úr íslensku hag­kerfi á enn verri kjöru­m frá 1. sept­em­ber til 1. nóv­em­ber 2016. Þar verður við­mið­un­ar­gengið 220 krón­ur. Til­ ­sam­an­burðar er skráð evru­gengi Seðla­banka Íslands í dag tæp­lega 140 krón­ur. Fari þeir ekki út með pen­ing­anna sína þá er alls óljóst hvenær þeir hafi aftur aðgang að ­eignum sín­um. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagði við Morg­un­blaðið í gær að þeir myndu lenda aft­ast í röð­inni við losun hafta.

Már Guðmundsson segir að þeir aflandskrónueigendur sem taki ekki þátt í útboðum bankans fari aftast í röðina þegar kemur að losun hafta.Ef all­ir aflandskrónu­eig­end­urnir myndu fara út í seinni glugg­an­um, á geng­inu 220 krón­ur ­fyrir hverja evru, yrði geng­is­hagn­aður íslenskra stjórn­valda um 116 millj­arð­ar­ króna. Miðað við það gengi sem hefur verið í aflandskrónu­við­skiptum nýverið - um 195 krónur fyrir hverja evru - má ætla að geng­is­hagn­aður íslenskra stjórn­valda vegna fyrri útboðs­ins, verði um 83 millj­arðar króna, taki allir aflandskrónu­eig­endur þátt.

Þegar slíkar tölur eru ­reikn­aðar út verður þó að taka til­lit til þess að Seðla­banki Íslands hef­ur verið að kaupa evrur á allskyns gengi á und­an­förnum árum á meðan að hann hef­ur verið að safna sér upp um 400 millj­arða króna óskuld­settum gjald­eyr­is­vara­forða til að nota í þessu upp­boði. Því þarf að taka til greina á hvaða gengi seðla­bank­inn keypti þann gjald­eyri hverju sinni áður en end­an­leg­ur„hagn­að­ur“ íslenskra ­stjórn­valda á þess­ari aðgerð liggur fyr­ir.

Stenst aðgerðin lög?

Í 72. grein stjórn­ar­skráar Íslands seg­ir: „Eign­ar­rétt­ur­inn er frið­helg­ur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenn­ings­þörf krefji. Þarf til þess laga­fyr­ir­mæli og kom­i ­fullt verð fyr­ir“. Þrátt fyrir það telja ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, og Seðla­banki Íslands, að þessi ráða­gerð stand­ist eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skráar Íslands. Davíð Þór Björg­vins­­son laga­­pró­­fess­or tekur undir það, sam­kvæmt umsögn sinni sem hann skil­aði inn vegna frum­varps­ins.

Aflandskrónu­eign­irnar eru, líkt og áður sagði, upp á 319 millj­arða króna. Nálægt 85 pró­sent svo­kall­aðra aflandsskróna eru í eigu banda­rískra eigna­stýr­inga­fyr­ir­tækja, sem stýra með­al­ ann­ars vog­un­ar­sjóð­um. Á meðal þeirra er ekki jafn mikil vissa um að aðgerð­in stand­ist stjórn­ar­skránna.

Pétur Örn Sverr­is­son hæsta­rétt­ar­lög­maður og Magnús Árni Skúla­son hag­fræð­ingur unnu umsögn um frum­varp stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta fyrir hönd tveggja sjóða, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capi­tal LP. Í ein­földu máli telja sjóð­irnir að frum­varpið gangi gegn stjórn­ar­skrár­vörðum eigna­rétti sjóð­anna með „bóta­skyld­um“ hætti.

Sér­­stak­­lega er áhersla lögð á það að eng­ar ­neyð­­ar­að­­stæður séu uppi í hag­­kerf­inu þessi mis­s­er­in sem rétt­­læti sér­­staka ­eigna­­upp­­­töku af sjóð­un­­um. Staða efna­hags­­mála sé góð og óskuld­­settur gjald­eyr­is­­forð­i ­Seðla­­bank­ans nemi um 400 millj­­örðum króna, eða sem nemur um 20 pró­­sent af lands­fram­­leiðslu. Kvik krón­u­­eign sé minni en sem þessu nemur og því ógn­i hröð útganga ekki hag­­kerf­inu.

Aflandskrónu­eig­end­urnir telja að ­eigna­skerð­ingin sem frum­varpið feli í sér geti á engan hátt talist í sam­ræmi við jafn­ræð­is- og eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar. Aug­ljós­lega sé ver­ið að mis­muna þeim á grund­velli þjóð­ernis og búsetu.

Hvaðan komu þessar aflandskrónu­eign­ir?

Aflandskrónu­eign­irnar má rekja að stærstu leytii til jökla­bréf­anna (e. Euro­bonds), skulda­bréfa sem gef­in voru út í íslenskum krón­um. Sú útgáfa hófst í ágúst 2005 og gaf erlendum sem inn­lendum fjár­festum tæki­færi til að stunda vaxta­muna­við­skipti (e. carry tra­de). Í ein­­földu máli snú­­ast þau um að er­­lend­ir fjár­­­festar tóku lán í myntum þar sem vextir voru lágir og keyptu síð­­an ­ís­­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­­leg­um ­sam­an­­burð­i. Því gátu fjár­­­fest­­arnir hagn­­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­­töku sinn­­ar. Og ef þeir voru að gera við­­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vit­að hagn­­ast enn meira. Útgef­endur bréf­anna vor­u er­lendir bankar, m.a. Rabo­bank í Hollandi og þýski bank­inn kfW.

Þeir aflandskrónueigendur sem taka munu þátt í útboðinu 16. júní munu líkast til þurfa að greiða í kringum 200 krónur fyrir hverja evru. Það er umtalsvert verra gengi en opinbert gengi krónu í dag.Mörg þess­ara skulda­bréfa hafa síðan kom­ist á gjald­daga og eig­endur þeirra þá setið fastir með lausa fjár­mun­i inn­an  hafta. Þeir hafa getað selt öðrum þær krónur sem hafa viljað nota þær til fjár­fest­inga, fjár­fest fyrir þær ­sjálfir eða geymt á inn­láns­reikn­ing­um. Þess vegna eru aflandskrón­urn­ar, ­sam­kvæmt skil­grein­ingu frum­varps fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ekki bara bundnar í skulda­bréf­um. Þvert á móti eru þær m.a. bundnar í hluta­bréfum í skráðum og óskráðum fyr­ir­tækj­um. Þannig fellur fjórð­ungs­hlutur banda­ríska fjár­fest­inga­sjóðs­ins Yucaipa undir skil­grein­ing­una og 66 pró­sent hlutur Alt­erra Power (áður Magma Energy) í HS Orku einnig. Sömu sögu er að segja af 13,2 pró­sent ­eign­ar­hlut Burlington Loan Mana­gement í Klakka (áður Exista), eig­anda Lýs­ing­ar.

Eru ein­hverjar samn­inga­við­ræður í gangi?

Ljóst er að sam­skipti hafa átt sér stað milli­ ­stjórn­valda og eig­enda aflandskróna þar sem hinir erlendu eig­endur krónu­eigna hafa lagt fram leiðir sem áttu að vera hlut­lausar gagn­vart greiðslu­jöfn­uð­i Ís­lands. Á meðal þeirra voru, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, þær að aflandskrónu­vand­inn yrði leystur á löngum tíma þar sem afsláttur á krónu­eign­um yrði um eða yfir tíu pró­sent. Þessi sam­skipti leiddu ekki til nið­ur­stöðu í að­drag­anda þess að frum­varpið um aflandskrón­u­út­boð var lagt fram.

DV greindi frá því í gær að full­trúar fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytis og Seðla­­banka Íslands fund­uðu í fyrra­dag með aðil­u­m frá þeim banda­rísku eigna­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækjum sem stýra vog­un­­ar­­sjóð­u­m ­sem halda utan um stærstan hluta af aflandskrón­u­­eign­un­um. Fund­­ur­inn fór fram í New York og þar á að svara þeim spurn­ingum sem full­­trúar sjóð­anna hafa um hin ný­sam­­þykktu lög um aflandskrón­u­út­boð­ið.

Ekki liggur fyrir hvort aflandskrónu­eig­end­urn­ir muni spila með og taka þátt í útboð­inu. Þeir gætu til dæmis neitað að taka þátt í útboð­inu í næsta mán­uði og ákveðið að leita réttar síns, bæði inn­an­lands sem og í Banda­ríkj­un­um, þar sem flestir þeirra eiga heim­il­is­festi. Í frétt RÚV fyrr í í fyrra­dag var haft eftir Pétri Erni að umbjóð­endur hans væru að meta næst­u skref.

Hvernig fór aftur síð­asta skref?

Aflandskrón­u­út­boðið sem fyr­ir­hugað er að halda í júní á að vera eitt af síð­ustu skref­unum sem stjórn­völd stíga í átt að losa um höft á ein­stak­linga, líf­eyr­is­sjóði og fyr­ir­tæki á Íslandi. Það má segja að þetta sé næst stærsta skrefið í þá átt, á eftir upp­gjöri á slita­búum fölln­u ­bank­anna, sem samið var um síðla árs í fyrra.

Þá lögðu stjórn­völd upp annað hvort eða leið ­fyrir kröfu­hafa búanna sem fólst í því að þeim var gert kleift að semja um að greiða stöð­ug­leika­fram­lög eða að lagður yrði 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á allar eignir þeirra hér­lend­is.

Í aðdrag­anda þess að sú leið var kynnt með­ pompi og prakt í Hörpu fyrir tæpu ári höfðu verið upp sam­bæri­leg sjón­ar­mið ­gagn­vart stöð­ug­leika­skatt­inum og eru nú gagn­vart þeim leiðum sem bjóða á upp á í tengslum við aflandskrón­u­út­boð­in. Þ.e. að í þeim fælist eigna­upp­taka sem ekki ­stæð­ist stjórn­ar­skrá.

Kynning á stærsta skrefi við losun fjármagnshafta fór fram í Hörpu fyrir tæpu ári síðan. Þar var m.a. boðaður mögulegur stöðugleikaskattur. Á endanum var samið við kröfuhafa um niðurstöðu.Ekki

 reyndi á þessi sjón­ar­mið vegna þess að ­kröfu­haf­arnir sömdu allir sem einn við íslenska ríkið um að greiða ­stöð­ug­leika­fram­lag í stað þess að láta reyna á lög­mæti stöð­ug­leika­skatts­ins.

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi þessa árs mun rík­ið ­tekju­færa 348,3 millj­arða króna vegna stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Miðað við það verða end­ur­heimtir kröfu­hafa í bú íslensku bank­anna á pari við, eða hærri, en þeir hafa búist við á und­an­förnum árum. Í þeirra röðum ríkir nokkuð mik­il á­nægja með það sam­komu­lag sem náð­ist og er það talið kosta þá mjög svip­að hlut­fall af eignum sínum og þeir reikn­uðu með að það myndi kosta þá í sviðs­myndum sem þeir létu vinna fyrir sig rúmum þremur árum áður en gengið var frá sam­komu­lag­inu.

Í grein­ar­gerð Seðla­banka Íslands um mat hans á upp­gjörs­sam­komu­lag­inu, sem er dag­sett 27. októ­ber 2015, sagði: „Leið nauða­­samn­inga á grund­velli stöð­ug­­leika­skil­yrða er mun áhætt­u­minni en skatta­­leið­in, þar sem girt er fyrir áhættu með marg­vís­­legum ráð­­stöf­unum og áhætta vegna ­dóms­­mála verður mun minn­i".

Eru allir sáttir við þetta?

Stjórn­ar­and­staðan hefur gagn­rýnt sam­ráðs­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í því hafta­los­un­ar­ferli sem staðið hefur yfir und­an­farin ár. Sjö þing­menn úr Vinstri grænum og Pírötum sátu því hjá við afgreiðslu frum­varps­ins um aflandskrón­u­út­boð­ið. Innan stjórn­ar­and­stöð­unnar var þó sam­komu­lag um að standa ekki í vegi fyrir afgreiðslu máls­ins í ljósi þess að um afar þjóð­hags­lega ­mik­il­vægt.

Það eru þó ekki allir sáttir með þá leið sem verið er að fara og sumum finnst að ríkið sé að hleypa kröfu­höfum og aflandskrónu­eig­endum út úr höftum á undan öllum öðrum og á allt of góð­u­m ­kjör­um.

Þar hefur InDefence hóp­ur­inn gagn­rýnt áform ­stjórn­valda í hafta­los­un­ar­ferl­inu harð­lega. Sveinn Val­fells, eðl­is- og hag­fræð­ing­ur, sem staðið hefur í for­ystu­sveit hóps­ins sagði við Kjarn­ann fyrr í vik­unni að afnáms­ferlið allt virð­ist „hannað til að greiða götu kröf­u­hafa og há­marka end­­ur­heimtur þeirra, almenn­ing­­ur, atvinn­u­líf og líf­eyr­is­­sjóð­ir reka lest­ina og þola umtals­verða rýrnun á verð­­gildi krón­unn­ar.“ 

InDefence hóp­­ur­inn segir í umsögn sinni um hafta­frum­varpið að for­­gangur kröf­u­hafa í slitabú bank­anna og erlendra aflandskrón­u­eig­enda, þegar kemur að útleið úr höft­un­um, séð bæði óþarfur og skað­­leg­­ur. Almenn­ingur á Íslandi eigi ekki að reka lest­ina í þessum efn­um, heldur frekar að vera í for­­gang­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None