Búið að samþykkja innan við helming frumvarpa ríkisstjórnarinnar

Innan við helmingur þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í vetur er orðinn að lögum. Fjöldi laga frá ríkisstjórn hefur ekki verið minni síðustu tuttugu ár, en hlutfallið hefur hins vegar farið lægra.

Ríkisstjórn Íslands
Auglýsing

Fjöru­tíu frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar eru orðin að lögum á þessu þingi, en rík­is­stjórnin hefur lagt fram 90 frum­vörp á þing­inu alls. Það þýðir að 44,4% frum­varpa hennar hafa verið sam­þykkt. Það er nokkuð hærra hlut­fall en á sama tíma á síð­asta þingi, þegar hlut­fall sam­þykkra frum­varpa var rúm­lega 35%, en þá höfðu samt fleiri frum­vörp orðið að lögum en nú er, eða 42. 

Þingi ætti að vera að ljúka miðað við upp­runa­lega starfs­á­ætlun þings­ins fyrir vet­ur­inn, en eins og greint hefur verið frá verður þing­inu frestað í byrjun júní en mun koma aftur saman í ágúst til að klára þetta þing áður en boðað verður til kosn­inga í haust. Atburða­rásin í kringum Panama­skjölin og það að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hætti sem for­sæt­is­ráð­herra setti auð­vitað strik í reikn­ing­inn hvað varðar afkasta­getu þings­ins, en fram að því hafði þessi þing­vetur einnig verið afkastaminni hjá rík­is­stjórn en verið hefur und­an­farna ára­tugi, eins og Kjarn­inn hefur greint frá

Fjöldi frum­varpa frá rík­is­stjórn

Auglýsing

Líkt og sjá má hér að ofan hefur rík­is­stjórn ekki lagt fram eins fá frum­vörp und­an­farin tutt­ugu ár og á þessu þingi. Fjöldi frum­varpa sem lögð eru fram segir auð­vitað ekki alla sög­una. Þegar skoðað er hversu mörg frum­varpa rík­is­stjórna eru orðin að lögum á þessum degi á hverju þingi kemur einnig í ljós að færri frum­vörp stjórn­valda eru orðin að lögum nú en verið hefur síð­ustu tutt­ugu ár. Fjöldi laga frá rík­is­stjórnum er mjög breyti­legur eftir árum, en sjá má að þeim hefur fækkað veru­lega á þessu tíma­bili. Hafa verður í huga að töl­urnar eiga við fjölda laga sem sam­þykkt höfðu verið á þessum degi, 24. maí, ár hvert. Mis­jafnt er hversu lengi þingið starfar eftir árum. 

Fjöldi sam­þykktra frum­varpa

Það gefur þó aðeins aðra mynd ef skoðað er hversu hátt hlut­fall frum­varpa frá rík­is­stjórn hefur tek­ist að afgreiða frá þing­inu á þessum tíma þing­vetr­ar­ins. Í fyrra fór hlut­fallið niður í ríf­lega 35% sam­þykkt en það er ekki það minnsta sem verið hefur und­an­farin ár, því árið 2006 hafði ein­ungis 34,8% frum­varpa rík­is­stjórn­ar­innar farið í gegnum þingið á þessum tíma. 

Hlut­fall sam­þykktra mála af heild­ar­fjölda frum­varpa

Lengi rætt um hversu seint mál koma fram

Í mörg ár hefur verið rætt um það innan og utan þings­ins hversu seint mörg stór frum­vörp koma inn í þing­ið. Nú er staðan til að mynda þannig að enn eiga fjórtán frum­vörp, sem rík­is­stjórnin setti á for­gangs­lista sinn yfir mál til að klára fyrir kosn­ing­ar, eiga eftir að koma inn í þing­ið. Mörg frum­vörp komu fram eftir að form­legur frestur til að leggja fram frum­vörp rann út, þann 1. apríl síð­ast­lið­inn. Þannig er ástandið iðu­lega og mis­jafnt hverju kennt er um. 

Fyrr í vetur vöktu bæði þing­menn í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu athygli á því að skortur væri á þing­málum frá rík­is­stjórn­inn­i. Bryn­hildur Pét­­ur­s­dótt­ir, þing­­maður Bjartrar fram­­tíð­­ar, vakti athygli á þessu í þing­inu þann 10. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Hún benti á að þing­­nefndir hefðu af þessum sökum lítið að gera og þing­­störfin væru í upp­­­námi. Árni Páll Árna­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, tók undir með henni, og flokks­­systir hennar Heiða Kristín Helga­dóttir líka. „Hér er fullt af fólki sem er til­­­búið að vinna og það er miður að málin komi svo inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur og þá séu þau afgreidd á ein­hverju hunda­vað­i,“ sagði hún. Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, þing­­maður VG, benti á að tveir mán­uðir væru liðnir af þing­inu og þrír ráð­herrar hefðu ekki skilað einu ein­asta þing­­máli inn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­­maður Pírata, lagði til að nefndir væru í verk­­fall þangað til mál kæmu inn í þær. „Ég tek undir þá hvatn­ingu til ráð­herra að fara að koma fleiri málum hérna inn svo að við í þing­inu getum tekið það hlut­verk okkar alvar­­lega að vinna að málum vel,“ sagði Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins við umræð­­urn­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None