Búið að samþykkja innan við helming frumvarpa ríkisstjórnarinnar

Innan við helmingur þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin hefur lagt fram í vetur er orðinn að lögum. Fjöldi laga frá ríkisstjórn hefur ekki verið minni síðustu tuttugu ár, en hlutfallið hefur hins vegar farið lægra.

Ríkisstjórn Íslands
Auglýsing

Fjöru­tíu frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar eru orðin að lögum á þessu þingi, en rík­is­stjórnin hefur lagt fram 90 frum­vörp á þing­inu alls. Það þýðir að 44,4% frum­varpa hennar hafa verið sam­þykkt. Það er nokkuð hærra hlut­fall en á sama tíma á síð­asta þingi, þegar hlut­fall sam­þykkra frum­varpa var rúm­lega 35%, en þá höfðu samt fleiri frum­vörp orðið að lögum en nú er, eða 42. 

Þingi ætti að vera að ljúka miðað við upp­runa­lega starfs­á­ætlun þings­ins fyrir vet­ur­inn, en eins og greint hefur verið frá verður þing­inu frestað í byrjun júní en mun koma aftur saman í ágúst til að klára þetta þing áður en boðað verður til kosn­inga í haust. Atburða­rásin í kringum Panama­skjölin og það að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hætti sem for­sæt­is­ráð­herra setti auð­vitað strik í reikn­ing­inn hvað varðar afkasta­getu þings­ins, en fram að því hafði þessi þing­vetur einnig verið afkastaminni hjá rík­is­stjórn en verið hefur und­an­farna ára­tugi, eins og Kjarn­inn hefur greint frá

Fjöldi frum­varpa frá rík­is­stjórn

Auglýsing

Líkt og sjá má hér að ofan hefur rík­is­stjórn ekki lagt fram eins fá frum­vörp und­an­farin tutt­ugu ár og á þessu þingi. Fjöldi frum­varpa sem lögð eru fram segir auð­vitað ekki alla sög­una. Þegar skoðað er hversu mörg frum­varpa rík­is­stjórna eru orðin að lögum á þessum degi á hverju þingi kemur einnig í ljós að færri frum­vörp stjórn­valda eru orðin að lögum nú en verið hefur síð­ustu tutt­ugu ár. Fjöldi laga frá rík­is­stjórnum er mjög breyti­legur eftir árum, en sjá má að þeim hefur fækkað veru­lega á þessu tíma­bili. Hafa verður í huga að töl­urnar eiga við fjölda laga sem sam­þykkt höfðu verið á þessum degi, 24. maí, ár hvert. Mis­jafnt er hversu lengi þingið starfar eftir árum. 

Fjöldi sam­þykktra frum­varpa

Það gefur þó aðeins aðra mynd ef skoðað er hversu hátt hlut­fall frum­varpa frá rík­is­stjórn hefur tek­ist að afgreiða frá þing­inu á þessum tíma þing­vetr­ar­ins. Í fyrra fór hlut­fallið niður í ríf­lega 35% sam­þykkt en það er ekki það minnsta sem verið hefur und­an­farin ár, því árið 2006 hafði ein­ungis 34,8% frum­varpa rík­is­stjórn­ar­innar farið í gegnum þingið á þessum tíma. 

Hlut­fall sam­þykktra mála af heild­ar­fjölda frum­varpa

Lengi rætt um hversu seint mál koma fram

Í mörg ár hefur verið rætt um það innan og utan þings­ins hversu seint mörg stór frum­vörp koma inn í þing­ið. Nú er staðan til að mynda þannig að enn eiga fjórtán frum­vörp, sem rík­is­stjórnin setti á for­gangs­lista sinn yfir mál til að klára fyrir kosn­ing­ar, eiga eftir að koma inn í þing­ið. Mörg frum­vörp komu fram eftir að form­legur frestur til að leggja fram frum­vörp rann út, þann 1. apríl síð­ast­lið­inn. Þannig er ástandið iðu­lega og mis­jafnt hverju kennt er um. 

Fyrr í vetur vöktu bæði þing­menn í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu athygli á því að skortur væri á þing­málum frá rík­is­stjórn­inn­i. Bryn­hildur Pét­­ur­s­dótt­ir, þing­­maður Bjartrar fram­­tíð­­ar, vakti athygli á þessu í þing­inu þann 10. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Hún benti á að þing­­nefndir hefðu af þessum sökum lítið að gera og þing­­störfin væru í upp­­­námi. Árni Páll Árna­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, tók undir með henni, og flokks­­systir hennar Heiða Kristín Helga­dóttir líka. „Hér er fullt af fólki sem er til­­­búið að vinna og það er miður að málin komi svo inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur og þá séu þau afgreidd á ein­hverju hunda­vað­i,“ sagði hún. Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, þing­­maður VG, benti á að tveir mán­uðir væru liðnir af þing­inu og þrír ráð­herrar hefðu ekki skilað einu ein­asta þing­­máli inn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­­maður Pírata, lagði til að nefndir væru í verk­­fall þangað til mál kæmu inn í þær. „Ég tek undir þá hvatn­ingu til ráð­herra að fara að koma fleiri málum hérna inn svo að við í þing­inu getum tekið það hlut­verk okkar alvar­­lega að vinna að málum vel,“ sagði Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins við umræð­­urn­­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None