Alþingi á að skipa rannsóknarnefnd ef það vill skýra aðkomu Hauck & Aufhäuser

Umboðsmaður Alþingis er með nýjar upplýsingar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Hann segir að Alþingi eigi að skipa rannsóknarnefnd ef vilji sé til þess að komast til botns í málinu.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Auglýsing

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að Alþingi eigi að skipa rannsóknarnefnd til að kalla fram nýjar upplýsingar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins svokallaða á Búnaðarbankanum árið 2003, ef áhugi sé fyrir því að komast til botns í málinu. Hann hefur undir höndum nýjar upplýsingar og ábendingar um raunverulega þátttöku Hauck & Aufhäuser, þýsks einkabanka, í kaupunum á Búnaðarbankanum. 

Þegar kaupin áttu sér stað var málið kynnt þannig að Hauck & Aufhäuser væri á meðal kaupenda að bankanum og var aðkoma erlends banka talin styrkja stöðu S-hópsins gagnvart kaupunum. Þetta kemur fram í bréfi sem Tryggvi sendi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 19. maí síðastliðinn og hefur verið birt á heimasíðu embættis hans.

Sú skýring sem gefin var um aðkomu Hauck & Aufhäuser hefur lengi verið dregin í efa og því oft verið haldið fram í opinberri umræðu að bankinn hafi verið leppur.

Auglýsing

Bárust nýjar upplýsingar

Í bréfi Tryggva segir að umboðsmanni Alþingis hafi nýverið borist nýjar upplýsingar og ábendingar um „hvernig leiða mætti í ljós hver hafi í raun verið þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KgaA í kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. á árinu 2003 með aðild hans að Eglu hf.“. Upplýsingunum var komið til umboðsmanns með þeim formerkjum að hann gætti trúnaðar um uppruna þeirra. Hann telur að upplýsingarnar geti haft þýðingu um „réttmæti þeirra upplýsinga sem íslensk stjórnvöld byggðu á við sölu á  umræddum eignarhluta, þ. á m. við val á viðsemjenda um kaupin. Þá kann einnig að skipta máli hvort þau skilyrði sem fram komu í kaupsamningi um þessi viðskipti hafi að öllu leyti verið uppfyllt sem og þegar tekin var afstaða til beiðna kaupandans á síðari stigum um breytingar á samningsbundnum skyldum sínum“.

Tryggvi sat sem kunnugt er í rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna þar sem meðal annars var fjallað um einkavæðingu bankanna og segir í bréfinu að sér hafi lengi verið ljóst að uppi hafi verið óskir um að aðild hins þýska banka að kaupunum yrði skýrð nánar. „Tilefnið eru efasemdir um að þáttur bankans hafi í raun verið með þeim hætti sem kynnt var af hálfu kaupenda eignarhlutans“.

Hann taldi því fulla ástæðu til að kanna þær nýju upplýsingar sem honum bárust nánar og kanna hvort þær gætu leitt til þess að leiða fram nýjar staðreyndir um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum. „Niðurstaða mín er sú að frekari úrvinnsla þessara upplýsinga og tilteknar athuganir og gagnaöflun sé líklegt til þess“.

Tryggvi telur hins vegar að hvorki lögbundnar starfsheimildir embættis síns né Ríkisendurskoðunar dugi til að afla þeirra ganga sem sem hinar nýju upplýsingar vísa til né til þess að afla upplýsinga og skýringa hjá þeim lögaðilum sem koma við sögu í málinu. Þess vegna vill hann koma því á framfæri við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að ef vilji sé til þess að fá fram nýjar upplýsingar um aðkomu þýska bankans eigi að vinna að því á grundvelli laga um rannsóknarnefndir. Með öðrum orðum, þá eigi að Alþingi að skipa rannsóknarnefnd ef vilji er fyrir því að komast til botns í málinu og skýra einkavæðingu Búnaðarbankans í eitt skipti fyrir öll.

Tryggvi tekur sérstaklega fram að ekkert bendi til þess að þeir sem tóku ákvörðun fyrir hönd ríkisins um sölu á Búnaðarbankanum til S-hópsins eða unnu að þeirri sölu hafi haft vitneskju um þau atriði sem hann hefur nú fengið vitneskju um.

Áttu ekki mikið af peningum 

Tortryggni gagnvart aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á kjölfestuhlut ríkisins í Búnaðarbankanum hefur verið viðvarandi allt frá því að kaupin áttu sér stað fyrir rúmum þrettán árum. Þegar íslenska ríkið ákvað að selja hlut sinn í Bún­að­ar­banka Íslands árið 2002 var eitt af helstu mark­miðum þess að fá erlenda fjár­mála­stofnun til að koma þar að. Það vann því mjög með þeim bjóð­endum í hlut rík­is­ins í bank­anum ef þeir höfðu slíka í sínum hópi.

Frétt Morg­un­blaðs­ins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um.Kjarn­inn hefur öll gögn einka­væð­ing­ar­ferl­is­ins undir hönd­um, þar með talið fund­ar­gerðir einka­væð­ing­ar­nefndar og þau gögn sem nefndin studd­ist við þegar hún tók ákvörðun sína um að selja einum bjóð­anda umfram ann­an. Sá bjóð­andi sem fékk á end­anum að kaupa Bún­að­ar­bank­ann var hinn svo­kall­aði S-hóp­ur, með rík tengsl inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn og leiddur af Ólafi Ólafs­syni, sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, og Finni Ing­ólfs­syni, fyrrum vara­for­manns og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

S-hóp­ur­inn átti ekki sér­stak­lega mikla pen­inga (kaup­verðið var að stórum hluta fengið að láni) og hafði enga reynslu af því að reka banka. Það var því mjög mik­il­vægt fyrir hann að láta líta svo út að sterkur, erlendur aðili væri með í hópnum til að gera einka­væð­ing­ar­nefnd auð­veld­ara fyrir að selja honum bank­ann.

Soci­ete General verður Hauck & Auf­hauser

Framan af var látið líta svo út að erlendi bank­inn sem væri í slag­togi með S-hópnum væri franski bankaris­inn Soci­ete Gener­al, sem einka­væð­ing­ar­nefnd þótti fýsi­legt. Ljóst er á fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefndar að hún taldi nán­ast allan tím­ann að franski bank­inn væri sú fjár­mála­stofnun sem ætl­aði að taka þátt í kaup­un­um.

Þeirri tál­sýn var haldið á lofti í gegnum ferlið, þótt að aldrei feng­ist stað­fest­ing á því að Soci­ete General væri með í hópn­um. Þegar leið að því að salan á Bún­að­ar­banka yrði kláruð komu skila­boð frá S-hópnum um að ekki væri hægt að til­kynna um hver erlendi aðil­inn í hópnum væri fyrr en við und­ir­skrift.

Bún­að­ar­bank­inn var loks seldur til S-hóps­ins 16. jan­úar 2003. Einka­væð­ing­ar­nefnd fékk fyrst að vita nafn erlenda bank­ans sem tók þátt í kaup­unum sjö dögum áður. Sá banki var þýski sveita­bank­inn Hauck & Auf­hauser. Hann var aldrei nefndur á nafn í fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefnd­ar.

Hauck & Auf­hauser hafði aldrei nein afskipti af ætl­uðum eign­ar­hlut sínum í Bún­að­ar­bank­anum og skip­aði íslenskan starfs­mann eign­ar­halds­fé­lags Ólafs Ólafs­sonar í stjórn Eglu, félags­ins sem bank­inn átti hlut sinn í gegn­um. Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­ar­banka, var bank­inn búinn að selja hann allan til ann­arra aðila innan S-hóps­ins.

Um tveimur mán­uðum eftir að S-hóp­ur­inn keypti Bún­að­ar­bank­ann hófust við­ræður um að sam­eina hann og Kaup­þing. Eftir að sú sam­ein­ing gekk í gegn varð sam­ein­aður banki stærsti banki lands­ins og hóp­ur­inn sem stýrði honum gerði það þangað til að hann féll í októ­ber 2008, og skráði sig á spjöld sög­unnar sem eitt stærsta gjald­þrot sem orðið hef­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None