Sá sérstaki snýr aftur

Portúgalinn José Mourinho á ótrúlegan feril að baki sem knattspyrnustjóri. Hans bíður nú erfitt verkefni í Manchester.

mori
Auglýsing

Portú­gal­inn José Mour­inho hefur á sextán ára ferli sínum sem knatt­spyrnu­stjóri náð mögn­uðum árangri í öllum þeim löndum þar sem hann hef­ur ­starf­að. Portú­gal, Englandi, Ítalíu og Spáni. Hann verður form­lega kynntur sem nýr knatt­spyrnu­stjóri Manchester United í næstu viku, eftir að Hol­lend­ing­ur­inn Lou­is Van Gaal var lát­inn taka pok­ann sinn, skömmu eftir að hafa lyft FA bik­arnum að loknum 2-1 sigri Manchester United á Crys­tal Palace á Wembley. Tit­ill­inn ­bjarg­aði honum ekki. Örlögin voru ráð­in. Helsta ástæðan fyrir því að hann var lát­inn fara? Deyfð, leið­indi og óásætt­an­legur árang­ur.

Leik­menn ósáttir

Sé mið tekið af umfjöllun helstu fót­bolta­miðla í Bret­landi, The Guar­dian og BBC þar á með­al, þá virð­ist Van Gaal ekki hafa náð trún­aði leik­manna og ­leik­skipu­lagið sem hann lagði upp með var umdeilt meðal þeirra. Hjá aðdá­end­um var leik­skipu­lagið gagn­rýnt harð­lega nær linnu­laust allt tíma­bilið sem lauk ný­ver­ið. 

Í upp­hafi byrj­aði liðið með 3-5-2 taktík, en féll frá henni fljót­lega þegar stigin létu á sér standa. Margir leik­manna voru að spila í stöðum sem þeir höfðu ekki leikið mikið áður, sem virt­ist engan veg­inn skila sér í góðu gengi eða sann­fær­andi spila­mennsku. Hinn dínamíski og ástríðu­kenndi hrað­i ­sem Alex Fergu­son var frægur fyrir að ná fram í liði Manchester United, í sinni stjóra­tíð, var eins fjarri og hugs­ast gat.

Auglýsing

Mourinho kann þá snilld að búa til fyrirsagnir með yfirlýsingum á blaðamannafundum.

Daniel Taylor, pistla­höf­undur The Guar­di­an, sagði í pistli í gær að tveggja ára dvöl Louis Van Gaal hefði ein­kennst af leið­in­legum fót­bolta, ­sem sýni sig í fáum skor­uðum mörkum og hægum fót­bolta, og síðan einnig léleg­um ­móral hjá leik­mönn­um. Þetta sé eitt­hvað sem Manchest United geti ekki sætt sig við.  Á liðnu tíma­bili skor­aði liðið 49 ­mörk en með­al­talið í úrvals­deild­inni hjá lið­inu er 76,4 mörk á tíma­bili. Þetta ­segir sína sögu.  

Til við­bótar má nefna að sam­kvæmt Opta stats ­töl­fræði­gagna­grunn­inum þá voru aðeins þrjú lið í deild­inni sem sköp­uðu sér­ ­færri færi. Hið hrika­lega slaka Aston Villa að sjálf­sögðu, og síðan West Brom og Watford. Þetta er staða sem Manchester United á ekki að venjast, svo ekki sé nú ­dýpra í árina tek­ið.

Nýtt upp­haf er framund­an, hjá þessu sig­ur­sælasta félagi í sögu enskrar knatt­spyrnu. Knatt­spyrnu­stjóri númer fjögur (Da­vid Moyes, Ryan Giggs, Louis Van Gaal) frá því Alex Fergu­son hætti, er að fara taka við stjórn­ar­taumun­um.

Hræði­leg enda­lok hjá Chel­sea

Hinn 53 ára gamli Mour­inho kemur ekki til Manchester á há­punkti fer­ils síns, svo mikið er víst. Hann var rek­inn frá Chel­sea 17. des­em­ber í fyrra, þegar tíma­bilið var ekki hálfn­að. Chel­sea, sem hann gerði að enskum ­meist­ara tíma­bilið á und­an, byrj­aði leik­tíð­ina hræði­lega og var í 16. sæt­i, eftir að hafa tapað níu af sextán leikjum tíma­bils­ins, þegar hann var rek­inn.

Mour­inho var í guða­tölu hjá stuðn­ings­mönnum liðs­ins, og er það eflaust enn. En þessi árangur var ekki boð­legur og ekk­ert annað var í stöð­unni en að Mour­inho hætti, því ekki gátu leik­menn­irnir hætt.

Lit­ríkt upp­haf

Fer­ill Mour­inho er með nokkrum ólík­ind­um. Árið 2000 var hann, þá aðeins 37 ára gam­all, ráð­inn knatt­spyrnu­stjóri Ben­fica, en hætti eftir níu leiki við stjórn­völ­inn. Allt hafði gengið vel, en inn­an­húspóli­tík­ réð því að hann hætti.

Í júlí 2001 tók hann við União de ­Leiria, sem telst lítið félag í Portú­gal. Undir hans stjórn var það í þriðja sæti í Portú­gal. Stóra tæki­færið kom svo í jan­úar 2002 þegar Porto réð hann sem knatt­spyrnu­stjórna. Liðið var í fimmta sæti þegar hann tók við, og ekki inn í bik­ar­keppn­i. 

Porto end­aði í þriðja sæti. Í lok tíma­bils­ins lof­að­i hann stuðn­ings­mönnum að vinna deild­ina að ári. Þarna sást glitta í kok­hraust­an ungan mann á upp­leið, sem átti eftir að setja mark sitt á Evr­ópu­bolt­ann. 

Á tíma­bil­inu 2002 til 2003 var Porto óstöðv­andi. Liðið sigr­aði í deild­inni, með­ ell­efu stiga for­skoti á Ben­fica, varð bik­ar­meist­ari og sigr­aði í UEFA Cup. Tíma­bil­ið 2003 til 2004 var síðan ævin­týri lík­ast. Þá sigr­aði Porto allt sem það gat unn­ið, og líka Meist­ara­deild Evr­ópu. Sterkur kjarni leik­manna mynd­aði agað og öflugt lið, sem eng­inn fann leið til að sigra eða slá út úr Evr­ópu­keppn­i. ­Mik­il­væg­ustu leik­menn liðs­ins á þessu tíma­bili voru Deco, Ricardo Car­valho og Man­iche, sem Mour­inho náði í samn­ings­lausan eftir að honum var leyft að fara frá Ben­fica. 

Sann­ar­lega ótrú­legur árang­ur, sem opn­aði dyrnar að stærstu félögum Evr­ópu.Chel­sea ævin­týrið

Hjá Chel­sea var nú kom­inn ungur Rússi, Rom­an A­bramovich, í eig­anda­sæt­ið, en hann var með fulla vasa fjár sem rekja mátti til olíu­auð­linda í Síber­íu. Hann sætti sig ekki við að Claudi­o Rani­eri, sem kom sá og sigr­aði með Leicester á nýaf­stöðnu tíma­bili, hafi aðeins náð öðru sæti árið 2004, og vildi gera Chel­sea að meist­ara. Þá var Mour­inho ráð­inn, og fékk hann met­greiðslu fyrir samn­ing­inn, 4,2 millj­ónir punda, eða um 750 millj­ónir króna.

Mour­inho sýndi strax að hann væri kom­inn til að setja mark ­sig á fót­bolta­heim­inn. Á fyrsta blaða­manna­fund­inum sagði hann þessi fleygu orð: „Ég vil ekki hljóma hroka­full­ur, en ég kem hingað sem Evr­ópu­meist­ari og tel að ég sé sá sér­staki, fyrir þetta verk­efn­i.“ Við­ur­nefn­ið, sá sér­staki, fest­ist strax við hann. 

Til þess að gera langa sögu stutta þá varð Chel­sea að stór­kost­legu liði undir stjórn Mour­in­ho. Eiður Smári Guðjohnsen, sem enn er í ís­lenska lands­lið­inu 20 árum eftir að hann spil­aði fyrsta leik­inn með því, átt­i frá­bær ár undir stjórn Mour­in­ho. Leik­manna­hóp­ur­inn var ógn­ar­sterk­ur, með Frank Lampard og John Terry fremsta meðal jafn­ingja, og skil­aði Mour­inho titli strax á fyrsta tíma­bili, vorið 2005. Það var fyrsti deild­ar­meist­ara­tit­ill Chel­sea í 50 ár.

Aftur vann Chel­sea deild­ina árið eft­ir, og virt­ist Mour­in­ho á góðri leið með að búa til magnað sig­ur­sælt lið til langrar fram­tíð­ar, þrátt ­fyrir mikla sam­keppni frá Manchester United, Arsenal og Liver­pool.

En þegar eng­inn deild­ar­meist­ara­tit­ill skil­aði sér vorið 2007 virt­ist sam­starf Mour­inho við eig­and­ann og helstu starfs­menn félags­ins ver­a orðið slæmt. Þegar Ísra­el­inn Avram Grant var ráð­inn yfir­maður knatt­spyrnu­mála, í óþökk Mour­in­ho, var mælir­inn full­ur. Hann hætti hjá Chel­sea 20. sept­em­ber 2007, nokkuð óvænt. 

Inter-­tím­inn óg­leym­an­legur

Þegar Mour­inho tók við Inter, í júní 2008 eftir nærri árs­frí frá þjálfun, var mikil pressa á hon­um. Nýtt lið var í mót­un, en leik­manna­hóp­ur­inn var góð­ur. Ungir og reynslu­miklir ­leik­menn í bland, og góð sam­setn­ing varn­ar-, miðju-, og sókn­ar­manna. Und­ir­ ­stjórn Mour­inho varð Inter besta félags­lið Evr­ópu, sigr­aði allt sem það gat unnið heima fyr­ir, bæði deild og bik­ar, og varð Evr­ópu­meist­ari vorið 2009.

Enn einu sinni sann­aði Mour­inho hæfi­leika sína, með því að ­byggja upp nýtt lið á skömmum tíma, og finna sig­ur­blönd­una sem svo erfitt er að hrista fram. Tvö sig­ur­sæl tíma­bil í röð hjá Inter, leiddu til þess að Real Ma­drid réð hann til starfa. Þar tók við gam­al­kunnug bar­átta stór­veld­anna, Real Madrid og Barcelona. Real Madrid var iðu­lega í fremstu röð, undir stjórn Mour­in­ho, en þurfti að sætta sig við að vera skrefi á eftir Barcelona, nokkuð oft. Þó ekki vorið 2012, þegar Real Madrid sigr­aði deild­ina með nokkrum yfir­burð­um.

Ári síðar var annað upp á ten­ingn­um. Real náði ekki að sigr­a ­deild­ina, og tap­aði fyrir erki­fj­end­unum Atlet­ico Madrid í úrslit­u­m bik­ar­keppn­inn­ar.

Mour­inho hætti með liðið eftir tíma­bil­ið. Mán­uði eftir það, var hann búinn að skrifa undir hjá Chel­sea, og hóf þá feril númer tvö í London. Á tíma­bil­inu 2013 til 2014 varð Chel­sea í þriðja sæti, en sigr­aði svo deild­ina ­tíma­bilið 2014 til 2015. Gull­trygg­ing sig­urs­ins kom þegar þrír leikir vor­u eft­ir.

Byrj­unin skelfi­lega á tíma­bil­inu sem nú er að ljúka, er ­fá­títt hlið­ar­spor á stór­kost­legum sextán ára ferli Mour­in­ho.

Stjórn­un­ar­hæfi­leikar

Mour­inho þótti strax sína afburða­hæfi­leika sem stjórn­and­i. ­Sjálfs­ör­yggið upp­mál­að, og með skýra áherslun á smá­at­riðin í liðs­stjórn­un. Hann hefur verið sagður snill­ingur í sál­fræð­i­stríð­inu, þó brott­rekstur hans hjá Chel­sea sé ákveðið hlið­ar­spor á þeim ferli. Nán­ast allan sinn feril hefur það verið einn af hans stærstu kost­um, að halda leik­mönnum sínum við efnið og taka ­sjálfur á sig hit­ann sem fylgir fjöl­miðlaum­fjöllun og press­unni sem hún skap­ar.

En hvernig mun Mour­inho halda um taumana hjá Manchester United? Það er erfitt að segja. Einn af þeim sem hefur fylgst með Mour­inho í gegnum tíð­ina, og haldið með Manchester United lengi, er Gunn­laugur Jóns­son, ­þjálf­ari ÍA í Pepsi-­deild karla. Hann segir að Mour­inho þurfi að finna „dráp­seðlið“ sem ein­kenndi tím­ann þegar Alex Fergu­son réði ríkjum á Old Traf­ford. „Sem Man. Utd. aðdá­andi hefur maður verið á báðum átt­u­m hvaða skref félagið ætti að fara. Hlut­irnir voru ekki í réttum far­vegi með Van Ga­al, liðið var óspenn­andi, spil­aði hægt og það vant­aði í það dráp­seðlið sem sir Alex var búinn að búa til hjá lið­inu. Kost­ur­inn við að fá Mour­inho á þessum ­tíma­punkti er að hann kemur til leiks til að sanna sig eftir bullið hjá Chel­sea. Hann er með­vit­aður um kröf­urnar sem eru í Leik­húsi Draumanna og hvað hefur farið úrskeiðis hjá Moyes og Van Gaal. Ég hef ekki áhyggjur að hann get­i ekki búið til massíva liðs­heild, það hefur hann gert svo vel hjá Chel­sea, Inter Milan og Porto. Ég ætla því að vona að þetta sé hár­rétt skref hjá félag­inu og ég held að þessi bik­ar­tit­ill sem liðið vann um helg­ina hafi hell­ing að segja ­fyrir leik­manna­hóp­inn og nú er Móra að fylgja því eft­ir. Það er alla­vega ljóst að þetta er ekki auð­veldasta starfið í brans­anum og reynsla Mour­inho kem­ur honum til góða þar,“ segir Gunn­laug­ur.

Mour­inho hefur alltaf náð árangri fljót­lega eftir að hann hefur tekið við nýju liði. Aldrei hefur liðið meira en eitt ár þar til­ ­deild­ar­meist­ara­tit­ill hefur komið í hús. Mour­inho hefur sjálfur þakk­að ­Bobby Rob­son heitnum fyrir sinn grunn í þjálfun, en Mour­inho var einn af aðstoð­ar­mönn­um hans hjá Barcelona þegar Rob­son þjálf­aði Kata­lón­íustór­veld­ið, tíma­bilið 1996 til 1997. Hvernig til mun takast hjá Manchester United mun fram­tíðin leiða í ljós, en með grunn­inn frá Rob­son, mikla reynslu og per­sónu­töfra gæti hann byggt upp sig­ur­hefð­ina sem Alex ­Fergu­son tókst að skapa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None