Ólga innan Framsóknar vegna kosninga

Ráðherra Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar eru afar ósátt við ákvörðun forsætisráðherra að hafa ákveðið kjördag. Gunnar Bragi Sveinsson segir stjórnarmeirihlutann geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar.

Gunnar Bragi Sveinsson er afar ósáttur með að forsætisráðherra hafi gefið út dagsetningu fyrir kjördag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur sagt að hann vilji ekki haustkosningar.
Gunnar Bragi Sveinsson er afar ósáttur með að forsætisráðherra hafi gefið út dagsetningu fyrir kjördag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur sagt að hann vilji ekki haustkosningar.
Auglýsing

Mikil ólga er innan Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynntu að kosið verði til Alþingis 29. október næstkomandi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega og sagði að það hefðu verið mistök að nefna dagsetningu svo fljótt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, segir svo í færslu á Facebook í dag að hún telji best að slíta þinginu strax á mánudag og boða til kosninga innan sex vikna.

Þetta segi ég til að hlífa landsmönnum við bulli, vitleysu og fyrru sem verður annars næstu vikurnar Í hádegisfréttum voru tvö mál komin strax í ágreining - þ.e. búvörusamningar og vegaframkvæmdir - þetta verður óbærilegt,“ skrifar Vigdís.

Segir meirihlutann geta hætt við kosningar

Gunnar Bragi sendi öllum þingmönnum Framsóknarflokksins bréf í gær þar sem hann lýsir megnri óánægju sinni með ákvörðun forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að nefna kjördag. Hann hafði áður sagt að það væri glapræði að ákveða dagsetninguna áður en þing kæmi saman og málin komin fram. Í bréfinu sagði Gunnar Bragi að ákvörðunin hafði aldrei verið rædd í ríkisstjórn eða meðal þingflokkanna.

Auglýsing

Í samtali við Vísi í dag segir Gunnar Bragi svo að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að kosningum.

„Ég hef alveg verið skýr með það að kjördag eigi ekki að tilkynna fyrr en það er orðið ljóst að við náum að klára þau mál sem við höfum lagt áherslu á og þau hafa nú verið skorin heldur betur niður þannig að það ætti nú að vera hægt að gera það ef að stjórnarandstaðan leggst ekki gegn því. En ég hefði gert þetta þannig, ég hefði samið við stjórnarandstöðuna um þessi mál áður en kjördagur var ákveðinn,“ segir Gunnar Bragi við Vísi. Hann bætir við að stjórnarmeirihlutinn hafi það svo í hendi sér að kalla „bara kalla saman nýtt þing og hætta við kosningar ef stjórnarandstaðan ætlar að móast við.“

Spurður hvort hann telji að svo verði raunin segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég er bara að lýsa þessu eins og ég myndi allavega ekki hræðast það að gera slíkt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None