Samfylkingin ekki mælst minni frá því fyrir kosningarnar 2017

Alls myndu níu flokkar ná inn á þing ef kosið yrði í dag og hefðu þá aldrei verið fleiri. Sitjandi ríkisstjórn væri fallin og ómögulegt yrði að mynda stjórn sem innhéldi færri en fjóra flokka.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með 12,7 pró­sent fylgi í nýrri könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka sem gerð var dag­ana 1-29. mars. Það er minnsta fylgi sem hún hefur mælst með í könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á þessu kjör­tíma­bili.

Raunar þarf að fara til loka sept­em­ber­mán­aðar 2017, um tveimur vikum eftir að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk, til að finna mæl­ingu á fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar hjá Gallup sem er lægri. Þá mæld­ist fylgi flokks­ins 9,7 pró­sent. Hæst reis fylgið haustið 2018 þegar 19,3 pró­sent lands­manna sögð­ust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una. Fylgið nú er rétt yfir kjör­fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem fékk 12,1 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Fylgi flokka í mars.

Flokk­ur­inn yrði samt sem áður næst stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag. Sá sem mælist með mest fylgi er að venju Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem nýtur stuðn­ings 23 pró­sent lands­manna. Það yrði versta nið­ur­staða flokks­ins frá upp­hafi ef hún kæmi upp úr kjör­köss­unum en fylgið stendur í stað milli mán­aða.

Fram­sókn ein­ungis einu sinni mælst stærri á kjör­tíma­bil­inu

Vinstri græn tapa fylgi frá því í febr­úar og mæl­ast nú með 12,3 pró­sent stuðn­ing. Það er tölu­vert frá þeim 16,9 pró­sentum sem flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dóttur fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Eng­inn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi í dag hafa tapað jafn miklu fylgi á kjör­tíma­bil­inu og Vinstri græn.

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn heldur áfram að hress­ast og mælist nú með 11,1 pró­sent fylgi. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst með meira fylgi á kjör­tíma­bil­inu, í des­em­ber 2018 eftir að Klaust­ur­málið svo­kall­aða kom upp. Fylgið er nú komið rétt yfir kjör­fylgi en það myndi samt sem áður skila næst verstu nið­ur­stöðu flokks­ins í rúm­lega 100 ára sögu hans ef það yrði nið­ur­staða kosn­inga. 

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er 46,4 pró­sent og allt bendir til þess að sitj­andi rík­is­stjórn myndi falla ef kosið yrði í dag. 

Níu flokkar mæl­ast inni

Sam­kvæmt könnun Gallup myndi flokk­unum sem næðu inn þing­manni fjölga úr átta í níu þar sem bæði Flokkur fólks­ins og Sós­í­alista­flokkur Íslands mæl­ast með um fimm pró­sent fylg­i. 

Píratar halda áfram að sýna stöð­ug­leika í könn­unum og mæl­ast nú með 11,5 pró­sent fylgi, sem er aðeins minna en fyrir mán­uði síð­an.

Mið­flokk­ur­inn er sá flokkur sem bætir mestu við sig á milli mán­aða og segj­ast nú 9,5 pró­sent kjós­enda styðja hann. Það er sama pró­sent­hlut­fall og styður Við­reisn. 

Í frétt RÚV um könn­un­ina segir að yrðu þetta úrslit kosn­ing­anna í haust þá fengi Sjálf­stæð­is­flokkur 15 þing­menn, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Píratar átta hver. Mið­flokk­ur­inn og Við­reisn fengju hvor um sig sex þing­menn, Flokkur fólks­ins þrjá og Sós­í­alista­flokkur Íslands fengi einn kjör­dæma­kjör­inn mann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, en næði ekki fimm pró­senta þrösk­uld­inum fyrir upp­bót­ar­menn. 

Miðað við þessa stöðu væri ómögu­legt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn þrátt fyrir að Sam­fylk­ing­in, næst stærsti flokkur lands­ins, myndi draga til baka yfir­lýs­ingu sína um að vinna ekki með stærsta flokkn­um, Sjálf­stæð­is­flokki.

Heild­ar­úr­takið í könn­un­inni, sem var net­könn­un, var 9.856 manns sem valdir voru af handa­hófi og þátt tóku 53 pró­sent. Næst verður kosið til þings 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent