Verðlagseftirlit ASÍ gerði athugasemdir við að Heimkaup segðist ódýrast

Athugasemdir voru gerðar við að Heimkaup segðist ódýrast, en netverslunin var þó oftast með ódýrustu vöruna í nýjustu könnun verðlagseftirlits ASÍ. Heimkaup segist óvart hafa sent út drög að auglýsingapósti með röngu orðalagi.

Heimkaup var oftast með lægsta verðið í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ, en verðlagseftirlitið gerði athugasemdir við tölvupóst þar sem vísað var í niðurstöðurnar.
Heimkaup var oftast með lægsta verðið í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ, en verðlagseftirlitið gerði athugasemdir við tölvupóst þar sem vísað var í niðurstöðurnar.
Auglýsing

Verð­lags­eft­ir­lit ASÍ kom í gær athuga­semdum á fram­færi við vef­versl­un­ina Heim­kaup, vegna aug­lýs­inga­pósts frá fyr­ir­tæk­inu þar fram kom að Heim­kaup væru „ódýrust“. Í tölvu­póst­inum var fjallað um að Heim­kaup hefði oft­ast verið með lægsta verðið í síð­ustu verð­lagskönnun verð­lags­eft­ir­lits­ins hvað mat­vöru og annað til heim­il­is­ins varð­ar.

„Í stuttu máli þá má ekki nýta verðkann­anir frá okkur til aug­lýs­inga með þeim hætti sem Heim­kaup gerir þarna og ég er búin að hafa sam­band við þá vegna þess,“ segir Auður Alfa Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri verð­lags­eft­ir­lits ASÍ, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna aug­lýs­ing­ar­inn­ar.

Aug­lýs­ing Heim­kaups barst til þeirra sem eru á póst­lista fyr­ir­tæk­is­ins í gær undir yfir­skrift­inni „Ódýr­ust sam­kvæmt verð­könnun ASÍ.“

Auður Alfa segir að verð­lags­eft­ir­lit ASÍ veiti leyfi fyrir því að nið­ur­stöður kann­ana þeirra séu nýttar í mark­aðs­legum til­gangi þegar fal­ast sé eftir slíku leyfi. Hins vegar skipti máli að „það séu ekki dregnar álykt­anir út frá nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar umfram það sem nið­ur­stöð­urnar fela í sér,“ en ljóst er að fyr­ir­sögn tölvu­pósts­ins frá Heim­kaup gerði það.

Í texta inni í aug­lýs­inga­póst­inum sjálfum var hins vegar farið rétt með, en þar segir að í þess­ari verð­könnun ASÍ, sem fram­kvæmd var 25. mars, hafi Heim­kaup oft­ast verið með lægsta verðið á mat­vöru og öðrum heim­il­is­vör­um. Heim­kaup var ódýr­ast hvað varðar 37 af þeim 112 vörum sem skoð­aðar voru í könn­un­inni, en Bónus kom næst og var 33 sinnum með ódýr­ustu vör­una.

Segja drög að tölvu­pósti óvart hafa farið út

Thelma Björk Wil­son, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og not­enda­upp­lif­unar hjá Heim­kaup, segir í svari til Kjarn­ans að mis­tök hafi verið gerð. Hún segir að orða­lagið hafi verið borið undir ASÍ, en síðan hafi óvart verið send drög að tölvu­pósti á við­skipta­vini, þar sem fram kom að Heim­kaup væru ódýr­ust.

Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup. Mynd: Aðsend

„Það er óná­kvæmt, því við vorum bara með flestar vörur á lægsta verði. Við lög­uðum það hjá okk­ur, strax og við átt­uðum okkur á því, enda var ekki mein­ingin að nota það orða­lag,“ segir Thelma Björk.

Auglýsing

Eins og alltaf í könn­unum verð­lags­eft­ir­lits ASÍ var aðeins um beinan verð­sam­an­burð að ræða á hillu­verði. Ekki er lagt mat á gæði eða þjón­ustu sölu­að­ila.

Til þess að fá fría heim­send­ingu á vörum frá Heim­kaup innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þarf að panta vörur fyrir 14.900 krón­ur, en tekið er 745 króna heim­send­ing­ar­gjald fyrir pant­anir yfir 9.900 krónum og pant­anir undir því verð­marki bera 1.490 króna heim­send­ing­ar­gjald, sam­kvæmt vef versl­un­ar­inn­ar.

Að sama skapi þarf fólk ekki að gera sér ferð í búð­ina, þegar pantað er á net­inu og greitt fyrir heim­send­ingu. Net­verslun með mat­vöru hefur auk­ist mikið frá því að COVID-19 far­ald­ur­inn fór af stað fyrir rúmu ári síð­an. Auk Heim­kaups bjóða Nettó og Krónan nú upp á mat­vöru í net­versl­un­um.

Net­verslun sig­ur­veg­ar­inn í far­aldr­in­um?

Thelma Björk segir að vöxt­ur­inn hjá Heim­kaup hvað mat­vöru varðar í far­aldr­inum hafi verið „með ólík­ind­um“ og að Heim­kaup hafi „meira en tvö­faldað velt­una í mat­vöru frá síð­asta mán­uði - og það var fyrir sam­komu­tak­mark­anir stjórn­valda.“

Hún segir að í síð­asta mán­uði hafi Heim­kaup byrjað að keyra vörur heim í klukku­tíma hólfum innan dags­ins og að svo virð­ist sem spurn sé eftir slíkri þjón­ustu.

„Við vitum ekki hvernig öðrum geng­ur, en það gæti allt eins verið að þeir væru líka að vaxa hratt,“ segir Thelma og bætir við að sig­ur­veg­ar­inn í far­aldr­inum sé ef til vill net­versl­un, sem fleiri og fleiri séu að til­einka sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent