5 færslur fundust merktar „matvöruverslun“

Hærra verð á matvöru í heimsfaraldri er staðreynd, en fákeppni gæti verið ástæðan ekki síður en COVID-19.
Verð á matvöru hefur hækkað um rúmlega 13 prósent á tveimur árum
Mat- og drykkjarvara hefur hækkað frá því heimsfaraldur hófst. Í grein í Vísbendingu veltir Auður Alfa Ólafsdóttir því upp hvort fákeppni á matvörumarkaði hérlendis hafi áhrif á vöruverð ekki síður en truflanir í framleiðslu vegna heimsfaraldurs COVID-19.
30. maí 2022
Heimkaup var oftast með lægsta verðið í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ, en verðlagseftirlitið gerði athugasemdir við tölvupóst þar sem vísað var í niðurstöðurnar.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði athugasemdir við að Heimkaup segðist ódýrast
Athugasemdir voru gerðar við að Heimkaup segðist ódýrast, en netverslunin var þó oftast með ódýrustu vöruna í nýjustu könnun verðlagseftirlits ASÍ. Heimkaup segist óvart hafa sent út drög að auglýsingapósti með röngu orðalagi.
31. mars 2021
Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Tugir nýrra starfa í netverslun: Krónan stefnir á heimsendingar innan skamms
Tugir nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó og Heimkaupum vegna aukinnar eftirspurnar í netverslun. Krónan ætlar að opna snjallverslun innan skamms og byrja að senda mat heim til fólks.
24. mars 2020
„Við hvetjum almenning til að haga innkaupum sínum til heimilisins með eðlilegum hætti, það er engin ástæða til annars,“ sagði Andrés.
Algjör óþarfi að hamstra mat
Það er engin ástæða fyrir íslenskan almenning að hamstra mat eða aðrar nauðsynjavörur. Það er nóg til af mat og nóg til af lyfjum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hamstur veldur óþarfa álagi á verslunarfólk.
13. mars 2020
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni.
Sala í matvöruverslunum Haga dróst saman um 6,8 prósent milli ára
Hagar seldi vörur fyrir 6,6 milljörðum minna á síðasta rekstrarári en árið áður. Stærsta ástæðan er breytt umhverfi með tilkomu Costco. Til stendur að kaupa Olís á 10,4 milljarða. Stærstu eigendur sátu hjá við atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu.
8. júní 2018