Tugir nýrra starfa í netverslun: Krónan stefnir á heimsendingar innan skamms

Tugir nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó og Heimkaupum vegna aukinnar eftirspurnar í netverslun. Krónan ætlar að opna snjallverslun innan skamms og byrja að senda mat heim til fólks.

Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Auglýsing

Nettó hefur bætt við sig tugum nýrra starfsmanna vegna mikillar eftirspurnar í netverslun fyrirtækisins og Heimkaup, sem einnig rekur netverslun með matvæli, hefur gert slíkt hið sama.

Krónan vinnur nú að því að svara þessari auknu eftirspurn og stefnir að því að opna netverslun eins fljótt og hægt er, en Bónus ætlar ekki inn á þennan markað, samkvæmt svörum forsvarsmanna verslananna við fyrirspurnum Kjarnans.

Á sjötta tug nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó vegna mikillar eftirspurnar í netverslun fyrirtækisins. Þeirra á meðal eru tuttugu bílstjórar og fyrirtækið Aha, sem sér um útkeyrslu fyrir Nettó, hefur keypt tíu nýja bíla, samkvæmt tilkynningu frá Nettó.

Allt að tveggja sólarhringa bið

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, sem rekur Nettó og fleiri verslanir, segir í tilkynningunni að viðskiptavinir netverslunarinnar eigi hrós skilið fyrir að sýna skilning á þessum óvissutímum, en stundum hafi tafir orðið of miklar, þar sem innviðir verslunarinnar hafi ekki ráðið við álagið.

„Á hverjum degi koma nýjar áskoranir og okkur hefur tekist að aðlaga verkferla okkar og skipulag að þessum breyttu aðstæðum. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sólahringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími samanborið við Danmörku og England þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir matvörum úr netverslun,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningunni, en hann hrósar starfsmönnum Samkaupa fyrir sín störf á þessum álagstímum.

Seldu meiri mat á einni viku en allan mánuðinn þar á undan

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir að fyrirtækið hafi bætt við sig um 25 bílstjórum og 25 manns í vöruhúsi, allt í allt um fimmtíu manns, frá því að álagið fór að aukast. Hann segist gera ráð fyrir því vöxtur verði í netverslun til framtíðar, heimsmyndin sé breytt.

Auglýsing

Framkvæmdastjórinn gerir þannig ráð fyrir að nokkur hluti þessara nýju starfsmanna geti unnið hjá fyrirtækinu til framtíðar, en ekki bara tímabundið nú þegar faraldurinn gengur yfir.

„Ég þurfti meiri matvöru í síðustu viku en allan mánuðinn þar á undan,“ segir Guðmundur, spurður um hversu mikil aukningin hafi verið í matvælasölu Heimkaupa að undanförnu. Ennþá er hægt að fá vörur afhentar samdægurs. 

„Ég er með svo rosalega gott fólk, ég er alveg hissa á því hvernig við erum að ná að halda þessu,“ segir Guðmundur og segir blaðamanni að ef pöntun væri lögð inn um hádegisbil í dag gæti hann ábyrgst að hún kæmist til skila á höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 17 og 19.

Krónan ætlar að setja snjallverslun í loftið sem fyrst

„Við erum að vinna dag og nótt,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Kjarnann, en fyrirtækið hefur undanfarnar tvær vikur verið að vinna að því að setja upp snjallverslun á netinu og í appi, þar sem fólk mun geta verslað matvöru og ýmist sótt hana eða fengið senda heim. 

Fyrirtækið hafði áætlanir um að setja slíka verslun í loftið í sumar, en vinnunni hefur verið flýtt, í ljósi aðstæðna. „Það er bara alveg á næstu dögum,“ segir Gréta María, spurð út í vænta tímasetningu á opnun netverslunarinnar, en starfsemin verður kynnt nánar þegar þar að kemur. 

Gréta segist renna nokkuð blint í sjóinn með áætlanir um hversu mörgum starfsmönnum fyrirtækið þurfi að bæta við sig til þess að anna væntri eftirspurn í netverslun, en bæði þarf að ráða inn fólk til þess að tína saman vörur fyrir viðskiptavini og bílstjóra til þess að keyra vörurnar heim að dyrum, kjósi viðskiptavinir það.

Bónus ætlar ekki í netverslun

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að fyrirtækið ætli sér ekki inn á netverslunarmarkaðinn að svo stöddu. Rekstrarmódel fyrirtækisins einfaldlega bjóði ekki upp á það.

„Það þarf einhver að borga fyrir þetta og okkar álagning er það lág að hún ræður ekki við það,“ segir Guðmundur í samtali við Kjarnann, en bætir við að ómögulegt sé að spá fyrir um hvað framtíðin beri í skauti sér.

Leigubílstjórar byrjaðir að skutlast með mat

Fjöldi veitingastaða sem alla jafna bjóða ekki upp á heimsendingar eru nú byrjaðir að senda mat heim að dyrum til fólks og bregðast þannig við samkomubanni og dvínandi eftirspurn.

Sem dæmi má nefna að Grandi Mathöll hefur opnað sameiginlegan pöntunarvef fyrir alla veitingastaðina þar innanhúss og að veitingastaðir í eigu fyrirtækisins Gleðipinna (Saffran, Hamborgafabrikkan, Roadhouse o.fl.) eru komnir í samstarf við leigubílastöðina Hreyfil um heimsendingar á mat. 

„Leigubílstjórar, líkt og aðrir í þjóðfélaginu, hafa verið áhyggjufullir yfir stöðunni. Þetta samstarf kom sér því afar vel fyrir okkur og fer kröftuglega af stað,“ er haft eftir Haraldi Axel Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Hreyfils í tilkynningu frá Gleðipinnum.

Pósturinn merkir mikla aukningu á netverslun almennt

Pósturinn segir að 20 prósent aukning hafi orðið á innlendri netverslun almennt og samkvæmt fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi út í dag hefur eftirspurn eftir heimkeyrslu og notkun póstboxa hjá Póstinum aukist að undanförnu. Segir Pósturinn að þessar leiðir hafi mikla kosti, enda lágmarki þær báðar útbreiðslu á kórónuveirunni.

„Við erum strax farin að sjá töluverða aukningu í netverslun og búumst við að sjá jafnvel enn meiri aukningu á komandi vikum. Heimkeyrslan okkar er gríðarlega öflug þjónusta sem getur hjálpað mikið í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Við teljum að heimkeyrsla sé í lykilhlutverki nú þegar landsmenn verja meiri tíma heima og forðast fjölmenni. Þá höfum við talað fyrir kostum Póstboxa áður en nú sem aldrei fyrr sýnir sig hve mikilvæg þau eru í raun og veru. Með því að nýta sér þessa leið erum við að taka öll samskipti þar sem tvær manneskjur hittast úr jöfnunni og þar með lágmarka smithættu eins mikið og hægt er,“ er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Póstsins í tilkynningu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent