Tugir nýrra starfa í netverslun: Krónan stefnir á heimsendingar innan skamms

Tugir nýrra starfsmanna hafa tekið til starfa hjá Nettó og Heimkaupum vegna aukinnar eftirspurnar í netverslun. Krónan ætlar að opna snjallverslun innan skamms og byrja að senda mat heim til fólks.

Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Nettó og Heimkaup hafa ráðið inn tugi nýrra starfsmanna til að mæta aukinni eftirspurn í netverslun og Krónan hyggur á opnun netverslunar innan skamms.
Auglýsing

Nettó hefur bætt við sig tugum nýrra starfs­manna vegna mik­illar eft­ir­spurnar í net­verslun fyr­ir­tæk­is­ins og Heim­kaup, sem einnig rekur net­verslun með mat­væli, hefur gert slíkt hið sama.

Krónan vinnur nú að því að svara þess­ari auknu eft­ir­spurn og stefnir að því að opna net­verslun eins fljótt og hægt er, en Bónus ætlar ekki inn á þennan mark­að, sam­kvæmt svörum for­svars­manna versl­an­anna við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans.

Á sjötta tug nýrra starfs­manna hafa tekið til starfa hjá Nettó vegna mik­illar eft­ir­spurnar í net­verslun fyr­ir­tæk­is­ins. Þeirra á meðal eru tutt­ugu bíl­stjórar og fyr­ir­tækið Aha, sem sér um útkeyrslu fyrir Nettó, hefur keypt tíu nýja bíla, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Nettó.

Allt að tveggja sól­ar­hringa bið

Gunnar Egill Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, sem rekur Nettó og fleiri versl­an­ir, segir í til­kynn­ing­unni að við­skipta­vinir net­versl­un­ar­innar eigi hrós skilið fyrir að sýna skiln­ing á þessum óvissu­tím­um, en stundum hafi tafir orðið of miklar, þar sem inn­viðir versl­un­ar­innar hafi ekki ráðið við álag­ið.

„Á hverjum degi koma nýjar áskor­anir og okkur hefur tek­ist að aðlaga verk­ferla okkar og skipu­lag að þessum breyttu aðstæð­um. Eins og staðan er nú er allt að tveggja sóla­hringa bið eftir afgreiðslu hjá okkur en það er heldur stuttur tími sam­an­borið við Dan­mörku og Eng­land þar sem er allt að tveggja vikna bið eftir mat­vörum úr net­versl­un,“ er haft eftir Gunn­ari í til­kynn­ing­unni, en hann hrósar starfs­mönnum Sam­kaupa fyrir sín störf á þessum álags­tím­um.

Seldu meiri mat á einni viku en allan mán­uð­inn þar á undan

Guð­mundur Magna­son, fram­kvæmda­stjóri Heim­kaupa, segir að fyr­ir­tækið hafi bætt við sig um 25 bíl­stjórum og 25 manns í vöru­húsi, allt í allt um fimm­tíu manns, frá því að álagið fór að aukast. Hann seg­ist gera ráð fyrir því vöxtur verði í net­verslun til fram­tíð­ar, heims­myndin sé breytt.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjór­inn gerir þannig ráð fyrir að nokkur hluti þess­ara nýju starfs­manna geti unnið hjá fyr­ir­tæk­inu til fram­tíð­ar, en ekki bara tíma­bundið nú þegar far­ald­ur­inn gengur yfir.

„Ég þurfti meiri mat­vöru í síð­ustu viku en allan mán­uð­inn þar á und­an,“ segir Guð­mund­ur, spurður um hversu mikil aukn­ingin hafi verið í mat­væla­sölu Heim­kaupa að und­an­förnu. Ennþá er hægt að fá vörur afhentar sam­dæg­ur­s. 

„Ég er með svo rosa­lega gott fólk, ég er alveg hissa á því hvernig við erum að ná að halda þessu,“ segir Guð­mundur og segir blaða­manni að ef pöntun væri lögð inn um hádeg­is­bil í dag gæti hann ábyrgst að hún kæm­ist til skila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli kl. 17 og 19.

Krónan ætlar að setja snjall­verslun í loftið sem fyrst

„Við erum að vinna dag og nótt,“ segir Gréta María Grét­ars­dóttir fram­kvæmda­stjóri Krón­unnar í sam­tali við Kjarn­ann, en fyr­ir­tækið hefur und­an­farnar tvær vikur verið að vinna að því að setja upp snjall­verslun á net­inu og í appi, þar sem fólk mun geta verslað mat­vöru og ýmist sótt hana eða fengið senda heim. 

Fyr­ir­tækið hafði áætl­anir um að setja slíka verslun í loftið í sum­ar, en vinn­unni hefur verið flýtt, í ljósi aðstæðn­a. „Það er bara alveg á næstu dög­um,“ segir Gréta Mar­ía, spurð út í vænta tíma­setn­ingu á opnun net­versl­un­ar­inn­ar, en starf­semin verður kynnt nánar þegar þar að kem­ur. 

Gréta seg­ist renna nokkuð blint í sjó­inn með áætl­anir um hversu mörgum starfs­mönnum fyr­ir­tækið þurfi að bæta við sig til þess að anna væntri eft­ir­spurn í net­versl­un, en bæði þarf að ráða inn fólk til þess að tína saman vörur fyrir við­skipta­vini og bíl­stjóra til þess að keyra vör­urnar heim að dyr­um, kjósi við­skipta­vinir það.

Bónus ætlar ekki í net­verslun

Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, segir að fyr­ir­tækið ætli sér ekki inn á net­versl­un­ar­mark­að­inn að svo stöddu. Rekstr­ar­módel fyr­ir­tæk­is­ins ein­fald­lega bjóði ekki upp á það.

„Það þarf ein­hver að borga fyrir þetta og okkar álagn­ing er það lág að hún ræður ekki við það,“ segir Guð­mundur í sam­tali við Kjarn­ann, en bætir við að ómögu­legt sé að spá fyrir um hvað fram­tíðin beri í skauti sér.

Leigu­bíl­stjórar byrj­aðir að skutl­ast með mat

Fjöldi veit­inga­staða sem alla jafna bjóða ekki upp á heim­send­ingar eru nú byrj­aðir að senda mat heim að dyrum til fólks og bregð­ast þannig við sam­komu­banni og dvín­andi eft­ir­spurn.

Sem dæmi má nefna að Grandi Mat­höll hefur opnað sam­eig­in­legan pönt­un­ar­vef fyrir alla veit­inga­stað­ina þar inn­an­húss og að veit­inga­staðir í eigu fyr­ir­tæk­is­ins Gleðip­inna (Saffran, Ham­borga­fa­brikk­an, Road­house o.fl.) eru komnir í sam­starf við leigu­bíla­stöð­ina Hreyfil um heim­send­ingar á mat. 

„Leigu­bíl­stjór­ar, líkt og aðrir í þjóð­fé­lag­inu, hafa verið áhyggju­fullir yfir stöð­unni. Þetta sam­starf kom sér því afar vel fyrir okkur og fer kröft­ug­lega af stað,“ er haft eftir Har­aldi Axel Gunn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Hreyf­ils í til­kynn­ingu frá Gleðipinn­um.

Póst­ur­inn merkir mikla aukn­ingu á net­verslun almennt

Póst­ur­inn segir að 20 pró­sent aukn­ing hafi orðið á inn­lendri net­verslun almennt og sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi út í dag hefur eft­ir­spurn eftir heim­keyrslu og notkun póst­boxa hjá Póst­inum auk­ist að und­an­förnu. Segir Póst­ur­inn að þessar leiðir hafi mikla kosti, enda lág­marki þær báðar útbreiðslu á kór­ónu­veirunni.

„Við erum strax farin að sjá tölu­verða aukn­ingu í net­verslun og búumst við að sjá jafn­vel enn meiri aukn­ingu á kom­andi vik­um. Heim­keyrslan okkar er gríð­ar­lega öflug þjón­usta sem getur hjálpað mikið í því ástandi sem nú er í þjóð­fé­lag­inu. Við teljum að heim­keyrsla sé í lyk­il­hlut­verki nú þegar lands­menn verja meiri tíma heima og forð­ast fjöl­menni. Þá höfum við talað fyrir kostum Póst­boxa áður en nú sem aldrei fyrr sýnir sig hve mik­il­væg þau eru í raun og veru. Með því að nýta sér þessa leið erum við að taka öll sam­skipti þar sem tvær mann­eskjur hitt­ast úr jöfn­unni og þar með lág­marka smit­hættu eins mikið og hægt er,“ er haft eftir Sess­elíu Birg­is­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra þjón­ustu- og mark­aðs­sviðs Pósts­ins í til­kynn­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent