Verkföllum Eflingar frestað frá og með morgundeginum

Verkfallsaðgerðum sem staðið hafa yfir hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus hefur verið slegið á frest vegna COVID-19 faraldursins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar hefur ákveðið að fresta verk­falls­að­gerðum sem staðið hafa yfir hjá félags­mönnum sem ­starfa hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Hvera­gerð­isbæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­us. 

Verk­fall­ið, sem staðið hefur yfir yfir frá 9. mars, mun því hætta tíma­bundið frá og með morg­un­deg­in­um, 25. mars 2020. Félags­mönnum Efl­ingar hjá umræddum sveit­ar­fé­lögum er því heim­ilað að ganga til reglu­bund­inna starfa sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingum frá og með klukkan 00:01 á morg­un.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart ofan­greindum sveit­ar­fé­lög segir að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi leitt til mik­illar óvissu á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, meðal ann­ars í starf­semi stofn­ana þar sem félags­menn Efl­ingar vinna. „Í því ástandi teljum við skyn­sam­leg­ast að fresta verk­falls­að­gerðum þangað til far­ald­ur­inn er lið­inn hjá. Við höfum átt sam­ráð við okkar félags­menn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðn­ingi þeirra.

Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópa­vogi, Sel­tjarnesbæ og víðar fái kjara­bætur sam­bæri­legar þeim sem var í kjara­samn­ingum Efl­ingar við ríkið og Reykja­vík­ur­borg. Við erum til­búin að hefja verk­falls­að­gerðir af krafti á nýjan leik þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir og það er ein­dregin stuðn­ingur meðal félags­manna okkar fyrir því. Þá höfum við mót­tekið afger­andi sam­stöðu­yf­ir­lýs­ingu frá félögum okkar hjá Reykja­vík­ur­borg. Við erum því reiðu­búin að mæta fílefld í verk­falls­að­gerðir innan nokk­urra vikna, mögu­lega í umfangs­meiri og beitt­ari mynd en hingað til.“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að félags­menn­irnir vinni flestir við grunn­þjón­ustu og umönnun og þeir skilji mjög vel hvað veiru­fald­ur­inn þýði fyrir sam­fé­lag­ið. „Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna far­ald­urs­ins, til dæmis með því að veita rúmar verk­fallsund­an­þág­ur. Sveit­ar­fé­lögin hafa hins vegar kosið að nýta sér far­ald­ur­inn á ein­stak­lega ómerki­legan hátt til að hamla eðli­legum fram­gangi við­ræðna. Skömm Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga er mik­il. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félags­menn okkar hjá Kópa­vogi og hinum sveit­ar­fé­lög­unum munu fá sínar eðli­legu kjara­bæt­ur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent