Verkföllum Eflingar frestað frá og með morgundeginum

Verkfallsaðgerðum sem staðið hafa yfir hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus hefur verið slegið á frest vegna COVID-19 faraldursins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar hefur ákveðið að fresta verk­falls­að­gerðum sem staðið hafa yfir hjá félags­mönnum sem ­starfa hjá Kópa­vogs­bæ, Sel­tjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Hvera­gerð­isbæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­us. 

Verk­fall­ið, sem staðið hefur yfir yfir frá 9. mars, mun því hætta tíma­bundið frá og með morg­un­deg­in­um, 25. mars 2020. Félags­mönnum Efl­ingar hjá umræddum sveit­ar­fé­lögum er því heim­ilað að ganga til reglu­bund­inna starfa sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingum frá og með klukkan 00:01 á morg­un.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart ofan­greindum sveit­ar­fé­lög segir að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi leitt til mik­illar óvissu á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, meðal ann­ars í starf­semi stofn­ana þar sem félags­menn Efl­ingar vinna. „Í því ástandi teljum við skyn­sam­leg­ast að fresta verk­falls­að­gerðum þangað til far­ald­ur­inn er lið­inn hjá. Við höfum átt sam­ráð við okkar félags­menn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðn­ingi þeirra.

Við munum aldrei taka annað í mál en að félagar okkar hjá Kópa­vogi, Sel­tjarnesbæ og víðar fái kjara­bætur sam­bæri­legar þeim sem var í kjara­samn­ingum Efl­ingar við ríkið og Reykja­vík­ur­borg. Við erum til­búin að hefja verk­falls­að­gerðir af krafti á nýjan leik þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir og það er ein­dregin stuðn­ingur meðal félags­manna okkar fyrir því. Þá höfum við mót­tekið afger­andi sam­stöðu­yf­ir­lýs­ingu frá félögum okkar hjá Reykja­vík­ur­borg. Við erum því reiðu­búin að mæta fílefld í verk­falls­að­gerðir innan nokk­urra vikna, mögu­lega í umfangs­meiri og beitt­ari mynd en hingað til.“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að félags­menn­irnir vinni flestir við grunn­þjón­ustu og umönnun og þeir skilji mjög vel hvað veiru­fald­ur­inn þýði fyrir sam­fé­lag­ið. „Þeir hafa sýnt mikla ábyrgð vegna far­ald­urs­ins, til dæmis með því að veita rúmar verk­fallsund­an­þág­ur. Sveit­ar­fé­lögin hafa hins vegar kosið að nýta sér far­ald­ur­inn á ein­stak­lega ómerki­legan hátt til að hamla eðli­legum fram­gangi við­ræðna. Skömm Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga er mik­il. Ósvífni þeirra breytir því þó ekki að félags­menn okkar hjá Kópa­vogi og hinum sveit­ar­fé­lög­unum munu fá sínar eðli­legu kjara­bæt­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent